Íslendingur


Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 13.08.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 13. ágúst 1947. iÞanííaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Úr annálum ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgéfufél&g íslending*. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiSsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. TRENTSMIÐJA BJÖRNS JONSSONAR H'F Verkfallsréttar. Verkamenn hafa jafnan talið verk- fallsréttinn mikilvægt vopn í hags- munabaráttu sinni. Verkfallsréttur- inn hefir líka hlotið viðurkenningu í vinnulöggjöf flestra vestrænna þjóða, þótt hann sé mismunandi víð- lækur. Einræðisþjóðir hafa hins vegar aldrei viðurkennt þenna rétt, og er ,,ríki verkalýðsins“, Rússland, í hópi þeirra ríkja, sem neita að viðurkenna þenna rétt verkalýðsins. Hvergi mun verkfallsrétti verka- manna vera jafn litlar skorður sett- ar og á íslandi. í íslenzku vinnulög- gjöfinni frá 1938. er ekki aðeins mjög rúm heimild til verkfalla, heldur er verkf allsmörmum j afnframt veitt víðtæk vernd með því að banna svo- kölluð verkfallsbrot. Engum manni getur dulizt það, að verkföll hljóta ætíð að hafa í för með sér stórtjón, bæði fyrir ein- staklinga og þjóðfélagið í heild. Víð- tæk og tíð verkföll eru því auðveld- asta ráðið til þess að lama atvinnu- líf hverrar þjóðar og skapa þar fjár- málalegt öngþveiti. Þetta hafa ein- ræðisþjóðirnar skilið og banna því verkföll. Lýðræðisríkin telja hins vegar þenna rétt verkamanna mikil- vægári en svo, að þeir verði sviftir honum. Aftur á móti verður hvert þjóðfélag, sem tryggir verkalýð sín- um þenna rétt, að treysta því, að hon um sé ekki beitt nema í ýtrustu nauð- syn. Það er enginn vafi á því, að vegna verkfallsréttarins hafa verkamenn stórlega bætt kjör sín. Hinu er þó ekki að leyna, að stundum hefir þessu hættulega vopni verið heitt nokkuð fyrirhyggjulaust. Orsök þess er þó ekki fyrst og fremst ábyrgðarleysi verkamanna sjálfra, heldur foringja þeirra, sem stundum hafa haft önnur sjónarmið í huga en hagsmuni verka manna. Hefir þetta leitt til þess, að meðal margra þjóða eru uppi all- háværar raddir * um það, að tak- marka heri mjög verkfallsréttinn. í Bandaríkjunum hefir verkfallsréttur- inn þegar verið allmjög takmarkað- ur, en þær ráðstafanir virðast sýna töluverða óbilgirni og skerðingu á eðlilegum rétti verkamanna, þótt kommúnistablöðin hér hafi auðvitað stórýkt frásagnir af þeirri löggjöf. Það er að sjálfsögðu mjög mikil- vægt fyrir verkamenn sjálfa, að þannig sé um hnútana búið, að ekki sé hægt að fyrirskipa þeim að gera verkfall, nema vilji alls þorra þeirra sé fyrir hendi. Það er því ekki skerð- ing, heldur mikilvæg trygging á rétti Lokunartími banka og skrifstofa. VÍKVERJI Morgunblaðsins gat um það fyrir skömmu í dálkum sínum, hversu baga legt það væri fyrir vinnandi fólk, að bank- ar og opinberar skrifstofur, sem almenn- ingur þyrfti að leita til, væru ekki opnar í matartímum, þegar fólk hefði helzt tóm til að fara þangað. Eru þetta orð í tíma töluð og geta átt jafn vel við hér á j\kur- eyri og í Reykjavík. Fjöldi fólks hefir enga aðstöðu til þess að losna úr vinnu sinni til þess að komast í banka, nema helzt í matartímum, en þá eru allir bank- ar lokaðir. Sama mun vera að segja um þær skrifstofur, þar sem menn eiga að greiða opinber gjöld. Þetta er mál, sem hlutaðeigandi yfir- völd verða að taka til athugunar og úr- bóta. Það lilýtur að vera hægt að skiptast á um að fara í mat á þessum stöðum eins og í verzlunum. Þótt þetta kunni að vera einhverjum erfiðleikum bundið, er hér um að ræða svo mikla hagsmuni almennings, að viðunandi lausn verður að fást. Hreinlœtisherferð. FYRIR NOKKRU var drepið á það hér í „Þankabrotum", hvort áhugasamir bæj- arbúar vildu ekki stofna með sér félags- skap, er beitti sér fyrir lireinsun og fegrun bæjarins. Margir tóku þessari tillögu vel, þótt enginn hafi enn haft forgöngu um að hrinda þessum félagsskap af stokkunum. Það er að vísu ekki sérstök ástæða til þess að kvarta yfir sóðaskap hér í bænum, því að flestir hafa hreinsað og prýtt mjög smekklega í kringum hús sín, eftir því sem lök hafa verið á. Hinu er þó ekki að leyna, að töluverð brögð eru enn að því, að ýmis þeirra, að löggjafinn setji skoröur við því, að fámenn klíka geti ákveðið verkföll, ef til vill gegn vilja og hags- munum verkamanna sjálfra. Atburð- ir undanfarinna mánaða gefa tilefni til, að þetta atriði sé tekið til athug- unar. Hefir komið í ljós, að vinnu- löggjöfin tryggir alls ekki nægilega hagsmuni verkamanna að þessu leyti. Skv. vinnulöggjöfinni er um að ræða þrjár leiðir til löglegs verkfalls: Fyrsta lagi almenna atkvæðagreiðslu félagsmanna, öðru lagi ákvörðun stjórnar, sem fengið hefir umhoð til verkfalls við almenna atkvæða- greiðslu, og í þriðja lagi getur trún- aðarráð ákveðið verkfall. Verkfallsákvörðun trúnaðarráðs hefir verið mjög misnotuð, og kom það herlega í Ijós í hinum pólitísku verkföllum kommúnista, að verkfalls- ákvörðun trúnaðarráðs var oft and- stæð vilja verkamanna almennt. Þá er það heldur ekkert skilyrði fyrir lögmæti hinnar almennu atkvæða- greiðslu, að ákveðinn hluti verka- manna greiði þar atkvæði. Þessu verður að breýta. Það verð- ur að tryggja það, að pólitískir of- stækismenn, sem vegna sinnule^sis andstæðinga sinna hafa náð tökum á stjórn og trúnaðarráði einhvers félags, geti ekki att því út í verkfall gegn vilja meiri hluta félagsmanna. konar rusl og skran sé á húslóðum. Þetta þarf að liverfa með öllu. Akureyri á að setja metnað sinn í það að vera þrifalegur og snyrtilegur bær. Ferðamannaslraumur lil bæjarins hefir aldrei verið meiri en nú, og aðkomufólk tekur eftir mörgu, sem heimafólk ekki sér. Akureyrarbær og um- hverfi hefir vakið atliygli margra fyrir ó- venjulega nátlúrufegurð. Við megum ekki láta hirðuleysi mannanna rýra þá fegurð. Skátareglan. ÞRJÁTÍU ÞÚSUND skátar, víðs vegar að úr heiminum eru nú samankomnir til alþjóðamóts í Frakklandi. Mót sitt helga skátarnir nú friði og alþjóðlegri samvinnu og nefna það friðar-jamboree. Milli 80—• 90 íslenzkir skátar sækja mót þetta, þar af nokkrir héðan úr bænum. Það má óhikað fullyrða, að Skátareglan sé meðal merkustu æskulýðssamtaka heimsins, og ef til vill þau merkustu. Eng- inn æskulýðsfélagsskapur vinnur fremur Skátareglunni að því að glæða virðingu og ást félaga sinna á ættjörð sinni og þjóðlegum verðmætum, en stuðlar þó jafn- framt að því að útrýma öllum þjóðernis- hroka. Jamboree skáta hafa jafnan borið liinum sanna skátaanda og bræðralags- hugsjón þeirra fagurt vitni. Þótt þjóðerni, trúarbrögð og lilarháttur sé mismunandi, umgangast skátarnir ætíð hver annan á mótum sínum eins og vini og bræður. Þetta viðhorf skátanna og hin samhljóða lög þeirra og starfsreglur, hvar sem þeir eiga heima á linettinum, er líklegra en nokkuð annað til þess að lengja æskulýð þjóðanna vináttuböndum og vinna þannig gegn þeirri úlfúð og tortryggni, sem svo geigvænlega ógnai; nú enn friðinum í Framh. á 7. síðu. Einnig aS því leyti verSur að tryggja vinnufrelsið. Verkamenn mega ekki beita verkfallsvopninu fyrr en í ýtr- ustu nauðsyn, og því er sanngjarnt að krefjast þess, að eindreginn vilji þeirra sé fyrir hendi til þess að verk- fall sé löglegt. Verkfallsákvörðun á því aðeins að vera lögleg, að meiri hluli allra jélagsmanna haji sam- þykfct hana við almenna atkvœða- greiðslu. íslenzku þjóðinni veitir ekki af að beita allri orku sinni í efnahagsbar- áttunni. Verkföll eru henni því mik- ið áfall, ekki sízt um hábjargræðis- tímann, en þá hefir hin kommúnist- iska forusta verkamanna helzt seilzt til að gera verkföll. Þjóðfélagið hef- ir tryggt verkalýðnum verkfallsrétt- inn með lögum, en það verður þá einnig að tryggja það, að hann sé ekki misnotaður í óþegnhollri bar- áttu gegn hagsmunum þjóðfélagsins í heild. Ber þess og að gæta, að ýms- ar stéttir hafa enga aðstöðu til þess að gera verkföll og bæta hag sinn á þann hátt, t. d. bændastéttin, sem ekki verður þó síður kölluð vinnandi stétt en verkamenn. Næsta alþingi verður að gera þær breytingar á vinnulöggjöfinni, að verkamenn sjálfir fái úrslitaráðin um ákvörðun verkfalla og menn ekki sviftir vinnu sinni, nema eindreginn vilji meiri hlula verkamanna sé fyrir hendi. 1720: Gaus Kötlugjá með eldgangi og jökulhlaupi. Þá varð svo dimmt'af öskufalli sunnanlands um miðdegi, að í húsum var ekki vinnuljóst. Sál- aðist biskup Vídalín. A því ári gjörð- ist friður milli danskra og svenskra. 1721: Um veturinn sást tvisvar í hríðar- veðri um nótt leiftrandi ljós fljúga um loftið, hvar með fylgdi langur og þungur dynur svo sem reiðarþruma, þá það rann niður í æginn. Vetur góður en vorið kalt. Óvenjulegt ljós sást á loftinu kringum sólina fjórða dag í páskum, hvar eftir fylgdi mik- ill og langvarandi kuldi um vorið. 1725: A einmánuði var uppi jarðeldur fyrir austan. Þá voru j arðskj álftar fjórða dag í páskum. Hvítur hrafn sást í Þorlákshöfn. 1734: Á góuþrælinn voru svo miklir j arðskj álftar að víða féllu bæir í Flóa, Grímsnesi og Olvesi. Þeir vör- uðu nær þrjár vikur, svo að menn meintu jörð aldrei kyrra vera. Sprakk hún í sundur, klofnuðu steinar og losnaði grjót úr jörðu. Undirstöður húsa urðu efstar. í Arnarbæli í Grímsnesi fleygðust hey úr garði. 9 manneskjur dóu undir húsum í þess- um j arðskj álftum. Fyrir þá og eftir um nokkur ár gekk fár um ísland, Faðirinn vill reyna systurást Diddu litlu og segir: Það var maður hér í gær, sem vildi kaupa hróa litla fyrir 100 krónur. Finnst þér, að við ætt- um að selja hann? Didda: Nei, pabbi. Faðirinn: Það var rétt, þér þykir svo vænt um hann. Didda: Við getum líka fengið meira fyrir hann, þegar hann stækk- ar. # Alain Chartier var svo andríkur og fyndinn ræðumaður, að hann var kallaður ,,faðir mælskunnar“. Einu sinni var hann í boði við frönsku hirðina og hafði sofnað útaf í stól. Margrét frá Skotlandi, kona krón- prinsins, sem síðar varð Lúðvík II:, ætlaði að ganga fram hjá honum, þar sem hann svaf, en nam staðar og þrýsti kossi á varir hans. Hirðmeyj- ,arnar létu í ljós undrun sína yfir því, að hún skyldi endilega vilja kyssa þann mann, sem ljótastur væri þar við hirðina, en þá svaraði hún: „Eg kyssti ekki hann, heldur munn- inn, sem hefir sagt svo margt fag- urt.“ # Frúin við vinnukonuna, sem er að hafa vistaskipti: Og svo verð ég nú sem drap naut og sauði, hesta, hunda, ketti og tóur. Skiptapar urðu marg- ir um veturinn á þessu ári. 1737: Velur hinn harðasti, að menn meina, næst hvítavetri (1632—33). Þá var riðið í Sandey á Þingvalla- vatni þann 16. maí. Það sumar var snögg jörð. 1740: Svo miklir þerrar, að öngvir mundu þvílíka. Þá varð Öxará og margar aðrar smárennslur aldeilis þurrar, hverjar menn ei vissu nokk- urn tíma þornað hafa, og víða drap sig fénaður í pyttum til að ná vatni. 1742: Nikulás Magnússon, sýslumaður úr Rangárþingi, drap sig um alþing í Fjósagjá, skammt frá Heiðna-Lög- hergi. Um sumarið á öndverðum slætti féll hagl yfir staðinn Skálholt svo stórt, að þegar það hafði legið fram á hinn daginn, þá vó eitt korn- ið við hálfan ríxdal. Ekki kom þetta hagl víðar. 1744: Um veturinn deyði amtmaður Lafrentz. Veturinn var mikið góður með regnum allt til sumarmóla. Þann vetur fram eftir öllu sást á kvöldin á vesturloftinu stór stjarna með að fá að sjá í koffortin yðar, því að þar sem þér höfðuð lyklana að öllum geymslubúrum og hirzlum í húsinu, get ég húizt við, að þér liafið tekið ýmislegt með yður. Vinnulconan: 0, nei, frú, þess þurfið þér ekki. Það einasta, sem ég tek með mér héðan er ást mannsins yðar. # } Þorbjörn hornklofi yrkir: Þeir ólyfjan drukku úr austrænni lind, og uppþembing fengu og ropa. Það ætti að gefa þeim vábeiðum vind- og verkfallseyðandi dropa. # Hann: Hvers vegna eruð þér svona hugsandi? Hún: Eg er ekkert hugsandi. Hann: En þér hafið ekkert sagt í meira en tuttugu mínútur. Hún: Eg hafði ekkert að segja. Hann: Segið þér aldrei neitt, þeg- ar þér hafið ekkert að segja? Hún: Nei. Hann: Er það alveg saft? Þér er- uð einstök! Ó, fröken, viljið þér verða konan mín. geisla, líkt sem vöndur væri. Geisl- Framh. ó 7. síðu. (Ejaman og alvara

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.