Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 20.08.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. ágúst 1947. ÍSLENDINGUR Fré liðnum dögum Framh. af 4. síðu. maður eyddi mörgum orðum að því. Þreifa vildi Wium á honum, en fann hann þó ekki. Líka bauð hann hon- um til glímu, en andinn kvað sýslu- mann ekki- hafa við sér, varð þó ei við. Litlu síðar, þá sýslumaðurinn var ennþá til sætis kominn, fór and- inn upp á húsþekjuna hjá glugga, sem Wium, ásamt báðum prestun- um, undir sat, hvar inn um var rekin stöng með járnbroddi. Þó fengu þeir ei skaða þar af. En að þeim öllum framgangandi kom fjandinn í veg fyrir þá og mælti nokkur orð við Wium, hvar til síra Grímur svaraði: „Þér eruð nokkuð hæverskur, mon- sieur!" Þá kastaði hann steini á prest inn, og þótt það högg fyndist ekki í fyrstu þungt, leiddi samt illt af því 'síðar. En um nóttina varð þeim ekki vært, því að andinn var við þá að tala og beiddi síra Grím að gefa sig saman í hjónaband'með stúlkunni þar heima, er hahn kallaði konu sína. En prestur spurði: „Kanntu að fastna þér konu, þar þú ert andi, og taka hönd hennar?" Andinn svar- aði: „Já, að vísu get ég látið á mig hönd af tré eða járni, ef ég vil, en þess þarf ekki, því að festa konu er nú bannað í konglegum forordning- um." Wium spyr: „Hvar er þinn uppruni?" Andinn svarar: „Eg var fæddur af foreldrum sem aðrir menn, en í uppvéxti hataði ég jafn- an það góða, en lét mér það vonda allkært vera. Foreldrar mínir vildu mig leiðrétta, en ég hafnaði þeirra áminningum. En er þau komu engu til vegar við mig, sögðu þau presti mínum. Hann talaði fyrir mér af guðs orði og vildi leiða mig á sálu- hjálparveginn. „Þessum góðu á- minningum sagðist andinn ekki gengt hafa, því að sig hefði gilt einu að fara til helvítis. Svo sagðist hann hafa orðið 18 vetra og þá eitt sinn róið á sjó með öðrum mönnum, eh skipið hefði forgengið af vindi, svo allir hefðu þar af dáið. „En er ég," segir hann, „heyrði mína lagsmenn í þeirra andláti biðja sér guð til hjálpar og miskunnar, vildi ég þá fyrst gjöra slíkt hið sama, en sá gamli guð," segir hann, „vib3i þá ekki lengur bíða eftir minni iðran, né gaf mér stund lil hennar. Því kom djöfullinn strax og sótti sálu mína. Þar eftir rak mig upp á fjöru, og var ég grafinn í Refsstaðakirkjugarði. Skömmu þar eftir var ég þaðan upp- vakinn og hingað sendur, en get ei framkvæmt erindið að þessu sinni, því að mér er þess varnað." Ekki sagðist hann hafa getað nærri komið síra Jóni, því hann brynni af hon- um, þar prestur væri forgiftugur (þ. e. eitraður). Enn fremur sagði hann til síra Gríms: „Gefðu mér þína sál." Prestur svaraði: „Ekki vil ég það gjöra, því að minn lausnari vann mikið til að frelsa hana frá helvíti." Andinn sagði: „Þig má einu gilda, þú ferð samt í helvíti." Prestur svar- aði: „Þá mun ég vera þér til annarr- ar handar." Andinn sagði: „Ei mun svo verða. Þú munt liggja undir mér í djöflakösinni." Prestur spyr: „Þyk- ir þér eigi mikið, að þú fórst til hel- vítis?" Andinn svaraði: „Þess er ekki gagn að iðrast framar." Prestur spyr: „Hvert var nafn þitt í lífinu?" Andinn svarar: „Guðmundur, og muntu taka til æru að láta heita eftir mér." Prestur segir víst svo vera. Prestur spyr: „Er þér ekki kalt nú u'm hávetur?" Andinn svarar: „Bæði er mér heitt og kalt." Prestur spyr: „Elskar þú nú djöfulinn svo sem í lífinu?" „Nei ekki," segir hann, „því að hann kvelur mig þunglega. Hata ég þó meira guð." Hann sagði, að miður færi þeim kristnu hér heldur en í helvíti, því að þar héldi þeir bæði upp á jólanótt og aðrar messu- tíðir. Hann spurður, hvað þeir syngi þar eða hefðu fyrir introitum, kvað aðskiljanlegar níð- og brunavísur, sem ekki eru í munni hafandi, jafn- vel þó menn hafi áður og enn heyrt nokkrar af þeim sömu, er hann kvað. Til sögunnar kemur, að á téðum stað hafði smiðurinn kamers fyrir sig, hvar andinn sagðist ekki inn komast fyrir einum klæðabursta, er þar væri inni. Oftast var þessi andi nærri dóttur síra Jóns (þó var hvorki hún né sú, er hann sá, sem hann lézt vilja eiga og kallaði konu sína). Prestdóttir bað hann eitt sinn sem oftar frá sér að fara, annars skyldi hún fara inn í húsið smiðsins, þar sem hann kæmist ekki til sín. Andinn bað hana að gjöra það ekki, heldur skyldi hann verá frá henni í viku. Það enti hann og kom svo aftur á sömu stundu, þá vika var liðin, og sagði áselt termin (tímahil) úti vera, dvaldi þar svo til skírdags, hvarf síðar burt, og vita menn ekki til hans framar. ÞAN KABROT Framhald af 4. síðu. á annað hundrað iélagsmenn og fimmtíu menn í félagi með yfir fimm hundruð fé- lagsmenn, þá heitijj, það á þeirra máli lýð- ræði, en þegar yfirgnæfandi meiri hluti verkamanna rís gegn ákvörðunum fá- mennrar kommúnistaklíku í öðru félagi, kalla blöð kommúnista það ofbeldisaðgerð ir og svik við verkalýðinn. Ef kommúnistar eru því andvígir, að meirí hluti verkamanna fái að ráða því, hvort félag þeirra skuli gera verkfall eða ekkl, verður það. naumast kölluð nein ó- svífni, þótt notuð séu orð „Verkam." og sagt, að þeir séttu „að sjá sóma sinn í því að skreyta sig ekki með yfirskyni lýðræð- is." (Þá sómatilfinningu hefðu þeir reynd- ar átt að hafa miklu fyrr). Þá fara verka- menn einnig að fá áþreifanlega sönnun á sannleiksgildi þeirra ummæla andstæðinga kommúnista, að þeir líta ekki á verkalýðs- félcigin sem hagsmunasamtök frjálsra verkamanna, heldur sem tæki í valdabar- áttu kommúnista. Kommúnistum er það vel ljóst, að meiri hluti verkamaiina er gersamlega andvígur skemmdarstarfsemi þeirra, og yrð'i svo um hnútana búið', að meiri hluti verkamanna þyrfti að standa að verkfallsákvörðun, væri vonlaust, fyrir kommúnista að 'nota verkalýðsfélögin til pólitískra óhæfuverka. Gremja kbmmúnista yfir. þeirri hugmynd er því skiljanleg, en vafasamt er, hversu kommúnistaforingj- arnir eru ritstjóra „Verkamannsins" þakk- látir fyrir að opinbera þannig fjandskap þeirra við' sjálfsagðan sjálfsákvórðunarrétt verkamannanna sjálfra. Húsaleiga í sterlingspundum. ÞAÐ MA sjá margar einkennilegar aug- lýsingar í dagblöðunum þessa síðustu og verstu daga. Hann virðist t. d. ekki vera í miklum gjaldeyrisvandræðum karlinn sá, sem augiýsir eftir Tíúsnæði og lofar að greiða húsaleiguna í sterlingspundum. Það er líka naumast hætta á því, að farið verði að' rekast í svoleiðis smáræði. Und- anskot gjaldeyris og brot á innflutnings- reglum hafa verið látin óhegnd, þótt í slærri slíl sé. í mörgum tilfellum stór- græða menn jafnvel á því að brjóta lög, þótt mál þeirra komist fyrir dómstólana. Renault-bifreiðarnar. HINAR FRÆGU Renault-b'ifreiðar áttu að vera dæmi um fyrirhyggju og réttsýni hins opinbera vaids. Osýnileg nefnd út- hlutaði þeim — með föðurlegum visbend- irjgum viðskiptamáiaráðuneytisins um það, að' góðir Alþýðuflokksmenn mættu ekki verða út undan. Skilyrðr voru selt um það, að ekki mætti selja bifreiðar Jjessar í tiltekinn líma, — en ekki mun hafa liðið á löngu, þar til þær voru orðnar ein helzta vöruiegundin á Leifsstyttumark- aðinum. Þannig fór um sjóferð þá, og því miður hafa margar fleiri endað á svipaðan hátt. Skömmtun á brennivíni. Á ÞEIRRI MIKLU skönímtunaröld, sem nú gengur yfir land vort,. virðist vera þegjandi samkomulag um það að úndan- skilja tvær vörutegundir: Áfeagi og tóbak. Svo mjög virðast þessar vörur vera taldar þjóðlnni nauðsynlegri en alli annað. 111- gjarnir menn segja þó, að það séu ekki beint hagsmunir almennings, sem þessu ráði, heldur hagsmunir ríkissjóðsins. Það er eí til vill naumast hægt að áfellast rík- isstjórnina, þótt hún reyni að halda í þenna örugga tekjustofn, þegar innflutn- ingshö'mlurnar rýra nú tekjur ríkissjóðs um tugmiljónir, en óneitanlega er hag þjóðarinnar ilia komið', ef öll velferð rík- isins er orðin undir því komin, að' borg- ararnir neyti sem mest af eiturlyfjum. Þetta er alvarlegt íhugunarefni fyrir for- ráðamenn þjóðarinnar. Götótt bryggja. ÞAÐ ER víðar en á Torfunefsbryggj- unni, sem eru göt. Ilöfnersbryggjurriar gómlu eru orðnar helduf fornfálegar. Ef t;l vill hafa þær ekki mikla þýðingu sem hafnarmannvirki, en ýmsar aðrar ástæður valda því að nauðsynlegt er að bæta götin á þeim. Þarna eru börn oft að leikum, og gætu þau hæglega fallið niður um götin. Engin tök eru á að hindra það, að börn leiki sér þarna og ér því óhjákvæmilegt að gera einhverja viðgerð á bryggjunum. Það ætti ekki að þurfa að kosla mjög mik- ið. 115 116 117 sínum og þeim dýrkendum sínum, er með þeim ílugu, og kæmi aldrei hingað aftur?" Við þessi ógnþrungnu orð fór skjálfti um sendiboða Barung, og eitt andartak náfölnuðu þeir. ,,Ef svo færi, ó, afkomandi konunga," svaraði mál- svari þeirra, „þá mundu Fungarnir viðurkenna, að guð yðar er vorum guð meiri, og vér höfum þá glatað heiðri vorum og frægð." Eftir að hafa mælt þessi orð, sneri hann sér að þriðja sendiboðanum, ,þeim sem bar hvíta dúkinn fyr- ir andlitinu. Með snöggri hreyfingu dró hann dúkinn til hliðar, varpaði honum frá sér og sýndi andlit, sem bar göfugan svip og var ekki svart eins og andlit fylgd- armanna hans, heldur eirlitað. Hann gat verið um fimmtugt, augun lágu djúpt og voru leiftrandi, nefið bogið, og hann hafði bylgjandi grátt skegg. Gullkeðjan um háls honum sýndi, að hann var af líáum stigum, en er við komum auga á annað gullskraut, sem hann bar um höfuðið, vissum við, hver hann var. Þessi slöngu- laga skartgripur var reyndar hvorki meira né minna en hið konunglega tákn, sem hinir gömlu egypzku Faraóar höfðu borið, sams konar og það, er við höfð- uð séð á höfði ljóris-höfðaða líkneskisins í Harmac. Um leið og hann sýndi andlit sitt, vörpuðu félagar hans tveir sér til jarðar, skriðu á hnjánum í áttina til hans og kölluðu: „Barung, Barung." Við Englending- arnir þrír heilsuðum einnig ósjálfrátt, já, meira að segja Abati-drottningin hneigði höfuð sitt. Soldáninn endurgalt kveðju okkar með því að lyfta spjóti sínu. Síðan talaði hann með alvarlegri og ró- legri rödd: , „Ó, Walda Nagasta, og þið hvítu menn, synir mik- illa forfeðra. Eg hefi hlustað á samtal yðar og þjóna minna. Eg staðfesti orð þeirra og vil bæta því við, að það hryggir mig, að hershöfðingjar mínir reyndu að drepa yður í nótt. EgVar önnum kafinn við að flytja bænir tilguðs míns, ella hefði þetta ekki komið fyrir. Eg hefi þó fengið laun fyrir bænir mínar, því að heill her á ekki að ráðast gegn fjórum mönnum, jafnvel þótt þeir ráði yfir leynilegum krafti, er sigrað geti heilan her. Eg grátbið yður, og þig einnig, þú Rósin frá Mur, að þiggja vinarboð mitt, ella mun dauðinnbrátt heim- sækja yður, og vizka yðar muri deyja með yður. Eg er orðinn þreyttur á þessu ómerkilega stríði gegn smá- hóp manna, sem ég fyrirlít. 0, Walda Nagasta, þú hefir ógnað hans hátign í Har- mac. Hann er þó þér ofurefli. Þótt máttur yðar geti gert nokkra múrsteina að ryki og molað bein manna, þá megnar hann ekki að ráða við hann, sem er mótað- ur úr stáli fjallsins og á eilífan anda. Það er að minnsta kosti míh skoðun. En sé það ákveðið á annan veg, hvað myndi það gagna yður? Ef guðinum skyldi þóknast að yfirgefa oss vegna töfrabragða yðar, munu Fungarnir hefna hans, áður en þeir fylgja á eftir hon- um. Og það sver ég við konungdóm minn og bein for- feðra minna, sem Hggja í hellum Mur, að ég mun ekki hlífa nema aðeins einum af hinum abatisku Gyðing- um, sem sé þér, þú afkomandi konunga, því að þú átt göfugt hjarta. Og ef hinir þrír hvítu menn, gestir þínir, kynnu að lifa af þá orustu, mun ég einnig hlífa þeim, vegna hugrekkis þeirra og vizku. Bróður þeirra, sem ég hefi tekið til fanga, verð ég að fórna guðinum, því að það hefi ég svariú. En ef þér þiggið boð mi.tt, mun ég biðja guð. um líf hans. Um árangur get ég ekki sagt. Gjörið sem ég bið yður, og ég. mun þá ekki eiriu sinni útrýma Abatierunum. Þeir tkulu fá að lifa og þjóna Fungunum sem þrælar, Harmac til dýrðar." „Nei, nei, það má ekki koma fyrir," hrópaði Maq- ueda og sló með litlu hendinni sinni á söðulbogann. ,.Á Jehova, sem forfaðir minn, Salómon, dýrkaði, Je- hova, sem er guð alls mannkyns, að dýrka skurðgoð, sem er búið til af þeim höndum, sem hann hefir skap- að? Þjóð mín er orðin úrkynjuð. Hún hefir svikið trú sína og hefir villzt í eyðimörkinni eins og börn ísraels. Þetta veit ég. Það kann einnig að vera, að skapadæg- ur hennar sé komið, því að hún á ekki lengur stríðs- menn eins og áður. Gott og vel, ef það er svo, þá látum. þá deyja sem frjálsa menn, en ekki sem þræla. I æðum mínum rennur hið göfugasta blóð hennar, og ég mun að minnsta kosti ekki, ó, Barung, biðja um náð þína. Eg vil ekki verða leikfang í húsi þínu. En ef það versta skyldi koma fyrir, get ég þó alltaf dáið, eftir að hafa gert skyldu mína við guð og þá, sem gáfu mér lífið. Þannig svara ég þér sem afkomandi margra konunga. En sem kona," bætti hún við mildari röddu, „þakka ég þér fyrir veglyndi þitt. Þegar ég hefi verið sigruð, Ba- rung — ef það eiga að vera örlög mín, — þá hugsaðu vinsamlega um mig sem persónu, er barðist eins og hún gat gegn voldugum óvini." Hér brast rödd hennar, en soldáninn svaraði alvarlega: „Það mun ég ætíð gjöra. Er þá málið úlkljáð?" „Ekki alveg," svaraði hún. „Þessagöfugu menn frá Vesturlöndum afhendi ég þér. Eg leysi þá undan lof-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.