Íslendingur


Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 17. september 1947 ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag íalending*. Skrifgtofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. PREWTSMIÐJA BJÖRNS JONSSONAR H*F Ríkisbáknið. Nú situr á rökstólum ráðstefna fulltrúa stéttarsamtakanna í landinu til þess að reyna að komast að sam- komulagi um lækkun dýrtíðarinnar og ýmsar aðgerðir til þess að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á örugg- an grundvöll. Vonandi ríkir á ráð- stefnu þessari það andrúmsloft, sem sæmir sjálfstæðri menningarþjóð, er staðráðin er í að sýna heiminum það, að hún geti staðið eigin fótum, þrátt fyrir smæð sína. Þótt dýrtíðin sé nú alvarlegasta meinsemdin í efnahagsmálum þjóð- arinnar, er margt fleira, sem íhuga þarf og breyta á betri veg, ef eðlilegt jafnvægi á að fást í fjármálalífi þjóð- arinnar. Hinn risavaxni kostnaður við marg háttaðan ríkisrekstur og ríkiseftirlit er eitt þeirra atriða, sem verður að taka til rækilegrar endurskoðunar, því að engar líkur eru til, að þjóðin geti til lengdar staðið undir slíkum kostnaði, sem er algerlega óarðbær. Hið sívaxandi ríkiseftirlit með at- höfnum borgaranna er að verða svo þungur baggi á þjóðinni og um leið fjötur um fót öllu athafnalífi í land- inu, að brýn þörf er á umbótum í því efni. Er þess ennfremur að gæta, að reksturskostnaður við þau fyrir- tæki, sem ríkið starfrækir, er yfir- leitt fram úr öllu hófi. í fjárlögum ársins 1947 getur að líta óglæsilegar tölur í sambandi við ríkisreksturinn. Reksturskostnaður póstþjónustunnar er áætlaður 6.4 milj. kr. Utgjöld landssímans eru á- ætluð rúmar 17 milj. kr. og þar af er . eignaaukning í nýjum línum aðeins rúmar 2 milj. kr. og viðhald lands- símans 2.4 milj. kr. Aðalskrifstofan ein kostar 740 þús. kr. Launagreiðsl- ur og kostnaður við áfengisverzlun ríkisins er tæpar 2 milj. kr. og tóbaks einkasöluna rúm 1.1 milj. kr. Þá kemur sjálf ríkisstjórnin: Æðsta stjórnin (forsetinn) 0.3 milj. kr., alþingi 1.5 milj. kr., stjórnarráð- ið 2.5 milj. kr., utanríkismál 1.4 milj. kr., dómgæzla og lögreglustj órn 8.7 milj. kr. Eftirlit með viðskipta- og verðlagsmálum er áætlað 2 milj. kr. Loks kemur kostnaður við inn- heimtu skatta og tolla kr. 3.8 milj. Þetta eru stærstu kostnaðarliðirn- ir varðandi stjórn landsins og alls konar ríkiseftirlit og skattheimtu. Það er miklum mun meira en öll út- gjöld ríkisins fyrir stríð. Þar að auki eru svo stórkostlegar launagreiöslur og ríkisframlög til margháttaðrar starfsemi. Kennslumálin kosta t. d. nær 30 milj. kr. og árlegt framlag ~ÞANKABROT __ * ______ Því ekki skammta benzínf VÍKVERJl Morgunblaðsins segir fyrir nokkru í dálkum sínum frá því, hvernig nýtízku kvennaveiðar séu stundaöar í höf- uðstað landsins. Þar aki piltarnir í bif- reiðurn fram og aftur um göturnar öll kvöld og reyni að fá göngulúnar dömur til þess.að stíga inn í bílana til þeirra. Þetta getur út af fyrir sig verið gamansaga, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Nú er svo komið högum vorum, að þjóðin verður að stilla nokkuð í hóf þeim munaði, sent hún hefir tamið sér undanfarin ár. Skömmtun hefir verið tekin upp á ýmsum nauðsynja- varningi. Það hefir þó vakið nokkra undr- un, að ekki hefir enn verið tekin upp skömmtun á bepzíni. Sá aragrúi bifreiða, sem nú er orðinn til í landinu, hlýtur þó að eyða óhemju miklu benzíni. Þótt kvenna veiðar i bifreiöum sé vafalaust skemmti- legt „spórt“, virðist þó sanngjarnara og líklegra til gjaldeyrissparnaðar að tak- marka slíkan lúxus heldur en setja svo nauma skömmtun á kaffi, að fólk geti varla gefið kunningjunum kaffisopa. Sé þörf á skömmtun, er sjálfsagt að byrja á því ónauðsynlegasta, og það væri áreiðan- lega skaðlaust að draga eittlivað úr bif- reiðanotkuninni. Það kemur vísl nógu snemma að því samt, að þurfi að eyða miljónum í varahluti í bifreiðarnar. Kommúnistar ug ajurðasalan. ÞAÐ er ekki að undra, þótt kommúnist- ar dásami stjórnarfarið í Austur-Evrópu, og það kæmi þeim sannarlega vel, ef slík skipan væri nú á komin hér á Islandi. Blaðaskrifum þeirra hefir undanfarið ver- ið þannig liáttað, að þeim hefði kornið bet- ur, ef enginn hefði verið til þess að reka ofan í þá vitleysurnar. Daglega setur „Þjóðviljinn" nýtt met í ósannindum og fjarstæðum um afurðasölumálin. Foringj- ar kommúnista ganga þar hver eftir annan frant fyrir skjöldu og afneita fyrri skoð- unum sínum og vitneskju um sölu fiskjar og lýsis. Til allrar óhamingju vitna gjörða- ríkissjóðs til almarmatrygginganna er um 18 milj. kr. Oll eru úlgjöld ríkisins árið 1947 áœtluð um 200 milj. kr. Það sér að sjálfsögðu hver heil- vita maður, að hér verður að draga saman seglin. Það eru allir sammála um það, að ríkinu beri að efla sem mest margháttaða menningarstarf- semi og atvinnuframkvæmdir, en engu að síður verður ríkið þar að sníða sér stakk eftir vexti. Minnki innflutningur til landsins, rýrir það stórlega tekjur ríkisins, því að tekjur af verðtolli og vörumagnstolli eru áætlaðar um 90 milj. kr. Það er naumast álitamál, að sparn- aðinn beri fyrst og 'fremst að fram- kvæma í hinum opinbera rekstri og ríkiseftirliti. Vinnubrögð í mörgum ríkisstofnunum eru fræg að endem- um, og mætti áreiðanlega víða kom- ast af með færra starfsfólk en nú er. Þá ætti að mega sameina stjórn ým- issa ríkisstofnana. Vafasamt er einn- ig af 130 þús. manna þjóð að veita sér þann lúxus að hafa þrjú sendi- bækur utanríkismálanefndar og ummæli fulltrúa þeirra í samninganefndum við Breta og Rússa svo rækilega gegn þeim, að þjóðinni ofbýður ósvífni þeirra. Olík- legt er, að nokkur heilvita maður taki málflutning kommúnista hér eftir alvar- lega. 50 milj. kr. verðlaun. I HINUM fáránlegú skrifum sínum um afurðasöluna, halda kommúnistar jafnvel enn fram þeirri fjarstæðu, að afurðir þjóðarinnar séu í ár allt að 800 milj. kr. j virði, en ríkisstjórnin, og þá fyrst og I fremst Bjarni Benediktsson, liafi af illgirni I við þjóðina og löngun til þess að skapa J kreppu, neitað að selja þær fyrir meira en 300 milj. kr. Dæmalaust illmenni hlýt- ! ur þessi Bjarni Benediktsson að vera hugsa vafalaust sanntrúaðir kommúnlstar, því að 1 varla munu þeir væna „Þjóðvi]jann“ ura ósannindi. Vér viljum nú heina þeim til- mælum til ríkisstjór/iarinnar, að hún gefi kommúnistum kost á að annast afurðasöl- una næsta ár — því að varla verða afurðir landsmanna þá minna virði — með því skilyrði, að þeir ábyrgist ríkinu 750 milj. kr. fyrir þær, en 50 milj. kr. fái þeir í laun fyrir ómakið. Þeir ættu þá ekki að þurfa að hafa ólöglega kosningagetraun fyrir næstu kosningar til þess að afla fjár í kosningasjóði sína. Bjargvœtturinn talar. EINAR spámaður OLGEIRSSON er nú kominn á stúfana í „Þjóðviljanum“ með margra metra langar ráðleggingar um það, hvernig eigi að bjarga þjóðinni út úr yfirstandandi erfiðleikum. Það er líklega mesta vitleysa af ríkisstjórninni að vera að boða til stéttaráðslefnu til þess að leysa vandalhálin. Jlún ætti bara að lesa ráðleggingar Einars, eða jafnvel gera hann að ráðgjafa sfnum. Þá ætti hún að geta fengið 800 milj. kr. fyrir afurðirnar, byggt raforkuver og verksmiðjur upp til fjalla fyrir liundruð miljóna- króna, látið Lands- Framh. á 7. síðu. ráð á Norðurlöndum. Mætti svo lengi telja. Að sjálfsögðu er ekki hægt hjá því að komast að háfa margháttaða opinbera starfsmenn og eftirlit, ert ríkisbákn það, setn nú hef- ir verið komið upp, er algerlega ó- þolandi. Það liggur við að enginn megi um frjálst höfuð strjúka fyrir alls konar nefndum og ráðum, sem oft og tíðum eru skipuð mönrtum, sem enga þekkingu hafa á atvinnu- rekstri, hvorki útgerð né viðskipt- um. Allur liinn mikli embættismanna- her tekur svo tugmiljónir af því fé, sem framleiðslustéttirnar hafa aflað. Þetta ástand og hinar miklu skerð- ingar á athafnafrelsi einstaklinganna hlýtur til lengdar að lama frarntak þeirra og sjálfsbjargarviðleitni. Lækkun ríkisútgjaldanna er atriði, sem rikisstjórn og alþingi verður að laka til alvarlegrar athugunar, því að í fullt óefni er komið r þessum málum. Þjóðin unir því ekki til lengdar að lála skaltleggja sig jafn óhóflega og gert hefir verið. ★ FRA LIÐNUM DOGUM ÚRANNÁLUM 1759: ' . Vetur frá jólum með þeim beztu, nema snjósamt var nokkuð milli þorra og þrettánda. Umferð af um- hleypingum var nú lítil, og óvíða bar mjög mikið á þjófnaði. Hafís kom austan fyrir land um Jónsmessuleyt- ið svo rnikill fyrir Rangárvalla- og Árnessýslum, að ekki sást út fyrir af háfjöllum. Sigling var lítil, Uppgrafn ir þeir dauðu biskupar á Hólum, svo að kirkjan, sem af múr átti að byggj- ast, yrði djúpt grundvölluð. Hjá þeim fannst gull og silfur, sem með þeinr hafði verið grafið. Um þann tíma heyrðist þar í kirkjugarðinum ýlfur, nreint að vera svokallað ná- hljóð. Þá kom út hingað kórigsbréf um tugthúsbyggingu hér á landi. Var til þess skikkaður árlegur tollur. Tóbak og brennivín fluttist á þessu ári lrtið lil landsins, svo skortur var á því hvorttveggja strax um sumarið, helzt brennivíni. Svo og liðu þá marg ir þörfnun á nauðsynjavöru. Fáir menn dóu á þessu ári. Kúadauði sum- staðar rneð ýmsum hætti. Eiskaðist lítið við sjó. 1761: Vetur frá jólum mikið þungur og langdráttarsamur alllaf, utan einasta, að eiir hláka var frá þrettánda til kyndilmessu. Kálfur baulaði í kú fyr- ir norðan. Fyrir norðan var vetur sagður góður. Draugagangur var fyrir vestan r Selárdal og Isafjarðar- sýslu. Þeir voru alls þrír. Gjörðu þeir sarntíðis skráveifur, skröfuðu stundum við fólk, og öðru hverju sáu þá bæði skyggnir og óskyggnir. Vorið var við harðara lag. Fjár- missir var víða, bæði af megurð og öðrum tilfellum. Sótt var fyrir vest- an, er nær því öreyddi bæi sumstað- ar, þar sem húir kom, en hún gekk misjafnt og kom þar ekki alstaðar, kölluð af dönskum taksótt. Hún tók fólk með höfuðverk, og sló henni svo ofan fyrir brjóstið. 1 lrenni dó helzt ungt og miðaldra fólk, en lá ei leng- ur en undir viku og flestir ei nenra eitt, tvö eða þrjú dægur, og mjög fá- ir af þeim, sem hún tók, komust á fætur aftur. Fiskiafli um vorið við minna lag, og grasvöxtur seinlegur. Sumarið kált og ávaxtarlítið, hæði til sjós og lands, en nýting í meðallagi. Bónd- inn að Iðu í Skálholtssókn, Einar að nafni, átti barn með dóttur sinni. Húsbrunar skeðu á nokkrum stöð- um fyrir austan. 1762: Sumarið frá Jónsmessu mikið gott og þurrt, svo nýting á heyi var hin bezta, þó graslítið væri. Margt aldrað fólk dó í yfirgangandi landfarsólt. Áttæringur írá Leirá forgekk með 10 manneskj um, nl. 7 karlmönnum og 3 kvensniftum. Útileguþj óf ar (Fj alla-Ey vindur og hyski hans) héldu sér uppi á Flóamannaafrétti, er þar stolið höfðu fjölda fjár. Framh. á 7. síðu. ~ GAMAN OG ALVARA Frá Jensen: „Við viljum aldrei jagast, hjónin, þegar börnin eru við. Ef okkur ætlar að verða sunduiorða, látum við þau alltaf fara út.“ Frá Hansen: „Nú, þá skil ég, hvers vegna börnin yðar eru alltaf úti á götunni.“ Iri mætti lögregluþjóni, sem veif- aði barefli í hendi sér, á götu. „Hvað er klukkan?“ sjiurði írinn. „Lögregluþjónninn lemur barefl- inu í höfuðið á honum og segir: „Sló eitt rélt í þessú.“ „Ó, Guð, ég þakka þér, að ég kom ekki einni stundu fyrr,“ varð Iran- um að orði. Prestur nokkur álti dóttur, sem var nokkuð gefin fyrir að vera úti seint á kvöldin, og skellli skolleyr- um við hinum kristilegu áminning- um föður síns. Eitl sinn sem oftar kom hún heim um miðnætti og fann húsið lokað, en komst þó inn um glugga og til herbergis síns. Morgun- inn eftir, þegar prestur situr að morg unverði, kemur dóttir hans inn í borðstofuna, en um leið og prestur sér hana, hrópar hann í kennimanns- tón: „Þar ertu þá komin, þú lastanna og djöfulsins barn.“ „Góðan daginn, faðir minn,“ svar- aði dóttirin í bljúgum undirgefnis- tón. Nemandi: „Fyrirgefið, herra pró- pessor, hvað er það, sem þér hafið skrifað hérna á spássíuna á ritgerð minni? Eg get ekki lesið það.“ Prófessorinn: „Eg skrifaði, að þér æltuð að skrifa læsilegar.“ A: „Það var ekki fyrr en eftir 12 ár, að ég uppgötvaði, að ég var ekki skáld.“ B: „Og þá liættuð þér að reykja?“ A: „Nei, því að þá var ég orðinn frægur.“ Lögreglumaðurinn: „Ungfrú, þér ókuð 60 mílur á klukkustund.“ Hán: „Er það ekki býsna vel gert? Eg by/jaði fyrst í gær að læra að keyra bíl.“ „Þakka þér fyrir afmælisgjöfina, frændi.“ *„Ekkert að þakka. Það var svo lítið.“ „Það fannst mér líka, en mamma sagði, að ég skyldi samt þakka þér fyrir.“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.