Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. ágúst 1947 ÍSLENDINGUR 5 Margrét Indriðadóttir: Agnes Sigurðsson væntanleg til íslands. Heldnr hljdmleika á Akareyri oo vííar MINNEAPOLIS I JULI. Á ALÞJÓÐAVETT- ----VANGI.---- Utanríkisstefna Rússa. Ameríska jréttablaðið WORLD REPORT, sem stendur í allnánu sam- bandi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, birti nýlega eftirjarandi grein um utanríkismálastefnu Rússa. Greinin er lítið eitl stytt. Margir munu kannast við nafn hins unga, vestur-íslenzka píanoleik- ara, A^nesar Sigurðsson, þótt ís- lendingum hafi ekki ennþá gefist kostur á að heyra hana leika, nema af plötum. Úr því mun þó- bráölega bætt. Agnes hefir í hyggju að heim- sækja ísland næsta vor og halda hljómleika í Reykjavík, á Akureyri og ef til vill víðar. Eg hitti Agnesi að máli fyrir skömmu, á hinu vistlega heimili foreldra hennar í Winnipeg. Hún er dóttir þeirra hjóna, Sigurbjörns Sig- urðssonar frá Nýja Islandi og Hólm- fríðar Sigurðsson frá Vopnafirði. Svo virðist sem hún eigi ekki langt að sækja hljómlistarhæfileika sína. Faðir hennar er stjórnandi íslenzka karlakórsins í Winnipeg og móðir hennar leikur á orgel og píano. ■— Þau hjón éignuðust 7 börn. Ein dóttir þeirra, Louise Sigurðsson, dvelur nú í Reykjavík, starfar sem hjúkrunarkona við Landsspítalann. Agnes er hressileg og glaðleg í við- móti og í fasi hennar býr ósvikinn norrænn þróttur. Hún heilsaði mér á íslenzku, svo að ég innti hana eftir því, hvort hún hefði numið til hlýtar tungu foreldra sinna. -— Ekki veit ég það nú, svaraði hún og brosti. Eg lærði íslenzku sem barn í Riverton. En þegar við fór- um að ganga í enska skóla var okk- ur harðbannað að tala íslenzku. Kennurunum var ekkert vel við það, sjáðu, að við værum að spjalla sam- an á framandi tungu — og er það ofur skiljanlegt. Vissi hvað hún vildi. — Hvenær fórstu fyrst að fá á- huga á hljómlist? — Það var alltaf mikið um söng og hlj óðfæraslátt á heimili okkar. Faðir minn lék á cello, móðir mín á píano. Karlakórinn hafði líka oft æfingar heima. Mér er sagt, að ég hafi viljað vera sem næst píanoinu frá því ég var smá-hnáta. En fyrstu lexíurnar fékk ég hjá móður minni, þegar ég var sex ára gömul. Og frá því ég fyrst byrjaði að læra, var ég aldrei í neinum vafa um, hvað ég vildi verða, þegar ég væri orðin stór. Eg vildi leika á píano. Eg vildi helga tónlistinni líf mitt og krafta. Annað kom aldrei til greina. — Hverjir voru fyrstu kennarar þínir? — I Riverton lærði ég hjá Helgu Árnason, prýðilegum kennara, sem hlaut menntun hjá Jónasi Pálssyni, föður Öldu Pálsson, píanoleikara. Þegar við fluttumst hingað til Winni- pcg fór ég strax að læra hjá Eva Clare, sem er skólastjóri Tónlistar- skóla Manitoba-fylkis. Yar ég í einkatímum hjá henni þangað til ég fór til New York, fyrir tveimur ár- um. Fyrstu hljómleikarnir. -— Fyrslu hljómleikarnir? — Eg var 17 ára, þegar ég hélt fyrstu hljómleika mína upp á eigin spýtur í Winnipeg. Síðan hefi ég leikið á ýmsum stöðum, bæði hér og annars staðar. Eg hefi tekið þátt í þrernur hljómleikum í Philadelphia, tveimur í New York og einum í Con- necticut. í Town Hall í New York. — Aðrir hljómleikarnir, sem ég tók þátt í í New York, voru haldnir í Town Hall. Þar voru aðeins leikin lög eftir Hindemith, nútímaskáldið fræga. Jón Þórarinsson frá Seyðis- firði, er nemandi hans við Yale-há- skólann. Hefir hann getið sér mjög góðan orðstír fyrir tónsmíðar sínar og mun einn af eftirlætis nemendum Hindemith. Olga Samaroff. — Eins og ég drap á áðan, hefi ég dvalið tvö undanfarin ár í New York. Kennari minn þar hefir verið Olga Samaroff. Hún var áður gift hljómsveitarstjóranum Leopold Sto- kowski. Var fyrsta kona hans. (Hann er nú kvæntur nr. 3.) Hún hefir hlotið sína menntun mest megnis í Evrópu. Hún er d^samlegur kenn- ari, ein af þeim allra beztu, sem völ er á. Margir af nemendum hennar hafa náð heimsfrægð. William Ca- pell, Eugene List og Rosalon Tureck eru rneðal nemenda hennar, svo að nokkrir sé,u nefndir. Tureck er t. d. talinn rneðal beztu Back túlkenda sem nú eru uppi. Eini íslendingurinn. — í skóla þessum eru nemendur frá flestum lpndum veraldar. Eg er eini íslendingurinn. Það kannast all- ir við mig þar sem íslending — ekki Kanadabúa. Og skelfing finnst stúlk- unurn í heimavistinni það skrýtið, þegar þær heyra mig tala íslenzku við íslenzka vini mína í New York. Fyrstu sjálfstæðu hljómleik- arnir í New York. — Þú ferð aftur til New York í haust? — Já. Eg hefi í hyggju að dvelja þar næsta vetur. Eg vonast til þess að gela haldið fyrstu sjálfstæðu hljómleika mína (debut) í Town Hall einhvern tíma á komandi vetri. Ennþá er óráðið í hvaða mánuði. Kemur til íslands næsta vor. — Hvenær hefurðu svo í hyggju að heimsækja gamla Frón? — Næsta vor. Sennilega í maí- mánuði. Eg ætla að dvelja þar allt sumarið og efna til eins margra hljómleika og ég get. Eg er reiðubú- in til þess að spila, Tneðan nokkur sála kemur til þess að lilusta á mig! Eg ætla að halda hljómleika í Reykja vík, á Akureyri og sennilega víðar. Það hefir verið draumur minn frá því ég fyrst man eftir mér að sjá ís- land ■— og það er næsta ótrúlegt, að sá draumur skuli nú vera í þann veginn að rætast. Eg vona, að ég geti notað að minnsta kosti mánaðar- tíma til þess eins að ferðast um og kynnast landi og ])j óð eftir föngum. \ Dóir Rubinstein. — Hvaða píanoleikara hefir þú mestar mætur á? — Rubinstein ;— alveg ákveðið! Hann er að rninni hyggju snjallastur allra núliíandi píanoleikara. Eg læt aldrei neitt tækifæri ganga mér úr greipum til þess að hlýða á hann. Engin bönd halda mér, ef ég veit af Rubinstein einhvers staðar nálægt. — Hvert er eftirlætis tónskáld þitt? — Eg hefi yndi af allri sannri og góðri tónlist og þess vegna mætur á lónskáldum allra alda. Eg á erfitt með að gera greinarmun á öllum þeim ' fjölda góðra tónskálda, sem heimurinri hefir átt og á. En ef ég ætti að velja úr fáein, þá myndi ég kjósa Prokofieff og Hindamith úr hópi nútíma tónskálda, Chopin af þeim rómantisku og Back, Beethoven og Mozart úr hópi þeirra klassisku. — Hefurðu aldrei leikið á annað hljóðfæri en píano? — Eg spilaði svolítið á orgel fyr- ir löngu síðan. Mamma var organ- isti í kirkjunni í Riverton. Eg man, að við systkynin sjö vorum alltaf látin sitja á fremsta bekknum í kirkj- unni svo að hún gæli haft auga með okkur meðan á messu stóð, — og aftari bekkirnir höfðu á sér einhvern töfraljóma, af því að við fengum aldrei að sitja þar. Það er gamla sag- an, sjáðu, með fjarlægðina, fjöllin og blámann. — Ertu aldrei taugaóstyrk þegar þú leikur fyrir margmenni? Agnes kímir í laumi. Þetta var víst heldur en ekki barnalega spurt. — Nei — ég er ekki taugaóstyrk. Það grípur mann að vísu dálítið skrýtin tilfinning, rétt áður en leik- urinn á að hefjast. En þegar ég er Framh. á 7. síðu. Stefna Rússa í alþjóðamálum er tvíþætt. Hún er bæði þjóðernisleg og í þágu ákveðinnar hugsjónar. Hún leitast við að tryggja öryggi og efl- ingu Rússaveldis jafnframt því, sem hún miðar að útbreiðslu kommún- ismans í heiminum. Oftast falla þessi tvö sjónarmið saman. Þegar verst stóð í styrjöldinni börðust Rússar fyrir lífi sínu. Eftir að sýnt var, að möndulveldin myndu að velli lögð, gátu þeir valið sér hærra takmark. Þannig gátu þeir undirbúið það, að Rússland yrði, að stríði loknu, sem bezt undir það bú- ið að rækja hina tvíþættu stefnu sína. Þessi undirbúningur tókst bet- ur en jafnvel leiðtogar Rússa munu liafa búizt við. í Yalta og Potsdam voru Rússum fengin landssvæði, sem nerna 274 þús. fermílur með 24 mjlj. íbúa. I lok styrj aldarinnar höfðu Rússar þar að auki hernaðarleg og stjórnmála- leg yfirráð í öllum Balkanlöndum, nema Grikklandi, og í Mið-Evrópu austurhéruð Þýzkalands og Austur- ríkis. I Austur-Asíu hernámu Rússar Norður-Kóreu og Port Arthur. Síðan stríði lauk hefir stjórnmála- stefna Rússa verið í sex megin lið- um: Endurreisnin heima, trygging yfirráða yfir stríðsfengnum, aukin yfirráð,: útbreiðsla konnnúnismans, hlutdeild í samtökum sameinuðu þjóðanna og umræður um friðar- samninga. Rússar hafa lagt mikla áherzlu á endurreisnina heima fyrir. Ný fimm ára áætlun hefir verið gefin út. Reynt hefir verið til hins ítrasta að afla skaðabóta í peningum, verkfærum, vélum, fullunnum vörum og þving- unarvinnu. Hinsvegar hefir innilok- unarstefna Rússa hindrað það, að þeir gætu fengið aðstoð Vesturveld- anna. Yfir landamærin. Þegar í stríðslok hófu Rússar víð- tækar ráðstafanir til þess að tryggja aðstöðu sína í leppríkjum sínum og hernumdum löndum. Bretar og Bandaríkjamenn hafa árangurslaust mótmælt þessu sem broti á samþykkt- um Yalta- og Potsdam-ráðstefnanna. Pússar hafa nú tryggilega búið um sig í mestum hluta Austur-Evrópu, og eru frekari samningar og breyt- ingar aðeins hugsanlegar á hernáms- svæðum Rússa í Þýzkalandi, Austur- ríki og Kóreu. Velgengi Rússa í að tryggja sér yfirráðin yfir stríðsherfangi sínu leiddi af sér tilraunir til frekari út- þenslu. í viðræðunum um ítölsku friðarsamningána 1946 kröfðust Rússar þess fljótlega að fá ítök í ítölsku nýlendunum í Afríku — og féllust aðeins á að fresta þeirri kröfu sinni. Um svipað leyti sendu þeir Tyrkjum ágeng mótmæli varðandi Dardanellasund og nokkur landa- mærahéruð. Hefðu héruð þessi raun- verulega komizt undir yfirráð Rússa, ef þessum tilmælum hefði verið sinnt. Með stuðningi Breta og Bandaríkja- manna hafa Tyrkir til þessa hafnað þessum tilmælum. Rússar hafa sótzt eftir ítökum í Spitzbergen og gerðu snemma á ár- inu 1946 kröfu um ítök í Norður- íran, sem þeir aðeins féllu frá vegna afskipta Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa leppríki Rússa sýnt hinu þjáða Grikklandi slíka ágengni, að Banda- ríkin hafa neyðst til að gera opin- bera yfirlýsingu um stuðning við þá þjóð. Þá hafa Rússar neitað allri samvinnu um sameiningu Kóreu, þar til nú fyrir skömmu. Þessar aðgerðir virðast gefa til kynna sterka útþerisluviðleitni. Al- mennt hafa þær mætt eindreginni andstöðu Vesturveldanna og borið lítinn árangur. Virðast þær benda til, að Rússar séu að þreifa fyrir sér. Samhliða þessum útþenslutilraun- um hafa Rússar haldið áfram og auk- ið viðleitni sína til þess að efla stj órnmálaleg áhrif kommúnismans víðs vegar um heim. Ráða má af þessari útbreiðslustarfsemi hvaða landssvæði þeir telji mikilvægust, og virðast það nú vera löndin við aust- anvert Miðjarðarhaf, Ítalía og Frakkland. Allar horfur eru á, að viðleitni Rússa til stjórnmálaáhrifa með útbreiðslu kommúnismans muni haldið áfram með fullum krafti, án þess þó að ganga svo langt, að það leiði til styrjaldar í náinni framtíð. Hlutdeild Rússa í samtökum Sam- einuðu þjóðanna hefir verið þannig háttað, að valdið hefir iortryggni lijá stuðningsþjóðum þeirra sam- taka. Svo að segja undantekningar- laust hafa Rússár haft sérstöðu sem lítill minni hluti í hverju máli, sem komið hefir til kasta Sameinuðu þjóðanna og annaðhvort tafið fyrir afgreiðslu þess eða beitt neitunar- valdi sínu í Oryggisráðinu. Alvarlegustu vandamálin, sem Rússar hafa tafið, eru eftirlit með kjarnorkunni og herstyrkur handa Sameinuðu þjóðunum. Afleiðingin hefir verið vaxandi tortryggni á holl- ustu Rússa við hugsjónir Samein- uðu þjóðanna. Hinir ýmsu þættir eftirstríðsstefnu Rússa — endurreisnin, trygging yf- irráða, aðgerðir til að reyna and- stöðuna, útbreiðslu kommúnismans og ef til vill viðleitni til að hefta starf semi Sameinuðu þjóðanna — geta allt verið eðlilegar aðgerðir, séð frá sjónarmiði Rússa. Afstaða Rússa til friðarsamning- Framh. á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.