Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1947, Side 1

Íslendingur - 16.07.1947, Side 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 16. júlí 1947 28. tbl. FiórOungsþingið ítrekar áskorun sína um fylkjasklpun. Kraílzt aukinnar landhelgisgæzlu og rýrari fjárveitingar til sýsluvega. FJÓRÐUNGSÞING NORÐLENDINGA var háð á Ak- ureyri dagana 12. og 13. júlí sl. Sátu þaS fulltrúar úr öll- um sýslum og bæjarfélögum norðanlands, öðrum en Vestur-Húnavatnssýslu og Siglufirði. FRÚ STEINUNN FRÍMANNS- DÓTTSR ekkja Stefáns Stefánssonar, skóla- meistara, og móðir frá Huldu Stef- ánsdóttur, forstöðukonu Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, og Valtýs Stef- ánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, andaðist fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Lík hennar verður flutt hingað norður og jarðsett frá Akur- eyrarkirkju á morgun. KRÓNPRINS NORÐMANNA VÆNTANLEGUR TÍL AKUREYRAR Krónprins Norðmanna verður með al gesta á Snorrahátíðinni í Reyk- holti um næstu helgi. Búizt er við, að hann komi hingað til Akureyrar um miðja næstu viku, og mun hann ferðast víðar um landið. HLJÓMSVEIT BJARNA BÖÐVARSSONAR KEMUR TIL BÆJARINS Ilin landskunna hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er að koma hingað til bæjarins og heldur dansleik í Sam- komuhúsinu n. k. föstudagskvöld. Atta eða tíu hljóðfæraleikarar eru í hljómsveit þessari. Síldarverksmiðjan í Krossanesi er nú tilbúin að taka á móti síld, og var samningsskipum verksmiðjunnar til- kynnt þetta í gær. Verkfallið tafði mjög undirbún- ingsvinnu við verksmiðjuna, en með því að vinna svo að segja samfleytt dag og nótt, hefir tekizt að búa verk- smiðjuna undir bræðslu. Auðvitað hefir þetta haft í för með sér mikinn aukakostnað. Blaðið átti í gær tal við fram- kvæmdastjóra verksmiðj unnar, Hall- grím Björnsson, verkfræðing. Kvað hann miklár endurbætur hafa verið gerðar á verksmiðjunni, en margt vantaði þó til þess að hún gæti tal- izt fullkomin. Tveir löndunarkranar hafa verið settir upp og- færiband upp bryggju og yfir þró. Þá hefir háspennulína verið lögð frá Akur- eyri og spennistöð sett upp þar ytra, en áður var þar aðeins lítill mótor. Landsmót stúdenta um næstu helgi Skólameistari og frú / heiðursgestir Landsmót stúdenta hefst í Reykja- vík n. k. laugardag, en síðan er á- formað að stúdentar fari í Reykholt og verði á Snorrahátíðinni, og hefir verið samið við Ferðaskrifstofu rík- isins um far frá Reykjavík. Eftir há- tíðina verður mótinu væntanlega haldið áfram í Reykjavík, og því slitið þar. Við setningu mótsins verða þeir prófessorarnir dr. Olafur Lárusson og dr. Sigurður Nordal aðalræðu- menn. Búizt er við, að handritamálið verið aðalumræðuefni á mótinu. Þeir stúdentar héðan af Akureyri eða í grennd, sem tök hafa á að sækja mót þetta, eru vinsamlega beðn ir að tilkynna það formanni Stúdenta félags Akureyrar, Svavari Guð- mundssyni, bankastjóra. Þau Sigurður Guðmundsson, skólameistari, og frú hans verða heiðursgestir á mótinu. Sett hafa verið upp mj ölblásturstæki, en sá útbúnaður var áður mjög frum stæður. Sjálfvirk vigt er væntanleg. Hefir hún þegar tvisvar komið til landsins með „Drottningunni“, en orðið að flytja hana út aftur vegna verkfallsins. Einnig á verksmiðjan von á saumavél, en þangað til verð- ur að handsauma fyrir pokana. Kola- kynding er enn í vérksmiðjunni. Þrjár nýjar skilvindur hafa verið settar upp. í verksmiðjunni eru þrjár pressur og tveir þurrkarar, hvort- tveggja gamalt. Fimm skip leggja upp í Krossa- nesi, öll héðau úr bænum. Eru það Auður, Akraborg, Kristján, Snæfell og Straumey. Þá hefir verksmiðjan samið við Ingólfsfjörð um það, að samningsskip hvorrar verksmiðj unn- ar um sig fái að leggja upp síld hjá hinni. JARÐSÍMI LAGÐUR UM BÆINN Blaðið hefir átt tal við Gunnar Schram, símastjóra, og skýrir hann svo frá, að undanfarnar vikur hafi verið unnið að því að leggja jarð- síma um hin nýrri hverfi bæjarins, þar sem ekki voru línur áður. Von- ast er til, að hægt verði að leggja jarðsíma um mestan hluta bæjarins í sumar. Símstjóri segir nauðsynlegt að hafa lokið að leggja símann í jörð, áður en sjálfvirka miðstöðin kemur, sem væntanlega verður á næsta ári. Á SJÖTTA HUNDRAÐ MANNS SKOÐA KIRKJUNA Síðastliðinn þriðjudag var lögð fram gestabók í Akureyrarkirkju, en hún er nú opin daglega. Hefir mikill fjöldi aðkomufólks í bænum notað tækifærið og skoðað kirkjuna, og 520 manns ritað nafn sitt í bókina sl. viku. Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, hefir leikið á orgel kirkjunnar kl. 6—7 á kvöldin og einnig oft fyrir hádegi. Hefir mátt heyra orgeltónana hljóma niður yfir miðbæinn úr há- talara í kirkjuturninum. Jón Þor- steinsson, kennari, er daglega í kirkj- unni og leiðbeinir fólki, sem þangað kemur, segir frá byggingu kirkjunn- aj; og þeim listaverkum, sem þar eru. Hér er um að ræða góða ný- breyttni, sem vel má vera til fyrir- myndar, því að yfirleitt eru íslenzkar kirkjur ekki hafðar opnar fyrir al- menning — utan guðsþjónustutíma — eins og víða tíðkast erlendis. GÓÐ SÍLDVEIÐI UM SÍÐUSTU HELGI • Mikil síldveiði var um síðustu helgi, og veiddist síldin einkum á Húnaflóa og Skagagrunni. Sl. laug- ardagskvöld var heildaraflinn rúm 64 þús. mál, en mun í gærkveldi hafa verið hátt á annað hundrað þúsund mál. í gær var veiði treg, enda veður ekki vel hagstætt. Söltun hófst í gær, og lögðu mörg skip upp síld til sölt- unar á Siglufirði í fyrrinótt. Síldin er mjög feit, eða yfir 20%. Forsetar þingsins voru Einar Árna son, fyrrv. alþm., og Sigurður Sig- urðsson, bæjarfógeti á Sauðárkróki, en ritarar Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti í Ólafsfirði, og Jón Sig- urðsson, bóndi í Yzta-Felli. Formaður sambandsins, sr. Páll Þorleifsson á Skinnastað, flutti skýrslu um störf Fjórðungsráðs á ár- inu, Þórarinn Eldjárn um störf milli- þinganefndar í vegamálum og Bragi Sigurjónsson um álit milliþinganefnd ar um fylkjaskipan. Á þinginu var samþykkt tillaga frá Brynjólfi Sveinssyni, menntaskóla- kennara, uin skipun milliþinganefnd- ar, er athugi og geri tillögur um auk- ið vald og fjárráð héraða og fjórð- unga. Verður leitað samráðs og sam- starfs um þetta við Fjórðungssam- band Austfirðinga, svipaðan félags- skap á Vestfjörðum og félagsskap um málefni sveita- og bæjarfélaga. Mæltist þingið til, að allir þessir að- ilar kysu nefndir í málið, er síðan störfuðu saman og legðu álit sitt fyr- ir næsta Fjórðungsþing. Var veitt fé úr sjóði sambandsins til greiðslu kostnaðar við nefndarstörfin. í nefndina voru kosnir: Einar Árnason, Eyrarlandi, Sigurður Sigurðsson, bæjarfóg, og Karl Kristjánssoií, Húsavík. Þingið samþykkti tillögu, út af er- indi frá sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu, um aukna landhelgisgæzlu fyr- ir Norðurlandi. Þá var samþykkt til- laga, vegna erindis sýslunefndar A- Húnavatnssýslu um vegamál. Var skorað á Alþingi að heimila verulega hækkun á tekjustofnum sýsluvega- sjóðanna og framlagi Ríkissjóðs til þeirra. Einnig var samþykkt áskorun um endurskoðun á lögum urn almanna- tryssinsar- Veittar voru kr. 3000.00 úr sjóði sambandsins til styrktar byggðasafni í Skagafirði. Fjórðungsráð er skipað þessum mönnum: Sr. Páll Þorleifsson, formaður, Brynjólfur Sveinsson, gjaldkeri, Karl Kristjánsson, ritari. Ur Fjórðungsráði átti að ganga Brynjólfur Sveinsson, en var endur- kjörinn. Þingfulltrúar sátu miðdegisverðar- boð bæjarstjórnar Akureyrar að Hótel KEA. Fluttu þar ávörp forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn M. Jónsson og Steinn Steinsen, bæjarstjóri, en ýmsir þingfulltrúar tóku til máls, og þótti öllum ánægjuleg kynningar- og skemmtistund. MARGT FERÐAFÓLK JBÆNUM Samkvæmt viðtali við Ferðaskrif- stofu Ríkisins á Akureyri, hefir verið mjög mikið um ferðafólk í bænum undanfarið. Hundruð manna hafa daglega komið með flugvélum, áætl- unar- og einkabifreiðum. Iiefir Ferða skrifstofan greitt götu fjölda fólks, sem til hennar hefir leitað, tekið á móti hópferðum og séð fyrir bifreið- um til slíkra ferða. Hún hefir útvegað mat og gistingu á Akureyri og víðs- vegar um Norðurland, leiðbeint er- lendum ferðamönnum og verið þeim innan handar á allan hátt. Þykir mönnum, sem von er, mikil þægindi að hafa þannig samastað að leita til viðvíkjandi hverskonar fyrirgreiðslu. Ferðaskrifstofan hefir aðsetur í Strandgötu 5, og er opin frá 10—12 og 2—5, og ennfremur á kvöldin um það leyti, er hraðferðin frá Reykja- vík kemur. Krossanesverksmiðjan tílbúin að taka á móti síld. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á verksm.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.