Íslendingur


Íslendingur - 10.09.1947, Síða 1

Íslendingur - 10.09.1947, Síða 1
ÁÆTLA ÍSLANDI 20 MELi. DOLLARA Nejn sú, í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, sem slcipuð var til þess að gera áœtlun um þarjir Evrópu- þjóðanna fyrir ejnaliagslega að- stoð Bandaríkjanna, ajhenti í byrjun júlímánáðar utanríkis- málanefnd þingsins álilsgerð sína. Er þar ácetluð fjárþörf 18 Evrópu- þjóða, og er Island meðal þeirra. Telur nefndin, að Island þurfi 20 milj. dollara, eða sem svarar 130 milj. ísl. króna, til þess að skapa jafnvœgi í við^kiplamálum sín- um. „Þjóðviljinn ‘ óskapast mjög yf ir því, að nefnd þessi skuli leyfa sér að áætla lslandi lánsfé. Telur blaðið, að hér muni vera um. að rœða dulbúna sölu á íslenzku landi. Aætlun þingnejndar Jiess- arar mun ekki byggð á neinni lánsbeiðni frá Islandi, en hins vegar er það harla ógáfuleg slað- hœfing, að allar Veslur-Evrópu- þjóðirnar séu að selja sig Banda- ríkjunum, þótt þœr fái láh lijá þeirn. Verði talin þörf á að fá bráðabirgðagjaldeyrislán, munu kommúnistar heldur áreiðanlega ekki beðnir um leyfi lil Jiess. ENDURSKOÐUN SKATTALAGANNA Ríkisstjórnin hefir nú skipað fimm manna nefnd til þess að endurskoða gildandi skatta- og úlsvarslög. Eiga sæti í nefnd þessari: Gunnar Viðar, hagfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Guðmundur L Guð- mundsson,'bæjarfógeti, Björn Björns son, hagfræðingur, Jón ívarsson, forstjóri, og Steinþór Guðmundsson, kennari. Það er áreiðanlega ekki vanþörf á að taka skattalöggjöfina til rækilegr- ar athugunar og reyna að samræma hana og draga úr þeim feikilega kostnaði, sem skattheimtan hefir haft í för með sér. Eigi eignakönnunin að ná þeim tilgangi að færa skattafram- löl manna í viðeigandi horf, verður að stilla skatta- og útsvarsálögum svo í hóf, að menn noti ekki hverja smugu Lil þess að svíkja undan skatti. Kröfur ríkis og bæja á hendur borg- urunum eru nú orðnar svo óhófleg- ar, að óumflýjanlegt er að 4raga úr álögunum. Það er engin von til þess, öflun, ef allt er af þeim tekið í út- svör og skatta, og á hvað á þá að leggja skattana og útsvörin?, að menn leggi mikið að sér um fjár- Ríkisstjdrnin boðar ti! stéttaráðstefnu nm efnahagsmál þjöðarinnar Ekií á ListlgarSlon. Aðfaranótt sunnudags kom bifreiðarstjóri á lögreglustöoina og kvaðst hafa ekið á suðaustur horn Listigarðsins. Er þar ljótt um að litast, girðing'.n brotin niður á alllöngu svæði og tvö tré brotin. Blaðinu er ekki nán- ar kunnugt um, hvernig þetta slys varð, en skemmdir- þessar eru mjög raunalegar. BÍLIJM SDOLI9 Á þriðjudagsnótt var tveimur bílum stolið hér á Akureyri. — Annar þeirra, lítill flutningabíll, A-343, fannst fyrir utan Glerá, en hinn, sem var stór herbíll (truck), fannst úti á Gleráreyr- um. Hafði honum verið ekið á húsvegg og miklar skemmdir orðið á veggnum og nokkrar á bílnum. Margir fleiri bilar höfðu verið færðir úr stað. Höfðu ribbaldar þessir einkum lagt leið sína um norðurbrekk- una. - t Lögreglan biður alla þá, sem varir hafa orðið við grunsam- lega mannaferð á þ'essu svæöi milli kl. 4—6 á þriðjudagsnótt, að gera lögreglunni aðvart. GLÆSILEG ÍÞEÓTTAAFBEK. íslenzku íþróttamennirnir, sem keppt hafa að undan- förnu í Noregi og Norður- landakeppninni í Svíþjóð, hafa unnið meiri afrek en hinir bjartsýnustu menn höfðu gert sér vonir um, enda hafa sumir þeirra vakiö sérstaka athygli á þessum mótum. Haukur Clausen,sem er aðeins 18 ára, sigraði í 200 metra hlaupi í Norðurlanda- keppninni á 26,9 sek. og setti nýtt Islandsmet. Þá varð Finnbjörn Þorvaldsson annar í 100 metra hlaupi á 10.9 sek. og var aðeins sjón- armunur á honum og Svíari- um Strandberg, sem varö fyrstur. í Noregi vann Öskar Jónsson mjög glæsilegan sig- ur í 1500 metra hlaupi. Þessir vösku piltar hafa með afrekum sínum orðið landi sínu til mikils sóma. Enskt lýsistökuskip strandar Stórskemmir bryggjuna á Dagverðareyri. Síðastliðinn sunnudag kom 800 smálesta brezkt tankskip til Dagverðareyrar til að 'sækja lýsi. Var koma og brottför skips þessa harla söguleg. Þegar skipið lagði að byggju, var lægnin ekki meiri en svo, að keyrt var beint á bryggjuna og inn í hana miðja. Er bryggjan ónýt á 20 metra svæð: og brotn- ir 16 staurar. Er þetta mjög bagalegt, því að nú þarf einmitt mikið að nota bryggjuna og efni til viðgerða einnnig torfeng ið. Skipið tók fullfermi af lýsi, en skipstjórinn þekkti sýnilega ekkert til siglingaleiðarinnar og sigldi beint út með ströndinni og strandaði skipið á Gæseyrarodd anum. Tók skipstjóri þá til þess ráðs að dæla lýsinu í sjóinn, og varð að dæla út 60 smálestum, áður en skipið komst á flot. Er Merkileg tilraan til Jiess aí iejsa vandatnálin með samkomuiagi launpega og IramleiSenda. Vegna þess, hve alvarlega liorfir í atvinnu- fjárhags- og gjaldeyr- ismáhim þjóðarinnar, liefir ríkisstjórnin ákveðið að kveðja full- trúa frá launastéttunum og samtökum framleiðenda til sjávar og sveita á ráðstefnu í Reykjavík til þess að athuga með liverjum hætti verði unnt að vinna bug á aðsteðjandi vandkvæðum og um þátttöku stéttanna í því að tryggja arðbæran atvinnurekstur í landinu. sjórinn á þessu svæði allur þak- inn lýsi. Missa Bretar þarna i sjóinn lýsi fyrir rúmar 150 þús. krónur. ÁFEN GIS VERZLUNINNI LOKAÐ. Um hádegi fyrri þriðjudag lokaði bæjarfógeti útsölu áfeng- isverzlunar ríkisins á' Akureyri vegna óvenjumikilla áfengis- kaupa síðustu dagana og óláta ölvaðra manna, en hér voru margir aðkomumenn af síld- arskipum. Munu hinar litlu sum artekjur sumra hafa far'ð að verulegu leyti fyrir áfengi. Seldi verzlunin áfengi fyrlr 36 þús. kr. á mánud. og 12 þús. kr. til hádegis á þriðjudag. ★ Þannig er að orði komizt i til- kynningu, sem ríkisstjórnin gaf út þann 6. september. Jafnframt er þess getið, að eftirgreindum aðilum liafi verið boðið að senda einn fulltrúa hver á ráðstefnu þessa, sem á að hefj- ast í Alþingisbúsinu, fimmtudaginn 11. sept. kl. 4 síðdegis: Alþýðusam- andi íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiski- mannasambandi Islands, Félagi ís- lenzkra iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Sjómannafélagi Reykja víkur, Stéttarsambandi bænda, Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur - (laun- þegadeild) og Vinnuveitendafélagi íslands. EFfif!- vsðfangsefni. Hér í blaðinu hefir hvað eftir ann- að verið á það bent, að óumflýjan- legt væri að kalla saman slíka ráð- slefnu framleiðenda og launþega, því að dýrtíðarvandamálið ýrði aldrei leyst á happasælan liált nema með frjálsu .samkomulagi þessara aðila. Margir munu vantrúaðir á, að ráð- stefna þessi beri mikinn árangur, en' úr því verður reynslan að-skera, og því verður ekki trúað að óreyndu, Sprengiogi í miðgtfið. Um kl. 9 á laugardagsmorg- un sprakk næturhitunardúnlcur í kjajlara Hótel Akureyri. Var sprengingin svo mikil, að glugg- ar úr kjallaranum þeyttust út á : götu og gólfið í salnum lyftist upp, en borð féllu um koll. — Miklar skemmdir urðu í kjall- ara hússins af sprengingu þess- ari. að samtök þessi eigi ekki þá þegn- hollustu að leggja einstrengingsleg stéttarsjónarmið á hilluna, þegar um er að ræða efnahagslega framtíð þj óðarheildarinnar. Ilitt dylst engum, að viðfangsefn- in eru mjög erfið lirlausnar. Atvinnu- vegirnir fá ekki risið undir fram- leiðslukostnaðinum og afurðirnar ó- seljanlegar fyrir það verð, er vér þurfum. Takist ekki að lækka fram- leiðslukostnaðinn eru engar líkur tii að hægt verði að gera út á vetrarver- tíð,’ og óhugsandi að greiða uppbæt- ur á fiskinn eins og í fyrra. Aætlað- ar gjaldeyristekjur hafa stórlega rýrnað vegna lélegrar síldarvertíðar, og stórfé vantar til margvíslegra framkvæmda. Þá hafa landbúnaðar- vörur nú þegar verið stórlega hækk- aðar í verði og óhugsandi að greiða þá verAhækkun niður úr ríkissjóði. Þessi verðhækkun er eðlileg vísitölu- hækkun til bænda, því að þeirra vísi- ,tala er ekki reiknuð út nema einu sinni á ári. Oheppilegt var þó að láta þessa hækkun koma til fram- kvæmda fyrr en séð varð um árang- ur stéttaráðstefnunnar. Leiðir li! úrbóta. Ilér skal engum getum að því leitt, hvaða leiðir séu líklegastar til úr- bóta, en hvaða leið, sem farin verð- ur, hefir vafalaust margvíslegar kvaðir í för með sér. Höfuðatriðið er að koma því svo fyrir, að kvaðir þessar korni réttlátlega niður, því að þá er með fullri sanngirni hægt að krefjast þess, að þjóðin taki þær á sig. Það er ekki fjarri lagi, að ráð- stefna þessi sé prófsteinn á getu þjóð- arinnar til sjálfsteeðis, og mega hinir væntanlegu fulltrúar stéttasamtak- anna gjarnan hafa þetta hugfast.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.