Íslendingur


Íslendingur - 03.09.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 03.09.1947, Blaðsíða 8
A t h u g i ð! Gjalddagi blaðsins var 1. /. 0. 0. F. — 129958Vi. — □ Rún:. 5947965%:. Húsvígsla:. Hát:. & V:. Messað verður í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 11 f. h. Zíon. Samkoma á sunnudaginn kl. 8.30 e. h. Björgvin Jörgensson talar. Allir vel- komnir. Sextug verð'ur í dag frú Laufey Páls- dóttir í Hamborg á Akureyri. Hún er öll- um Akureyringum að góðu kunn og hefir tekið þátt í margvíslegum félagsmálum kvenna hér í bæ. SundnámskeiS 12 ára barna og þeirra fullnaðarprófsbarna, er ekki hiku sund- prófi sl. vor, hefst við sundlaug bæjarins, föstud. 5. sept. n. k. kl. 8.30 f. h. Kennsla hefst í barnaskólanum þann 4. sept. fyrir þau börn, sem sækja haustskól- ann. Munu þetta vera um 300 börn. Leiðrétting á hjúskaparfrétt. Meinlegur ruglingur hefir orðið í meðferð prent- smiðjunnar á hjúskaparfrétt í síðasta blaði. Gefin voru saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, ungfrú Bryndís Þor- steinsdóttir, Þorsteinssonar hagstofustjóra og Helgi Árnason, verkfræðingur — og ungfrú Bryndís Jónsdóttir, Stefánssonar listmálara og Snæbjörn Jónasson, verk- fræðingur, Snæbjörnssonar teiknikennara við M. A. Eru aðilar beðnir afsökunar á mistökunum. NORRÆNT BINDINDISÞING Á ÍSLANDI 1950 Brynleifur Tobíasson, menntaskóla kennari, er nýkominn heim frá Norð- urlöndum, þar sem hann hefir dval- ið um skeið og setið þrjár merkileg- ar ráðstefnur. I Svíþjóð sat Brynleifur-, norrærta bindindisþirigið, sem að jafnaði er haldið þriðja hvert ár, og hefir hann verið í stjórn þeirra samtaka síðan 1926. Þing þetta ræddi eins og venju- lega áfengisvandamálið og ráðstaf- anir til úrbóta. Voru flutt á þinginu ýms mjög eftirtektarverð erindi um þetta efni. Brynleifur var fulltrúi íslenzku rík- isstjórnarinnar á þingi þessu og með hennar leyfi og í samráði við ís- lenzku bindindissamtökin bauð hann þinginu heim til Islands árið 1950, en þá er næsta þing fyrirhugað. Þá sat Brynleifur einnig í Svíþjóð, ásamt fleiri fulltrúum frá Islandi, al- þjóðaþing Góðtemplara. Var þar m. a. rætt allmikið um siðakerfi Regl- unnar. Að lokum sat Brynleifur í Nor- egi landsfund norskra rektora og # lektora sem gestur. Ræddi fundur þessi ýms skólamál og kennsluað- ferðir. j úní. iraai Miðvikudagurinn 3. september 1947 „íslendingur" kemur út vikulega, 8 síður, og kostar aðeins 15 krónur órgangurirsn. Gerizt því óskrifendur þegar í dag. Glæsilegir tónleikar. Fyrsta meistaramót 1 írjáls- nm íþróttum á Akureyri. K A. hlant 10 meistara og Þár 5 Fyrsta meistaramót, sem haldið hefir verið í frjálsum íþróttum á Akxireyri, var háð á Þórsvellinxim dagana 30. ágúst til 1. sept. K. A. sá um mótið, og var þátttaka góð. Keppendur voru frá Þór og K. A. Úrslit urðu þau, að K. A. hlaut 161 stig og 10 meistara, en Þór hlaut 73 stig og 5 meistara. Veður var hagstætt alla dagana, en áhorfendur þó fremur fáir. Er það undarlegt, þar sem liér er um nýung-að ræða í íþróttalífi bæjar- ins. Úrslit í einstökum greinum voru sem hér segir. Fjórir efstu menn koma Lil greina við útreikning stiga: 100 tn. hlaup: 1. Eggert Steinsen KA 11.8 sek. 2. Stefán Stefánsson Þór 11.9 — 3. Agnar B. Óskarsson Þór 12.0 — 4. Jón Haraldsson KA 12.4 — 400 rn. hlaup: 1. Rögnvaldur Gíslason KA 58.0 sek. 2. Valdemar Jóhannsson KA 58.9 — 3. Jóhann Ingimarsson KA 58.9 — 4. Eggert Steinsen KA 59.5 — 2. Geir Jónsson KA 12.49 — 3. Eggert Steinsen KA 12.44 — 4. Marteinn Friðriksson KA 12.28 — Hástökk: 1. Eggert Steinsen KA 1.75 m. 2. Matthías Ólafsson Þór 1.70 - 3. Márteinn Friðriksson KA 1.60 — 4. Áki Eiríksson KA 1.55 — Kúluvarp: 1. Mattbías Ólafsson Þór 11.72 m. 2. Ófeigur Eiríksson KA 11.23 — 3. Marteinn Friðriksson KA 11.21 — 4. Baldur Jónsson Þór 10.73 — Kringlukast: 1. Marteinn Friðriksson KA 36.38 m. 2. Ófeigur Eiríksson KA 34.63 — 3. Bergur Eiríksson KA 31.53 — 4. Sigurður Stenxdórsson KA 28.71 — Þann 27. ágúst sl. efndu þau hjónin Dóra og Haraldur Sig- urðsson til tónleika á Akureyri. Voru tónleikarnir haldnir á veg um Tónlistarfélags Akureyrar. Nýja Bíó var þétt setið, enda íátitt að heyra til þessara list- rænu lijóna. Efnisskráin hófst með því, að Haraldur lék Appassionata eftir Beethoven. Þá söng Dóra fimrn lög eftir Schubert með undirleik Haraldar. Haraldur lék síðan Nocturne og Scerzo eftir Chop- in, og að lokum söng Dóra Draumalandið eftir Sigfús Ein- arsson, Maríuvers og Vögguvísu eftir Pál ísólfsson og Mamma ætlar að sofna eftir Sigvalda Kaldalóns. Var efnisskráin öll mjög smekklega valin og með- ferð beggja með afbrigðum góð. Lögin, sem Dóra söng, hæfðu vel hinni þýðu og hljóm- fögru rödd hennar og hver mað ur hlaut að hrífast af hinni snilldarlegu meðferð Haraldar á Appassionata. SKÖLASTJÓRASTAÐAN VEITT. 800 m. hlaup: 1. Valdemar Jóhannsson KA 2. Rögnvaldur Gíslason KA 3. Jóhann Ingimarsson KA-. 4. Italldór Helgason KA 1500 m. hlaup: 1. Stefán Finnbogason Þór 2. Halldór Helgason KA 3. Ragnar Sigtryggsson KA 4. Eiríkur Jónsson Þór 3000 m. hlaup: 1. Valdemar Jóhannsson KA 2. Ilalldór Ilelgason KA 3. Ragnar Sigtryggsson KA 4. Baldur Árnason KA 80 m. hlaup: 1. Guðrún Georgsdóttir Þór 2. Svava Snorradóttir KA 3. Gíslína Oskarsdóttir Þór 4. Halldóra Helgadóttir KA 4x100 m. boðhlaup: 1. K. A. A-sveit 2. Þór 3. K. A. B-sveit 2:26.6 mrn. 2:27.0 — 2:28.0 — 2:29.0 — 4:53.6 mín, 4:56.6 — 4:57.3 — 4:59.8,— 10:40.3 mín. 10:42.1 — 10:45.0 — 10:49.2 — 11.7 sek. 11.9 — 12.4 — 12.4 — 51.4 sek. 51.6 — 53.5 — Spjótkast: 1. Ófeigur Eiríksson KA 46.56 m. 2. Björn Sigurðsson Þór 41.78 — 3. Gunnar Óskarsson Þór 37.96 — 4. Haraldur Ólafsson Þór 36.25 — Fimrntarþraut: 1. Ófeigur Eiríksson KA 2369 stig 2. Marteinn Friðriksson KA 2237 stig Að keppni lokinni 1. sept. fór fram afhending verðlauna úti á velli. Ár- mann Dalmannsson, form. í. B. A., afhenti verðlaunin. Þrír verðlauná- peningar voru veittir í hverri grein, og félagið, sem vann, hlaut bikar. S T Ú L K A Óskasl í vetrarvist, hálfan eða allan daginn. Hátt kaup í boði. Hallgrímur Einarssosi Hafnarstræti 41. Skólastjórastaðan við barna- skólann hér hefir nú loksins verið veitt. Hefir Hannes J. Magnússon, sem áður var yfir- kennari við skólann, verið skip- aður í embætt'ð. Hinn umsækj- andinn var Ilelgi Hannesson frá ísafirði. SÍLDVEIÐIFLOT5NN AÐ HÆllTA. Svo að segja engin síld hefir veiðst sl. viku, og engar síldar- fréttir hafa borizt eftir helgina. Virðast því allar líkur benda til, að þessl síldarvertíð sé á enda. Mörg skip eru þegar hætt veið- um, en önnur hafa byrjað rek- netaveiðar. Bræðslusíldin er heldur meiri en í fyrra, en salt- síldin miklu minni. 4x400 m. boðhlaup: 1. K. A. A-sveit 2. Þór 3. K. A. B-sveit 3:57.4 mín. 4:09.6 — 4:15.4 — Langstökk: 1. Matthías Ólafsson Þór 6.15 m. 2. Marteinn Friðriksson KA 5.97 — 3. Eggert Steinsen KA 5.93 — 4. Stefán Stefánsson Þór 5.77 -— Þrístökk: 1. Matthías Ólafsson Þór 12.50 m. Til leip 3 herbergi með aðgangi að eld- húsi og baði lil leigu frá 1. okt. fyrir rólegt fólk. — Sanngjörn Ieiga. Umsóknum sé skilað á af- greiðslu blaðsins fyrir n. k. lattg- ardagskvöld. STULKUR ' vantar. HÓTEL NOKÐUKLAND. Vantar vetrarmann eða ársmann. JAKOB KARLSSON. Hjónin voru hyllt ákaflega cg bárust þeim margir blómvendir. Varð Dóra að endurtaka mörg lögln og Haraldur að leika auka lag. Að loknum tónleikunum hélt Tónlistarfélag Akureyrar þeim hjónum og dóttur þelrra, Elísa- betu, samsæti. Heimsókn þeirra hjóna og hinnar efnilegu dóttur þeirra, sem hélt hér fyrstu oplnberu hljómleika sína, mun verða Ak- ureyringum minnisstæð. Er gott að fá slika gesti, og á Tónlistar- félagið þakkir skilið fyr'r að fá þau hingað. Skógræktin. Framh. af 1. síðu. kómið geti upp í landinu sem fyrst barrskógur, er gefi af sér gagnvið. Til þess að þessu marki verði náð sem hraðast og öruggast, telur fundurinn að stefnan í skógræktarmálunum eigi í aðal- atriðum að vera sem hér segir: 1. Friðaðir verði sem fyrst þeim birkiskógar eða skógar- leifar, sem enn eru ófriðaðar og taldar eru hentugar í framtíð- 'nni til skjóls fyrir barrskóga. 2. Ríkið hafi með höndum til- raunastarfsemi skógræktarinn- ar, fræflun og uppeldi trjá- plantna af hentugustu tegund- um og sé lögð hin fylsta áherzla á að í skógræktarstöðvum ríkis- ins verði jafnan til nægilega mikið af trjáplöntum til þess að fullnægja eftirspurn, og séu trjáplönturnar seldar ungar, svo vægu verði að engum sé of- vaxið, er áhuga hefir fyrir skóg rækt að kaupa plöntur þessar svo hundruðum eða þúsundum skiptir. 3. Skógræktarfélögin hafi með höndum eftir því sem við verð- ur komið gróðursetning trjá- plantnp, jafnt birkiplantna og annarra tegunda til skjólgróð- urs og fegurðarauka sem barr- plantna, en starfsmenn ríkisins við skógrækt hafi skyldu til þess að annast leiðbeiningar fyrir almenning um allt, er að trjárækt og skógrækt lýtur. 4. Lögð verði áhrzla á, að koma upp nytjaskógum eða skógarreitum við sem flesta bæi (bæjarskógum), þar sem birki verði aðallega notað sem skjólgróður fyrir barrviði með það fyrir augum, að sem flestar bújarðir landsins geti í framtíð- inni notið skógarhlunninda. — Einstaklingar verði styrktir til þessara framkvæmda m. a. með því að ríkssjóður taki þátt í girðingarkostnaði. ‘ ‘

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.