Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.07.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. júlí 1947 ÍSLENDINGUR ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Utgefandi: Útgáfufélag Islendings. 'Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýeingar og afgr»iðsla: SVANBEHG EINARSSON. Póithólf 118. PKENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HT ¦HU*- ^flMBEter^^*"^ Síldveiðarnar °g þjóðarbúið. ÞjóSin fylgist nú rneð síldveiSun- ura af meiri áhuga en nokkru sinni fyrr. Efnahagsleg afkoma flestra, ef ekki allra stétta landsmanna, er und- ir því komin, hvernig þær takast. Gangi síldveiSarnar að óskum, má gera ráð fyrir því, aS góSæriS, sem hér hefir veriS, haldist enn um skeiS, en bregðist síldin, er augljóst, aS grípa þarf til nýrra ráSa, ef tryggja á aSalatvinnuveg þjóðarinnar, sjáv- arútveginn. Eins og öllum er nú kunnugt eru fisksölusamningar okkar íslendinga meS því verSi, sem þar ér ákveSiS, hundnir því skilyrSi, aS meS fiskin- um verði afhent tiltekiS magn af síldarlýsi. ViSskiptaþjóSir okkar hafa veriS svo kröfuharðar, að þurfa mun meir en meðalaflaár svo unnt verSi aS afhenda allt þáS lýsismagn, sem fariS er fram á. BregSist síldin í sumar er því fyrirsj áanlegt, aS mikl- ar fiskbirgSir verða óseldar í landinu af þessa árs framleiSslu. Stjórnarflokkarnir hafa hvaS eftir annaS varaS þjóSina viS þeirri hættu, sem aS steSjar, vegna dýrtíS- arinnar innan lands. Samkeppnis- þjóSir okkar þurfa langt um lægra verS fyrir afurSir sínar en við, þar sem framleiðslukostnaður þeirra er mun minni. Með vaxandi þátttöku annarra þjóða í fiskveiðunum er víst, að við Islendingar getum ekki til langframa haldið áfram á sömu braut. AS því hlýtur aS reka, aS viS verSum aS miða verðkröfurnar við það, sem aðrar þjóðir fara frani á að fá. Kommúnistar hafa frá öndverðu snúist af alefli gegn öllum tilraunum ríkisstjórnarinnar, sem beinast að því marki að koma atvinnulífinu á heilbrigðari grundvöll. Málgögn þeirra hafa talið söluhorfur nú betri en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir gagn- stætt álit þeirra aðilja, er um þau mál fjalla. Kommúnistar telja enga ástæðu lil þess aS færa niSur fram- leiSslukostnaðinn, enda þótt allir skynibornir menn viti, aS hann er aS sliga atvinnuvegina. Gagnvart laun- þegum telja kommúnistar sjálfsagl, aS kaup sé hækkaS, enda þótt frek- ari kauphækkanir leiði einungis af sér aukna dýrtíð. Frá því er kommúnistar viku úr ríkisstjórninni hefir barátta þeirra fyrst og fremst miðað að því að koma á sem mestum glundroða í at- Kolbeinn Högnason: KURL. - KvœÖi. ísafoldárprentsm. h.f. Rvík. 1946 Kolbeinn veit hvernig hann á að orða hugsun sína. Kurl er frábært nafn á kvæðabók, frumlegt, þjóðlegt og yfirlætislaust. Bókin er 312 blaS- síSur og hefir 153 kvæSi inni aS halda; þar af eru 140 frumort og 13 þýdd. „Þetta er ekki skáldsakpur, Kolbeinn," þarf enginn aS segja um þessa bók. Er þar skjótast af aS segja, aS öll kvæSin eru mjög fram- bærileg og ýms af þeim ágæt. Má þaS teljasl næsta ánægjuleg niður- staða aS loknum lestri ljóSabókar á slíkri harSærisöld um anda og orS- list, er óneitanlega ríkir nú á dögum í íslenzkri ljóSagerS, — þegar „gamb- urmosar gefa frá sér „töSu"" í sýnu meira óhófi en í samtíS Bólu-Hjálm- ars. Hér er heldur ekki um neitt gleiS- gosalegt handahófs-fikt eSa glamur aS ræSa, heldur alvarlegar og skýr- ar „hugvekjur" og myndir ábyrgs höfundar, sem vill aS öll sín orS verSi þjóSinni heldur til gagns en vanþrifa. ÞaS eru nú orSin 20—30 ár, síS- an Kolbeinn hóf að rétta fram ljóð sín í „Óðni" í ritstjórnartíS Þor- steins skálds Gíslasonar. Þótti mér þegar hressandi bragS og ilmur af þeirri ljóSagerS og sagSi þá við granna mína og góðkunningja, að þar færi gott skáld. Hættirnir voru snjallir, dýrir og hrynjandi og þar á öllu tekið með þjóSlegri vandvirkni og festu. %. Hér er engin leið aS birta nema örfá og stutt sýnishorn úr svo stóru kvæSasafni. ASeins skal hér minnst á nokkur einslök kvæSi, er mér,sem þetta ritar, þykir mikið til koma, án vinnumálum þjóðarinnar. Við stjórn- armyndunina haustiS 1944 lofuSu kommúnistar, aS stuðla að því, að dýrtíðin yrSi ekki aukin með nýjum kaupkröfum. Þá töldu þeir dýrtíðina skæðasta óvin launastéttanna, og um- fram allt yrSi aS halda henni í skefj; um. Eftir aS þeir fóru úr stjórninni hefir kveSiS viS annan tón. Landsmenn eru þegar farnir aS kynnast kommúnistum. Þeir, sem vilja heill atvinnuveganna og áfram- haldandi nýsköpun í atvinnumálum, hafa þegar snúiS viS þeim bakinu. Þrált fyrir áróSur þeirra mun ríkis- stjórnin njóta fylgis yfirgnæfandi meirihluta þjóSarinnar í þeim mál- uni, sem hún þarf aS hrinda í fram- kvæmd. . < Eftir síldarvertíSina 'mtui' þaS koma í ljós, hvernig hagur þjóðar- innar er í raun og veru. VerSi örSug- leikar framundan er núverandi stjórn bezt treystandi til þess aS ráSa fram úr þeim. Reynzlan hefir sýnt, aS kommúnistar eru ekki hafandi meS í ráSum, og hverju rfaáli því bezt borgiS, án þeirra atbeina. þess, að þar með sé átt við, að ekki séu fleiri kvæði jafngild og vetð eft- irtektar víðar í bókinni. Af kvæðum bókarinnar skal þá minnst á LýSveldisljóð íslendinga 17. júní 1944, er ég hugði og hygg enn, að hafi verið beztu ljóðin, er bárust þá dómnefndinni, aS öllum ljóSum annarra höfunda ólöstuSum. Svo frábærlega snjalll er þaS og á öllu vel haldiS. LjóS þessi eru í átta flokkum, og er auðvelt að benda á prýðileg dæmi úr öllum flokkunum, enda skal þaS nú gert, þótt ekki sé sársaukalaust aS taka aSeins eina eSa hálfa vísu úr hverjum, svo fjölmargt er þar sagt af fegurSarsmekk og and- ríki: / A bak við áþján, eymd og smæð loks óskafylling bjó. Hvert hjarta, tunga, taug og æð nú tigni Guð í ró. ÓU þjóð á Hfs síns stærstu stund nú strengi heit um eitt: að biðja hann um barnsins lund sér blessa frelsið veitt. // Vér blessum menn, er lengi þetta þráðu, — sem þorðu slíkt, þó gætu ei annað neitt. Vér blessum þá, sem þessu fyrir spáðu, þó þeirra máli yroi ei lilheyrn veitt. Vér blessum þá, er þunga stríðið háðu, — er þoldu pústra, smán og spottið eilt. Vér blessum þá, ér þessu marki náðu, — er þetta mál lil sigurs gátu leitt. (TIL YFIRMANNA): /// Ber ei.yður einkum að vera, ungu frelsi á leiðinni þungu vitar þeir, sem vökulir geta varið land — og þjóð frá strandi. IV Hér vantar trú og tiginn sið, er lakmörk þjóðar hefji og henni stefni á hærra svið og hálfleik allan skefji. Þólt trú af samtið sé ci hætt og sjáist stefnur tvennar, mun þjóð ei lengi sigursælt neitt siðgæði — án hennar. af heilindum barnanna góðum. Allt fálm okkar menningar fært verði í lag með fórnandi dyggðum hljóðum. Að hefjist 'hér þjóðlíf.með heilsteyptum brag, við hendur til átaka bjóðum, svo fáir þú séð allrar framtíðar dag sem frjálsust og göfgust með þjóðum. Til þjóSar sinnar segir Kolbeinn í kvæSinu lslendingahvöt: Leidd af manndóms stefnu í stafni. stafi ljómi af þínu nafni meðal merkra þjóða. Vit og g'öfgi, friður, festa fast þitt móti hlutverk mesta — giftuháttinn góða. Sigri prjál,-sundrung, tál Samtók þín — og mál. — Haltu jafnan hlutnum bezta heil í starfi — og sál. í yfirbragSsmiklu kvæSi4 Orninn, á bls. 25, eru þessar línur: Því svo er varið andans efstu sjón, þeir aldrei láta mjög, er hennar njóta, en haninn, sem er hnepptur æ við frón, fær himinrödd, ef sér hann flugu þjóta. Slík orS eru í tíma töluð á oflætis- öld vorri í bókmenntum. Á bls. 30 standa þessi gullvægu alvöruorS: Þótt vinnist fé, þótt vinnist lönd á vegum logins máls, Það færir hvern í brugðin bönd hins blekkta lífs og táls. En eins mun rsyna aftur sá, þótt undir verði í leik, er* samleik bar, — aðleið hans lá Synið, að íslenzkur aðall sé eining og manndómur fórna, ekki nein músanna mið, mótuð af ágirnd og heift. VI ' Landið kaVli ykkur alla út í stríð, upp um fjall og inn uin hlíð. Stóruvalla vinir snjallir vakni á heillalíð, vinni Iöndin víð. VII Fá og smá þólt fánann berum, fyrirmynd þeim stærri verum, livergi af hólmi flýja. Vörnin Egils eins við tuginn örvi jafnan landans huginn heila dáð að drýgja. Himins völd hefji öld, hreinsi þjóðar skjöld, blessi fánann, frónska duginn, fram á tímans kvöld. VIII m Við elskum þig, móðir, þinn heiður, þinn hag * en mun vera prentvilla? höf. til lífs, er ekki sveik. Vornótt bls. 31 og Vor bla. 41, eru yndisleg smáljóS, og ættu þeir aS lesa þau, sem þessa bók eiga, eSa hafa undir höndum. Þar verSur ekki á eitt bent öSru fremur. Fáír yrkja nú vel undir fornyrSis- lagi. En þaS gerir Kolbeinn. ÞaS sést bezt á kvæðinu um Þorleif á Víf- ilsstöðum, sem er virkta-gott kvæði. Um Þorleif segir Kolbeinn meðal annars: Reiddi að rányrkju ramma skálm, kylfu að kotungslund konungshugur. — Þú, sem þykist af þekking trúa, að' allt þurfi að iðjast í eigin hag. þekktu Þorleif, og það sem bezt, þjóðar þjótjinn, og — þú munt vaxa. / Þetta er jafnvel kveðiS og þégar Bjarna Thorarensen tekst sem bezt. Nú hafa veriS flutt nokkur dæmi aftur á 50. bls. bókarinnar, og þyk- ir mér ekki fleiri dæmi þörf, enda þurfa allir ljóSavinir aS lesa bók- ina. En ekki er þó bók þessi gallalaus, og skal hún líka skoSuS frá þeirri hliS lítiS eitt. Kolbeinn er alls ekki laus við ýmsa formgalla, er löngum hafa spillt ís- lenzkum ljóSum, bæSi illum og góð- um, og hafa, satt að segja, fáir ljóða- smiðir vorir veriS saklausir af þeim. Mælti þó ætlast til, aS formgöllum fækkaSi í íslenzkri ljóðagerS, eftir aS ljóSskáldin eru flest orSin skóla- lærSir menn. Því aS ætla mætti að íslenzkunemendum skólanna sé gerð- ur kostur á að kynnast þeim reglum, sem eftir verður að fara til þess að ort sé formrétt. En þó er allt annaS en aS svo sé, því aS í öllum ljóSa- bókum, sem út hafa komiS nýjar á síSari árum, má finna meira og minna af formgöllum, — unz svo langl er gengiS, aS skáldin ætlast til að þær klausur séu kallaðar ljóð, er ekki hafa stuðla, ekki höfuðstafi, ekki hendingarím og ekki reglubundin vísuorð að atkvæSafjölda. Um slíka formleysu er Kolbeinn Högnason aS vísu ekki sekur og auk þess stórum trúrri öllum bragreglum en allflestir þeirra, er nú yrkja. En eigi aS síSur má finna í þessari um- töluSu bók all-margar formskekkj ur, og skulu nokkrar þeirra framtaldar til aS finna þeim orSum staS: Rangar áherzlur eru of margar eins. og t. d.: 1.- ,,og kastar tötrum kenninga og prjáls" bls. 27. 2. „því álögztm í þungum" bls. 38. 3. „Nú öfunda mig ungar" bls. 40. 4. „Annálar um aldir þrennar" bls. 52. 5. „Illkvittni á ýmsar lundir" bls. 52. 6. „í heim borna þurfalinga" bls. 53. 7. „faðerm'cf kennt flækings gauði'í bls. 53. 8. „Einförawí hún einatt færi" bls. 54. 9. „Svipmiki/ií og þungur Hlér" bk 63. 10. „hæverskir sem tízka vor" bls. 64. Kemur hér enn sem löngum áSur í ljós, aS þriggja atkv. orS verSa aldrei notuS svo í tvíliSahætti, að vel fari. Bragliðir eins og a og -um, og -a mig í 1—3 dæmi eru algjörlega ó- hæfir og óleyfilegir — nema leir- skáldum — í allri ljóðagerS. Rangar stuðlanir: Kolbeinn er raun-glöggur á rétta setning stuSla og höfuSstafa, en þó ber útaf því á stöku staS í bókinni. „sem kannar flugsins veröld fjarst og efst" bls. 27 er til dæmis ekki rétt stuSlaS, enda er þetta lýti líkt prent- villu? — því aS ef veröld stæSi á undan flugsins, væri allt rétt. Málvillur eru nokkrar í bókinni, aS mér virSist. Á þessar vil ég eink- um benda: , . „Er lætur hún úr naust" (fyrir nausti) bls. 29, „og kunnir þú ekki bætt", bls. 33, ,,Ég mátti í hlj óSi hungrau, bls. 39, „Eftir því sem aimál greina" bls. 52, „Öllum sagt var, ætti aS bíSa illt", bls. 57. En Kurl eru þess verS, að þau séu keypt og vel lesin. Kostir bókarinn- ar eru yiirgnæfandi. — Kolbeinn er þjóSskáld. Konfáð Vilhjálmssoon.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.