Íslendingur


Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 27. ágúst 1947 vÞankaSrot FRÁ LIÐNUM DÖGUM. Úr annálum ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaíSur: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118.' PKENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAI! H * F Startsskilyrði fyrir nýsköpunartækin. Þegar rætt er um liina miklu gjaldeyriseyðslu síðustu ára, hættir mönnum til þess að sjást yfir þær stórkostlegu endurbætur ,sem gerð- ar hafa verið á atvinnutækjum og atvinnuvegum þjóðarinnar á sama tíma. Forgöngumönnum nýsköpun- arstefnunnar var það ljóst, að efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í framtíðinni væri undir því komið, að þjóðin ætti nógu fullkomin fram- leiðslutæki. Ártugum saman höfðu sjómenn og hændur aflað ótrúlega mikilla verðmæta með lélegum tækj- um. Mcð fullkomnum nýtízku tækj- um áttu þessar stéttir að geta af- kasíað miklu meiru hlutfallslega en hliðstæðar atvinnustéttir annarra þjóða. Nýsköpunarsteínan vakti stórhug með þjóðinni. Fjöldi atorkusamra einstaklinga réðist í margháttaðar atvinnuframkvæmdir og hagnýttu sér þá miklu aðstoð, er ríkisvaldið hét öllum þeim, er stuðluðu að bættri og aukinni fraipleiðslu þjóðfélags- verðmæta. Frá árinu 1944 hafa ver- ið meiri framkvæmdir í landinu en dæmi eru til áður. Nú á þjóðin að mæta þeim erfið- leikum, sem vitanlegt var að myndu koma. Vegna þeirrar forsjálni að nota meginhlula hinna erlendu inn- stæðna frá stríðsárunum til kaupa á framleiðslutækj um, stendur þjóðin margfalt betur að vígi að mæta þess- um erfiðleikum en ella hefði verið. Dýrtíðin ein stendur atvinnuvegun- um fyrir þrifum, því að markaðir eru nægir. Nú reynir annars vegar á hagsýni og hugkvæmni ríkisstjórnar og alþingis og hins vegar á þegnskap borgaranna. Bregðist hvorugt, er vissulega ekki ástæða til þess að ótt- ast framtíðina. Stöðvun innflulningsins til þess að korna vanskilaorði af þjóðinni vegna óforsjálni Viðskiptaráðs og bankanna er sjálfsögð ráðstöfun. —1 Einnig skömmtun til þess að jafna dreifingu neyzluvara. Ilitt verður ríkisstjórnin og Fjárhagsráð að hafa í huga, að ófyrirgefanlegt er að livetja einstaklinga og bæjarfélög til margháttaðra framkvæmda og stöðva svo allt á miðri leið. Það er ekki hægt að hvetja rnenn til þess að setja á stofn iðnfyrirtæki og neita svo um allan innflutning hráefna. Þá er ýmsum framkvæmdum þannig háttað, að mikið tjón getur af hlot- Vinnubrögð Hermanns. HERMANN JÓNASSON hefir á ný vakið nokkra eftirtekt meðal landsmanna, og því miður ekki á þann veg, að líkur séu til, að stjórnarsamstarfi því, er eftir langa rnæðu tókst að koma á með lýðræð- isflokkunum, verði mikill styrkur að. — Framsóknarflokkurinn skipaði þenna for- mann sinn í Fjárhagsráð, sennilega til þess að sætta hann betur við margháttuð vonbrigði vegna misheppnaðra tilrauna til þess að verða forsætisráðherra í sam- stjórn við kommúnista. Margir kviðu því, að hann myndi lítt reyna að “stuðla að einlægu samstarfi innan þessa volduga ráðs, enda hefir sú orðið raunin á. Hermann Jónasson hefir nýlega átt við- tal við einkamálgagn sitt, „Tímann". — Ræðir hann þar mjög opinskátt um starf- semi Fjárhagsráðs og viðhorf hinna ýmsu ráðsmanna til vandamálanna. Jafnframt notar hann auðvitað einnig tækifærið til þess að hreyta ónotum að fyrrverandi stjórn fyrir fjármálastjórn hennar. 4>essi framkoma opinbers trúnaðarmanns er vægast sagt lítt til fyrirmyndar. Fjárhags- ráð er rétt að taka við störfum, og flest viðfangsefni þess eru enn á umræðustigi. Miklu varðar fyrir þjóðina að starf þessa ráðs beri tilætlaðan árangur. Fyrsta skil- yrðið til þess er, að ráðsmenn gangi heilir til verks og reyni að leysa vandamálin izt, ef ekki er hægt að ljúka fram- kvæmdum á næstunni. Núverandi ríkisstjórn hefir sett það efst á stefnuskrá sína, vegna ein- dreginnar kröfu þeirra stjórnarflokk anria, sem voru aðilar að fyrrverandi stjórn, að nýsköpunarframkvæmd- unum verði haldið áfram. Ekki er að efa, að þessir flokkar hafa fullan áhuga á að svo geti orðið, enda fylla flestir framkvæmdamennirnir þann flokkinn, sem forustu hafði í nýsköpunarstj órninni, Sj álfstæðis- flokkinn. Það hefir hins vegar kom- ið í ljós, að fjárskortur muni veru- lega hamla margvíslegum fram- kvæmdum, því að eftirspurn eftir lánsfé er miklu meiri en framhoð- ið. Það er óhjákvæmilegt að ráða bót á þessu. Það má ekki bregðast þeim mönnum, sem ráðizt hafa í kaup dýrra framleiðslutækja síðustu árin í trausti á aðstoð ríkisins um lán- veitingar, þar til tæki þessi færu að skila arði. Kommúnistar hafa ráðist á ríkisstjórnina fyrir það, að hún væri að stöðva aliar framkvæmdir. Ekki hafa þeir þó getað skapað neitt fjármagn til framkvæmda, því að málæði þeina og öfgar verða naum- ast notuð sem gjaldmiðill — enda væri víst áreiðanlega enginn fjár- skortur þá. Þeir hafa hins vegar hamazf gegn því, að bráðabirgðalán yrði tekið erlendis til þess að Ijúka við hinar margháttuðu atvinnufram- kvæmdir. Ekki verður þó séð, að þetta sé nein goðgá, enda hafa vold- ugri þjóðir en vér íslendingar farið þá leið til þess að koma atvinnuveg- um sínum á öruggan grundvöll. Eng- ar líkur eru til þess, að vér ekki get- svo, áð þjóðinni verði til sem mestrar farsældar — án tillits til flokkssjónar- miða. Taki ráðsmenn upp þá venju að hlaupa í blöðin með allan ágreining inn- an ráðsins og haga störfum sínum í ráð- inu á þann veg einan, er líklegastur sé til þess að skapa pólitískan ávinning, er lítils góðs að vænta af starfi þessa nýja ráðs. Afstaða Ilermanns Jónassonar kemur þó mörgum engan veginn á óvart. Hann hefir ekki farið neitt dult með það, að núverandi stjórnarsamvinna væri sér ekki að skapi. I’að eru því litlar líkur til að hann hirði um að styrkja hana með því að stuðla að góðri samvinnu í Fjárhags- ráði. Er það mjög illa farið, því að ekki verður séð, hvernig vandamál þjóðarinnar verða leyst án samstarfs núverandi stjórn- arflokka. Þetta niætti llermann Jónasson, sem formaður eins stjórnarflokksins gjarnan hafa í huga. i Skipting innflutningsins. ÞÁ HAFA Framsóknarmenn vakið á óheppilegan hátt upp umræður um höfða- töluregluna gömlu í sambandi við skipt- ingu innflutningsins. Flestir munu að vísu hafa álitið, að umræður um innflutnings- málin yrðu ekki aftur upp teknar á þeim grundvelli, jafn fáránlegur og ltánn var. Nú vilja fulltrúar Framsóknar í Fjárhags- Framh. á 7. síðu. um selt allar framleiðsluvörur vorar næstu érin, ef vér komum fram- leiðslukostnaðinum í það horf, að vér verðum samkeppnisfærir við aðrar þjóðir. Nýsköpunartækin tryggja það, að framleiðsja þjóðar- innar mun næstu árin einnig verða miklu meiri en nokkru sintri fyrr. Takist aftur á móti ekki að ljúka þeim verksmiðjubyggingum og öðr- um atvinnuframkvæmdum, sem hyrj að er á eða undirbúnar, getur það valdið margháttuðum erfiðleikum um framkvæmd þeirrar meginstefnu stjórnarinnar að tryggja öllum lands mönnum atvinnu og góð lífskjör. Ríkisstjórnin verður að taka þetta mál til rækilegrar yfirvegunar. Það má ekki lama þann framtaks- og framfarahug, sem nýsköpunarstefn- unni fylgdi. Það verður að greiðn fyrir þeim einstaklingum, sem vi a beina slarfsorku sinni og hæfileik- um að því að'skapa ný þjó Ví.Tags- verðmæti. Dugmiklir atvinni'rc’.end- ur og framleiðendur eru hv i þjóð' jafn dýrmætir cg braskarar oc ' 'a- glæframenn eru henni óþarfir. I :;3 verður miskunnarlaust að refs.i }>ei;:i mönnum, sem með braski og spá- kaupmennsku auka fjármálavand- ræðin og draga fé frá framleiðsl- unni. Það verður með öllu móti að greiða fyrir þeim einstaklingum, sem á sviði atvinnuframkvæmda, framleiðslu og viðskipta vinna að aukinni hagsæld og bættum efnahag þjóðafinnar. Þetta verður að vera meginsj ónarmið ríkisstj órnarinnar, því að þannig vinnur hún bezt að framkvæmd stefnu sinnar um at- vinnuöryggi og blómlegt atvinnulíf. * 1751: Vetur frá jólum með náttúrlegri veðráttu hinn allra hezti. Maður myrtur í Vaðlasýslu. 3 menn réttaðir fyrir það morð, tveir af þeim nákomnir náungar þess myrta, en einn vandalaus, hverjir allir að verkinu voru. Maður, nefnd- ur Jón Ástuson, hafði drepið barn sitt eða týnt því á Holtavörðuheiði á næstumliðnu sumri, 1750, réttaður á alþingi 1752. Vorið var gott og þurrt. Gjörði sterkan kulda og storm með bænadegi (7. maí), og hélzt sú veðrátta í hálfan mánuð með minnilegum frostum. Batnaði svo aftur og gjörði gott. Þó var seint um gróður, því að jörðin var víða dauð- kalin. Um sumarið var bezta veðr- átta og nýting, þó graslítið væri. Sáust víða um Suðurlandið flug- ur, líkar litlu fiðrildunum gráu (af hverjum og svo var óvenju mikið), utan þær voru langtum stærri og svo safranóttar að lit, með tveim öngum fram úr höfðinu og sínum knappi á hvorum anganum, ■ nefndar af sum- um náflugur. Þær höfðu og svo áður sézt fyrir mörgum árum liðnum. Nokkrir, sem skoðuðu og handléku þær, sögðu þær hefði haft innan á vængjunum latínska bókstafi. -— Haustið var vætusamt frá Michaelis- me: :. í austurfjórðungi landsins Meðan Þjóðverjar sátu um Len- ingrad í síðustu heimsstyrj öld, lögðu verkfræðingasveitir rússneska hers- ins járnbraut þvert yfir Ladogavatn- ið. Mánuðum saman óku járnbraut- arlestirnar yfir vatnið, ,og þegar síð- asta lestin ók yfir vatnið um vorið, var mikið vatn -komið ofan á ísinn. ★ Skömrnu eftir innrásina í Vestur- Evrópu var tekið að leggja feikilega mikla og undraverða leiðslu, sem flutti benzín úr olíuskipunum brezku til herjanna inni í landi. Að lokum náði leiðsla þessi alla leið til Rínar. Hluti af leiðslu þessari var lagður af spólum eins og símakapall. Nú er fai’ð að taka leiðslurnar upþ aftur. # Þegar fascislar tóku að leita sér að einhverju kveðjutákni, byrjuðu I þeir á því að athuga myndastytturn- ar frá dögum hinna fornu Rómverja. Komust þeir loks að þeirri niður- stöðu, að rómverska kveðjan hefði verið upprétt hendi. Hiller tók þetta kveðjutákn síðar upp sem germanska kveðju. Þeim vísu herrum hefir sézt yfir tvö mikilvæg atriði: 1 fyrsta lagi var upprétt hendi einmitt þræla- kveðja í hinni fornu Róm, og í öðru lagi höfðu Rómverjar innleitt kveðju þessa eftir fyrirmynd frá Sýrlandi og Palestínu — svo að hún getur naumast talizt arisk kveðja. gjörði hallæri vegna grasbrests, ónýt- ingar af vætu, sem þar gekk, og af því að fiskur fékkst þar ekki, svo að á þessu sumri dóu þar í vesöld 70 manneskjur, sem sannspurðist. Vet- ur til jóla mikið góður. # 1752: Vetur frá jólum til góu hinn bezti. Skipti þá um og gjörði snjógang að vestan og útsynningsrosa, sem hélzt við til Leónisdagsr með frosti frá páskum. Þjófar tveir voru hengdir í Rangárþingi. Jarðskjálftar voru miklir þann 8.’febr., svo víða hrundu bæir og hús í Olvesi og líka sum- staðar hey. Þar eftir í freka viku eða nær því í hálfan mánuð meintu menn jörð sjaldan kyrra vera, og lengi fram eftir vetri varð vart við þær hræringar. Teikn sáust á loftinu nokkrum sinnum, líka hringar' og baugar aðskiljanlegir að lit sem regnbogi og sumir nokkuð ljósari. Kvefsótt gekk sumstaðar. Úr henni deyðu ungbörn af andarteppu. Hall- æri víðast í austurfjórðungnum sumstaðar fyrir norðan, svo fólk dó í vesöld. Tvær duggur danskar komu viku fyrir fardag í Hóhninn, er tilheyrðu íslandi. (Skyldi á þeim hafa verið upp á 7000 ríkisdali, sem konungur- Jón: — Ef ég kyssi konuna mína reglulega vel og gæli henni dálítið urn leið, get ég fengið hana til þess að samþykkja hvað, sem vera skal. Þú æltir að reyna hið sama. Björn: — Það væri ekkert á móti því. En ertu viss um, að hún vilji kyssa mig? # — Eg heyri sagt, að Björg og Sig- urður ætli nú loksins að fara að gifta sig. — Æ, hver skollinn! Þau hafa ver- ið svo sérstaklega góðir vinir öll þessi ár. # Allt komst í uppnám meðal aðals- ins í Englandi, þegar hertogi nokkur kvæntist Ijóshærðri söngkonu. En þó varð hneykslunin enn stórkost- legri, þegar listaverkasali nokkur stillli út í sýningarglugga sinn mál- verki af henni í Evuklæðum. Hertog- inn varð bandóður. „Eg skil ekki hvað gengur að þér,“ sagði konan lians. „Eg get fullvissað þig um það, að ég hefi aldrei setið fyrir hjá honum. Hann hlýtur hlátt áfram að hafa málað mig eflir minni.“ • # Vilmundur viðutan: — Hvað eruð þér, frú, að gera í mínu rúmi? Hún: ■— Mér fellur rúmið, húsið og návist þín vel í geð. Þar að auk er ég konan þín. Framh. á 7. síðu. Qaman og aLvara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.