Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1947, Síða 4

Íslendingur - 16.07.1947, Síða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 16. júlí 1947 ÍSLENDINGUR Rltstjóri og ábyrgSarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íalending*. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýeirtgar °g afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Póathólf 118. PRBTtTSMIÐJA BJÖRKS JÓNSSONAR H'I Lýöræöi og einræöi Sj álfstæðismenn hafa alla tíð ver- ið höfuðandstæðingar kommúnista hér á landi. Mörgum þótti því harla kynlegt, þegar þessir tveir flokkar hófu stjórnarsamstarf haustið 1944. Ýmsir hafa reynt að afflytja málstað Sjálfstæðisflokksins í sambandi við þetta stjórnarsamstarf, en fæstum mun þó geta dulizt það við nánari athugun, að hér var um að ræða beint framhald af haráttu flokksins gegn eflingu kommúnismans. Undir yfirskini lýðræðisástar og með breyttu nafni höfðu kommúnist- ar aukið mjög fylgi sitt meðal verka- lýðsins, og Alþýðuflokkurinn hafði reynzt algerlega vanmegnugur um að stöðva þá þróun. Kommúnistar þótt- ust nú reiðubúnir til þess að vinna að umbótum á ríkjandi þjóðskipu- lagi. Mánuðum saman höfðu Sjálf- stæðismenn reynt að koma á stjórn- arsamvinnu allra flokka, enda var álit Alþingis í verulegri hættu. Fram- sókn skarst að lokum úr leik, en Sjálfstæðisflokkurinn taldi sér skylt að reyna til hlýtar. Þótti flokknum Ijóst, að áframhaldandi stjórnleysi myndi enn efla aðstöðu kommúnista. Með hliðsjón af áróðri kommúnista um áhuga á þjóðfélagsumbótum og til þess að sýna þjóðinni, hversu lít- ið væri að marka gaspur þeirra, töldu Sjálfstæðismenn rétt að leggja fyrir þá nokkra eldraun. Buðu þeir kommúnistum og Alþýðuflokknum því samvinnu um víðtækar þjóðfé- lagsumbætur og eflingu atvinnuveg- anna á grundvelli ríkjandi lýðræðis- skipulags. Ef kommúnistar gengju hér heilir til verks, myndu þeir um leið grafa sér sína eigin gröf, því að byltingarhugmyndir og ofstækis- kenningar fá engan hljómgrunn hjá þjóð, sem býr við efnalega velmeg- un. Væri hinsvegar — eins og flestir Sjálfstæðismenn bjuggust við — allt tal kommúnista um þjóðfélagsum- bætur á grundvelli lýðræðis og mannréttinda blekkingar - einar, myndi þjóðin sjá það svart á hvítu, og margt benti'til þess, að þjóðin myndi því aðeins láta sannfærast, að hún ræki sig óþyrmilega á. Eins og allir vita, féllu kommún- istar á þessu prófi. Abyrgar stjórnar- athafnir og forusta um nýtar þjóð- félagsumbætur reyndust þeim ofraun. Að lokum kom í ljós, að enn logaði í gömlum glæðum. Rauði fascisminn tók nú að ógna frelsi og lýðræði í heiminum í stað þess brúna. Ástin á boðbera hins nýja einræðis freist- aði kommúnistanna íslenzku til þess íPan(ia6rot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. W Ur annálum Bátahöfn — bilastæÖi. ENN VIRÐIST engin viðunandi lausn fengin é því vandamáli, hvar eigi að koma fyrir öllum þeim fjölda bifreiða, sem nú er til hér í bænum —- hvað þé aðkomu bifreiðunum, sem hingað koma nú hópum saman. Bifreiðastöðvarnar sjálfar hafa jafnvel engin stæði fyrir bifreiðar sínar, því að óviðunandi er að þurfa að fylla torgið með bifreiðum. Er lítil ánægja að sitja þar á bekkjunum innan um kös af bifreiðum. En það er auðvitað á þessu sviði sem annars staðar hægara að finna að en benda á úrlausn. Þó virðist ekki úr vegi að íhuga þann möguleika að fylla hina svokölluðú bátahöfn, sem einkum virðist nú vera höfn fyrir sorp og alls konar óþverra og raunverulega livorki til gagns né prýði, enda er hún næstum þurr um fjöru. Á þessu svæði mætti fá stæði fyrir fjölmargar bifreiðar. Þetta ætlu bæjaryfirvöldin að taka til rækilegrar at- hugunar, því að ekki er lengur hægt að slá á /rest að finna einhverja lausn á þessu bifreiðavandamáli. Mjólkurb ifre i ðarnar. OG SVO er það afgreiðsla mjólkurbif- reiðanna. Ekki er ástandið þar betra. Gat- an upp gilið er einhver fjölfarnasta gata bæjarins, en þegar verið er að ferma mjólkurbifreiðarnar, verður þar naumast þverfótað fyrir bifreiðum, sem standa sín í hverja áttina. Er mesta mildi, að ekki skuli hvað eftir annað hafa orðið þarna slys, enda mun hurð oft hafa skollið nærri hælum. Umferðanefndin sáluga lagði ríka éherzlu á, að þessu yrði að breyta, og óhæft væri að hafa afgreiðslu mjólkur- bifreiðanna á þessum stað. En það er eins með þetta og margt annað í tillögum þeirrar ágætu nefndar, að lítið virðist ætla að verða úr framkvæmdum. Hávaðinn í miðbcenum. BLAÐINU hafa borizt margar kvartanir um það, að háreysti og ólæti í miðbænum, einkum um helgar, sé með öllu orðið ó- viðunandi, og hafi fólk ekki svefnfrið. Þetta mun vera orð að sönnu. Virðist ekki vanþörf á því að auka löggæzluna um helg- ar, og verður lögreglan miskunnarlaust að taka óróaseggina úr umferð, ef þeir ekki láta skipast við áminningar hennar, því að friðsamir borgarar eiga kröfu á því að hafa svefnfrið fyrir alls konar öskuröpum. Bekkir þurfa að vera víðar. FYRIR nokkru var á það minnt hér í blaðinu, að setja þyrfti bekkina á torgið. Bæjarverkstjóri brá þegar við og lét gera þetta. Nú vill blaðið vinsamlegast beina þeim tilmælum til hans, hvort ekki séu tök á að koma bekkjum víðar fyrir til þæg- inda fyrir fólk. Ilér eru víða brattar brekkur og erfiðar fyrir gamalt fólk. Væri það því áreiðanlega vel þegið, eí það gæti tyllt sér niður á leiðinni. Sums staðar munu bekkir áður hafa verið, t. d. efst í Grófargilinu. Ljótur garður. ÞAÐ ER leitt, hversu garðurinn fyrir sunnan Guðmanns-verzlun er orðinn órækt- arlegur og virðist illa hirtur. Þetta var mjþg snotur garður og til prýði og er því ömurlegra að sjá hann nú. Annaðhvort er að halda þessum garði vel við eða eyði- leggja hann alveg, því að illa hirtur garð- ur er verri en enginn garður. Væri þó illa farið, ef garður þessi legðist alveg niður, því að hann gæti verið til mikillar prýði þarna í miðbænum, og er þess að vænta, að eigendurnir setji nú rögg á sig og komi garðinum í sómasamlegt ástand. Ahugasamir menn. ÞAÐ VIRÐIST- svo sem kommúnistarn- ir hérna á Akureyri vilji reyna að bæta fyrir framkomu sína gagnvart Krossanes- verksmiðjunni, og er síðasti „Verkamað- ur“ alveg að springa af umhyggju fyrir hag bæjarbúa. Ber vissulega að fagna því, Framh. á 7. síöu. 1705: Vetur misjafn með hretviðrum, stormum, snjóum og liörðum frost- um á góunni, svo firði alla lagði. Urðu á þessum vetri fjárskaðar og brotnuðu skip víða. Hengdi sig maður í Onundarfirði, og kerling í Helgafellssveit var bitin í baðstofunni. Hafís fyrir vestan, norðan og aust- an. Á alþingi voru líflátnar 6 mann- eskjur, karlmenn og konur, sem var: 0 Kona úr Kjós, er fargað hafði barni sínu, er hún álti við giftum manni, en hann strauk. Ur Staðarsveil mað- ur og kona. Hún var systurdóttir hans. Ur Strandasýslu maður og kona. Hún var bróðurdóttir hans. Úr Þingeyjarþingi maður, er harn hafði átt við systur konu sinnar. Hann með gekk ekki brot sitt fyrr en á alþingi, kostaði sig sjálfur að norðan til hesta, og voru aldrei járn á hann lögð, gekk hughraustur til dauðans með söngum og guðhræðslu. Þann 8. október heyrðust undir sólarlag 2 dynkir í loftinu, langir og miklir. 1706: Vetur frostalítill, vindasamur og votur, hinn bezti til miðs vetrar, en þar eftir snjósamur og harður í sum- um sveitum og um fjallgarðinn. Dó í Hjaltadal mjög aldraður mað- ur, 107 ára. Á þessum vetri voru oft jarð- skjálftar .... en sá hræðilegi, stóri og mikli jarðskjálfti skeði þann 20. apríl, sem var þriðjudaginn seinast- an í vetri um morguninn í dögun. í þeim mikla jarðskjálfta hrundu nið- ur í Olvesi 24 lögbýli, og að auki hjáleigur margar. Vart varð við tvo útileguþjófa fyrir sunnan Ilellisheiti, hverjir að vegfarandi menn fötum og mat ræntu, og einn mann, er rak tvær landskuld- arkýr frá Hjalla í Ölvesi og að Álfta- nesi í Borgarfirði til Guðmundar Sigurðssonar. Maður þessi sleppti kúnum, fundust þ° síðar. Þá stóð alþingi yfir 14 daga. Höggvinn maður úr Múlasýslu á al- þingi fyrir leynilegan barnsútburð, en móðir barnsins vægt um lífsstraff- ið orsaka vegna. Henni refsað á ál- þingi og giftum manni, er vitund hér af hafði og hórdómsverknað með henni framið, einnig sá maður, sem höggvinn var og barnið átti, hver að fyrr hafði í hórdóm fallið, markaður fyrir þjófnað. Eyddust 6 jarðir í Trékyllisvík á þessu vori harðinda vegna. 1706: Eldur uppi í Grímsvötnum. Vetur miðlungi. Kalt haust og þurrt. Snjóasamt fyrir norðan. Vitjaði í fjúkbyl bóndinn á,Hömr- um í Hraunhrepp fjár síns um kvöld- tíma, en fannst um morguninn lát- inn í fjárhúsinu, sem var hellir í tún- inu, og 50 sauðir dauðir þar inni. Hann lá örendur ofan á þremur sauð- um, öllum dauðum. Á fyrirfarandi sumri eða ári á Eyrarbakka giftist ekkja nærri átt- ræð tvítugum manni. Vildi hún hon- um aftu'r skila innpotentiae causa (i. e. vegna óhæfni til barnsgetnaðar), þá nærri árið höfðu saman verið. Qaman og aLvara að láta hagsmuni ættjarðarinnar víkja fyrir hagsmunum hinnar aust- rænu stefnu. Lýðræðishjúpnum var varpað og gripið til þess baráttutæk- isins, sem fascistum er tamast — of- beldisins. Þjóðinni er nú sífellt hetur að skiljast það, eftir atburði undangeng- inna mánaða, hvers eðlis kommún- isminn er. Prófraun Sjálfstæðis- manna hefir sannað það, áð komm- únistar eru ekki hæfir til stjórnar- starfa í lýðfrjálsu' landi. Gerfibar- átta kommúnista fyrir hagsmunum verkalýðsins var til þess eins ætluð að tryggja þeim máttugt vopn í bar- áttunni gegn þjóðskipulaginu og í þágu hins rauða einræðis. Rauði fascisminn hefir nú leitt kúgun og áþján yfir margar þjóðir Austur-Evrópu, sem fórnað höfðu lífi miljóna manna til þess að hrinda af sér oki brúna fascismans. Meðal lýðræðisþj óðanna vinna svo erind- rekar hinnar alþjóðlegu einræðis- stefnu markvissa undirróðurs- og skemmdarstarfsemi til þess að lama mótstöðuþrek þessara þjóða. íslenzka þjóðin verður að gera sér Ijóst, að ný alheimsbarátta er að hefj- ast milli einræðis og lýðræðis. Sú barátta verður háð í hverju því landi, þar sem kommúnisminn hefir náð að festa rætur. Sú barátta er ekki um lít- ilmótleg dægurmál, heldur frelsi og mannréttindi einstaklinganna. Það er því kominn tími til þess, að lýðræðis- öflin leggi smávægilegan ágreining sinn á hilluna og myndi órjúfandi varnargarð um þessi dýrmætu rétt- indi lýðræðisskipulagsins. Sem betur fer, hafa kommúnistum brugðizt von- ir sínar um það að geta notað verk- lýðssamtökin til skemmdarverka gegn þjóðskipulaginu. Undanhald kommúnista er hyrjað, og lýðræðis- öflin verða að fylgja fast á eftir og draga ekki af sér fyrr en rauði fas- cisminn er algerlega brotinn á bak aftur. íslenzka þjóðin verður ein- huga að stefna að því marki að skapa hér blómlegt þjóðfélag á grundvelli lýðræðis og einstaklingsfrelsis, en einræðis- og öfgastefnur eiga enga samleið með henni að því takmarki. ★ Eftirfarandi stökur eru eftir Bene- dikt S. Snædal á Húsavík: Skriffinnskan er skeleggt bákn skrapar saman fánýtt lap. Óviskunnar öruggt tákn, útkoman er heildartap. Fundahöld eru furðu mörg, fæst þó hvergi útsýn glæst. Andlega vantar búið björg, blessun guðs er nauðsyn stærst. # /jðkomumaður (í geðveikrahæli): Úr hverju varð maðurinn í 8. stofu vitskertur? Læknirinn: Af því að stúlkan, sem hann elskaði, vildi hann ekki. Aðlcomumaður: En af hverju varð maðurinn í 9. stofu vitskertur? Lœknirinn: Af því, að hann giftist stúlkunni, sem vildi ekki manninn í 8. stofu. # Þegar tíðarandinn er sjúkur, þá halda allir, að þeir séu skáld og setj- ast við að yrkja. Hvar skyldi vera sá læknir, sem getur gefið þeim læknis- ráð, sem dugar? Ilúsbóndinn (önugur) : Því er kaffið í dag öðru vísi en vant er? Húsfreyjan: Eg bjó það ekki til í þelta sinn. Tengdamammani Eg ekki heldur. Vinnukonan: Eg gerði það, eða er nokkuð að því? Húsbóndinn: Nei, mikil ósköp. Eg ætlaði aðeins að segja, að það er það bezta kaffi, sem ég hefi lengi fengið. # A: Hugsið ykkur! Eg hefi horft á kafara, sem var fullan hálftíma í káfi. B: Hálftíma! Hvað er það? Eg hefi horft á kafara, sem kom aldrei upp aftur. # Það er ekki trygging fyiir frægð- inni að vera auðugur og af háum stigum. Spaðastungur verkamannsins og hamarshögg smiðsins sjást, þeg- ar veizlur hinna auðugu eru löngu gleymdar. .# .

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.