Íslendingur


Íslendingur - 03.09.1947, Síða 3

Íslendingur - 03.09.1947, Síða 3
Miðvikudagurinn 3. september 1947 ÍSLENDINGUR 3 Miklar vega-og braatram- kvæmdir á Norðuriandi. Viðtal við Karl Friðriksson, verkstjóra. „/slendiiígur“ liejir snúið sér til Karls Friðrikssonar, eftirlitsmanns og yjirverkstjóra við vegagerð ríkisins í Eyjafirði og Þingeyjársýslurn og spurl hann um vega- og brúa-framkvæmdir hér norðanlands í sumar. Fara liér á eftir upplýsingar lians: íþróttatélögin þurfa að fá tull- kominn leikvöll. Framkvæmdum verður að hraða eftir föngum. Skortur á lientugum leikvangi háir mjög starfsemi íþróttafélag- anna í bænum. Ber brýna nauðsyn til að fram úr þessum vanda verði ráðið sem allra fyrst, því að íþróttafélögin vinna mikilvægt uppeldisstarf og því sjálfsagt að reyna að skapa þeim sem bezt starfsskilyrði. í»að eru hagsmunir alls bæjarfélagsins, að starf- þeirra beri tilætlaðan árangur. Sfórbrýr á Jökuisó og NorSuró. Mikilvægustu brúagerSir hér norS- anlands nú eru brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum og Norðurá í Skagafirði. Er'u báðar þessar brýr mikið mann- virki. Byrjað var á brúnni yfir Jökulsá í fyrrasumar, og er vonazt til, að hún verði fullgerð í lok þessa mán- aðar. Hafa unnið við liana 50 menn í sumar. Er þetta lengsta hengibrú á landinu, 104 metrar milli turna. —• Verkfræðingar, frá enska firmanu, sem lagt hefir til járn og strengi í brúna, hafa verið eystra í sumar. Þá hafa verkfræðingarnir Arni Pálsson og Snæbjörn Jónasson lengstaf ver- ið þar eystra í sumar. Verkstjóri við brúna er Sigurður Björnsson. Brú þessi styttir veginn austur um 60— 70 km. Nokkuð heíir verið unnið að vegagerð í nánd við brúna, undir verkstjórn Péturs Jónssonar í Reykja hlíð. Brúin á Norðurá styttir veginn urn ca.2 km., og hefir sá kafli verið mjög seinfarinn. Verkstjóri við þessa brú- argerð er Jónas Snæbjörnsson, og hefir hann haft um 15 menn við brú- arsmíðina. Gert er ráð fyrir,_að þessi brú verði fullgerð um miðjan septem- ber. Brekknaheiðarvegur. í Norður-Þingeyjarsýslu hefir ver- ið unnið í Brekknaheiðarvegi, og er hann nú kominn yfir aðaltorfærurn- ar, sem á þeirri leið voru — milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur. Við þessa vegagerð er mjög erfitt að koma að nokkrum stórvirkum vinnu- vélum. Verkstjóri við þenna veg er Jónas Bjarnason og hefir hann ha’ft milli 10 og 20 menn í sumar. Uósavatnsskarð. Unnið hefir verið að vegagerð í Ljósavatnsskarði, á kafla meðfram Ljósavatni. Verkstjóri við þá vega- gerð er Leonard Albertsson, og hefir hann liaft 20 manna flokk og stór- virkar vegavinnuvélar. Kafdakinn og VaSlaheiði. Köldukinnarvegur er nú orðinn nær 7 km. langur og hefir verið unn- ið þar með skurðgröfu í työ sumur. I sumar hefir nokkuð verið unnið þarna, og hefir allur ruðningurinn verið jafnaður með jarðýtu. Mun verða borið ofan í nokkurn hluta hans í haust. Endurbætur eru fyrir- hugaðar á Vaðlaheiðarvegi. i Vegir í Eyjofirði. Lagður hefir verið vegur mestalla leiðina af aðalþj óðvegin u m og niður á Árskógssand, en ekki hefir verið hægt að ljúka þeirri vegagerð sökum fjárskorts. Þá er verið að leggja Laugalandsveg frá Oxnafelli að Guð- rúnarstöðum. Guðmundur Benedikts- son hefir verið verkstjóri við báða þessa vegi og hefir haft 8—10 menn, auk jarðýtu og ámokstursvélar. Samningum er nú lokið milli vinnu vgitenda og Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar um kaup og kjör verkamanna. Kauptaxti félagsins hækkaði til samræmingar við kjör „Dagsbrúnar“, enda er það eðlilegt, að samræmi sé þar á milli. I almennri vinnu og skipavinnu hækkar grunnkaupið um 15 aura og verður nú 2.80 á klst. í stað 2.65. Vinna í grjótnámi og annað undir þeim lið hækkar úr kr. 2.80 í kr. 2.95. Kola-, salt- og sements-vinna hækkar úr kr. 2.90 í kr. 3.05. Boxa- og katla-vinna hækkar úr kr. 3.60 í kr. 3.75. Kaup unglinga 14—16 ára hækkar úr kr. 2.00 í kr. 2.15. Mán- aðarlaun manna hjá olíufélögunum haekkar úr kr. 500.00 í kr. 530.00. Stærilæti „Verkam.“ yfir „sigri“ kommúnista í þessum samningum, sem þeir virðast telja einn liðinn í baráttunni gegn ríkisstjórninni, er næsta broslegt, og má þar segja, að ,.litlu verður Vöggur fenginn.“ Rík- isstjórninni er það áreiðanlega ekk- ert á móti skapi, þótt verkamenn á Akureyri beri sama úr bítum og starfsbræður þeirra í Reykjavík og sama rnun vera um aðra að segja, Heimsmeisfarakeppni É skék á næsta éri Alþjóðaskáksambandið hefir á- kveðið, að keppni um heimsmeistara- titilinn í skák skuli háð í marz á nœsta ári. Sex leiknustu skákmenn heimsins taka þátt í mótinu, en þeir eru þess- ir: Botvinnik, Keres og Smyslov fyr- ir Rússa, Euwe fyrir Holland og Res- hevsky og Fine fyrir Bandaríkin. Keppnin hefst í Hollandi en lýkur í Moskva. Rússar liafa gengið í alþjóðaskák- sambandið ög fulltrúi þeirra, Ra- gozin, verið kosinn varaforseti þess. SisSurSeÉSs.'í. Karl kvaðst ekki geta gefið ná- kvæmar upplýsingar um vegagerð í Skagafirði, en þar væru.mjög mikl- ar framkvæmdir, og fjárveiting til þeirra myndi nema alll að einni miljón króna. Fer meginhluti þessa fjár í lagningu nýja vegarins yíir Oxnadalsheiði- og í $ilfrastaðafjani. auk brúarinnar á Norðurá. Verkstjóri á Oxnadalsheiði er Rögnvaldur Jónsson frá Sauðár- króki. Mun hann hafa haft um 20 menn. Verkstjóri við vegagerðina í Silfrastaðafjalli er Jóhann Hjörleifs- son og munu sennilega vinna hjá honum um 40 menn. A báðum stöð- um eru j arðýtur mikið notaðar, cnda er landið erfitt. Hafa þessí nýju tæki stóraukið afköstin. Þá mun unnið að vegagerð í Stíílu í Fljótum og yfir Láheiði til Ólafs- fjairðar. svo að hér er um harla lítið afrek að ræða. Það er hins yegar ólíklegt, að verkamenn og aðrir Akureyringar gleymi baráltu kommúnistaforingj- anna í vor gegn Krossanesverksmiðj - unni. Þá taldi núverandi formaður V erkamannafélags Akureyrarkaup- staðar hagsmuna verkamanna nægi- lega gætt með því, „að þeir fengi þó alltaf vinnu við að rífa,“ ef ekki yrði unnt að starfrækja verksmiðj una. Það er eljki að furða, þótt þessir karlar stæri sig af umbótavilja sín- um!! NORSK BLAÐAUMMÆLI UM SNORKA-IIÁTÍÐINA Af norskum blöðum og blaða- úrklippum, sem hingað hafa borizt, er það ljóst að Snorra-há tíðin hefir vakið mikla athj/gli í j Noregi og átt mikinn þátt í að í treysta vináttuböndin milli Is- lendinga og Norðmanna. Meðan á heimsókninni stóð birtust dag lega fregnir af henni í öllum blöðum Noregs, en jafnframt tóku blaðamennirnir, sem hing- að komu, að senda greinar sín- ar he'm í flugpósti. 1 öllum þess um greinum er látin í Ijós mikil hrifning yfir móttökunum, og lofa blaðamennirnir gestrisni og hlýju íslendinga á hvert reipi. Það þykir nú sennilegt, að Snorra-líkneskið í Björgvin verði ekki afhjúpað í haust, eins og ráðgert hafði verið, heldur í júnímánuði að vori, og er þá hugmyndin að bjóða Islending- um og Færeyingum til heim- sóknar og hátíðar í því tilefni. (Frétt frá utanríkis- ráðuneytinu). 4 Iþróttabandalag Alcureyrar hefir haft mál þetta til athugun ar um alllangt skeið. Flefir helzt kömið til tals að gera íþrótta- svæði neðan við Brekkugötuna, og hefir I. B. A. látið gera kostn aðaráætlun um íþróttavallar- gerð á þessu svæði. Land það, sem hér um ræðir., er eign frú Guðrúnar Ólafsson. Hefir bæjar ráð lagt til, að henni verði gert tilboð um kaup á þessu landi fyrir 200 þús. kr. með ákveðr,- um greiðsluskilmálum, en verði bví tilboði ekki tekið, telur bæj- arráð sig eklci geta mœlt með, að íþróttavöllurinn verði gerður á þessum stað. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvort e'.tthvað hefir síðar gerzt i málinu, en þess er að vænta, að bæjaryfii'völdin reyni eftir megni að greiða fyrir því, að þetta mikla áhuga- og hags- munamál íþróttafélaganna í bænum komist sem fyrst í fram kvæmd, því að fyrr er naumast hægt að búast við, að hér geti skapazt fjölskrúðugt íþróttalíf. Sitndlaugin. Annað áhugamál íþrótta- manna í bænum er að koma upp sundhöll og endurbæta sund- laugina á ýmsan hátt. Iþrótta- fulltrúi ríkisins var hér á ferð fyrir nokkru og sat þá fund með byggingarnefnd, bæjar- stjóra og sundkennara. Lögðu sundkennari, Ólafur Magnússon og íþróttafulltr. t'.I, að byggður yrði nokkur hluti þeirrar bygg- ingar, er uppdrættir liggja fyrir um. Er hér um að ræða kjall- arann undir búningsklefunum,. ásamt grunnri kennslulaug í austurhluta kjallara, og vestari . helming búningsklefa ofan á kjallara, ásamt anddyri og for- stofu. Aætlað er, að stærð þess- arar byggingar muni verða um 2000 kúbm. og kosta fokheld um 350 þús. kr. Bærinn hefir nú til umráða 100 þús. kr., og á móti þeirri upphæð kemur 60 þús. kr. fram lag frá ríkinu. Þá gat íþrótta- fulltrúi þess, að hugsanlegt væri, að íþróttasjóður gæti lán- að 100 þús. kr. til bráðabirgða. Var samþykkt að fela íþrótta- fulltrúa að fá sem allra fyrst fullkominn uppdrátt af þéssum hluta byggingarinnar, sem yrði gerður með hliðsjón af viðbótar bygingu síðar. Einnig var hon- um falið að leita tilboða í fuli- komin hitunar- og hreinsitæki. Bæjarstjóra var hins vegar fal- ið að sækja um fjárfestingar- leyfi til Fjárhagsráðs. GolfvöUurkm. Einn er sá þáttur íþróttalífs- ins hér í bænum, sem verðskuld ar, að bonum sé gaumur gefinn og tryggð starfsskilyrði. Það er golfíþróttin, sem er holl íþrótt fyrir þá, sem mikið sitja inni, enda hefir hún víða náð miklum vinsældum. Golfklúbbur Akureyrar hefir komið sér upp golfvelli fyrir of- an Þórunnarstræti. — Fram- kvæmdir þar og vélakaup hafa kostað klúbbinn allt að 100 þús. kr. og fékk klúbburinn hingað enskan sérfræðing í fyrra til þess að skipuleggja völlinn. Er- lendis er það talinn mikill kost- ur við hvern bæ sem ferða- mannabæ, að þar sé góður golf- völlur. Góðir golfvellir eru því mikilvægir í sambandi við þá viðleitni að gera Island að ferða mannalandi. Fallegur golfvöllur er líka prýði fyrir hvern bæ. Síðustu árin hefir Golfklúbb- urinn efnt til svokallaðrar firmakeppni, en hún er fyrst og fremst til f járöflunar fyrir starf semi klúbbsins. Starfsemi þessi er líka vel þess virði að vera styrkt, og bregðast firmu í bænum vonandi vel við, ef enn yrði til þeirra leitað. Iþróttirnar eru ómissandi lið- ur í uþpeldi æskunnar. Því ber að stuðla að því, að þær geti r.áð til sem allra flestra. HOLRÆSAGERÐ Á GLERÁREYRUM. Heilbrigðisnefnd hefir skýrt bæjarstjórn svo frá, að hún telji chjákvæmilegt, að nú þegar verði hafizt handa um holræsa- gerð á Gleráreyrum, eða aðrar ráðstafanir gerðar, er komi að sömu notum. Óþrifnaður sé nú orðinn svo mikill þarna, að af því stafi mikil sjúkdómahætta. Væntanlega verður lagt allt kapp á að koma þessu í viðun- andi ástand sem allra fyrst. FRAMTALSNEFND SKIPUÐ 1 jármálaráðuneytið hefir skipaö þrjá menn í framtalsnefnd, skv. lög- um um eignakönnun. Á nefnd þessi að sjá um hin sérstöku framtöl, sem fram eiga aS fara einhvern tíma í liaust. I nefndinni eiga sæti: HörSur ÞórSarson, lögfræSingur, Ingimar Jónsson, skólastjóri, og dr. Kristinn GuSmundsson, skattstjóri. 'k Samið um kjör verkamanna á Akureyri. Fá sama kaup og ,.Dagsbrún”

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.