Íslendingur


Íslendingur - 03.09.1947, Side 6

Íslendingur - 03.09.1947, Side 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagurinn 3. seplember 1947 Þakka hjartanlega alla þá miklu vinsemd, sem mér var sýnd á sextugsafmæli mínu. Guð og gæfan fylgi ykkuröllum. Valrós Baldvinsdóttir, Asgarði, Hjalleyri. Dráttarvextir falla á fyrri hluta útsvars í Akureyrarkaupstað þann 1. september n. k. Dráttarvextirnir eru 1% á mán- uði og reiknast frá gjalddaga. Þá eru allir þeir, er vinnulaun greiða, áminntir um að halda eftir af vinnulaunum til lúkningar ó- c greiddum útsvörum starfsmanna. Dráttarvextirnir ná eigi til þeirra launþega, er greiða útsvör sín mánaðarlega af kaupi. Akureyri, 28. ágúst 1947. BÆJAEGJALDKERI. Samvlianr ðttlættð Framh. af 5. síðu. „höfðatölu“ er ekki vísvitandi föls- un, er það kjánaskapur, en það er ef til vill heldur skárra og má vera, að það sé eins trúlegt. Það má vel vera að einhverjir telji það, sem ofan er ritað um „höfðatöluna" lýsa of mik- illi vandlætingu í garð þeirra, sem halda henni fram, en það þarf meira en lítið lánglundargeð til að geta horft köldum augum á, að slík en- demi skuli vera endurtekin ár eftir ár af fullorðnum mönnum, og að á slíku skuli vera byggðar ákveðnar kröfur, sem allan almenning varða. % Kröfurnar og framkvæmdin. Þeir, sem halda því fram að út- hluta eigi innflutningsvörum eftir höfðatölu félagsmanna í kaupfélög- um virðast ekki hafa gert sér neina grein fyrir hvað yrði uppi á teningn- um, ef slíkt yrði gert. Afleiðingin yrði augtjóslega sú, að talca yrði upp allsherjarskömmtun á öllum vörum, smáum og stórum, allt frá saumnál- um til stœrstu véla, til þess að koma í veg jyrir að þeir, sem ekki verzla í kaupfélögum, verði að verulegu leyti afskiptir. Eins og áður var bent á, eru -.-gai fastar skorður um það meðal alls al- mennings, hvar hann verzlar. Menn verzla þar, sem þeim sýnist í það og það skiptið. Sumstaðar eru engin kaupfélög. Sumir vilja ekki verzla við þau á sama hátt og margir kaup- félagsmenn sneiða hjá dyrum kaup- mannsins. Það verður að taka tillit til alls þessa. En ef beina ætti aðal- vörustraumnum að verulegu leyti í einn farveg, eins og „höfðatölu“- mennirnir vilja, verður afleiðingin skömmtun á öllu — margfallt víðtæk- ari- skömmtun heldur en nokkurs staðar hefir þekkzt, og það á svört- ustu styrjaldartímunum. Það ber allt að sama brunni, hvernig sem menn velta fyrir sér þessari svonefndu ,,höfðatölureglu“. Hún er byggð á röngum kgrundvelli og framkvæmd hennar ómöguleg. Játning ,,Tímans“. í forustugrein þann 6. ágúst stend- ur í „Tímanum“:--------T>Þótt sam- vinnufélögin telji smákaupmennina keppinaula sína vilja þau tryggja þeim jafnvægisaðstöðu, því þannig verður bezt tryggð heilbrigð sam- keppni þessara aðila en það er tví- mælalaust hagkvæmasta verzlunar- fyrirkomulagið sem hægt er að tryggja neytendum enn sem komið er.“ 1 þessum orðum felst, að „Tíminn“ telur heilbrigða samkeppni bezta. En samkeppnin getur naumast orðið heilbrigð eða jafnvígisaðstaða milli aðilanna, ef beina á verzlun með helztu nauðsynjavörur landsmanna til annars aðilans og búð lians er full, en hinn-aðilinn, sem ekki fær að styðjast við neina höfðatölu, hefir aðeins tómar hillur að sýna. Það mundi líka íljótlega sjást á tekju- stofnum ríkis, bæjar og sveitafé- laga, ef slíkri aðferð væri beilt. — Ríkisvaldið hefir naumast tilhneig- ingu til að efla kaupfélög úr hófi fram meðan þau njóta stórkostlegra skattfríðinda fram yfir aðra. Það er ekki tíl nema einskonar réttlæti, þótt „Dagur“ heimti sér- stakt „réttlæti“ handa kaupfélögum. Réttlælinu verður ekki tvístrað í samvinnuréttlæti og annað réttlæti, en vitanlega er hægt að gera kröfur út í bláinn um hitt og þetta. Og það Skjaldborgarbíó Aðalmynd vikunnar: I STJÖRNULEIT (Give Me the Stars) Bráðskemmtileg ensk söngvamynd. Aðalleikendur: LENI LYNN — WILL FYFFE — JACKIE HUNTER. ý \ a JG t ó Næsta mynd: MANNAVEIÐAR (A GAME OF DEATIT) Amerísk kvikmynd frá RKO Radio Pictures Aðalhlutverkin leika: John Loder — Andrey Long — Edgar Barrier Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Ný ferðarltvél til sölu. Uppl. í Prentsm. Björns Jónssonar. Auglýsið í Islendingi er eins og þar stendur: Margir fals- spámenn munu upp koma og afvega- leiða alþýðuna. IMö til sölu. Uppl. í Hafnarbúðinni hf. Kristján Sigfryggsson. Tannlæknlngastofn hefi ég opnað í Hafn- arstræti 101. Viðtalstími 10-12f. h. og eftir samkomulagi. BALDV3N RINGSTED, lannlæknir. AKUEEYRINGAE! Enn er eftir að draga þrisvar sinnum í bifreiðahappdrætti S. I. B. S. og um 15 bifreiðar. Því er enn tími til að freista gæfunnar og eignast eina eða fleiri „Renault“-bifreiðar, um leið og þér styrkið eitthvert mesta þjóðþrifamál okkar Is- lendinga. Leggið öll hönd á hið mikla Grettistak, sem er útrým- ing berklaveikinnar hér á landi. Kaupið happdrættismiða S. 1. B. S. Happdrættismiðarnir fást hér á Akureyri í öllum bókaverzlun um og í mörgum öðrum verzlun um. I Glerárþorpi í verzluninni Glerá. Næst verður dregið 15. nóv- ember n. k. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA inn sést aðeins og blátt band uppi yfir, og jafnvel um hábjartan daginn er niðamyrkur niðri á stígnum. Auk þessara hindrana voru einnig með vissu milli- bili sterklega gerð hlið með turni yfir, þar sem verðir stóðu dag og nótt, og beggja vegna við voru virkisgraf- ir, sem ekki var hægt að komast yfir nema eftir vindu- brúm. Það var því skiljanlegt, að Fungarnir, þótt Aba- tierarnir væru raggeitur, hefðu ekki getað unnið þetta gamla virki sitt, þrátt fyrir margra ára baráttu. En sagt er, að Abatierarnir hafi á sínum tíma unnið þetta virki af þeim með austurlenzku herbragði. Það er ekki hægt að segja, aö væri neinn glæsi- bragur yfir okkur, sem riðum í miðjum hópnum. Orme var sýnilega mjög veikur eftir sprenginguna, þótt hann hefði til þessa getað haldið sér uppi, og menn urðu nú að ríða sinn hvoru megin við hann til að gæta þess, að hanri félli ekki af baki. Það hafði líka fengið mikið á hann, að við höfðum neyðst til að fórna Higgs, og ekki virtist annað bíða hans en hræðilegur dauðdagi. Og ef þetta voru hans tilfinn- ingar, hvernig hlaut þá að vera ástatt um mig, sem ekki aðeins hafði skilið vin minn heldur einnig son minn eftir í höndum þessara villtu heiðingja? Slæðan huldi andlit Maquedu fyrir okkur, en það var eitthvað í hátterni hennar, sem gaf til kynna blygðun og örvæntingu. Lotið höfuðið og meira að segja baksvipurinn sýndi þetta. Eg hygg líka, að hún hafi verið kvíðin vegna Orme, því að hún snéri sér hvað eftir annað að honum til þess að sjá, hvern- ig honum liði. Eg er einnig viss um, að hún var mjög reið við Joshua og marga af foringjum sínum, því að þegar þeir ávörpuðu hana, svaraði hún ekki, eða að minnsta kosti í sem-allra fæstum orðum. Hún rétti 125 bara í hvert skipti úr sér í söðlinum. Skap prinsins virtist hafa komizt í mikið uppnám, þótt hann sýni- lega hefði náð sér eftir meiðslin í bakinu, sem höfðu komið í veg fyrir, að hann gæti tekið á móti áskorun soldánsins. Á torförnum kafla vegarins fór hann meira að segja af baki og hljóp nokkurn spöl. En ef einhver af undirmönnum hans ávarpaði hann, muldr- aði hann bara formælingar. Og framkoma hans við okkur Englendingana, éinkum Kvik, var langt frá því að geta talizt elskuleg. Ef hægt hefði verið að drepa með hatursaugnaráði, er ég viss um það, að enginn okkar hefði komizt lifandi að hliðum Mur. Að lokum komum við að hinu svokallaða hliði, sem var inngangurinn í skarðið innan frá, og þaðan sáum við fyrst hina víðléndu fjöllum girtu sléttu fyr- ir framan okkur. Það var fögur sjón að sjá hana laugaða í sólskininu. Næstum beint fyrir neðan fæt- ur okkar lá sjálf borgin. Voru húsin með flöt þök og hálfhulin milli pálma og annarra trjáa. Borgin var allvíðáttumikil, því að garður var umhverfis öll stærri húsin. Meðfram fallegri strönd hins glitrandi stöðuvatns handan við bæinn, teigðu sig lengra en augað eygði til norðurs frjósamir akrar, og hér og þar voru búgarðar eða lítil sveitaþorp. Þótt Abatierarnir hefðu marga galla, voru þeir sýnilega góðir bændur, alveg eins og forfeður þeirra hinir fornu íbúar Júdeu. Og í þeirra augum var það mikilvægast af öllu að. eiga land. Sá, sem átti stórar lendur, var mestur meðal þeirra. Sá, sem lítið land átti, mátti sín lítils, og sá, sem ekkert land átti, var raunverulega þræll. Lögin fjölluðu að mestu leyti um landareignir þeirra. Metorðagirnd þeirra, afbrot þeirra, allt var þetta tengt við jörðina, og af afurð- um hennar lifðu þeir og urðu ríkir með vöruskipta- 126 verzlun. Mynt höfðu þe:r enga, en notuðu sem gjald- miðil visst magn af korni eða öðrum afurðum, hesta, úlfalda, jarðarskika o. s. frv. Og þó er land þeirra það auðugasta af gulli og öðr- um málmum, sem ég hefi heyrt getið um — meira að segja í Afríku. Svo auðugt, að Higgs segir, að hinir fornu Egyptar eigi að hafa unnið hér miljónavirði af gulli úr jörðu árlega. Og samt var gullið einskis virði í augum þessara afkomenda Gyðinganna. Þegar við komum inn i úthverfi borgarinnar, komu konur, sem margar voru fagrar, þjótandi og föðm- uðu eiginmenn sína eða elskhuga. Margar lyftu upp til þeirra smábörnum, sem þeir áttu að kyssa, og nokkuð lengra í burtu sáum við börn, sem áttu að dreifa rósum og öðrum blómum fyrir fætur þessara sigurvegara. Og allt þetta umstang var aðeins af því, að þessir hraustu menn höfðu riðið út í mynni skarðs ins og aftur til baka. ,,Ó, þér guðir!“ hrópaði hinn kaldhæðni Kvik, er hann hafði horft á þessa viðhöfn. „Hvílík hetja finnst mér ég vera orðinn. Hugsið ykkur, þegar ég kom heim úr Búastríðinu eftir að hafa legið milli lífs og dauða með kúlu gegnum lungun, og mín hafði verið getið í herskýrslu, já, ég, Kvik liðþjálfi, hafði verið nefndur í herskýrslu — af þeim mesta hershöfðingja- fábjána, sem nokkurt auga hefir litið — fyrir afrek, sem ég hirði ekki um að skýra nánar frá — þá var mér ekki veitt hin minnsta athygli, er ég kom heim í ættborg mína. Og samt hafði ég skrifað hringjaran- um þar, sem reyndar er mágur minn, og tilkynnt með hvaða lest ég myndi koma. Já, hugsið þér yður, læknir, ekki nokkur lifandi sál bauð mér svo mikið sem ölsopa í fagnaðarskyni, hvað þá vín“( og hann

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.