Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 09.07.1947, Blaðsíða 8
Athugið! Gjalddagi blaðsins var 1. júní. Uw$m Miðvikudaginn 9. júlí 1947 Messað verður í Lögmannshlíð kl. 2 v k. sunnudag. Messur í Möðruvallakl.prestakalli: í Glæsibæ sunnudag 13. júlí og á Bakka sunnudag 20. júlí kl. 1 e. h. Áheit á Akureyrarkirkfu: N. N. kr V).00 — frá sjúklingi kr. 50,00. — Kæra? lakkir. P. S. Hjúskapur: Þann 4.'júlí voru gefin saro- <m í hjónaband af séra Pétri Sigurgeirs- ^ni, ungfrú Sigríður Guðjónsdóttir og Vlagnús Guðjónsson, skipstjóri. Heímili ^ehra er Lundargata 18, Siglufirði. Góður gestur. Um síðustu helgi var laddur hér í bænum í sumarleyfi Þórar- Vm Guðmundsson, tónskáld, ásamt syni jínum ívari. Þórarinn lék einleik á fiðlu Veð undirleik organistans í Akureyrar- Virkju við guðsþjónustu sl. sunnudag. — Einnig lék Þórarinn einleik við jarðarför Utla drengsins, sem dó í Grímsey af voða- íkoti, og var jarðaður frá Akureyri sl. mánudag. Vill söfnuðurinn færa Þórarni kærar þakkir fyrir komuna og einleik hans í kirkjunni. Hlífarkonur! Félagsfundur verður að Hótel KEA miðvikudaginn kl. 8,30. Dag- skrá í fundarboðun, fjölmennið. Stjórnin. Fjórb"ungsþing Norðlendingafjórðungs verður háð í samkomuhúsi bæjarins (bæj- ¦rstjórnarsalnum) n. k. laugardag- og sunnudag. Þar munu koma saman fulltrú- ar frá öllum sýslu- og bæjarfélögum norð- anlands. Ollum er heimilt að hlýða á um- ræður á þinginu. 80 ára varð í gær Steinunn Jónatans- dóttir, Glerárþorpi. Nokkris, Vestur-lslendingar eru staddir hér í bænum, þ. á. m. bróðir Helgu Ólafs- dóttur (Amaró-búðinni), Haraldur Olafs- son og kona hans, frú María Ólafsson, frá Mountain í Norður-Dakota. Einnig systir Jóns E. Sigurðssonar, kaupm., Guðbjörg Sigurðsson frá Winnipeg og Hjálmar Gíslason frá Winnipeg. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Sunnudag 13. júlí 1947, kl. 4 útisamkoma. Kl 8,30 hjálpræðissamkoma. Foringjar og hermenn taka þátt í þessum samkomum. Allir vel- komnir. Knut Otterstedt, rafveitustjóri, átti 25 ára starfsafmæli 1. júlí s. 1. Þennan aldar- fjórðung, sem hann hefir starfað við raf- veitu bæjarins, hefir hann aflað sér mikilla vinsælda hér í bæ. Blaðið óskar honúm til hamingju með langan og góðan starfs- feril. „Berklavarnar"-jélagar á Akureyri! Fundur verður haldinn að Hótel Norður- landi í kvöld kl. 9 e. h. — Á fundinum mæta forseti og varaforseti S. I. B. S. Akureyringar o? Eyfirðingar! Eins og ykkur er öllum kunnugt, hefir Samband íslenzkra berklasjúklinga efnt til hins stórkostlegasta happdrætis, er þekkst hefir hér á landi, þar sem eru 20 bifreiðar. Starfsemi og stórhugur S. I. B. S. er þegar þekkt og viðurkennt af alþjóð. Þessi stórhugur og menningarbragur mun ekki eiga sinn líkan í veröldinni, því að nágrannaþjóðir vorar eru þegar farnar að veita því mikla athygli og frá Danmörku og víðar hafa borizt beiðnir um upplýsing- ár á starfsfyrirkomulagi vinnuhælisins við Reykjalund. Þegar efnt var til síðasta happdrættis S. I. B. S. brugðust þið svo vel við, að í hlutfalli við íbúafjölda mun salan hafa verið einna bezt hér. Vonum við því, að undirtektir verði eigi síðri nú. ¦— Hér á Akureyri fást happdrættismiðar í öllum bókaverzlununum og einnig í mörg- um öðrum verzlunum. Þá mun einhvern næstu daga verða farið í hús til ykkar og boðnir miðar. Vonum við að þið takið vel á móti þeim sem koma, og kaupið happdrættismiða S. I. B. S. ¦— Fyrsti dráttur fer fram 15. júlí n. k. „Berklavórn" á Akureyri Sundlaugin á Laugalandi í Hörgárdal verður fyrst um sinn opin fyrir almenning sem hér segir: Föstudaga kl. 7-10 e. h., laugardaga kl. 4-10 e. h. og sunnudaga kl. 10-12 f. h. og 2-8 e. h. Aðgangseyrir kr. 2,00 fyrir fullorðna og kr. 0,50 fyrir börn Gföf til Bægisárkirkju. Ónefndur hefir nýlega sent undirrituðum kr. 600 til Bæg- isárkirkju. Beztu þakkir, góður gefandi. / Sóknarprestur. Vinnuvettlingar Óbleyjað léreft Handklæði, hvít og mislit. VERZL. BALDURSHAGI Sími 234. „íslendingur" kemur út vikulego, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur árgangurinn. Gerizt því áskrifendur þegar í dag. Þurrkaðar Petur Gráfíkjur í pökkum. Rúsínur steinalausar. VÖRUHÚSIÐh.f Gúmmís vuntur nýkomnar VÖRUHÚSIÐh.f Mafs heill og kurlaður VÖRUHÚSIÐ h.f. Regnkápur Regnhlíiar BRAUNS-verzlun Páll Sigurgeirsson Svefnpokar BRAUNS-verzlun Páll Sigurgeirsson Hvít teygjubönd fást ennþá BRAUNS-verxlun Páll Sigurgeirsson. t*^': -,-V-~;>J^&55&iZ:-i i^rrr-'^á j Dilkasvið I Kjöt Lifrarkæfu IIESÍSa,i'""" Smásíld í tómaf Fiskbollur Grapfruit juice Sulfra Kex og Sælgæti. NÝl SÖLUTURNINN HERBERGI til leigu í Brekkugötu 35. 94 alveg á öndinni. Hann kunni sýnilega ekki aðra sálma, sem hæfðu aðstæðunum. En allt í einu skipti hann um tón: „Halló, hér er stigi. Eg ætla að ganga upp hann, með yðar leyfi, höfuðsmaður," sagði hann og lagði þegar af stað. Eftir andartak kallaði hann lágt niður til okkar: „Komið hérna, herrar mínir, og sjáið dálítið, sem vert er að sjá." Við þreifuðum okkur einnig upp, og eins og ég hafði búizt við vorum við staddir efst í öðrum þeirra tveggja turna, sem voru hluti af virkjunum fyrir utan hlið borgarinnar að sunnan. Og borg þessi gat ekki verið nein önnur en Harmac. Við sáum hin risavöxnu Mur-fjöll gnæfa hátt upp úr þokunni. Og næstum beint" andspænis okkur klauf þau djúpur dalur. Niður í þenna dal streymdi nú sólarljósið, og við #sáum undarlegan hlut, sem vakti ógnþrungna lotningu. Að neðan var hann hulinn þokubólstrum, sem lágu eins og ungar umhverfis stórvaxið liggjandi dýr, mótað úr svörtum steini. Það hafði ljónshaus og var krýnt slöngu laga einkennismerki frá tímum hinna fornegypsku kon- unga. Ur svo mikilli fjarlægð var ekki hægt að áætla stærð þessa líkneskis, en við vorum vissir um, að það var margfalt stærra en nokkurt líkneski, sem við hefð- um séð eða heyrt talað um. Sfinxið í Giseh var hreinasta leikfang í samanburði við þetta óhemju stóra steinlíkneski. Það var hvorki meira né minna en heill fjallstindur, sem með hug- kvæmni og þolinmæði einhvers útdauðs þjóðflokks hafði verið breytt í þetta ljónshöfðaða skrýmsli. Það 95 var ólýsanlega hátignarlegt og ógnþmngið, þar sem það teygði sig upp yfir flöktandi þokudreifarnar og baðaði sig í birtu morgunroðans, sem endurvarpaðist frá himinháum klettunum í kring. Þessi sjón gerði okkur svo agndofa, að við gleymd- um um stund eymdarlegu ástandi okkar og gátum ekki sagt eitt orð. Að lokum gerði hver okkar sína athuga- semd. „Skurðgoð Fuganna," sagði ég. „Það er ekki að undra, þótt þeir velji það sem guð sinn." „Stærsta steinlíkneskið í öllum heiminum," muldr- aði Orme, „og Higgs er dáinn. Ef hann aðeins hefði fengið að sjá þetta, hefði hann glaður dáið. Bara að ég hefði verið tekinn til fanga í hans stað." „Það er þá þetta, sem við eigum að sprengja í loft upp," sagði Kvik við sjálfan sig. „Nú, já. Þessi sprengi- útbúnaður, er við höfum meðferðis, er að vísu snilldar- legur, en —. Það þarf ekkert smáræði til þess að flytja þetta þarna, ef við þá nokkru sinni komumst þangað. Reyridar væri það mesta synd, að láta þetta f júka upp í loftið. Þetta gamla skrýmsli er fallegt á sinn hátt." „Við skulum koma niður," sagði Orme. Við verðum að reyna að uppgötva hvar við erum. Ef til vill getum við komist burt í þokunni." „Bíðið andartak," svaraði ég. Sjáið þið þetta þarna?" og ég benti á hvassan klett, sem klauf þokuna í um það bil kílómeters fjarlægð suður af skurðgoðinu og um tvo kílómetra frá okkur. „Það er „hvíti klettur- inn." Eg hefi aldrei séð hann áður, því að ég fór hér síðast um að næturlagr, en ég veit, að hann er við mynni gjárinnar, sem liggur upp til Mur. Þið munið víst að 96 Schadrach nefndi hann. Jæja, ef við komumst þangað, eru líkur til, að við getum bjargað lífi okkar." Orme athugaði þetta litla stund, én endurtók síðan að við yrðum að komast niður, því að ella gætum við sézt. ¦ . Við fórum niður og hófum rannsókn okkar með ofsa- fengnum ákafa. Niðurstaðan var þessi: I hvelfingunni undir turninum voru tvær stórar hurðir, klæddar kopar- eða bronsplötum, sem voru í lögun eins og undarlegar mannverur eða dýr, sýnilega mjög gamlar. Á þesum voldugu hurðum voru göt, sem verjendurnir gátu gægzt ut um og skotið í gegn. Fyrir okkur var það þó mikil- vægast, að engin læsing var á hurðum þessum, heldur var þeim aðeins lokað með þykkum málmslám, sem við gátum losað. „Við skulum koma okkur iit, áður en þokunni létt- ir," sagði Orme. „Við getum komizt að skarðinu, ef við höfum heppnina með okkur." Við vorum sammála^og ég hljóp að sækja úlfaldana, sem lágu og hvíldu sig fyrir utan hvelfinguna. En áður en ég var kominn þangað, kallaði Kvik til mín að snúa við. „Sjáið þér þarna, læknir, sagði hann og benti gegn- um eitt gatið. v Eg gerði það og greindi gegnum þétta þokuna flokk riddara, sem nálgaðist hliðið. „Þeir hljóta að hafa séð okkur, þegar við vorum uppi á múrnum," kallaði Orme. Hvílíkir fábjánar við vorum að fara þangað upp." Rétt í þessu hörfaði hann skyndilega til hliðar, og það mátti ekki seinna vera, því að spjót kom þjótandi t

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.