Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1947, Síða 2

Íslendingur - 20.08.1947, Síða 2
2 ÍSLENÐINGUR Miðvikudaginn 20. ágúst 1947 Tilkynning írá Fjárhagsráði Fjárhagsráð vill vekja athygli á því, að í Reykjavík og ná- grenni er frestur til að skila umsóknum um fjárfestingarleyfi útrunninn föstudaginn 15. ágúst, en annars staðar á landinu 25. ágúst. * Þeir aðilar, sem eru byrjaðir á framkvæmdum eða hafa á- kveðið að hefja framkvæmdir eru því alvarlega áminntir að senda umsóknir sínar fyrir tilskilinn tíma, þar sem fjárfest- ingarleyfi verða ella ekki veitt. Sérstök umsóknareyðublöð um f j árf estingarleyf i liggja frammi hjá Fjárhagsráði og úti á landi hjá trúnaðarmönnum verðlagsstj óra og bæjarstjórum. Þá skal og á það bent, að framkvæmdir án fjárfestingar- leyfis eru lögbrot, sem varða refsingu. Reykjavík, 12. ágúst 1947. Fjárhagsráð. TILKYNNING trá Fjárhaysráði f-il iðnfyrirtækja, sem nota skammtaðar bygg- ingavörur. Þau iðnfyrirtæki, sem nota trjávið, sement, steypustyrktar- járn, krossvið, þilplötur eða einangrunarplötur við fram- leiðslu sína, skulu senda Fjárhagsráði umsókn um innkaupa- heimild fyrir þessum vörum sem fyrst. í umsókninni skal tilfæra væntanlega þörf fyrirtækisins á tímabilinu 15. ágúst til 31. des. 1947, sundurliðaða skrá yfir innflutning og innkaup á tímabilinu 1. jan. til 14. ágúst 1947 og einnig á árinu 1946. Fyrirtækin eru beðin að hafa umsókn þessa sem nákvæm- asta og ýtarlegasta, þannig að afgreiðsla ekki tefjist vegna ónógra eða'vantandi upplýsinga. Reykjavík, 13. ágúst 1947. Fjárhagsráð. Augiýsiny frá Viðskiptanefnd um skömmtun á kaffi Samkvæmt heimild í reglugerð útgefinni í dag um skömmtun á kaffi, hefir verið ákveðið, að frá og með 14. ágúst 1947 skuli stofnauki no. 10 á núgildandi matvælaseðli gilda sem inn- kaupaheimild til 1. okt. þessa árs fyrir 375 gr. af brenndu og möluðu kaffi eða 450 grömmum af óbrenndu kaffi. Reykjavík, 13. ágúst 1947, Viðskipf-anefndm. Tilkynning frá Fjárhagsráði Fjárhagsráð vill vekja athygli á því, að tilgangslaust er að senda umsóknir um fjárfestingarleyfi fyrir öllum nýjum hús- byggingum og þeim öðrum byggingum, sem verulegt magn af byggingarefni þarf til að Ijúka, nema þeim fylgi teikningar. Reykjavík, 14. ágúst 1947. Fjárhagsráð. Mjólkurbú á Sauðárkróki / , Um þessar mundir er unnið að undirbúningi byggingar nýs mjólkurbús á Sauðárkróki. Arkitektarnir Árni Hoff-Möller og Þórir Baldvinsson hafa gert teikningar af húsinu. Bygging mjólkurbúsins mun væntanlega hefjast næsta sum- ar, en þá verður öllum undir- búningi lokið. Unnið er nú að grunngreftri o. fl. Það er Mjólkursamlag Skag- firðinga, sem ræðst í byggingu þessa. Húsið verður 975 ferm. -<X flatarmáli, en rúmmál þess verður um 4500 teningsmetrar. Það verður búið öllum fáanleg- um nýtízku tækjum. Fyrst verður lögð áherzla á lúkningu álmunnar, sem fyrir- huguð er til framleiðslu osta. Er hún verður fullbúin, verður byggingunni haldið áfram eftir því sem ástæður leyfa. Brýn þörf er fyrir nýtt mjólk urbú fyrir Skagfirðinga, þar sem í Skagafirðinum er mikil kúarækt og gamla búið fullnæg- ir hvergi þeim þörfum, sem eru fyrir slíkt fyrirtæki. Ekki er hægt að segja hvenær mjólkur- búið verðiy fullgert, þar sem ýms ófyrirsjáanleg atvik geta tafið málið, eins og t. d. efnis- skortur og annáð. (Vísir) Auglýsing frá Viðskiptanefnd um yfirfærslu á vinnulaurlum. Viðskiplanefndin mun ekki sjá sér fært, vegna gjaldeyris- ástandsins, að veita nein gjaldeyrisleyfi til yfirfærslu á vinnu- launum erlendra manna annarra en sérfræðinga, sem sérstak- lega eru ráðnir til þess að vinna áfcveðin störf í þágu atvinnu- lífsins. Geta þeir, sem áttu umsóknir um slík leyfi hjá Viðskiptaráði, skoðað auglýsingu þessa sem synjun á þeim umsóknum. Sama máli gegnir um yfirfærslur vegna erlendra listamanna, íþróttamanna o. s. frv., ef um yfirfærslu er að ræða þeirra vegna. Menn eru því alvarlega varaðir við að stuðla að því að er- lendir menn komi hingað í atvinnuleit, á einn eða annan hátt, með það fyrir augum að fá vinnulaun sín yfirfærð. Viðskiptanefndin. Reykjavík, 11. ágúst 1947. A u g 1 ý s i n g frá viðskiptanefnd um veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Fyrst um sinn verða engin gjaldeyris- og innflutnings- leyfi veitt til vörukaupa. Auglýst verður þegar veitingar hefjast að nýju. Þýðingar- laust er því að senda nefndinni slíkar umsóknir að svo stöddu. Reykjavík, 16. ágúst 1947. Viðskiptanefndin. SAUÐFJÁRSJÚKDÓMA- NEFND ÖSAMÞYKK NIÐIJF.- SKURÐI í SKAGAFIRÐI OG IIÚNAVATNSSÝSUU. * Eins og frá var skýrt hér í blaðinu fyrir skömmu, hafa , bændur á svæðinu milli Héraðs- vatna.-og Blöndu samþykkt nið- urskurð á öllu sauðfé á þessu svæði í haust. Fór fram almenn atkvæðagreiðsla um þetta með- al bænda á umræddu svæði, og mun sauðfjársjúkdómanefnd hafa verið búin að gefa í skyn, að hún myndi fallast á þessar ráðstafanir. Nú hefir nefndin hins vegar tilkynnt, að fyrlrhug aður niðurskurður sé henni al- gerlega óviðkoniandi, og geti hún ekki géfið bændum á þessu svæði vonir um að fá lömb í staðinn fyrr en haustið 1949. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvað bændur hyggjast gera, eft- ir að sauðfjársjúkdómanefnd hefir þannig snúizt öndverð gegn óskum þeirra. VÍSITALAN 312 stig. Kauplagsnefnd og Hagstofa, hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir ágústmán uð. Samkvæmt honum hefur vísitalan hækkað um tvö stig, eða úr 310 í 312 stig. Liðir þeir er valda þessari hækkun eru aðallega fatnaður, hækkun fargjalda áætlunarbíla, verðhækkun á kolum og sápu. TILKYNNING frá Fjárhagsráði Ríkisstj órnin heíir í dag sett reglugerð um skömmtun á nokkrum byggingarvörum. Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar skulu allir þeir, sem verzla með hvers konar trjávið, krossvið og hvers konar þilpjþtur, sement og steypustyrklarjárn, gefa viðskiptanefnd skýrslu um birgðir sínar eins og þær voru áður en viðskipti hefjast 12. ágúst 1947. Skýrslu þessari skal skila fyrir 14. ágúst 1947. í Reykjavík skal skila skýrslum þessum til viðskiptanefndar á Skólavörðustíg 12, en utan Reykjavíkur skal skila skýrslum til sýslumanns eða bæjarfógeta. Ef ekki er unnt að skila skýrsl- um fyrir 14. ágúst, skal senda sýslumanni upplýsingarnar í símskeyti. Skylt er að gefa sundurliðaða skýrslu, þar sem tilfært er vöruheiti og magn hverrar einstakrar vörutegundar. Sement og steypustyrktarjárn skal tálið í kílógrömmum. Trjáviður alls konar skal talinn í teningsfetum, og jafngildir einn standard 165 teningsfetum. Krossviður, masonit, karlit, tex, asbestplötur og aðrar þilplötur og einangrunarplötur skulu tilfærðar eftir tegund, þykkt og ferfetafjölda. Fyrst um sinn mun öllum fyrirspurnum um byggingarefnis- skömmtun þessa svarað hjá Fjárhagsráði. Einnig liggja þar frammi eyðublöð fyrir verzlanir og aðra til notkunar við skömmtunina. LL Reykjavík, 12. ágúst 1947. Fjárhagsráð. CB>O<B>Ó<H><B><B!H><HÍ<B><H0<B><BÍ<HCH><H><B><H><B3<H><B><HCHKHCt<(<t<í<H3<t<t<H!HCH) - Auglýsið í „íslendingi" - 0<H>0<HmHÍ<HÍ<H><HWH«HmHWJO<HS<BKHS<HS<HKHKH!HMHKH><H5<HWHMH)Hi«H

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.