Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Page 6

Íslendingur - 09.07.1947, Page 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 9. júlí 1947 Mjöö eítiríektarveröur fyrir- lestur Áre Waeriand. 'pi ú } a t n Næsta mynd: NOB HILL Hinn kunni sænski heilsufræðing- ur og brautryðjandi náttúrulækning- anna, Are Waerland, hélt fyrirlestur í Samkomuhúsinu á Akureyri s. 1. mánudagskvöld. Waerland hefir lagt stund á manneldisfræði um 50 ára skeið og er því allra manna lærðast- ur í þeim efnum. Hann hefir víða flutt fyrirlestra, m. a. yfir 70 fyrir- lestra sl. vetur í Englandi og Sviss. Hann er kominn hingað til lands á vegum Náttúrulækningafélags íslands og hefir þegar flutt marga fyrirlestra. Jónas Kristjánsson, læknir, for- göngumaður náttúrulækninganna á íslandi, kynnti fyrirlesarann og fór nokkrum orðum um starf hans. Waerland flutti fyrirlestur sinn á íslenzku. Er hann mjög áheyrilegur fyrirlesari og flytur mál sitt skýrt og með sannfæringarkrafti. Hann skýrði frá því, að kenningar sínar byggði hann fyrst og fremst á eigin reynslu. Hann hefði fram til tvítugs verið mjög veikburða, þjáðst af höfuð- veiki og meltingarsjúkdómum og oft legið rúmfastur. Hann hóf heim- spekinám, en varð að hætta því sök- um veiþinda og var vart hugað langt líf. Hann snéri sér þá að læknisfræð- inni, ög sú spurning, sem var efst í huga hans, en hann átti erfiðast með að fá svar við, var þessi: Hvað er heilbrigði? Nám sitt stundaði hann einkum í Englandi. Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu skömmu fyrir síðustu aldamót, að mataræðið væri frumskilyrði heilbrigðinnar og allir sjúkdómar ættu rætur sínar að rekja til rangra lifnaðarhátta. Tók hann þá upp alveg nýtt mataræði og lífsvenjur, borðaði grænmeti og iðk- aði íþróttir. Síðan eru liðin 50 ár, og allan þann tíma kveðst hann ekki hafa kennt neins meins, aldrei fund- ið til líkamlegrar vanlíðanar og væri nú hraustur og heilbrigður, svo að betra væri ekki kosið. Waerland taldi það augljós sann- indi, að maðurinn væri ekki skapað- ur af náttúrunnar hendi til þess að þjást af sjúkdómum. Ástæða sjúk- dómanna væri því sú, að maðurinn lifði ekki í samræmi við lögmál náttúrunnar. Merkasti líffræðingur, sem nú væri uppi, próf. Aiexander Haig, héldi því fram, að forfeður mannanna hefðu lifað um 25 miljón ir ára í krónum trjánna. Væri þetta rétt, hlytu meltingarfæri mannanna að vera sniðin fyrir jurtafæðu, enda benti margt til þess. í fæðu þeirri, sem flestir nútímamenn neyttu, væru fyrst og fremst rotnunarbakteríur, sem smám saman skemmdu melting- arfærin, en þeim væri nauðsynlegt að fá gerjunarbakteríur. Waerland vill láta fólk hætta að borða kjöt, fisk, egg. salt, sykur (að mestu leyti), te, kaffi — og svo að sjálfsögðu tóbak og áfengi. Mjólk, grænmeti og ávexti telur hann vera hina réttu fæðu. Hann kveðst árið 1936 hafa óskað eftir því í Svíþjóð, að 1000 manns skuldbindu sig til þess að lifa eftir reglum hans i þrjú ár. 1400 manns hefðu gefið sig fram og enginn hefði óskað eftir að breyta aftur um mataræði, þegar þrjú árjn voru liðin. Á eftir fyrirlestri Waerlands skýrði Björn Jónson, veðurfræðing- ur, nokkuð frá starfi Náttúrulækn- ingafélags íslands. Waerland mun flytja hér enn tvo fyrirlestra. N. k. þriðjudag flytur hann fyrirlestur, er hann nefnir „Útrýming sjúkdómanna“. Þann fyrirlestur flytur hann á íslenzku, en á miðvikudagskvöld talar hann á * sænsku og mun þá lýsa því, hvernig hann telur daglega lifnaðarhætti fólks eiga að vera. Það skal tekið fram, að Waerland talar mjög skýra sænsku. Búsáhöld og allskonar GLERVÖRUR verður seld næstu daga, með niður- settu verði. - 5 Notið tækifærið! Verzl. London NÝKOMIÐ: AXLABÖND og SOKKABÖND með alteygju. Enn- fremur VINNUVETTLINGAR Verzl. London Handklæöi mislit — nýkomin Verzl. LONDON Vélspænir í stopp á TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI GRÍMS VALDIMARSSONAR. SAUMAVÉL næstum ný (Husquarna) og dívan til sölu. LANNERS, Fjólugötu 12, (1. hæð) i(heima eftir kl. 6). mmmmmmmmmmmmmmmmsmm íburðarmikil skemmtimynd frá 20th Century-Fox, tekin í eðli- legum litum. Leikstj óri: Henry Hatliaway. Aðalhlutverkin leika: George Raft — Joan Bennett Vivian Blaine — Peggy Ann Garner. Skjaldborgarbíó HAMINGJAN ER HEIMAFENGIN (Heaven is Round the Corner) Spennandi saga um ástir og sönglist. WILL FYFFE — LENI LYNN British National Films Ltd. ATVINNA skrifstofustörf STÚLKA helzt með verzl- unarskólamenntun og BÓKHALDARI geta feng- ið atvinnu nú þegar eða svo flj ótt sem um semst, reglusemi og stundvísi á- skilin. Bifreiðastöð Akureyrar hf.«- Kr. Kristjánsson. Atvinna Röskur og ráðvandur pilt- ur, 14 til 16 ára, getur fengið atvinnu í sumar, sem aðstoðarmaður í pakk húsi og á vörubíl. A. v. á. Hjölkoppur af PLYMOTH bifreið tap- aðist á leiðinni, Húsavík— Akureyri. •—- Vinsaml. skil- ist til KRISTJÁNS JÓNSSONAR, bakara. GÓÐURBARNAVAGN óskast til kaups. — A. v. ó. HVERJIR HAFA FENGIÐ GJALD- EYRISLEYFIN? Viðskiptamálaráðuneytið hefir nýlega skýrt frá því, að síðan um áramót hafi verið veitt gjaldeyris leyfi jyrir um 350 miljónum kr. Alti með þessu að sanna, að sú ásökun vœri röng, að innflutning ur til landsins hefði verið stöðv- aður að verulegu leyti. Enginn vafi er á því, að þessar upplýsingar ráðuneytisins muni, vera réttar, en sú spurning hefii vaknað hjá mörgum: Hverjii hafa fengið öll þessi gjaldeyris leyji? Margir kaupsýslumenn héi á Akureyri hafa skýrt blaðinu svo frá, að þeir hafi engin leyfi feng ið síðan um áramót, og Viðskipta- ráðið haji tjáð þeim, að engir, leyfi hafi verið veitt í langar tíma. Það vœri því býsna fróð legt að fá upplýsingar frá ráðu neylinu um það, hverjir hafi feng ið þenna mikla gjaldeyri til ráð stöfunar, og í hvað honum hefii aðallega verið varið. Reiðjakkar Reiðbuxur BRAUNS-verzlun Páll Sigurgeirsson Karlm. sokkar VÖRUHÚSIÐ h.F Sundhettur úr plastic. Verð kr. 8,65. BRAU NS-verzlun Páll Sigurgeirsson. Daglegar sannanir fáum við fyrir því, að „fótmál dauðans fljótt er stigið“. Hann er svo undur veikur þráðurinn, sem tengir okkur við þessa jörð. Sá, sem nýtur heilbrigði í dag, getur verið nár á morgun. Örstuttur tími leið frá því, að ég átti tal við Jónasínu heilbrigða, að því er virtist, þar til mér barst and- látsfregn hennar. Og fréttin kom mér óvart. Hún var enn á góðum aldri Langa leið gat hún því átt fram und- an og margt óunnið. En þetta er gamla sagan, sem hvern dag verður ný. Jónasína var hin ágætasta kona, enda af ósviknu bergi brotin. Hún var dul í skapi, en bjó yfir auðugum hugarheim, eins og títt er um þá, sem hlédrægir eru og orðfáir. Hún var greind kona, gjörhugul og sannleiks- leitandi. Ekki fór Jónasína varhluta af and- streymi jarðlífsins, þau voru þung sporin, þegar hún í hríðarveðri og náttmyrkri fór langa bæjarleið til þess að fá hjálp, þegar snjóflóðið féll og maðurinn hennar lá grafinn í fönninni. Og ekki hefir hlátur búið í huga ungu konunnar dagana, sem leitin stóð yfir. En hún bar sig eins og hetja. En sennilegt er, að slíkar raunir eftir skilji undir, sem lengi svíða. Jónasína dó 28. júní sl., daginn, sem móðir hennar fyllti 84 ár. Að móður sinni hafði hún hlynnt með dótturlegri ástúð, ásamt systkinum sínum. Þau eiga öll um sárt að binda við fráfall hennar. En þyngstur er harmur kveðinn að einkabarninu, efnilega syninum. Því að þótt hann standi ekki einn uppi, er enginn sem móðir. Og ekki lifði Jónasína það, að hann setti upp stúdentshúfuna sína með sæmd. í dag eru jarðneskar leifar þessar- ar góðu konu lagðar í skaut dalsins, sem við báðar unnum. 5. júlí 1947. Guðrún ]óliannsdóttir, frá Ásláksstöðum. væntanlegt innan skamms í Byggingavömverzlun Tómasar Björnssonar h.f, Akureyri Sími 489 VERZJLUN TiL S0LU Sölubúð mín, Strandgötu 1, Akureyri, og vörubirgðir, eru til sölu nú þegar. Þeir, sem áhuga kunna að hafa á að kaupa þetta, sendi skrifleg tilboð í hvort fyrir sig til mín fyrir 14. þ. m. Valgerður Vigfúsdóttir, Brekkugötu 30, Akureyri.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.