Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.07.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudagur 23. júlí 1947 29. tbl. Braeðslusíldaraflinn 9.039 hl. minni en ó sama tíma í fyrra Á miðnætti aSfaranótt sunnudags- ins var bræðslusíldaraflinn á öllu landinu 418.151 hektólítrar, en var á sama tírna í fyrra 427.190 hl. Á laugardagskvöld nam söltunin á öllu landinu 9.587 tunnum síldar oj» er þaS 1412 tunnum meira en á sama tíma í fyrra. I síldveiðunum taka nú þátt 235 skip, þar af eru 9 tvílembingar. Aflahæstu skipin eru nú: Edda frá Hafnarfirði með 4899 mál, Jökull frá Hafnarfirði með 4608 mál og Dagný frá SiglufirSi með 3558 mál. Hér fer á eftir afli skipa frá Akur- eyri og EyjafjarSarsýsIu: Alden, Dalvík, 2876 mál. Bjarki, Ak., 1842 mál. Akraborg, Ak., 86 mál. Andey, Hrísey, 1894 mál. Atli, Ak., 1672 mál, Auður, Ak., 693 mál. Bjarmi, Dalvík, 2251 mál. Bris, Ak., 640 mál. Egill, Ólafsfirði, 571 mál. Eldey, Hrísey, 571 mál. Erna, AL, 1547 mál. Ester, Ak., 836 mál. - Eyfirðingur, Ak., 2932 mál. Græðir, Ólafsfirði, 1282 mál. Hannes Hafstein, Dalvík, 2344 mál Kristján, Ak., 2160 mál. Minnie, Árskógsströnd, 292 mál. Narfi, Hrísey, 1794 mál. Njáll, CLfsfirSi, 1725 mál. Njörður, AL, 1230 mál. Ottó, Hrísey, 792 mál. Snæfell, Ak., 2881 mál. Straumey, Ak., 1114 mál. Súlan, Ak., 2059 mál. Sædís, Ak., 2056 mál. Sæfinnur, AL, 979 mál. Sævaldur, Olafsfirði, 364 mál. Þorsteinn, Dalvík, 1661 mál. (Síldveiðiskýrsla Fiskifélags Isl.). Síldveiðarnar ganga rreglega Undanfarna sólarhringa hefir lít- ið veiðst af síld. Einstaka skip hafa þó f engið góð köst,. eri meginþorri síldveiðiflotans hefir fengið lítinn afla. I byrjun vikunnar varð síldar vart viS Langanes, en veiSiveSur hef- ir þar veriS óhagstætt vegna þoku. Við Austurlandið hafa strandað 4 skip, þar á meðal Andey og Brís. Brís strandaði við Vopnafjörð en komst út af eigin rammleik og fór til Vopnafjarðar. Nokkur leki komst að skipinu. VEG,NA SUMARLEYFA kemur 1slendingur ekki út nœsta miSviku- dag. Snorraháti Álykrun þings iðnaðar- manna í innflufningsmálum Iðnaðarmenn héldu nýlega þing sitt í Vestmannaeyjum. Á þinginu voru samþykktar margar tillögur, sem sérstaklega varða iSnaðinn og iðnaðarmannastéttina. Meðal ann- arra var samþykkt eftirfarandi til- laga varðandi innflutningsmálin: „Níunda ISnþing Islendinga átel- ur harðlega þær gerðir Viðskipta- ráðs, sem tíðkast hafa á undanförn- um árum, að veita innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fullunnum iðn- aðarvörum á sama tíma og það neit- ar eða takmarkar mjög leyfi fyrir efni til smíða á sömu vöru, og skor- ár á hið væntanlega fjárhagsráð, að haga layfisveitingum þannig fram- Noregskonungur og krónprinsinn sæmdir stórkrossi FORSETI ÍSLANDS hefir sæmt Hákon Noregskenuiig og Olaf krón- prins stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. vegis, að hlutur iðnaðarins í land- inu verði ekki verri en annarra at- vinnuvega landsmanna, hvað snertir bæði áhöld og efnivörur, og leyfis- veitingum verði hagað þannig, að iðnaðarmenn sjálfir fái gjaldeyris- og innflutningsleyfin í sínar hendur." Hafnarmálin. Fyrirhuguð stórfelld aðgerð á Torfunefs- bryggju, ef fé fæst til framkvæmdanna. Að undanförnu hefir verið hljótt um hafnarmál bæja'rins. Blaðið sneri sér því til bæjarstjórans til þess að fá nokkrar upplýsingar. Hafnarnefnd og bæjarstjórn hafa nú ákveðið að láta fara fram aðgerð á aðalbryggju bæjarins á Torfunefi. Jafnframt er ætlunin að breikka og lengja bryggjuna, og auka dýpið svo allt að tíu þúsund smálesta skip geti lagst við bryggjuna. Þessar fram- kvæmdir munu kosta allt að 3 milj. kr/ og hefir verið leitað til Lands- bankans um lánsfé, en ekkert loforð fengist enn sem komið er fyrir lán- veitingu. Til þessa hefir reynzt mjög erfitt að fá efni til bryggj^uviðgerða og ehgan vSginn víst, hvort efni verð- ur fáanjegt á þessu ári. Fáist efni til viðgerðarinnar og nægilegt lánsfé verður hafist handa þegar í haust. Verkamannafélag Akureyr- arkaupstaðar segir upp samningum Verkamenn hér á Akureyri hafa samþykkt' viS allsherjaratkvæSa- greiSslu á föstudag og láugardag í sl. viku aS segja upp samningum við atvinnurekendur. Úrslit urðu þau, að 115 greiddu atkvæði með upp- sögn samninga en 47 á ínóti. 400 voru á kjörskrá. Ólafur, konungsefni Norðmanna, kominn til landsins með fríðu föruneyti. Glæsileg hátíða- höld við afhjúpun Snorrastyttu Vigelands að Reykholti. Við hina fyrirhuguðu bátakví og dráttarbraut á Oddeyrarlanga liggur næst fyrir að fullgera norðurgarð kvíarinnar, en undirslöður hans hafa þegar verið lagðar. Þær framkvæmd- ir munu kosta á 2. hundr. þús. — Næsta skrefið verður aS fá dýpkun- arskip og undirbúa fyrir dráttar- brautina. Sryrjöld milii Hollendinga og indónesiska lýðveldisins Hersveitir Hollendinga í Indóhesiu hófu á mánudagsmorguninn hernað- araðgcrðir gcgn hcrsveitum Indónés- iumanna. Síðan hefir verið barist af mikilli hörku. Fyrir fimm mánuðum síðan gerðu Hollendingar og Indónesar með sér vopnahléssáttmála, en flestar tilraun- ir, sem gerðar hafa verið til þess að ná samkomulagi með aðiljum hafa reyrizt árangurslausar. Atta ráðherrar bráðabirgðastjórn- arinnar í Burma, þar á meðal forsæt- isráðherrann, voru myrtir í Rangoon á laugardaginn. Um kl. 11 sl. laugardagsmorgun sté Ölafur ríkiserfingi Norðmanna á land í Reykjavík með fylgdarliði sínu. Hafði þá safnazt saman mikill mannfjöldi á hafnarbakkanum til þess að fagna komu gestanna. Fremst á bryggjunni biðu meðal annarra: forseti sameinaðs Alþingis, ríkis- stjórnin, borgarstjórinn í Reykjavík, íslenzka Snorra-nefndin og sendi- herra Islands í Noregi. Ölafur Thors, fyrrverandi forsæt- isráðherra, ávarpaði gestina og bauð þá velkomna til landsins fyrir hönd Snorranefndarinnar. Því - næst tal- aði Johan Mellby formaður norsku Snorranefndarinnar. Þegar móltöku- athöfninni var lokið gekk Ólafur prins á fund forseta Islands í Alþing- ishúsinu. I fylgd með honum voru sendiherra Norðmanna hér á landi, Andersen-Ryst, og forsætisráðherra, ásamt nokkrum gestum. Að Reykholfi. Klukkan átta á sunnudagsmorgun- inn lagði Esja af.stað til Akraness með hátíðagestina. Þaðan var ekiS aS Reykholti. Klukkan 12 var há- degisverður fyrir boðsgesti. SíSan var gengiS að Snonastyttunni og fluttu þar ræður: forseti Islands, hr. Sveinn Björnsson, Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi flutti kvæði, Jónas Jónsson, alþingismaður, for- maður íslenzku Snorranefndarinnar bauð gesti velkomna og varaformað- ur norsku Snorranefndarinnar, Haa- kon .Shetilig, prófessor, svaraði. Ól- afur ríkisarfi flutti þá kveðju 'dl ís- lenzku þjóðarinnar og afhjúpaði Snorrastyttuna. Seinastur talaSi for- sætisráSherra, Stefán Jóhann Stefáns- son. Milli ræðuhaldanna lék lúðra- sveit Reykjavíkur "og karlakórar sungu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur hátíðahöldin, sem fóru hið bezta fram. Veður var sæmilegt um dag- inn„ Góður gestur. Olafur ríkiserfingi er íslendingum að góðu kunnur, enda vif*tur og dáð- ur af þjóð sinni. Hann hefir haft mikil afskipti af íþróttamáhun og sjálfur verið afreksmaður á því sviði. Eftir árás Þjóðverja á Noreg, hóf hann við hlið'föður síns hatramma baráttu gegn innrásarliðinu, sem haldið var áfram öll styrjaldarárin. Vinsældir Ólafs prins hafa stöðugt farið vaxandi og komu þær einna bezt í lj ós við móttökurnar, sem hann fékk, er hann kom heim eftir upp- gjöf Þjóðverja. Ríkiserfinginn er kvæntur Mörtu Svíaprinsessu og eiga þau hjónin þrjú börn. Keimur til Akureyrar. - Ólafur ríkiserfingi mun koma hing að til Akureyrar í dag. Kemur hann landleiðina að sunnan og er hann væntanlegur til bæjarins með föru- neyti sínu um kl. 7 síðdegis. Kl. átta um kvöldið verSur gengiS upp í skrúðgarð bæjarins, ef veður leyfir, en þar mun Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ávarpa gest- ina. Á morgun fer krónprinsinn loft- leiðis til Noregs. 011 íslenzka þjóðin fagnar þeim vinarhug, sem Norðmenn hafa sýnt henni með komu krónprinsins hing- að til landsins. Einnig þakka íslend- ingar frændþjóðinni fyrir hið glæsi- lega líkneski af Snorra Sturlusyni, sem nú hefir verið reist í Reykholti. Þessar tvær þjóðir eru tengdar ó- rjúfandi menningar- og írsendsemis^ böndum. Vonandi eiga sarnskipli þeirra enn eftir að aukast á komandi árum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.