Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1947, Page 3

Íslendingur - 16.07.1947, Page 3
MiSvikudagur 16. júlí 1947 ÍSLENDINGUR 8 Vettvangur stefnulausr- ar æsku. Stjórnarskipti kommúnista. Fyrir nokkru hófu ungir Fram- sóknarmenn útgáfu á sérstakri síðu í „Tímanum“. Mun þessi ráðstöfun hafa verið gerð tif'þess að sanna þjóðinni það, að enn væru til ein- hverjir ungir Framsóknarmenn. Hér á „Sambandssíðunni“ var nokkuð vikið að þessari útgáfustarf- semi ungra Framsóknarmanna og góðlátlega hent gaman að ýmsum firrum, sem þar birtust. Virðist þetta hafa hitt einhvern sáran blett á Fram sók'narhetjunum, því að síðan þetta gerðist, hafa þeir að minnsta kosti birt tvær langar greinar á „vettvangi“ sínum til þess að svara þessum smá- klausum. Ilafa þeir Jón Hjaltason og Magnús frændi minn í Eyhildarholti sent mér persónulega óblíðar kveðj- ur. Að vísu hefi ég enga þessa smá- klausu skrifað, en mér er vissulega ljúft að taka á mig alla ábyrgð á þeim, því að þar var ekkert ofmælt. Hinsvegar hefi ég ekki liirt um að svara þessu narli þeirra félaga, því að ég hefi lalið mikilvægara að snú- ast gegn þeirn öflum, sem hafa að undanförnu vegið að þjóðskipulagi voru. A þeim „vettvangi“ hefir aftur áhnóti lítið kveðið að þeim Jóni og Magnúsi, því að þeim virðisl kærara að halda uppi árásum á Sjálfstæðis- flokkinn en konnnúnista. Er sjáan- legt, hvert hugurinn stefnir, og hver það er, sem mótar skoðanir þessara ungliða í Framsóknarflokknum. Hitt er þó fjarri mér að biðjast undan árásarskrifum Tímaæskunnar, enda munu jafnvel Framsóknarmenn nú taka lítið mark á þeim skrifum fremur en öðru, sem „Tíminn" birt- ir um þessar mundir. Hinn ungi „veltvangsritstj óri“, Jón Hjaltason, gerði í fyrstu nokkra til- raun til málefnalegra umræða, en reyndist það fljólt ofraun og hóf í reiðikasti rökvana manns að flytja óhróður um afskipli mín af málum stúdenta. Þar sem Jón virðist hafá verið mjög miður sín, er hann ritaði þessa grein, og hver fjarstæðan rekst þar á aðra, hefi ég ekki séð ástæðu til að virða hann svars. Má aðeins benda á þá gáfulegu staðhæfingu hans, að Ingólfur Jónsson frá Hellu liafi stofnað kaupfélag til þess að þóknast hagsmunum kaupmanna! Persónuleg beiskja Jóns í minn garð kemur mér kynlega fyrir sjónir, þar sem ég hefi talið okkur góða kunn- ingja, en það er hans einkamál. Skal Jóni aðeins vinsamlega á það bent, að þeir menn, sem ætla sér að gerast pólitískir leiðtogar æskulýðsins verða að hafa þá stillingu á skapi sínu að láta ekki málefnalegar rök- ræður víkja fyrir persónulegri ill- kvittni. Ekki skal ég stæla við Jón um pólitísk afrek okkar í Háskólanum, en vil aðeins benda á það, að „Vaka“ hefir nú hreinan meiri hluta í Stúd- entaráði, en Jóni Hjaltasyni og konnnúnistavinum hans hefir tekizt að fækka Framsóknarfulltrúunum úr tveimur niður í engan. Ef til vill er það eitt dæmið um „vorúðann“ í samtökum ungra Framsóknarmanna. Frændi minn í Eyhildarholti hefir aumkast yfir Jón vettvangsritstjóra og reynir nú að breiða yfir hvatvísi lians í greinarstúf, sem hann kallar „Illa er kfimið íslending“, en mætti ar fylgi“. Magnús er þó hinn borgin- mannlegasti og þykist nú vera svo reyndur í Framsóknarfræðunum, að hann geti með stærilæti talað um „unglinginn“ við Islending. Það er auðvitað gott að hafa álit á sjálfum sér, en ungir Framsóknarmenn eru áreiðanlega sízt til þess fallnir að kenna „unglingum“ heilræði. M. G. tyggur upp þá fáránlegu staðhæfingu J. H., að Sjálfstæðis- flokkurinn sé byggður upp af „auð- jöfrum og spekúlöntum“. Reyndar mun hann hafa fengið einhvern „bak- þanka“ af því, að hann hefði höggv- ið nokkuð nærri sjálfum sér, því að liann segir, að síður en svo sé hægt að lasta það, að einstaklingar séu vel efnuln búnirvMikið var! M. G. finnst það „sterk rök“, að flokkur með 25 þús. kjósendur sé byggður upp af spekúlöntum. Þau eru þá ekki burð- ug önnur rök hans. M. G. gerir sér sennilega naumast ljóst, hversu broslegt það er, þegar Framsóknarmenn eru í mesta vand- lætingartón að tala um „spekúlanta“. Áður en hann skrifar næstu grein sína, ætti hann að reyna að kynna sér, hveij muni vera methaíi hér á landi í sölu bifreiða á „svörtum“ markaði. Og svo er það fátæktin, sem er að gera útaf við Framsóknarflokkinn. Það er líklega af peningaleysi, sem Framsóknarmenn eru alltaf að tapa fylgi! M. G. ætti annars sem minnst að ræða um misnotkun aðstöðu í sambandi við kosningar og flokks- áróður. Fólki er það enn minnisstætt, hvernig Framsókn beitti valdaað- slöðu sinni á tímum Framsóknar- kreppustjórnarinnar fyrir stríð. M. G. mætti líka vel vera það kunnugt, hvernig samvinnufélögum bænda hef- ir verið beitt í þágu Framsóknar- flokksins og blöð flokksins styrkt með fé bænda. Faðir M. G. hefir langa hríð verið í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga, og getur vel verið, að hann geti veitt M. G. nokkrar upp- lýsingar um það, hvernig Framsókn- armenn hafa notað kaupfélögin. , M. G. sárnar það, að ungir Fram- sóknarmenn séu sakaðir um að fylgja klofningsstefnu Hermanns og vera linir í haráttunni við kommúnista. Og þá kemur rúsínan hjá M. G. Tjl þess að berjast gegn áhrifum komm- únista þarf „þjóðhollt, vökult og fórnfúst umbótastarf,“ segir hann. Þessir sívakandi umbótamenn eru Hermannsliðarnir í Framsóknar- flokknum. Hvílík vandræði, að æsku- lýður þjóðarinnar skuli ekki vilja fylgja þessum misskildu bjargvætt- um sínum. Margir munu freistast til að halda, að M. G. sé að gera gys að ungurn Framsóknarmönnum, en sennilega trúir hann þó þessu sjálfur. En það er einmitt „pólitískt eðli og fortíð“ Framsóknarflokksins — svo að not- uð séu hans eigin orð — sem gera það að verkum, að „vettvangsmenn“ Tímaæskunnar munu vera ömurlega Framhald á 6. síðu. Ungir Sjálfstæðismenn á Siglufirði halda uppi öflugri starfsemi Að undanförnu hefir félag ungra Sjálfstæðismanna á Siglufirði hald- ið uppi mikilli starfsemi. Umræðu- og skemmtifundir hafa verið haldnir hálfsmánaðarlega við mjög mikla aðsókn. Ungir Sj álfstæðismenn á Siglufirði eiga góðum forustumönnum á að skipa, enda fara ítök Sjálfstæðis- flokksins meðal siglfirzkrar æsku stórum vaxandi. Ungir Sjálfstæðis- menn eiga 3 fulltrúa af 5 í útgáfu- stjórn „Siglfirðings“, blaðs Sjálf- stæðismanna, þá: Vilhjálm Sigurðs- son, sem jafnframt er formaður fé- lags ungra Sj álfstæðismanna, Stefán Friðbjarnarson og Helga Sveinsson. Aðrir meðlimir útgáfustjórnarinnar eru Aage Scliiöth og Pétur Björns- son. Sjálfslæðisflokkurinn væntir mik- ils af starfi ungra Sjálfstæðismanna á Siglufirði. Ahrif kommúnista hafa verið bæjarfélaginu til óþurftar, enda víst, að ítök þeirra þar sem annars staðar inunu fara rainnkandi. Ejtir að núverandi ríkisstjórn var | mynduð lýstu kommúnistar þvi yfir á Alþingi og í málgögnum sínum, að þeir myndu ekki létta fyrr en hún vœri oltin úr sessi. Þessar yfirlýs- ingar kommúnista komu. .mörgum harla undarlega jyrir sjónir, þar seni vitað var, að ríkisstjórnin hajði yjir- gnœjandi meirihluta þingmanna á bak við sig. Það virtust því vera harla litlar líkur jyrir sljórnarskipt- um á nœstunni. Til nœstu þingkosn- inga voru um þrjú og háljt ár, nema því aðeins að þing yrði rojið, en til þess að fá því framgengt höjðu komúnistar ekkert bolmagn á Al- þingi. Kommúnistar hlutu að byggja vonir sínar um stjórnarskipti á öðr- um grundvelli og leiðum en stjórn- málaflokkar almennt gera í lýðfrjáls- um löndum. Það leið heldur ekki á löngu, þar lil landsmenn fengu skýringu á því, hvernig koma ætti ríkisstjórninni frá völdum, enda þótt hún nyti stuðn- ings yfirgnæfandi meirihluti þing- fulltrúa. .Stöðvun atvinnuvegctnna. Á undanförnum árum hefir konnn- únistum illu heilli tekist að ná yfir- höndinni í Alþýðusambandinu. Leið- togar kommúnista vissu, að þar höfðu þeir máltugt tæki í höndun- um. Um hlýðni flokksbræðra þeirra, sem stjórnuðu málefnum verka- manna, var engin ástæða til þess að efast. Þeir myndu hiklaust fylgja þeirri „línu“, sem þeim var ætluð. Þegar mánuður var til síldarver- tíðar létu kommúnistar verkfallsöld- una ríða yfir. Hún átti að skola rík- isstjórninni út í hafsauga, en tilla Áka og félaga Brynjólfi í stjórnar- sessinn. Aðstaða rí h iss t jóxnan nnar. Þegar ríkisstj órnin tók við störf- um lýsti hún því yfir, að hún teldi höfuðhlutverk sitt að taka upp virka baráttu gegn verðbólgunni. Það var þá þegar augljóst, að alvinnuvegun- um stafaði hin mesta hætta af dýr- tíðinni innanlands. Samkeppnis- þjóðir okkar buðu framleiðsluvörur sínar á heimsmarkaðinum fyrir mun lægra verð en við fórum fram á að fá. Samningar um sölu á framleiðslu þessa árs reyndust allar bundnar því skilyrði, að við afhentum mikið magn af síldarlýsi. Þegar draga fer úr feitmetisskort- inum, er vissa fengin fyrir því, að framleiðsluvörur okkar falla stór- kostlega í verði. Með því að draga úr dýrtíðinni innanlands ællaði ríkisstjórnin að koma í veg fyrir stöðvun framleiðsl- unnar og forða frá almennu atvinnu- leysi, þegar að því ræki, að fram- leiðsluvörur okkar lækkuðu á er- lendum markaði. Leiðtogar kommúnista hafa aldrei verið svo skyni skroppnir, að þeir hafi ekki vitað, að stefna stjórnar- innar væri rétt, en af pólitískum á- stæðum liafa. þeir talið sér skylt að berjast gegn henni. Með kröfu um stórfellda grunn- kaupshækkun ætluðu konnnúnistar að knýja ríkisstjórnina að falla frá yfirlýstri stefnu. Ríkisstjórn, sem læt- ur andstöðuna segja sér fyrir verk- um, getur aldrei orðið langlíf. Það vissu kommúnistar, og gerðu sér von- ir um, að brátt liði að því, að til þeirra yrði leitað um þátttöku í rík- istjórninni. KÖmmúnistar hafa með framferði sínu tryggt, sám- starf lýðrœðisfiokhanna. Framkoma konnnúnista hefir mest skaðað þá sjálfa. Landsmenn eru æ betur og betur að koma auga á þá staðreynd, að þeir séu til einskis' nýtir nema til ni^urrifs. En mest er um vert-, að verkamenn, sem margir hafa látist þjckk j ast af skrumi komm- únista, eru almennt að snúa við þeim hakinu. Kommúnistar hafa lofað launþegum gulli og grænum skógum, ef þeir aðeins vildu hlýta forsjá þeirra. Reynslan hefir sannað, að konnnúnistar hafa sýnt launþegum litla greiðasemi. Kommúnistar hafa stefnt að því að auka dýrtíðina í land inu. Mikil verðbólga hlýtur jafnan að skaða þá mest, sem minnst hafa efnin. Konunúnistar stefna að því, að útflutningsvörur okkar verði ó- samkeppnisfærar á erlendum mark- aði. Slíkt myndi leiða af sér atvinnu- leysi. Konnnúnistar hafa svipt verka- menn eins mánaðaratvinnu yfir há- bjargræðistímann, þegar mest er um eftirvinnu og alls staðar er þörf dug- andi manna. í stað þess hafa verka- menn fengið lítilsháttar grunnkaups- hækkun, en aukna dýrtíð. Vinnutjón- ið verða verkamenn að vinna upp á 1—2' árum. Samningar konnnúnista eru uppsegjanlegir með litlum fyrir- vara. Eftirleiðis er ósennilegt, að nokk- ur lýðræðisflokkur í landinu óski eftir því að taka upp samstarf við kommúnisla. Einangrun þeirra mun aukast og fylgi þeirra minnka. Þar sem frelsið ríkir getur kommúnism- inn ekki þrifist.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.