Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1947, Síða 1

Íslendingur - 13.08.1947, Síða 1
Ungfrs Sigrííur írmann frá Reykjavík er komin til bæjarins og ætlar að sýna bæjarbúum list sína í Samkomuhúsi bæjarins næstkom- andi fimmtudagskvöld. Ungfrúih er einn bezti listdansari '-landsins. Hún dvaldi í Ameríku í tvö og hálft ár við nám við Chalif-dansskólann í New York, sent er frægasti dansskóli Bandaríkjanna. Fylgdu henni hing- að heirn hin beztu meðmæli kennara hennar fyrir elju og hæ.file:ka við námið. Ungfrú Ármann hefir haft list- danssýningar í Reykjavík og víðar sunnanlands og hlotið blóm og heiður fyrir hvarvetna. Þarf ekki að efa að bæjarbúar munu fjölmenna á sýningar hennar. /. N. ENN GÓÐ SÁLA HJÁ KALDBAK Nokkru fyrir síðustu helgi seldi nýsköpunartogari Útgerðarfél. Ákur- eyringa, „Kaldbakur", þriðja farm sinn í Englandi. Voru það 3.600 kits og söluverð 9700 sterlingspund, eða rúmar 250 þús. kr. Telur framkv,- stjóri félagsins það ágæta sölu. GÓÐUR GESTUR í BÆNUM Staddur er hér í bænum um þess- ar mundir Gunnar Matthíasson, kaup maður frá Los Angeles, ásamt konu sinni, sem er vestur-íslenzk. Gunnar er sonyr Matlhíasar Jochumssonar, skálds, og eru 49 ár síðan hann flutti til Vesturheims. Hann hefir ekki komið til íslands síðan 1909. Gunn- ar hefir jafnan reynzt íslendingum, sem komið hafa til Los Angeles, hin mesta hjálparhella, ekki sízt íslenzk- um námsmönnum. Fjárhagsrað ákveður miklar takmark- anir á gjaldeyrisveitingum. Allmiklar kfimlor settar á sfilu byggiugarefDis. Viðskiptanefnd Fjórhogsróðs hefir, vegna hinna miklu gjafdeyrisvandræða, tilkynnt miklar takmarkonir á veit- lM9U gjaldeyrisleyfa. Stöðvaðar verða að mestu yfirfærsl- ur é vinnulaunum útlendinga, tekið fyrir ferðalög til út- landa og dregið mjög úr gjaldeyrisleyfum til náms er- Isndis. Vafalaust má gera ráð fyrir frekari ráðstöfunum til gjaldeyrissparnaðar vegna óvissunnar um afurða- söluna. Námsfólk. FAGRIR LISTMUNIR Sýning frú Unnar Ólafsdóttur á kirkjulegum listmunum hófst í Ak- ureyrarkirkju í gær. Við opnun sýn- ingarinnar flutti séra Pétur Sigur- geirsson nojckur ávarpsorð og bauð frúna velkomna, en Björgvin Guð- mundsson, tónskáld, lék á kirkjuorg- elið. Sýningunni lýkur í kvöld. Munir þeir, sem þarna eru iil sýn- is, eru mjög fagrir og eftirtektarverð- ir, og ætti fólk ekki að láta hjá líða að skoða þá. Aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti gjöfum iil blindra. STROKUMENN FRÁ PÓLLANDI Með sementsskipi því, sem hér hef- ir legið að undanförnu, voru 4 Pól- verjar, sem laumast höfðu um borð í skipið í Stettin í Þýzkalandi og munu hafa ætlað að strjúka til Eng- lands. Höfðu þeir skriðið inn á milli farms í lestum skipsins og varð þeirra ekki vart fyrr en alllöngu eft- ii- að skipið lagði úr höfn. Ekki er blaðinu kunnugt um, hvað gert verð- ur við þessa menn, en meðan skipið Blaðið hefir átt tal við bæjarverk- fræðing og spurzt fyrir um ástæð- una fyrir þessari bilun á hinni fyrri viðgerð. Telur hann, að hér sé ekki um að kenna lélegri viðgerð, heldur öðrum orsökum. Sé sennilegast, að nokkurt holrúm hafi myndazt í botn- inum milli stauranna, sem niður voru reknii', og mtini sandurinn í botninum, sem fyllti það rúm, hafa runnið út undan bryggjunni. Upp- fyllingin hafi svo fallið niður í þenna svelg. Verði því að fy.lla holrúmið með grjóti. Ástandið í hafnarmáium bæjarins er fjarri því að vera glæsilegt, eins og oft áður hefir verið nánar drepið á hér í blaðinu. Bæði Alþm. og Agnes Sigurðsson / síðasta blaði ,.íslendings“ birt- ist viðtal við vestur-íslenzka píanó- snillinginn ungjrú Agnesi Sigurðs■ 5072..— Þá voru ekki tök á að birta mynd af ungfrúnni, en þannig lítur hún út, lá hér, unnu þeir um borð og var haft eftirlit með þeim, Ekki mun þeim hafa þótt fýsilegt að hverfa aft- ur heim í „sæluna“ í Póllandi. Verkam. liafa notað þetta til ósmekk- legra árása á ýmsa forustumenn bæj- arfélagsins. Forráðamönnum þess- ara blaða er þó mæta vel kunnugt um það, að fjárskortur hefir hainlað nauðsynlegum framkvæmdum. og hefir bæjarstjóri hvað eftir anngð í umboði bæjarstjórnar leitað eftir lán um hjá bönkunum, en án árangurs. Vel má vera, að saka megi bæjar- stjóra um seinagang í þessu máli, en hitt er jafn víst, að skrif þeirra hálf- bræðranna sýna sorglega litla virð- ingu fyrir staðreyndum. Það eru allir sammála um það, að hér sé þörf skjótra úrbóta, og bæjar- stjórn verður að leggja sig alla frain til nauðsynlegra framkvæmda. Ætti Kyíknar í húsinu Hafnar- stræti 86. í morgun kom upp eldur á efstu hæð hússins Hafnarstræti 86. Slökkvi liðið kom þegar á vettvang og tókst að slökkva eldinn áður en hann breiddist verulega út. Eldurinn kvikn aði í herbergi í norðurenda hússins. Miklar skemmdir urðu, bæði þar uppi og á neðri hæðum hússins af vatni. Mikið áf húsmunum var borið út. Eldsupptök eru ókunn. Árni Jónsson bjó á efstu hæðinni, þar sem kviknaði í, á annarri hæð býr Kristján Árnason, kaupmaður, og á fyrstu hæð Gunnar Kristjáns- son, kaupmaður. Ánægjuleg kvöldskemmtun Lárusanna Þeir nafnarnir, Lárus Ingólfsson og Lárus Pálsson, héldu kvöl'dskemmt un í samkomuhúsi bæjarins í gær- kvöldi. Fluttu þeir gamanvísur, lásu upp og sýndu leikþátt. Er óhætt að fullyrða, að þeir félagar hafi verið í essiim sínu, enda veittu þeir áheyr- endum (og áhorfendum) góða skemmtistund og var þeim óspart fagnað. Efnisval þeirra var smekk- legt og laust við þann klúra blæ, sem oft vill verða á íslenzkri fyndni. Listamannabragur var á öllum efnis- flutningi þeirra. Skemmtunin var mjög fjölsótt. það að vera augljóst mál, að annar stærsti_bær landsins getur ekki búið öllu lengur við jafn léleg hnfnar- mannvirki. Nefndin telur engar líkur til þess, að hægt verði að veita gjaldeyri til náms erlendis eins og verið hefir. Er • fólk varað við að láta innrita sig í skóla erlendis, án þess að hafa áður tryggt sér gjaldeyri. Reynt verður að veita því námsfólki gjaldeyri, sem þegar hefir byrjað nám, en naumast má vænta gjaldeyris til náms, sem hægt er að stunda hér heima. Ferðalög. Gjaldeyrir verður hér eftir alls ekki veittur til ferðalaga erlendis, og tilkynnir nefndin, að tilgangslaust sé að sækja um gj aldeyrisleyfi í því skyni, nema um mjög brýn erindi sé að ræða, t. d. markaðsleit eða önn- ur viðskipti. Vlnnulaun. Þá tilkynnir nefndin, að hér eftir veiti hún ekki leyfi til yfirfærslu á neinum vinnulaunum erlendra manna, nema sérfræðinga, sem ráðn- ir eru í þjónustu atvinnuveganna. Tilgangslaust er að sækja um yfir- færslu á gjaldeyri vegna erlendra listamanna, íþróttamanna o. s. frv. Byggingarvörur. Loks hefir Fjárhagsráð auglýst allmiklar takmarkanir á sölu bygg- ingarefnis. Mun það vera gert til þess að tryggja það, að ekki sé ráð- izt í byggingarframkvæmdir, án þess að tilskilið leyfi fjárhagsráðs sé fengið. Ennþá komið gat á Torfunets- bryggjuna. Hafnarmálin eru að verða eitt erfiðasta viðfangs- efni bæjarstjórnarinnar. „ Eiris og öllum bœjarbúum er kunnugt, kom allstórt gat á syxfri Torfu- nefsbryggjuna í vor, og kom þá í Ijós, áð bryggjan myndi öll vera orðin hið mesta hrofatildur. Reknir voru niður nýir staurar, þar sem gatið kom á bryggjuna og síðan fyllt upp með grjóti og.triol. Nú er hins vegar'mikið aj þessari uppfyllingu aftur hrunið og allstórt gat komið í bryggjuna á sama stað.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.