Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 16.07.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudágur 16. júlí 1947 ÍSLENDINGUR Próf. James Connolly M.A. Fráfátækttilvelmegunar „I slendingur" birtir hér síðari grein próf. Connolly um fóstur- jörð hans, Irland. 1 fyrri greininni lýsti hann baráltu íra fyrir sjálfstæði sínu og foruslu De Valera í því máli. Nú skýrir hann frá því, hvernig hin sjálfslœða írska þjóð á skömmum tíma komst úr aumustu fátœkt til almennrar velmegunar. í síðustu grein minni gat ég þess, hvernig brezka ríkisstjórnin hafði reynt að steypa De Valera af stóli með því að stöðva að mestu leyti inn- flutning og útflutning frá írlandi. Bretar álitu, að þannig gætu þeir komið Irlandi á kné á fáum mánuð- um, og óneitanlega virtist aðstaðan vera þannig um það leyti. Afleiðing aldalangrar verzlunareinokunar Breta í Irlandi og þeirrar stefnu Cos- graves að binda viðskipti þjóðarinn- ar algerlega við brezka heimsveldið, var sú, að írland. var að' öllu leyti háð Englandi á verzlunarsviðinu. Ir- ar seldu Englendingum allar afurðir sínar og keyptu allt af þeim, nema mat. Fatnað, skó, sápu, eldspítur, bifreiðar, kol, sykur, tóbak og' allt annað en brauð, bjór, ávexti og önn- ur matvæli varð að flytja frá Eng- landi. Þar að auki fluttu flestir írskir bændur til Englands öll þau matvæli, sem þeir framleiddu, en höfðu sjálf- ir tilbreytingarlaust og óheilnæmt mataræði: Te, flesk frá Astralíu eða Kanada og~ niðursoðna mjólk frá Englandi! Jafnvel sykurinn, sem þeir notuðu, var frá Ceylon og öðrum löndum brezka heimsveldisins, inn- fluttur gegnum England! Þetta var fyrir aðeins 15 árum síðan, og Irar yoru þá algjörlega háðir Englandi með alla hluti — jafnvel mat handa írsku bændunum. Nú framleiðir ír- land sykur, tóbak, raforku, föt, skip, eimreiðir, bifreiðar og alls kyns mun- aðarvörur. England myndi gjarnan vilja flytja út til írlands, en við þörfnumst ekki annars frá Englandi en véla í bifreiðar og flugvélar og nokkurra munaðarvara. Á hinn bóg- inn verður England nú sífellt háðara írskum matvælaútflutningi, og þeir berjast við Frakka, Spánverja og aðrar Evrópuþjóðir um að fá írska nautgripi. Vér höfum því mjög góða aðstöðu í viðskiptasamningum við Breta. En hvernig varð þessi breyting? Þegar enska stjórnin vildi losna við De Valera árið 1932, áleit hún, að hann myndi missa stuðning írsku stórbændanna og nautgripasalanna, ef Englendingar stöðvuðu innflutn- ing írskra nautgripa. Ákvörðun Breta var auðvitað alvarlegt áfall fyrir þá, en hafði engin áhrif á holl- ustu þeirra við De Valera. (Það varð einnig mikill kjötskortur í Englandi, og verðið hækkaði). Slátra varð þús- undum nautgripa, og í þrjú ár fengu allar fátækar fjölskyldur í Irlandi daglega eitt kíló af nautakjöti ókeyp- is, en aðrir fengu kílóið fyrir 60 aura, þar til allir voru orðnir mjög leiðir á nautakjóti — alveg eins og sumir Islendingar verða leiðir á að borða lax! Irsku bændurnir tóku nú að rækta hveiti, og veitti það meiri atvinnu. Brezka stjórnin hafði áður unnið gegn því, að þeir ræktuðu hveiti og flutt næstum allt hveiti inn frá Eng- landi og Kanada. Irar, sem búa í landi, sem er einna bezt fallið til kornræktar af öllum londum Vestur- Evrópu, lifðu þannig, þar til De Va- lera kom til valda, á brauði, sem nær eingöngu var búið til úr hveiti frá löndum brezka heimsveldisins og voru þannig áfram viðskiptalega háðir Englandi. Eg get skýrt þetta atriði nánar með því að benda á það, að í heimsstyrjöldinni 1914—18 var mjög naumur matarskammtur í Ir- landi, af því að írar fluttu mestöll matvæli sín frá löndum brezka heims- veldisins gegnum, England. I síðari heimsstyrjöldinni, 1939—1945, var naumast nokkur matarskömmtun í Irlandi, og árlega voru fluttar þús- undir srriálesta af^alls konar matvæl- um til Englands. Sú stefna Englendinga að einoka Irland í þeirra þágu og einnig sinnu- leysi írsku þjóðarinnar að hagnýta gæði lands síns á réttan hátt átti sök á því, að Irland var svo gersamlega háð Englandi viðskiptalega. En þeg- ar England reyndi að svelta Ira með viðskiptalegum refsiaðgerðum, neyddust þeir til að beita hugkvæmni sinni. Þegar De Valera lagði fram áætlanir um að framleiða sykur, írska sápu, kerti, rakvélablöð o. s. frv., hlógu allir, því að þessi hug- mynd sýndist svo fáránleg. Eg minnt- ist þess, þegar fyrstu írsku eldspýt- urnar voru framleiddar. Allir hlógu og sögðu, að ekki myndi kvikna á þeim. Nú, aðeins 15 árum seinna, frámleiðir Irland allar sínar eldspýt- ur, vindlinga, pípur, tóbak og vindla- kveikjara — og flytur margt af þessu til Englands. Eg minnist þess einnig, þegar fyrstu írsku rakvélarblöðin komu á markaðinn. Allir hlógu og sögðu: „En hvað það virðist ein- kennilegt að nota ekki ensk rakvélar- blöð!" Þau voru gerð úr sænsku stáli, eins og allar okkar stálvörur, og misstu Bretar þannig markað fyr- ir stál sitt vegna tilrauna til að beita viðskiptunum í þágu yfirráðastefnu sinnar. Bretar stöðvuðu allan kolaútflutn- ing til Irlands og sögðu: „Það mun stöðva allan iðnað ykkar og járn brautir." En þá var stóra raforkuver- ið við Shannan tekið til starfa og unnið að því að virkja hina mörgu htlu fossa í Irlandi. Irar voru nú hættir að hlæja að hinum nýju fram- leiðsluvörum sínum og teknir að gera sér ljóst, að dásamleg iðnaðar- bylting var að gerast í landi þeirra. Vér sendum sérfræðinga til Þýzka- lands og Rússlands til þess að kynn- ast mónotkun við iðnaðinn, og þeg- ar þeir komu heim, reistu þeir stór orkuver með mókyndingu. Hundruð smáverksmiðja, sem framleiddu ýms- an varhing, risu upp, sþar sem áður höfðu verið bleikar og óbyggðar mýrar. Þessar nýj u verksmiðj ur fram leiddu veggfóður5 barnavagna, þvottavélar, leirker, ritvélar, lindar- penna, húsgögn og hundruð annarra nauðsynja- og munaðarvara. Snyrti- legir smábæir risu upp umhverfis þessar verksmiðjur. Þá uppgötvaði einhver, að hægt myndi að framleiða plast-efni úr írsku þangi, og fram- leidd voru símatæki, hurðarhand- föng og hundruð annarra smáhluta. Glervara og rafmagnsperur voru framleiddar í Irlandi og einnig allt sement, sem írar þurfa til húsagerð- ar. Allar þessar framfarir í írskum iðnaði gerðu Irland að nýju landi, óháð brezkum afskiptum og með meiri velmegun en nokkru sinni áð- ur hafði þekkzt þar. írska þjóðin varð einnig heilbrigðari, neytti sinna eigin hollu matvæla, borðaði smjör, mjólk, ost, egg, kjöt og fisk, mikið af ávöxtum og grænmeti og gott brauð úr írsku mjöli. Ef Bretar hefðu ekki neytt oss -til þess að hagnýta gæði lands vors, hefðum vér þurft að skammta brauð öll stríðsárin, en brauð var aldrei skammtað á írlandi þau ár. Árið 1930 var 75% af brauð- inu búið til úr innfluttu mjöli, en ár- ið 1944 aðeins 2%. Þannig hefir Irland, undir forustu De Valera, orðið algerlega sjálfu sér nóg í stað þess að vera áður að öllu leyti háð innflutningi erlendis frá. Meðan Irar framleiddu ekkert korn og höfðu engan iðnað, græddu fá- einir einstaklingar of fjár á því að flytja nautgripi til Englands. írskir verkamenn fengu nokkuð af þessu fé og eyddu því í útlent te og hveiti- brauð. Flytj a varð inn allt, sem verka mennirnir neyttu eða klæddust. Það leit svo út í fljótu bragði, að Irland væri efnað land vegna hinna feiki- miklu tekna af nautgripaútflutningn- um. En írska þjóðin sjálf var fátæk og fákunnandi, og varð árlega að flytja í stórhópum til Ameríku. Heim urinn hefir komizt að raun um það á 20. öldinni, að það er áhættusamt að lifa á útflutningi, því að markaður- inn getur tapazt. Bezt er því — eink- um fyrir litla þjóð^ sem vill varð- veita stjórnmálalegt sjálfstæði sitt — að vera sjálfri sér nóg, sjá fyrst fyr- Á ALJÞJÓÐAVETT -------— V AN GI--------- Þrátt fyrir falleg orð stjórnmála- mannanna, verður augunum ekki lengur lokað fyrir þeirri staðreynd, að heimurinn er að skiptast í tvo hluta: Annars vegar eru vestrænu lýðræðisríkin, en hins vegar Rúss- land og þau lönd Austur-Evrópu, sem kommúnistar hafa brotið undir sig, eða verða að lúta boði Rússa, legu sinnar vegna. Parísarráðstefnan hefir glöggt leitt í ljós, hvernig skiptingu þessari er háttað, og höfnun Austur-Evrópu- þjóða á hlutdeild þessara þjóða í þessari ráðstefnu sýnir, hversu Rúss- ar ráða algerlega stefnu þessara landa í utanríkismálum. Vakti það sérstaka athygli, að rússneska útvarpið til- kynnti um ýmsar þessar þjóðir, t. d. Júgóslava og Pólverja, að þær myndu ekki senda fulltrúa á Parísar- ráðstefnuna, áður en stjórnir hlutað- eigandi landa höfðu opinberlega tek- ið ákvörðun um þetta. I svari Finna kom í ljós, að þeif hefðu gjarnan viljað eiga hlutdeild í ráðstefnunni, en Rússar höfðu þar auðvitað tögl og halgdir. Tékkar höfðu tilkynht þátttöku sína í ráðstefnunni, en þegar forsætisráðherra Tékka kom til Moskva litlu síðar, mun hann hafa fengið óblíðar áminningar, því að tékkneska stjórnin afturkallaði í skyndi fyrri tilkynningu sína. Þjóðir þær í Austur-Evrópu, sem Rússar hafa náð inn fyrir „járntjald- ið", hafa að verulegu leyti verið sviftar frelsi sínu, og kommúnis- tiskt einræði innleitt í staðinn. Rakosi, aðalforingi kommúnista í Ungverjalandi, stærði sig af því, að komúnistar hefðu náð völdum þar, „áður en Bandaríkin hefðu getað nuddað stírurnar úr augunum". Fjármálaeijnvaldur Ungverj alands, kommúnistinn Zoltan Vas, sagði: - „Eg get" ekki neitað því, að við höf- um allmikið af ungverskum nasistum í flokki okkar, en þeir eru þó betri en kaupsýslumenn og auðvalds- sinnar". I Júgóslavíu lét Tito varpa í fang- elsi eina hættulega andstæðing sín- um, Yovanovich, og ákærði hann ums njósnir í þágu Bandaríkjanna. Fyrir nokkru komst Tito svo að orði: „Þeir, sem standa í vegi fyrir sköpun betri framtíðar (þ. e. komm- únistisks einræðis), verða að hverfa af yfirborði jarðarinnar." í Búlgaríu var foringja Bændaflokksins, Petkov, várpað í fangelsi, ákærður um „sam- særi." Tékkar óttast nú mjög, að þeir séu næstir í röðinni, enda var aðstoðari^tanríkisráðherra Rússa, Vishinsky, þar nýlega á ferð. Korhmúnistaforingjarnir í Austur Evrópu hafa reynzt Rússum mjög þægir, enda dýrkun þeirra á fyrir- myndarríkinu sennilega svipuð og hjá kommúnistunum okkar hér heima. Hinn alvarlegi ágreiningur stór- veldanna og átökin milli hinna vest- rænu og austrænu lífsskoðana hafa vakið ugg og ótta um framtíðinai Vonandi rætist þar úr, áður en í fullt óefni er komið, en ekki geta lýðræðisríkin endalaust látið undan yfirgangi Rússa og kommúnistiskra skósveina þeirra víða um heim. Utan úr heimi Bandaríkin: , Metropolitan líftryggingarfélagið í New York skýrir svo frá, að konur lifi nú að meðaltali fimm árum leng- ur en karlmenn. Það er hálfu ári lengur en . 1939—41 og tveimur ár- um lengur en árið 1900. Meðalaldur hvítra kvenna er nú 69,5 ár, en var 51 ár árið 1900. Meðalaldur karl- manna hefir hækkað úr 48,5 árum í 64,5 ár. Meðalaldur Bandaríkja- manna almennt er nú 66 ár og hefir hækkað um rúmlega tvö ár síðan 1939—41. Aðalástæðan eru auknar varnir gegn sjúkdómum, sem áður herjuðu mjög á börn og unglmga. ir öllum þörfum sínum og flytja svo út afganginn. Það er sú regla, sem De.Valera hefir kennt írsku þjóðinni. Hann er nú að verða gamall, kjör- tímabil hans er útrunnið eftir rúm tvö ár og óvíst, að hann gefi kost á sér aftur. En hann verðskuldar góða hvíld og þakkir þjóðar sinnar fyrir að hafa gert írland að einu efnaðasta smáríki Evrópu. Grikkland: Svíar hafa áhuga á viðskiptum við Grikki, en Grikkir hafa sýnt lítinn áhuga á að kaupa sænskar vörur síð- an Bandaríkin samþykktu að veita þeim fjárhagslega aðstoð. Grískir innflytjendur láta í Ijós, að þeir vilji heldur viðskipti við Bandaríkin. Bretland: Brezkir íhaldsmenn halda því fram, að brezki verkamannaflokkurinn myndi tapa að minnsta kosti 100 þingsætum við almennar kosningar nú og spá því, að íhaldsmenn muni fá hreinarí meirihluta við næstu kosningar. Þetta staðhæfa þeir, þótt allar helztu aukakosningar að und- anförnu hafi verið þeim í óhag. íhaldsmenn vilja ekk"í almennar kosningar fyrr en árið 1950, en þá telja þeir, að þjóðin muni hafa feng- ið nóg af sósíalismanum. Frakkland: Á bak við tjöldin eiga kommúnistar í Frakklandi nú í vök að verjast Framh. á 7. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.