Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 16.07.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. júlí 1947 ÍSLENDINGUR ÞANKABROT Framhald af 4. síðu. a3 kommúnistar skuli þó á einhverju sviði bera hag bæjarbúa fyrir brjósti. Nú er það höfnin og barnaleikvellirnir, sem „alþýðu- vinirnir" bera sérstaklega fyrir brjósti. Það er hárreitt hjá „Verkamanninum", að skjólra úrbóta er þörf í hafnarmálunum og útbúa þarf fleiri barnaleikvelli. Hitt er aftur á móti harla broslegt, þegar á að fara áð slá kommúnistaforingjana hér til riddara í þeim málum. Áhugi manna eða áhugaleysi í þeim efnum hefir víst áreið- anlega ekki farið eftir flokkslínum. 011 blöð bæjarins hafa bent á nauðsyn þess- ara framkvæmda. „Verkamanninum" er það fullkunnugt, að fjárskortúr hefir verið þess valdandi, að ekki hefir verið hægt að hraða meir framkvæmdum í hafnarmálun- um. Það er þörf margra umbóta hér í bæ, en það er leiðinlegt að sjá þá menn vera að hreykja sér á háan hest í þeim efnum, sem beinlínis hafa unnið gegn hagsmun- um fyrsta stórfyrirtækisins, sem bærinn setur upp í því skyni að reyna að afla fjár lil ýmissa framkvæmda. Álögurnar á bæj- arbúa eru þegar orðnar svo þungar, að þar verður engu á bætt. Um það munu víst flestir útsvarsgreiðendur hér í bæ sammála. Hvað dvaldi knattspyrnu- menninaf FYRIR helgina voru hengdar upp hér á Akureyri auglýsingar, þar sem boðað var, að knattspyrnumeistarar Islands á þessu ári, Knattspyrnufélagið Fram í Reykjavík, væri væntanlegt hingað um helgina og myndi keppa við úrvalslið úr Akureyrarfé- lögunum. Munu margir hafa hlakkað til að sjá þann leik. En sú gleði var skamm- vinn, því að litlu síðar mátti sjá nýjar á- letranir á þessum auglýsingum, þar sem tilkynnt var, að leikur þessi gæti ekki far- ið fram. Þetta hefir vakið nokkra undrun, Utan úr heimi Framh. af 5. síðu. með yfirráð sín í verkalýðsamtök- unum. Ekki er ólíklegt, að meðlima- lala Aðalverkalýðssambandsins, þar sem kommúnistar haf a nú lítinn meiri hluta, fari niður fyrir 6 miljónir. Hið andkommúnistiska kristilega verkamannasamband, sem hallast að De Gaulle, hefir aukið mjög félaga- tölu sína og telur nú yfir eina miljón verkamanna. Herbúnaður þjóðanna: Her ýmissa þjóða er nú sem hér segir: Landher: Bandaríkin 670 'þús., Rússland 3 milj. 800 þús., Kína 5 milj. 750 þús., Bretland 1 milj. 210 þús., Indland 1 milj. Tyrk- land 675 þús., og aðrar^ þjóðir sam- tals rúmlega 3,4 milj. manna.. Sjó- her: Bandaríkin 3 milj. 820 þus., Rússland 445 þús., Bretland 1 milj. 531 þús., Frakkland 250 þús. og aðr- ar þjóðir samtals rúmlega 630 þús. manna. en ástæðan er sú, að meistararnir sunn- lenzku hættu við förina hingað norður og muh þó leikurinn hafa verið ákveðinn í samráði við þá. Um ástæðuna er blaðinu ekki fullkunnugt, en sagt er, að Knatt- spyrnuráðið í Reykjavík hafi bannað þeim að fara hingað. Er það harla kynlegt hátt- erni, því að vel hefði Fram mátt bæta það upp, að Akureyrarfélögin ein voru látin keppa á 1. fl. mólinu, sem þó var ákveðið hér að tilhlutan í. S. í. Hlýtur það að valda óánægju, ef ætíð er ætlazt til þess, að félögin utan af landi komi til Reykja- víkur, en félögin þar sæki ekki mót úti á landi. Auglýsið f lslendingi Sndveiiiskíp sekkur Síðastliðinn laugardag sökk síld- veiðiskipið „Snerrir" (áður Skelj- ungur) frá Hjalteyri. Var það að veiðum útaf Skagafirði og skips- menn í bátum, en allmikil síld kom- in í skipið. Virðist síldin hafa fallið út í aðra hlið skipsins, þyí að það valt. Sökk það ekki strax, heldur lá nokkra stund á hliðinni. Reynt var að koma því aftur á réttan kjöl með aðstoð annarra skipa, en það tókst ekki, og sökk „Snerrir" að lokum alveg. Allir skipsmenn björguðust, en þeir misstu allan búnað sinn. Hið nýstofnaða útgerðarfélag, h.f. Grani gerði „Snerrir" út, og hefir félagið orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. MaSur lendir undir bílpalli Síðastliðinn miðvikudag varð það slys hér í nánd við bæinn, að bif- reiðarstjórinn Valdemar Helgason frá Kjarna í Möðruvallasókn varð undir vörupallinum á bifreið sinni. Nánari tildrög slyssins eru þau, að Valdemar var að aka möl til Ak- ureyrar utan frá Blómsturvöllum í Glæsibæj arhreppi, en þar hefir h. f. Möl og Sandur á Akureyri malar- nám. Var hann á leið frá Akureyri með tóma bifreiðina. Mun hann hafa þurft að athuga eitthvað undir palli bifreiðarinnar, því að þegar komið var að honum nokkru seinna, var hann fastur með höfuð og herðar milli pallsins og undirstöðu hans. Reisti hann pallinn með vökvalyftu bifreiðarinnar og laut síðari inn und- ir hann, en veitti því ekki athygli fyrr en of seint, að pallurinn seig ofan á hann. Þjóðlagakvöld Engel Lund Danska þjóðlagasöngkonan Engel Lund hélt hér tvö þjóðlagakvöld í síðustu viku, það fyrra fyrir styrktar félaga Tónlistarfélags Akureyrar, en það síðara fyrir almenning. Söng- konunni var mjög vel fagnað og varð hún að syngja aukalög og endurtaka sum lögin. Þá bárust henni blóm- vendir. Lanzky Otto annaðist undir- leik. Hér er um að ræða nokkuð sér- stæða sönglist, en mjög ánægjulega. Þjóðlögin voru bæði erlend og inn- lend og smekklega valin. Meðferð söngkonunnar á þeim var með ágæt- um. Var auðheyrt, að hún hafði vel kynnt sér það efni, sem hún flutti, og er það meira en sagt verður um alla söngvara. Á undan hverju lagi út- skýrði hún efni þjóðvísunnar á mjög látlausan hátt. Framsetning öll og túlkun var sérstaklega lifandi og má raunar segja, að Gagga Lund sé jafn vel meiri leikkona en söngkona. Hún talaði ágæta íslenzku og meðferð hennar á öðrum þeim tungumálum, er hún flutti þjóðlögin á, var lýta- laus. Aðsókn var ekki eins góð og söng- konan verðskuldaði, en óhætt mun að fullyrða, að hún hafi veitt áheyr- endum sínum — og áhorfendum — ánægjulega kvöldstund. Valdimar var meðvitundarlaus, þegar komið var að honum, og var hann þegar fluttur á sjúkrahús. Nokkru sveinna komst hann til með- vitundar. Sem betur fer eru meiðsli hans minni en gera hefði mátt ráð fyrir. Hann hefir að vísu meiðst nokkuð á öxl og brjósti, en meiðslin eru ekki talin hættúleg og mun hon- um líða mjög sæmilega. Frakklandssöfnunin Að tilhlutun félagsins Alliance Fran- caise í Reykjavík var hafin f jársöfnun og fatnaðar handa nauðstöddu fólki í bæn- um Avranches í Normandí snemma árs 1945. Auk margs konar fatnaðar bárust margar gjafir víðs vegar að af landinu, bæði peningar og lýsi, og var keyptur fatnaður og lýsi fyrir andvirðið og námu þessar gjafir samtals, samkvæmt áætluðu verði framkvæmdanefndarinnar, kr. 407.336.62. Fyrir allar þessar gjafir vill nefndin færa öllum gefendunum alúðarfyllstu þakkir og sömuleiðis öllum þeim, er á einn eð aannan hátt greiddu fyrir send- ingum þessum, m. a. Eimskipafélagi ís- lands og fjármálaráðuneytinu, er veitti undanþágu frá innheimtu útflutnings- gjalda af öllu því, er sent var. Frk. Thora Friðriksson veitti miklum hluta gjafanna viðtöku og vann að söfn- uninni. Þá viljum vér enn geta þess, að sendiherrafrú Vollery vann um langt skeið að því að undirbúa fatasendingarn- ar, bæði að innkaupum og að endurbót- um, af óvenjulegum dugnaði og áhuga, en sendiherrann veitti nefndinni alla þá aðstoð, er honum var unnt Borgarstjórinn í Avranches hefur með bréfi, dags. 30. des. 1946, beðið formann framkvæmdanefndar, hr. stórkaupm. Pét- ur Þ. J. Gunnarsson, að flytja hjartanleg- ar þakkir til Islendinga, sem „þótt þeir séu fáir að tölu, hafa stórt hjarta". Reykjavík, 1. júlí 1947. Framkvæmdanefnd Frakklandssöínunarírmar. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hœsta verði. Prentsmið ja Björns Jónssfonar h. t HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA 98 99 inn um gatið, sem hann hafði verið að horfa út um. Samtímis heyrðum við önnur spjót skella á bronzplöt- unum í hurðunum. „Við höfum ekki heppnina með okkur," sagði Orme. „Þetta er vonlaust. Við skulum heldur berjast vask- lega. Eru rifflarnir í lagi? Gott! Veljið ykkur þá skot- gat, miðið og skjótið — en í guðs bænum eyðið ekki nokkru skoti til ónýtis. Og svo: Einn, tveir, þrír, skjót- ið!" Og við skutum niður í þétta mannþyrpinguna, sem ruddist upp að hliðunum til þess að brjótast inn. Skot okkar gátu naumast geigað í þessari fjarlægð, og fimm skot voru í hríðskotarifflunum okkar. Þegar reykur- inn dreifðist, gat ég talið um það bil hálfa tylft Funga, sem höfðu fallið, en nokkrir aðrir höktu særðir burtu. Allmargir menn og hestar lengra burtu höfðu einnig særzt af kúlunum, sem farið höfðu gegnum líkama hinna föllnu. Áhrif þessarar drápskveðju komu samstundis skýrt í ljós. Þótt Fungarnir væru hugaðir, þá voru rifflar þeim algerlega óþekkt vopn. Þeir bjuggu fullkomlega einangraðir, umgirtir breiðu fljóti, svo að þótt þeir hefðu heyrt minnst á slík vopn og ef til vill séð gamlan framhlaðning hjá einhverjum kaupmanni, sem þeir skiptu við, höfðu þeir enga hugmynd um nýtízku riffla og hinn hræðilega drápskraft þeirra. Það var því ekki að furða, þótt kjarkurinn bilaði, er þeir stóðu andspænis svo bráðum bana. Þetta hlaut að líta út sem hreinustu galdrar í þeirra augum. Þeir flýðu að minnsta kosti sem fætur toguðu og skildu dauða og særða félaga sína eftir, þar sem þeir lágu. Nú var aftur tækifæri til þess að íhuga um flótta, og ef til vill hefði það verið það skynsamlegasta, sem við gátum gert. En við hikuðum, því að við gátum ekki verið vissir um, að Fungarnir hefðu horfið algerlega á brott. Vel gat verið, að þeir hefðu aðeins hörfað og lægju í leyni og biðu okkar. Þokunni hafði nokkuð létt, meðan við eyddum tímanum í þessar bollaleggingar, og sáum við nú greinilega, hvernig aðstaða okkar var. Beint fram undan okkur sáum við víðáttumikið afgirt svæði, og lágu múrarnir umhverfis það að múrum Harmacborgar. Svæði þetta var nokkurskonar gangur eða forgarður, sem ætlaður var til þess að verja leið þá að hliðum borgarinnar, sem við höfðum riðið í myrkrinu og vissum ekki, hvert lá. „Innri hliðin eru opin," sagði Orme og benti á stóru hliðin öðru megin við forgarðinn. „Við skulum reyna að loka þeim. Annars getum við ekki lengi varizt hér." Við hlupum yfir forgarðinn að hinum hurðunum, sem voru samskonar og þær, sem við höfðum skotið í gegnum, aðeins stærri. Enginn ónáðaði okkur, og smám saman gátum við lokað hliðinu með því að leggjast þrír á hurðina í einu og síðan komið hinum ýmsu slám og stöngum á sinn stað. „Heyrðu nú, Kvik," sagði Orme. „Þessir svörtu labbakútar neyðast brátt til þess að gera aðra atlögu, og nú er um að gera að setja snöru fyrir þá, svo að þeir finni ekki,* hvar við erum." „Eg var einmitt að velta því sama fyrir mér, höfuðs- maður. Og því fyrr, því betra," svaraði Kvik. „Máske læknirinn vildi halda vörð hér, og ef hann sæi ein- hvern stinga höfðinu upp fyrir múrvegginn, hygg ég, að hann myndi senda honum kveðju sína. Við vitum, að hann er prýðileg skytta, læknirinn okkar," sagði Kvik og sló á riffilskefti sitt. Eg kinkaði kolli, og hinir tveir héldu af stað, klyfj- aðir leiðsluvír og hlutum þeim, sem litu útv eins og tóbaksdósir. Þeir gengu út á mitt torgið, þar sem stóð steinstallur, sem líktist altari. Ekki veit ég, hvað þeir voru að hafast þar að. Eg gat heldur ekki veitt því at- hygli, því-að ég var svo önnum kafinn við að horfa yfir á múrvegginn, en brún hans sást yfir þokubeltið. Brátt fékk ég árvekni mína endurgoldna. Maður kom í ljós á múrveggnum í um það bil 150 fet'a fjar- lægð. Hann var sýnilega einn af foringjunum, klædd- ur í hvítan klæðnað og með mjög skrautlegan og marg- litan vefjahött á höfði. Hann gekk fram og aftur, sveiflaði spjóti og rak upp há öskur. Eg miðaði vandlega á þenna mann og lagðist niður á meðan. Eg er góð riffilskytta, eins og Kvik sagði, enda hefi ég æft þá list í mörg ár. En jafnvel bezta skytta getur skotið framhjá markinu. Og ég verð að játa það, að þótt ég bæri persónulega engan óvildar- hug til þessa vesalings náunga með skrautlega vefja- höttinn, langaði mig ekkert til þess að skjóta framhjá markinu í þetta sinn, því að svo skyndilegur og leynd- ardómsfullur dauði myndi hafa feikileg áhrif á villi- mennina. Að lokum stanzaði hann beint á móti hliðinu og hóf einhverskonar villimannlegan stríðsdans, en öðru hverju sneri hann sér við og öskraði eitthvað til hinna hinumegin við múrinn. Nú var stundin komin. Eg mið- aði vandlega og kúlan þaut gegnum loftið. Maðurinn

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.