Íslendingur


Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 27.08.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 27. ágúst 1947 ÍSLENDINGUR Stjórnarfarið í Rússlandi Eftir Paal Winterton, fréttaritara brezka útvarpsins. „Islendingur“ birtir hér annan kafla úr bók Paul Winterton, „Myrkvun í Moskvu“, en Winterton var, eins og áður hejir verið skýrt jrá, jréttaritari brezka úlvarpsins í Rásslandi stríðsárin. Bók lians er öjgalaus og má œtla, að hán gefi sanna mynd af ástandinu í Rásslandi. Ættu allir jieir, sem áhuga haja á að kynnast stjórnarjar- inu þar eystra að lesa bók þessa. Winterton skýrir nákvœmlega frá því, hversu miklar hömlur voru lagðar á alla jrétlaslarjsemi erlendra fréttaritara á stríðsárunum, og hversu rássnesku valdhöfunum er á rnóli skapi, að rússneslca þjóðin kynnist hinum veslrœnu þjóðum og lífsskoðunum þeirra. Eitt af því, sem er þrándur í götu fyrir viturlegri og einhuga stefnu Bretlands gagnvart ástæðum og ekki var um neitt atvinnuleysi að ræða í Bretlancli á stríðsárunum. En til þess að Á ÁLÞJÓÐAVETT ----VANGI---- Herbúnaður Svía. Sovétríkjunum, er að margir. menn fá enn glýju í augun, þeg- ar Rússland á í hlut. Þeir geta ekki gleymt því, að fyrir einum mannsaldri virtist það gefa lim- lestum og vonsviknum he'.mi nýjá von með þjóðfélagsbylt- ingu sinni og hinni þróttmiklu stjórn sinni. Sumir líta enn á Rússland sem vörðu á le'ðinni til nýs hámarks í réttlæti, ham- ingju og efnalegri velmegun allra manna. Þessir hugsjónambnn hafa ekki fylgzt með tímunum. Þeir hafa varðveitt hugsjónir sínar lengur en Rússar. Árið 1945 er stjórn Sovétríkjanna frekar í- haldssöm og mjög þjóðern's- sinnuð og hún hefur meiri á- huga fyrir félagslegu jafnvægi en félagslegum umbótatilraun- um og þar er ekki um neina skýjaglópa að ræða. Eg veit varla, hvort það ér til mikils, að ég skrifi eitthvað um það, hvernig Rússland er í dag Mikið hefir verið um þetta efni ritað og engir tveir menn eru sammála í öllu. Bezt væri, að hver Breti færi til Rússlands, lifði þar og starfaði með þjóð- inni í a. m. k. eitt ár. Er svo væri komið, býst ég við, að ekki mundi verða um mikinn skoð- anamun hjá okkur að ræða. En þar sem slíkir þjóðflutningar eru ómögulegir, geri ég ráð fyr- ir að hver upplýsingamoli verði að nokkru gagni. Eg skýri því frá nokkrum þeirra atriða, sem ég veitti at- hygli í Rússlandi á stríðsárun- um. 1 fyrsta lagi, — þjóðin leggur á sig mikið erfiði, miklu meira en við. Ákvæðisvinna er algeng og í mörgum iðngreinum verða menn leggja hart að sér til að hafa í sig og á. Jafnvel á frið artímum er andrúmsloftið þrungið baráttu og erfiði. Kon- ur leggja næstum því eins hart að sér og karlar og vinna hin sömu erfiðu störf. Rétturinn til vinnu er næstum hinn eini rétt- ur, sem tryggður er í stjórnar- skrá Stalins, sem hefir orðið að veruleika. Atvinnuleysi er ekk- ert og að miklu leyti af sömu „útrýma atvinnuleysinu“ hefir orðið að beita talsverðri hörku. Yfirleitt hafa þjóð'r Rúss- lands fengið minni mat en Bret- ar bæði í stríði og friði. Skömmt un þeirra hefir ekki verið eins heiðarleg. I Rússlandi er það ríkið, sem rekur „svarta markaðinn" og skammast sín ekki fyrir að selja I hinum efnaðri takmarkaðar birgðir munaðarvara fyrir geypiverð. Rússar ganga engan vegirin eins vel til fara og við. Fatnað- ur.þeirra er lakari að gæoum og bor smekldeysi vitni. Fólk, sem maður sér á götum úti, er ákaf- lega illa til fara. , - Hýbýlakostur Rússa er mikl- um mun lakari en okkar. — Byggingarefnin eru lakari og sama er að segja um þá, sem reisa byggingarnar. Fátælira- hverfin í Moskvu eru jafnslæm og þau lökustu annars staðar í heiminum. Heildarsvipur rúss- neskra borga er að þær eru ó- hreinar, sóðalegar og leiðinleg- ar. Aðalgötum einum er haldið við. Hreinlæti allt og heilbrigðis- hættir eru mun lakari en hjá okkur. Jafnvel í stærstu borgun um er hreinlætið á mjög frum- stæðu stigi og sama er að segja um hætti og venjur íbúanaa. Flutningatæki Rússa eru hæg fara, yfirfull og ófullkomin á okkar mælikvarða — jafnvel ei'tir mælikvarða okkar á stríðs- tímum. Heilbr'.gðisstarfsemi Rússa, sem svo mjög hefir verið dáð, er lélegri en hjá okkur að mörgu leyti. Hreinlæti og vinnu aðferðir í rússneskum sjúkra- húsum eru yfirleitt langt fyrir neðan það, sem tíðkast í sjúkra- húsum okkar. Hvað læknisfræð- ina snertir, getum við' lítið sem ekkert lært af Rússum. Kenslumál Rússa eru ekki á eins háu stigi og hjá okkur. Rússneskir skólar hafa ekki eins gott húsnæði eða kennslu- tæki og skólar okkar. Menning- m er enn á mjög lágu stigi og almenningur hefir ekki eins góð tækifæri til að skemmta sér og hafa ofan af fyrir sér og í Bret- landi. Eg hef talið hér upp dálítið af því, sem mundi vekja mesta at- hvgli hvers manns, sem fer til Rússlands nú á dögum. Auðvit- að eru aðstæðurnar í Rússlandi f ligóðar, þegar þær eru með hezta raóti, en yfirleitt er Rúss- l?nd langt að baki okkur í efna- legu tillitl. Það er ekkert undar- legt. því að þannig hefir það alltaf verið. Á þessu sviði er það langt á eftir og langur tími mun líða, þangað til það nær okkur. Þetta táknar ekki, að sovét- stjórnin hafi ekki hrundið í framkvæmd miklum umbótum ó síðasta mannsaldri. Ilún hef ur framkvæmt bæði iðnaðar- og akuryrkjubyltingu með miklum hraða, en það hefur kostað þjóðina m'klar þjáningar. Hún hefui’ gert Rússland bæði styrkt og voldugt. Hún hefur lagt grundvöllinn að efnalegri vel- megun. Hún hefur sýnt, að rík ið getur rekið margþætt fram- leiðslukerfi samkvæmt fyrir- J ramgerð ’m áætlunum án þess að sigla í strand. Hún hefur á nokkuru árabil' bætt lífskjör rússneskrar alþýou, sem voru mjög bágborin, og mundi hafa gert það á mun skemmri +5má, ef hún hefði ekki neyðzt til aö verja miklu af auoæfum lands- ins til hernaðarþarfa. Fleir: eru nú læsir og skrifandi og menn- ing fjöldans hefur yfirleitt auk- izt., enda þótt langt sé þangað til hún kemst í fullkomið lag. He'lbrigðiseftirlitið hefur hún líka aukið til muna, aukið al- þýðumenntun og byggt fleiri og betri borgir og rc-ynt að auka þægindin í þeim. 1 raun réttri hefur sovét- stjórnin unnið mai'gt, sem hún getur stært sig af. Afrek henn- ar á sviði félagsmála og atvinnu og fjárhagslíf geta staðizt sam- anburð við samskonar afrek hvaða stjóimar sem er í sög- unni. Hún hefur auðvitað ekki skap að þúsund ára ríki og ég fæ ekki séð, að hún nálg'st með I hraðari skrefum en við. Sovét- stjórnin hefur ekki breytt mann legri náttúru. Ibúar Rússlands eru ekki betri, ekki óeigingjarn- ari, ekki meiri hugsjónamenn en við. Eg býst ekki við, að menn séu miklu hamingjusam- ari í Rússlandi en Bi’etlandi né rniklu óhamingjusamai’i. Menn ættu ekk' að gera sér i hugarlund, að það sé einstak- lega rnikið jafnrétti í hinu rúss- neska þjóðfélagskei’fi. Rússar skipast í fátæklinga og efna- menn, yfirstétt og smælingja, alveg eins og við. Það er mjög mikill munur á lifnaðarháttum Framh. á 6. síðu. Svíar ræða nú um það, hvort þeir eigi að minnka her sinn eða hætta á að lenda í ónáð hjá Pússum með því’að verja mildu fé til landvai’na. Rússland, Bi’etland og Ban.Ia ríkin fylgjast öll af áhuga með ákvöröun Svía, enda munu að- • gerðir þeh’ra í þessu efni áreið- anlega hafa áhrif á hei’búnaðar- áform annarra þjóða, sem liggja milli í’ússnesku og engilsax- nesku áhrifasvæðanna. Vanda Svía er í því fólginn að velja milli fjögurra hervarnará- ætlana. Fyrir ári síðan fól . sænska stjórnin yfirhershöfð- ingja sínurn, Helge Victor Jung, að gera þrjár varnaráætlanir. Fyrsta áætlunin myndi hafa í för með sér 156 milj. kr. (ísl.) árleg útgjöld, eða um það bil 81 % áætlaðs kostnaðar við land varnir fjárhagsárið 1947—48. Sænskir kommúnistar, sem fara háðsyrðum um ótta landa sinna við árás frá Rússum, segja þetta of mikið. Önnur áætlunin myndi kosta rikið 182 milj. kr. á ári. Sænsk'r jafnaðannenn, sem eru stæi’sti stjórnmálaflokkur landsins, vona, að um þessa áætlun geti oVoið samkomulag milli meiri hluta flckkaniia. Þi’iðja áætlunin lc'ðlr af cév 214 milj. kr. útgjöld, eða um 26% hækkun frá núverandi hei’naðai’útgjöldum. Fjórða áætlunin sýnir lámark j þess herbúnaðar, sem Jung tel- I ur nauðsynlegan til að tryggja öryggi Svíþjóðar ,ef til ófriðar kæmi milli Rússa og Vestui’veld anna. Framkvæmd hennar myndi kosta um 220 milj. kr. Jung-áætlunin er miðuð við það, að her Svía hafi svipaðan styrkleika og hann hafði flest ár síðustu heimsstyrjaldar. „Stríðshættan fyrir oss er tengd við það, ef sá árekstur verður milli stórveldanna, að samtök Sameinuðu þjóðanna sundrist,“ skrifar Jung. „Herbúnaðarlaus svæði eru hættuleg. Aðstæður vorar eru nú allt aðrar en eftir fyrri heimsstyrjöld, þegar dregið var úr hei’búnaði Svía.“ Hver varnaráætlunin, sem val in verður, felur í sér fjölgun orustuflugvéla, og vei’ða þær kjarni sænska flughersins. Bæði. Jung-áætlunin og tvær hinna gei’a ráð fyrir fjölgun oi’ustu- flugsveita úr 7 í 10. Jafnvel fyi’sta áætlunin gerir ráð fyrir 30 af hundraði aukningu oi’ustu flugvélaflotans . Eftir Jung-áætluninni verður sprengjuflugsveitunum fækkað úr sex í fjórar. Svíar i’eiða sig á, að brezkar og bandarískar sprengjuflugvélar muni koma þeim til aðstoðar, ef Rússar ráð ist á þá. Samhliða láta þeir þau ci’ð falla, að rússneskar flug- vélar muni aðstoða þá, ef Bandai’íkjamenn og Bretar ráðast á landið. Svíar eru nú þegar teknir að auka ox’ustuflugflota sinn í sam ræmi við áætlanir þessar. — Bandaríkjastjórn hefir ákveð'ð að selja Svíum 90 Mustang-or- ustuflugvélar af birgðum Banda ríkjahers. Jung-áætlunin gerir ráð fyrir fjölgun tundurskeýtabáta, en fækkun stórskipa. Hershöfðing- inn leggur til, að tundurskeyta- bátarnir vai’ði 30, í stað 20 nú, en vill jafnframt láta höggva upp þi’jú orustuskip flotans. Fjöldi þjálfaði’a hei’manna vex’ður mjög breytilegur, eftir því hver áætlunin verður valin. Jung vill fá her, sem sé 96% af þeim herstyrk, sem Svíar hefðu getað kvatt til vopna 1942, þegar Svíþjóð var fullbú- in til styi’jaldar. 4% lækkunin stafar ekki af skorti á herþjálf- un heldur því, að fæðingum hef- ir fækkað í landinu. Svíþjóð gæti sennilega kvatt til herþjón ustu 650 þúsund menn á aldr'.n- um 20-47 ára. Hinar áætlar.irn- sr gera ráð F'IIr r.iLxni her- styrk. Laun hafa verið hækkuð og léyfi hermanna og frjálsx’æoi aukið til þess að hvetja menn til A'ð ganga í herinn, og er þáð lið- ur í þeirri viðleitni að fá meira úrval þjálfaðra hei’manna. Ei' þetta heppnast, verður þjálfun- artíminn lækkaður úr 12 í 11. mánuði. Samkvæmt öllum áætlunum á hergagnaiðnaður Svía að ein- beita sér að rannsóknum og endurbótum, en á að framleiða lítið af nýjum hergögnum fyrir herinn,fyr en fullnægt hefir ver ið þörfum friðarframleiðslunn- ar. Bofoi’s, aðalvopnaframleiol andi Svía, er nú tekinn að fram leiða eimreiðir og aðrar þunga- iðnaðarvörur til nota á friðar- tímum. Bofoi's hefir einnig sam- vinnu við sænska herinn vio kjarnorkurannsóknir, sem fram kvæmdar eru í neðanjarðar- verksmiðju, er útbúin var á stríðsárunum. Ágreiningur hefir orðið um það meðal Svía, hvei'ja þessara áætlana þeir eigi að velja. Öttinn við Rússa heflr leitt til þess, að bæði íhaldsmenn cg margir aðrir Svíar telja Jung- áætlunina einu réttu leiðina til þess að geta staðið gegn rúss- neskri árás þar til Bretár og Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.