Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.07.1947, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR MiÖvikudagur 16. júlí 1947 Gjiðrún frá Lundi: DALALÍF I. ÆSKULEIKIR OG ÁSTIR Skáldsaga. — Rvík Isafold- arprentsmiðja h. f. 1946. — Þegar saga þessi kom út á síðast- liðnu hausti og það fréttist, að höf- undur hennar væri skagfirzk kona, varð mörgum forvitni á að sjá bók- ina, og ýmsar getgátur voru að því leiddar, hver höfundurinn væri. Svo kom bókin og var lesin mikið hér um slóðir og flestum þótti hún skemmtileg aflestrar. Um sama leyti spurðist, hver höfundurinn væri. Mun það hafa komið flestum á ó- vart. Eg vissi, að Guðrún Arnadóttir var vel gefin kona, bókelsk og fróð og mér var kunnugt um það, að hún átti auðvelt með að setja fram hugs- anir sínar í rituðu máli, en ég hafði enga hugmyynd um, að hún hefði skrifað skáldsögur, því að hvað sem um hæfileika hennar væri að segja, gat ég ekki skilið, hvenær hún hefði haft tíma til að sinna slíkum störf- um, enda munu engir hafa vitað um það, aðrir en nánustu vandamenn hennar. Guðrún Árnadóttir er roskin kona, um sextugt. Hún hefur lengi búið í afskekktri sveit við fremur lítil efni, haff bókakost af skornum skammi og fátt séð. Hún hefur eytt ævi sinni í búskaparstrit og uppeldi barna sinna, sem nú eru fullorðin. En þótt verkahringur hennar væri krappur, hefur hún nú sannað það, að alls staðar er eitthvað merkilegt að skoða þeim, sem hefur augun opin. Er ég hafði lesið „Dalalíf' heim- sótti ég Guðrúnu, því að hún er ná- granni minn, og spurði hana, hve- nær hún hefði fyrst látið sér detta í hug að skrifa skáldsögu, og þá heyrði ég sögu, sem iriér fannst engu ómerkari en skáldsagan, sem ég var að enda við að lesa og mér skilst, að slíkar sögur gerist helzt óvíða í veröldinni annars staðar en á ís- landi. Guðrún sagði mér, að hún hefði alltaf fengizt við skáldsagna- gerð frá því hún var ung stúlka, þó að hún hefði aldrei látið neitt frá sér fara, fyrr en þetta. Eftir að hún fluttist hingað til Sauðárkróks fyrir nokkrum árum og fékk betra næði en áður, lauk hún við Dalalíf. Vafalaust hefur sagan þó í raun- inni orðið til á löngum tíma. Eg get hugsað mér, að hún hafi mótazt, þegar húsfreyjan gekk um búr sitt og eldhús, eldaði matinn og sinnti börnum sínum og vann ullina sína á löngum .vetrarkvöldum. Og þegar bóndi hennar' var úti að störfum og börnin að leikjum og húsmóðirin ein í bænum, þá þyrptust í kringum hana ósýnilegar verur, bærinn fyllt- ist af fólki. Þar var stór sveit með mörgum bæjum og mörgu fólki, sem lifði þar lífi sínu. Þetta verða vinir hennar, hún tekur þátt í kjör- um þeirra, gleðst með þeim og hrygg ist. Og svo loks roskin að árum tek- ur hún sér fyrir hendur að skrifa sögu þeirra. Milli dagdrauma og véruleika reynist mörgum langur vegur. Marg- ir, sem láta hugann fljúga víða, reyna þó áldrei að festa hugsanir sínar á pappír, og hinir, sem reyna það, hætta fljótlega aftur og verða aldrei skáld fyrir aðra en sjálfa sig. Ef til vill hefði Guðrún einnig látið sér það nægja, ef tilviljun hefði ekki ráðið því,að Dalalíf hennar fór í gegnura prentsmiðj una. Ekki verður annað sagt en að Guðrúnu hafi tekizt vel og er þó þessi tómstundavinna þreyttrar hús- móður enn aðdáunarverðari en sag- an sjálf. Hvað hefði þessi kona kom- izt langt, ef hún hefði þroskað mikla rithöfundarhæfileika sína við mennt un og lærdóm síðustu 40 árin, og ekkert gert íinnað? Um Dalalíf mætti margt segja ekki síður en höfundinn. Og bók, sem komin er á prent, er fallin undir strangan dóm leséndanna, hún er orðin ein af „bókum ársins". -Fáir hafa samt um hana ritað. Höfundur- inn nýtur ekki þeirra hiunninda að vera í samábyrgðarfélagi rithöfunda, útgef enda og ritdómara, þar sem hver aðili virmur hlutverk sitt í skipu- lögðu kerfi. Þessi orð mín eru þó ekki skrifuð í þeim tilgangi að vera gagnrýni á bókina, heldur til að segja örlítið frá höfundinum, sem flestum mun ókunnur. Þó vil ég lýsa byggingu sögunnar í fám dráttum. Höfundurinn gerir lítið að því að tala um persónur sínar eða lýsa hugs- unum þeirra, en lætur þær starfa sjálfar og ræðast við. Allltaf er eitt- hvað að gerast. Atburðirnir eru ljós- ir og samtöl eðlileg, persónurnar eru lifandi, en það er ekki hægt að dylj- ast þess, að lesandinn þráir meiri dýpt í rás viðburðanna og hann er ekki laus við þá hjigsun, að persón- urnar séu stundum sóttar til að leika hlutverk sín, verða þátttakendur í atburðunum, en örlögin sjálf hafi j ekki leitt þær fram á sj ónarsviðið. Þetta er saga stórrar sveitar, fjölda manns, sem þó eru tengdir einu heimili og koma á einhvern hátt við örlög þess. Lesandinn kynnist þessu fólki all-mikið og hefur ánægju af því og vill gjarnan vita, hvernig leiðir þess liggja í framtíðinni. Þó að undarlegt megi virðast þeim, sem höfundinn þekkja, er sag- an helzt í ætt við ameríska kvikmynd. Þar er hraði og líf, atburðirnir reka hver annan, nýjar myndir ber fyrir augu jafn harðan og aðrar hverfa og þó slitnar aldrei þráður sögunnar. Hún er í góðum íslenzkum búningi,' málið er yfirleitt hreint og látlaust, eins og það kemur af vörum óbrjál- aðs sveitafólks. Það er mikill kostur, eins og hitt, sem áður er nefnt, að hún lýsir lifandi fólki, en ekki út- troðnum persónugervingum, en eng- an hef ég vitað hætta við hana, sem byrjað hefur lestur hennar og er það meira en hægt er að segja um sumar sögur stærri spámannanna. Og ekki trúi ég öðru en þessar sundurgerðarlausu pérsónur, sem komu í búr og eldhús og borðstofu Guðrúnar húsfreyju Árnadóttur, eigi eftir að verða góðir kunningjar margra annarra í þessum búning- um, sem.hún hefur gert þeim. Helgi Konráðsson. Skáldsaga og ljóð eftir Ólaf Jónsson. Ólafur Jónsson, framkvæmdastj., gerist nú allumsvifamikill rithöfund- ur. Fyrir nokkru kom út eftir hann hið mikla ritverk um Ódáðahraun, og nú í sumar komu samtímis út frá Bókaútgáfunni Norðri bæði ljóðabók og skáldsaga eftir Ólaf. Örœfaglettur nefnir Ölafur skáld- sögu sína. Er nafnið táknrænt um efni sögunnar, því að öll gerist hún á reginöræfum Islands. Viðfangsefni höfundarins er sérkennilegt, því að hann ritar sögu útilegumannsins, sem saklaus hafði verið dæmdur til þungrar refsingar og flýði þá á náð- ir fjallanna. Þráin eftir samneyti við mennina er sterk í huga þessa unga útilegumanns. Hann rekst á stúlku, sem villst hafði á grasafjalli og flyt- ur hana að nokkru leyti nauðuga til sín. En í einveru fjallanna kviknar ástin í brjóstum þeirra. Bókin ber það með sér, að hana hefir ritað mikill unnandi íslenzkrar náttúru, maður, sem sjálfur hefir kánnað öræfi landsins og hrifist af mikilleik þeirra. Er enda auðfundið, flð honum er hugleiknast að lýsa til- breyttni öræfanna og áhrifunum, sem löng kynni af þeim eru hkleg að hafa á mannssálina. Má segja, að þetta sé kjarninn á Orœfaglettum, því að efni sögunnar er fábrotið að öðru leyti, og höfundurinn hefir sýnilega lagt mest í þennan þátt sögunnar. Fjöllin blá er allstór bók, 175 síð- ur. Þótt þetta séu Ijóð, en Oræfa- glettur skáldsaga, er þó sami grunn- tónn í báðum bókunum. Islenzk nátt- úra er hugljúfasta yrkisefni höfund- arins. Þó er ekki svo að skilja, að Olafur yrki ekki um annað efni. Vafalaust má um það deila, hversu mikla lífsspeki sé að finna í ljóðum þessum, en þó munu mörg þeirra standa framar ýmsu því, sem nú er verðlaunað. Örœfaglettur og Fjbllin blá eru fyrstu bækur Ólafs, hvor á sínu sviði. Frágangur bókanna er góður og smekklegur. Þær eru báðar prentað- ar hjá Oddi Björnssyni. EFNALAUGIN ARE WAERLAND flytur erindi á sænsku í Sam- komuhúsi bæjarins í kvöld kl. 8.30: HVERNIG Á EG AÐ LIFA í DAG? Að fyrirlestrinum loknum mun fyrirlesarinn svara fyrirspurn- um frá áheyrendum. Aðgöngumiðar á kr. 5.00 við innganginn. Skírnir opnar afgreiðslu og vinnustofur sínar á morgun, fimmtudaginn 17. þ. m. TILKYNNING ' varðandí bifreiðar . m Athygli hlutaðeigenda er hér með vakin á því, að marggefnu tilefni, að þegar bifreiða- árekstur verður, ber stjórnendum bifreið- anna að tilkynna löggæzlumönnum þar um áður en bifreiðarnar hafa verið færðar til eftir áreksturinn, nema sérstök vandkvæði séu þar á. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetinn á Akureyri 12. júlí 1947. F. Skarphéðinsson. Till nnini Vegna væntanlegrar ræstingar á karföflugeymslu bæj- arins, verða allir þeir, er kartöflur eiga í geymslunni, að hafa tekið þær burtu fyrir 1. ágúst næstkomandi. UMSJÓNARMAÐUR. Breytmg á innheimtu ií gjaldá til Sjúkrasamlags Akureyrar# hefir verið á- kveðin þannig, að heimilt er að innheimta tveggja mánaða iðgjöld hvern mánaðanna, júlí, ágúst og september. Iðgjöld til desem- berloka falla því í gjalddaga eigi síðar en 30. september. Sérstök ástæða er til að brvna fyrir mönn- að hafa samlagsréttindi sín í lagi, þar sem vanskil við samlagið á þessu ári valda missi réttinda til sjúkrahjólpar hjá Almannatrygg- ingunum á næsta óri, SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR. >00<K^T^PO<>90qo»t>0<><M>p300j»0'C<?<WO^ GOÐ GJÖF. Þarflegur hlutur. TEBORÐ á hjólum HEILDSÖLUBIRGÐIR: Tómas Steingrímsson sími: 333 <sákureyri. oooóoooooooooooooooooooooooooooooóoooooooooooooooooooi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.