Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Fimmtudagur 7. ágúst 1947 U tanríkisstefna Rússa FramJh. af 5. síðu. anna, nú og í náinni framtíð, er hins- vegar mjög örlagarík, því að hún snertir mikilvægasta vandamál mann kynsins nú — hvort þjóðir heims- ins standi sameinaðar eða skiptar í tvær stríðandi fylkingar. Ekki hefir enn verið saminn frið- ur í Austur-Asíu. Sex fundir utan- ríkisráðherranna og næstum stöð- ugir fundir fulltrúa þeirra hafa fjall- að um friðarsamninga við Evrópu- ríkin. Til þessa hafa friðarsamning- ar verið gerðir við Ítalíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjaland og Finn- land. í öllum þessum samningagerðum hafa Rússar hagað sér sem hinn harðsvíraði kaupsýslumaður, reiðu- húnir að bíða, en einnig reiðubúnir til samkomulags, er þeir hafa verið sannfærðir um, að það væri nauð- synlegt. Varðandi friðarsamningana við Austurríki og Þýzkaland hefir að- staðan verið allt önnur. Þar hefir ekki verið auðið að komast að neinu samkomulagi. Stefna Rússa, sem eft- ir skoðun Vesturveldanna brýtur í bág við meginreglur Potsdamráð- stefnunnar, hefir verið svo ósveigjan- leg, að Bandaríkj amenn óg Bretar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Rússar kæri sig ekki um lausn þess máls að sinni — og hindri hana vís- vitandi. Ef hin brezk-ameríska skoðun er rétt — og leiðandi menn í báðum þessum löndum eru sannfærðir um það — gefur hún þá beztu undir- stöðu, sem nú er fáanleg, til þess að býggja á áætlanir um zneginstefnu Rússa í náinni framtíð. Rússar vilja bíða. En af hverju telja Rússar það sér í liag að tefja fyrir friðarsamningum í Evrópu? Eftir skoðun fróðustu manna í Bretlandi og Bandaríkjun- um telja leiðtogar Rússa, að' fram- undan sé alvarlegt stjórnmálalegt og fjármálalegt öngþveiti í Bandaríkj- unum. Rússar virðast vera sannfærð- ir um það, að hvort sem sú kreppa verður heima fyrir eða ekki, muni á- standið í Evrópu verða svo slæmt, að Bandaríkin muni hvorki geta né vilja leysa þau vandræði. Við slíkar aðstæður muni Rússum opin leið inn í Vestur-Evrópu, eða að minnsta kosti fáanlegir friðarsamningar, sem muni verða Rússum hagstæðari en samningar nú. Gera má ráð fyrir því, að Banda- ríkin muni leggja sig öll fram til þess að hindra eða takmarka sér- hverja þá undanlátssemi, sem af hálfu Rússa kynni að verða túlkuð sem lirun hins kapitalistiska heims. Bandaríkin og Bretland eru nú þeg- ar tekin að vinna að efnahagslegri sameiningu Vestur-Þýzkalands, án samvinnu Rússa. Rússar munu hafa vakandi auga á þróun málanna í Bandaríkjunum og Evrópu, þar til utanríkisráðherr- arnir koma næst saman til fundar í London í nóvember. Ef þróunin stað- festir von Rússa um kreppu í Banda- ÞANKÁBROT Framhald af 4. síðu. núverandi ríkisstjóm setti rögg á sig og framkvæmdi rækilega endurskipulagningu á opinberu eftirliti. Dreifing innfíutnins:sins. FJÁRHAGSRÁÐ hefir úr ýmsum átt- um fengið vísbendingar um það, hvernig það eigi að haga stjórn sinni á innflutn- ingsmálunum. í þeim umræðum hefir þó gleymzt það mikilvæga alriði að benda á nauðsyn þess að dreifa innflutningnum, svo að hann þurfi ekki allur að fara gegn- um Reykjavík. Þar eru nú saman komnir nær allir innflytjendur, og má öllum vera ljóst, hvílíkt ósamræmi það skapar í þjóð- félaginu. Ilingað til virðist það einnig liafa verið lalsvert ráðandi sjónarmið inn- flutningsyfirvaldanna að viðhalda því á- standi, því að kaupsýslumenn úti á landi hafa átt mjög erfitt með að fá lðyfi til að flytja beint inn. Þetta er ástancf, sem verð- ur að breytast, ef skapa á eitthvert jafn- vægi í þjóðfélaginú. Fjórðungssamböndin verða að taka innflutningsmálin til ræki- legrar athugunar og leita fulltingis þing- manna sinna um nauðsynlegar breytingar á þeim. Jk ý j H P t n Næsla mynd: VERNDARENGILLINN (YOLANDA AND THE THIEF) Amerísk dans- og söngvamynd í eðlilegum litum, gerS af Metro Goldwin Mayer. Ilöfundar: Irving Brecher, Ja- cques Thery og Ludwig Bemel- mans, Söngvarnir eftir Arthur Freed og IJarry Warren. Aðalhluíverk: FRED ASTAIRE LUCILLE BREMER FRANK MORGAN Skjaldborgarbíó Aðalmynd vikunnar: SAGA FRÁ LISSABON Þökkum innilega öllum þeim, er á einn eða annan hátt sýndu sam- úð og hluttekningu við andlát og j arðarför JúlínuSar Jónassonar. Vandamenn. Nokkrar stólkur vantar að Kristneshælí til ýmis konar starfa 1. sept. og 1. okt. n. k. Góð kjör. Upplýsingar gefa yfirhjúkrunarkonan, sími 119, og skrif- stofa hælisins, sími 292. mmm i AKureyrar Þeir, sem óska eftir inngöngu í skólann í haust og enn hafa ekki sent umsókríir, geri það sem allra fyrst. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. Framsúkn og Manchester Guardian. NÚ HEFIR Framsókn gömlu heldur borizt hvalreki á hinar auðu fjörur sínar, enda hefir bæði Tíminn og Dagur rekið upp rnikið fagnaðaróp. Ilið kunna cnska blað, Manchester Guardian, hefir birt grein um efnahagsmál fslendinga, og þykj- ast Framsóknarblöðin hafa fengið hald- góðan stuðning við þann boðskap sinn, að allt væri að fara á hausinn í landi voru vegna óhófseyðslu fyrrverandi ríkisstjórn- ar — og þá fyrst og fremst Olafs Thors og Péturs Magnússonar, því að ekki vill Tím- inn styggja kommúnistana vegna Iler- manns. Eg hefi ekki séð þetta blað af Manchest- er Guardian, en eftir þeim útdrætti að dæma, sem Tíminn birti, virðist gæta mik- ils misskilnings hjá því ágæta blaði á mcð- ferð íslendinga á gjaldeyri sínum. Er helzt svo að sjá, sem blaðið telji íslendinga hafa eytt öllum innstæðum sínum í mesta ráðleysi til kaupa á alls kyns munaðar- varningi, en hins ekki gætt, að yfir 300 milj. kr. hefir verið varið til kaupa á marg- víslegum framleiðslutækjum til frekari gjaldeyrrsöflunar. Það er í rauninni furðu- legt, hve Framsóknarmenn endast til að nudda um gjaldeyriseyðsluna. Það er vissulega rétt, að mörg krónan hefir farið íyrir lítið, en það er gott fyrir þjóðina að hafa það í huga, að ef sjónarmið Fram- sóknar hefðu fengið að ráða, hefði ekki farið fram nein kaup á framleiðslutækj- um og allar líkur til að allur gjaldeyrir- inn hefði þá farið til kaupa á neyzlu- og munaðarvörum, eins og Manchester Guar- dian virðist ímynda sér. ríkjunum og hrun í Evrópu, munu þeir hvergi láta undan í London. Klofningurinn milli austurs og ves*t- urs mun þá koma greinilegar í ljós en nokkru sinni áður. Ef á hinn bóginn ríkir áfram auð- sæld í Bandaríkjunum og þeim tekst að vinna að endurreisn Evrópu, má vænta þess, að Rússár gefi eftir, svo að hægt verði að ganga frá friðar- samningum. Skennntileg áöngvamynd og spennandi njósnarasaga. RICHARD TAUBER syngur í myndinni. Bönnuð yngri en 12 ára. ILaka- léreft óbleyj að eínbreitt og tvíbreitt. AMARO - Þúöin Fró Tónlisf'arskóla Ákureyrar Þeir sem æskja kennslu í slcól- anum næsla vetur, í píanóleik eða fiðluleik, tali sem fyrst við frú Márgréti Eiríksdóttur, Brekkugötu 13. Tónlistarbandalag Akureyrar. Kvenfólk gæti barna- leikvalla Bæjarstjórn hefir ákveðið, að hér eftir verði eingöngu kvenfólki falin slörf við barnaleikvelli bæjarins. — Hefir hæjarsljóra verið falið, í sam- ráði við bæjarráð, að ráða til þess- ara starfa og ákveða laun íyrir þau. Halló ODDEYRINGAR OG AÐRIR! Undirritaður hefir opnað nýja verzlun í húsinu NORÐURGÖTU 40 undir nafninu „HEKLA“. — Þar fást flestar vörur: Matvörur, hrein- lætisvörur, sælgæti, öl og gosdrykkir o. fl. — Lítið inn og athugið verð og gæði, og afgreiðslu verzlunarinnar. Akureyri, 5. ágúst 1947. Anton Asgrímsson. Húseign mín í Hafnarstræti 71 er til sölu. Væntanlegir kaupendur tali við mig sem fyrst. TÓMAS BJÖRNSSON. TILKYNNING frá Fjárliagsráði Fjárhagsráð vekur athygli á eftirfarandi: 1. Að sámkvæmt lögum nr. 70, 5. júní 1947 um fjárhags ráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit þarf leyfi fjárhagsráðs til hvers konar fjárfestingar í landinu, sbr. einkum 5. gr'. í. Að samkvæmt bráðabirgðaákvæði nefndra laga falla umboð nýbyggingarráðs og viðskiptaráðs ekki niður fyrr en ríkisstj órnin hefir skipað svo fyrir og hefir fjárhagsráð því ekki enn tekið við störfum þessara að- ila. 3. Að menn eru varaðir við að hefja nokkrar framkvæmd- ir, hvort heldur með öflun efnis eða vinnuaðgerðum fyrr en þeir hafa fengið leyfi fj árhagsráðs, þar sem þeir gela átt á hættu að slíkar ráðstafanir verði í ósam- ræmi við þær reglur er settar verða um ráðstafanir á byggingarefni og fj árfestingu. 4. í samræmi við framanskráð eru byggingarefnasalar , varaðir við að selja hyggingarefni til nýrra hygginga nema tryggja sér að leyfi fjárhagsráðs liggi fyrir um viðkomandi byggingu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.