Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1947, Síða 4

Íslendingur - 23.07.1947, Síða 4
A t h u g i ð! j Gjalddagi blaðsins var 1. júní. Miðvikudagur 23. júlí 1947 „íslsndingur" kemur út vikulega, 8 síður, og kostar aú'eins 1 5 krónur órgangurinn. Gerizt þvi óskrifendur þegar í dag. Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunau- dag kl. 2 e. h. Messur í MöifruvallakLprestakalli: Að Bægisá sunnudaginn 3. ágúst (ferming) og á Möðruvöllum sunnudaginn 10. ágúst kl. 1 e. h. Hjálprœðisherinn á Akureyri. Sunnud. 27. júlí 1947 kl. 4: Údsamkoma. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. Foringjar og her- menn taka þátt! Allir velkomnir! Hjúskapur. Sunnudaginn 20. júlí voru gefin saman í hjónaband á Möð'ruvöllum í Hörgárdal ungfrú Elín Sigríður Axelsdótt- ir og Ingimar Brynjólfsson, bæði til heim- ilis á Asláksstöðum í Arnarnesshreppi. Hjúskapur. Fyrir nokkru voru gefin sam- an í hjónaband að Stóru-Seilu i Skaga- íirði af séra Gunnari Gíslasyni, ungfrú Asta Guðmundsdóttir frá Gufá í Borgar- firði og Halldór Björnsson frá Stóru-Seilu — og ungfrú Ingibjörg Salóme Björnsdótt- ir, Stóru-Seilu og Guðmundur Stefánsson, s. st. Heimili brúðhjónanna er að Stóru- Seilu. Cjöj til Bœgisárkirkju. Frá ónefndum \ini kirkjunnar kr. 400.00. Beztu þakkir. — Sóknarprestur. Friðrik Thorarensen. Hafnarstræti 11, varð 80 ára 20. júlí síðastliðinn. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin .„aman í hjónahand í Akureyrarkirkju af séra Benjamín Kristjánssyni ungfrú Þór- unn Rafnar frá Kristnesí og Ingimar Ein- arsson stud. jur. frá Keflavík. Ennfremur voru gefin saman í hjónahand af séra Pétri Sigurgeirssyni 17. júlí sl. ungfrú Bryndís Guðmundsdóttir og Gissur Sírnon- arson, Hringbraut 70, Reykjavík. Þann 19. sl. . ungfrú Sigurbjörg Ilelgadóttir og Brynjólfur Sveinsson, kaupm., Úlafsfirði. Norski krónprinsinn er væntanlegur hingað til bæjarins kl. 7 í kvöld. Kl. 8 verður móttökuathöfn í skrúð'garði hæjar- ins og flylur Þorsteinn M. Jónsson, for- seti bæjarstjórnar þar ræðu. Lúðraflokkur- inn mun leika nokkur lög. Ef til vill verð- ur og kórsöngur. AttrœS verður n. k. föstudag frú Alma Thorarensen, ekkja O. C. Thorarensen, lyfsala. TJtför frú: Steinunnar Frímannsdóttur, ekkju Stefáns heitins skólameislara, fór fram frá Akureyrarkirkju sl. fimmtudag. Séra Sigurður Stefánsson frá Möðruvöll- um jarðsetti. Héraðsmót Sjáljstæðismanna á Akureyri og Eyjafjarðarsýslu verður haldið að Naustahorgum n.k. sunnudag. Dagskráin er auglýst annars stað'ar í blaðinu. Ferð'ir frá B.S.A. allan daginn. Aheit frá ónefndri til Akureyrarkirkju kr. 100.00. Kærar þakkir. Séra Pétur Sig- * urgeirsson. Sveín- pokar BRAUNS-verxlun Páll Sigurgeirsson. Norsku ijáirnir eru komnir. VÖRUHÚSIÐh.f SÓLRÍKT HERBERGI lil leigu í 2 raánuði, J. K. HAVSTEEN, sími 508. Húseignin Hafnarstræti nr. 3, Akureyri, er til sölu. Semja ber við Jón Sveinsson. ■'e'efefefe's'e'efefe'e'eir'eié'efeieirie'^fé'^ie' Myndavél tapaðisl frá Kotum að Hrauni í Oxnadal. — Finnandi vin- saml. skili henni lil LÁRUSAR ZOPIIÓN íASSONAR Helga-magraslræti 4, Akuréyri. A M A R O M I A R O Karlmannaföt °g Enskir hattar nýkomið. AMAROBÚÐIN (Áður verzl. B. Ryel). f á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu að Naustaborgum sunnudaginn 27. júlí. DAGSKRÁ: 1. Mótið sett kl. 2 e. h. (Karl Friðriksson). 2. Ræða (óvíst enn hver talar). 3. Ræða (Stefán Stefánsson, alþingism.). Milli ræðuhaldanna leikur h'ornaflokkur Akur- eyrar. Kluggan 9 um kveldið hefst dans, sem ^stendur $ til kl. 2 eftir miðnætti. — Hljómsveit leikur. ^ Sjálfstæðismenn fjölmennið. Veitingar á staðnum. Ferðir allan daginn frá B.S.A. Nausfaborgarráð. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA á múrnum hætti skyndilega-að’ dansa og öskra og stóð grafkyrr. Hann hafði sýnilega heyrt skotið og fundið þrýstinginn af kúlunni, en hún hafði ekki hitt hann. Eg bjó mig til þess að skjóta aftur, en þegar ég leit upp, sá ég, að þess þurfti ekki. Fungahöfðinginn sner- ist eins og skopparakringla, þrjá — fjóra hringi sner- ist hann með eldingarhraða, fórnaði síðan höndum og steryptist á höfuðið ofan af múrnum eins og sundmað- ur'af stökkbrettinu. Fyrir handan múrinn var rekið upp undrunar- og æðisöskur. Eftir þetta komu ekki fleiri Fungar í ljós uppi á múrnum. Eg gat því beint allri athygli minni að skot- augunum á dyrunum bak við mig. í gegn um þau sá ég, í um 500 metra fjarlægð, hvar nokkrir riddarar voru á ferli á fjallshryggnum, sem þokan lá ekki á. Eg skaut á þá og var svo heppinn að hæfa einn þeirra í öðru skoti. Einn riddaranna, sem hlýtur að hafa verið mjög hugaður náungi, stökk af baki og tók hann upp í söðulinn til sín. Síðan þeysti hann af stað og fylgdu riddararnir honum eftir. Eg skaut á eftir þeim, en sýnilega án árangurs. Nú hlaut að vera unnt að komast yfir múrinn, og þótti mér illt að hafa ekki Orme og Kvik hjá mér svo við gætum reynt að komast á brott. En meðan ég var að hugsa um þetta sá ég, hvar þeir voru á leiðinni upp og grófu þráð í sandinn. Um leið heyrði ég þung högg og skildi strax, hvað um var að vera. Fungarnir voru að gera tilraunir til þess að brjóta-öftustu hliðin með nokkurs konar múrbrjótum. Eg hljóp út á móti þeim til þess að segja þeim fréttirnar. 101 „Það var vel af sér vikið,“ sagði Orme. „En nú verðið þér, Kvik, að festa þræðina við batteríið, tíg gætið þess að skrúfa þá vel fasta. Þér hafið reynt þá. Doktor, takið lokuna frá hliðunum. Nei, þú getur ekki gert það einn. Eg skal strax hjálpa þér. Gætið að úlf- öldunum og spennið vel á þá gjarðirnar. Fungarnir munu ráða við hliðin eftir augnablik, svo við megum ekki glata neinum tíma.“ „Hvað ætlið þér svo að gera?“ spnrði ég og hlýddi fyrirmæjunum. „Eg vonast li) að geta sýnt. þeim litilsháttar flugelda. Farið með úlfaldana inn í hvelfinguna, svo þeir komi ekki við þræðina og slíti þá. Æ, hvað þeir eru staðir. Eitt lilið er nóg, hugsaðu ekki um hin.“ Við hömuð- umst eins og óðir og tókst að opna hliðið lítið eitt. Við gátum nú ekki komið auga á neinn hinum megin. Varð- maðurinn var farinn. Sennilega hefir hann orðið hræddur vegna skothríðarinnar. „Eigum við að hætta á að ríða út,“ sagði ég. „Nei,“ svaraði Orme. „Þótt nú séu engir Fungar á bak við hæðina, geta þeir samt náð í okkur frá bæn- um, þar sem þeir hafa góða hesta. Við verðum að hræða þá áður en við leggjum af stað, þá láta þeir okkur kannské í friði. Hlustið nú á mig. Þegar ég ge-f ykkur merki takið þá úlfaldana og farið með þá út og látið þá leggjast niður í um 50 metra fjarlægð. Ekki nær, þar sem ég þekki ekki nógu vel verkanir þessara nýju sprengieína. Þær geta verið meir en ég geri ráð fyrir. Eg bíð þar til Fungarnir eru komnir nógu langt, en þá læt ég sprenginguna koma. Síðan vona ég, að ég 102 komist til ykkar. Ef öðru vísi fer skulið þið ríða á- fram þar til þið komið að hvítu klöppinni og ef þið komist lil Mur þá skilið kveðju minni til Móður kon- unganna, eða hvað þeir nú kalla hana. Segið henni, að geti ég ekki gengið í þjónustu hennar, þá sé Kvik eins vel að sér og ég er, hvað varðar sprengingar. Komið því’svo til leiðar, að Shadrach verði ákærður og hengdur, ef hann á sök á dauða Higgs. Veslings gamla Higgs myndi líka það vel.“ „Fyrirgefið, höfuðsmaður, en ég verð eftir hjá yður. Doktorinn getur vel séð um skepnurnar okkar.“ „Gjörið svo vel og hlýða, Kvik. Ekki eitt orð um þetta meira. Það er nauðsynlegt, ef við eigum að ná tilgangi okkar með leiðangrinum, að annar okkar að minnsta kosti komist lífs af.“ 'Ky „Jæja, höfulðsmaður,“ sagði Kvik, „þá get ég alveg eins orðið eftir við batteríið.“ „Nei,“ svaraði hann alvarlega. „Þá eru hliðin loks- ins opnuð.“ Hann benti á hóp af Fungum, sem voru ríðandi og ruddust að veginum frá hliðunum. „Jæja, finnið nú foringjann og skjótið. Eg verð að tefja lítið eitt fyrir þeim svo þéir dreifi sér ekki.“ Við tókum byssurnar og gerðum eins og Orme sagði. Hópurinn var nú svo þéttur, að enda þótt við misstum af þeim manni, sem við miðuðum á, hlutum við að hitta annan. Við drápum því marga eða særðum. Það hafði þau áhrif, sem Orme hafði gert ráð fyrir. Fung- arnir hópuðust saman svo yfir var að líta sem mann- haf. i

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.