Íslendingur


Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 17.09.1947, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 17. seplember 1947 ÍSLENDINGUR 7 UTAN ÚR HEIMI ~ ÞANKABROT — Framhald af 4. síðu. bankann lána íé, sem ekki er til, og haid- ið öllii landsfólkinu uppi á styrkjum. Hví- iíkar skýjaborgir! Austrœnar „framfarir“. „VERKAMAÐURINN" er mjög hneyksl- aður yfir því, að „Isl.“ skuli ekki fyllast lirifningu yfir framförunum í Austur-Ev- rópu. Þessu sanntrúaða málgagni hins austræna einræðls skal sagt það í allri vinsemd, að „íslendingur“ mun aldrei dá stjórnskipulag, þar sem fólkið er kúgað og svift almennum mannréttindum. Auð- vitað hafa þjóðir þessar reynt eftir bezlu getu að endurreisa það, sem eyðilagt hefir verið í styrjöldinni í löndum þessum, enda hafa Rússar lagt ntikið kapp á þessa end- urreisn, jiví að þeir fá brúðurpartinn af framleiðslu þessara landa. En reyndin hef- ir jafnan orðið sú, að efnahagslegar um- bælur eru þjúðunum lítils virði, ef þær eru sviftar andlegu frelsi sínti. Enginn get- ur neilað því, að efnahagslegar framfarir voru miklar í Þýzkalandi og Italíu á dög- um Ilitlers og Mussolini. Kommúnistar löldu þær framfarir einskis Virði — ein- mitt vegna þess, að þjóðir þessar hefðu ÚR ANNÁLUM Framh. af 4. síðu. Fannst mikið af því niðurskornu ó- eytt (þegar leit var gjörð) í hýbýl- um þjófanna, en þeir sluppu og flýðu þaðan. Bólusóttin, sem nú gekk mjög seinlega og misjafnt yfir Suðurlandið, skildi margan mann við lífið. Fjárpestin geisaði og svo mikillega víða livar um þann part landsins. Haustið eitt bezta menn mundu, og veturinn lil jóla með sí- felldum þýðum og góðviðri, svo jörð fölnaði lílt, og garðar voru hlaðnir á jólaföstu. verið sviftar andlegu frelsi sínu. Með sörnu röksemdafærslu ættu þeir að láta sér fátt finnast um hinar svokölluðu framfarir í Austur-Evrópu, því að vitanlegt er og ó- mótmælanlegt, að þar ríkir harðstjórn, sem að engu leyti stendur þýzka og ítalska einræðinu að baki. Og kommúnistar mega vita það, að ekki aðeins „ísl.“ , heldur meginhluti íslenzku þjóðarinnar hefir and- styggð á þeirri kúgun og ofbeldi, sem þjóðir Austur-Evrópu eru beittar nú af kommúnistiskum ofbeldismönnum, sem tekið hafa af lífi eða varpað í fangelsi mörgum af beztu mönnum þessara þjóða. Kommúnistar auka áreiðanlega ekki álit sitt meðal þjóðarinnhr með lofgreinum um slíkt stjórnarfar. En það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast. Svívirða verkamenn. ÞAÐ ER EKKJ nýtt fyrirbrigði, að kommúnistar óvirði verkamenn og samtök þeirra með því að telja, að óhæfuverk kommúnista gegn þjúðfélaginu séu unnin í nafni verkamanna. Er enda svo, að undir stjórn kommúnista hafa verkalýðssamtök- in mjög rýrnað í áliti meðal þjóðarinnar, og er það illa farið. Nú kóróna kommún- islablöðin þessa óvirðingu sína við verka- menn með jtví að halda þvi fram, að ógnarstjórnir kommúnista í Austur-Ev- ■ rúpu séu „verkalýðsstjórnir". Þó er það svo, að verkalýðurinn er sviftur öllum rétt- indum í löndum þessum og verður að gera sér að góðu að vinna fyrir það kaup, sem sljórnarvöldin skammta hverjum og einuni. Þetta er gert með þeirri röksemd — sem kommúnistablöðin hér eru stór- hrifin af — að verkamenn þurfi ekki leng- ur að beita verkfallsréttinum í löndum þessum, því að „verka]ýðsstjórnirnar“ þar gæti hagsmuna verkalýðsins. Það væri liolt fyrir kommúnista að athuga grein þá, sem birtist hér f blaðinu í dag um kjör rússneskra verkamanna og kynni þá mesti glansinn að fara af þessari hagsmuna- gæzlu kommúnista í Austur-Evrópu. Alltaf eru þeir seinheppnir. ÓHEPPNIN eltir aumingja kommún- istana núna. 1 síðasta tbl. „Verkam." birt- ist grein eftir einbvern prófessor, sem blað ið segir, að sé ákaflega frægur. Er þar staðhæft, að Marshalláætlunin verði aldrei framkvæmd og engin alvara á bak við til- boð Bandaríkjanna um lijálp við efnaliags- lega viðreisn Evrópuríkjanna. Er „Vm.“ mjög fagnandi yfir þessum boðskap, því að efnahagslegt lirun í Vestur-Evrópu er draumur kommúnista. En svo úheppilega vildi til fyrir „Verkam.“ og þessurn merka prófessor lians, að sama daginn og blaðið kom út, tilkynnti Marshall, að hráðabirgða- áætlun liefði verið gerð um skyndiaðstoð handa Norðurálfuríkjunum, þar til París- arráðstefnan hefði lokið áætlun sinni. -—- Kannske „Vcrkam.“ gæti fundið fleiri greinar eftir þenna prófessor sinn! Eru rotturnar gengnar aftur? „EINN AF skattþegum bæjarins" skrif- ar b'laðinu: „Kæri íslendingur. Eg get ekki stillt mig um að segja þér frá því, sem fyrir mig bar á sntákvöldferðalagi hér um dag- inn. Eg gekk fram ltjá mógröfum þeim, sem sorpi frá bænum er fleygt í •— ég hefi oft farið þar áður, og venjulega staldrað við og horft á þau úsköp af rottum, sem þar hafa verið, en nú bjóst ég ekki við neinu slíku, þar sem bærinn er búinn að Iiafa úllenda sérfræðinga í surnar við rottueyðingu, og allar rottur áttu því að vera þurrkaðar út af bæjarlandinu — en hvað skeður? Eg liefi sjaldan séð meiri fjölda en í þetta sinn. Þær voru alls stað- ar, bæði ungar og gamlar og virtust hinar bröttustu. Mér datt í hug, að varla yrði mjög langt að bíða, þar til álitlegur hópur marseraði niður í bæinn. Ef til vill er bara eftir að gefa þessum rottum sinn Austur-Evrópa: Bandaríkin hafa tekið af allan vafa urn þáð, að þau ríki, sem neit- uðu að eiga hlutdeild í Parísarráð- stefnunni um efnahagslega endur- reisn Evrópu, þurfi ekki að vænta neinnar aðstoðar frá Bandaríkjun- um. Afturkallað hefir verið 7 milj. dollara lán til Ungverja, og benti Marshall, utanríkisráðherra, á í því sambandi, að þeir menn í Ungverja- landi, sem Banclaríkin gætu treyst, hefðu verið hraktir í útlegð. Þá hafa Bandaríkin eirmig aflurkallað 15 niilj. dollara viðreisnarlán íil Pól- verja. Þá hefir Marshall ákært lepp- stjórn Rússa í Rúmeníu fyrir að hafa rofið friðarsanmingana við Bandaríkin með því að banna þjóð- lega bændaflokkinn og handtaka að- alleiðtoga hans, Maniu. Loks hefir Bandar^kjastjórn krafizt þess, að ungverska stjórnin biðji afsökunar á handtöku Stephan Thuransky, bandarísks ríkisborgara, sem hafi sagt meiningu sína um kommúnista- stjórnina ungversku. Thuransky komst undan í bandaríska sendiráð- ið, og bandarísk flugvél flutti liann úr landi, ásamt fjölskyldu sinni, dag- inn eftir. skammt. Eg véit ekki hvernig þessu er háttað með eyðinguna. En ef svo er ekki, þá virðist sem þeim hundrað þúsund kr., sem í þetta áttu að fara, sé íleygt til lít- ils gagns fyrir bæjarfélagið. En það væri garnan að heyra eitthvað um þetta frá þeirn, sem um málið eiga að fjalla, hvort um úrvalsdýr er þarna að ræða eða bara úrgang, sem eftir er að drepa.“ Bandaríkin: Viðskiptamálaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti fyrir nokkru, að tekjur Bar.daríkjaþjóðarinnar í júní- mánuði hafi náð 193 miljörðum dollara, og er það 1.2 miljörðum dollara meira en í marzmánuði, og hafa tekjur þjóðarinnar aldrei verið jafnmiklar. I júnímánuði komst tala vinnandi fólks í fyrsta sinn yfir 60 milj., en það er takmarkið, sem Henry Wallace taldi að væri hægt að ná árið 1950 með sósíalistiskum á- ætlunarbúskap. Frakkland: Aætlað er, að kommúnistar í Frakklandi hafi misst a’ð minnsta kosti sjötta hluta fylgismanna sinna. Brotthlaup þeirra úr ríkisstjórninni hefir ekki aukið fylgi þeirra meðal Jjjóðarinnar, þótt foringjar þeirra væntu þess. Hinar góðu undirtektir í Frakklandi við Marshall-áællunina hafa einnig reynzt þeim í óhag. Svíþjóð: Svíar eru nú á þrotum með gjald- eyri sinn og munu jafnvel hafa í hyggju að reyna að fá gjaldeyris- lán í Bandaríkjunum. Viðskiptasamn ingurinn við Rússa hefir reynzt Sví- um mjög óhagstæður, því að gert er ráð fyrir, að þeir láni Rússum mik- ið magn af vörum. Tyrkland: Kommúnistar hafa byrjað nýja áróðursherferð gegn Tyrkjum. Nú halda þeir því fram, að Tyrkir hafi engan rétt til afskipta af Balkanmál- um, því að þeir séu Asíuþjóð. 139 drottningarinnar af Saba á púða, sem einn af hirð- foringjunum bar upp til Maquedu. „Afkomandi konunga“, ávarpaði ég hana, ,,taktu á móti hinum gamla hring þínum, er þú lánaðir mér sem tákn þess, hver, sendi mig. Og þú skalt vita það, að með hjálp hans taldi ég bróður vorn, sem nú hefir verið tekinn til fanga og er lærður maður i öllu því, er varðar fyrri tíma, á að takast þessa ferð á hendur. Og með aðstoð hans fékk ég einnig Orme höfuðs- mann, sem stendur hér hjá þér, og þjón hans, her- manninn, til þess að koma með okkur.“ Hún tók við hringnum, og eftir að hafa skoðað hann, sýndi hún nokkrum prestanna hann, og þekktu þeir hann. „Þótt ég léti hann af hendi með ótta og efasemd- um, hefir hinn helgi hringur nú unnið það, sem hon- um var ætlað,“ sagði hún. „Og ég þakka þér, læknir fyrir það, að þú hefir flutt hann aftur til mín og þjóð- ar minnar.“ Svo var þessi athöfn á enda. Þá kallaði einn liðsforingi: „Walda Nagasta ætlar að tala!“ Allir endurtóku: „Walda Nagasta ætlar að tala.“ Dauðaþögn eitt andartak. Siðan hóf Maqueda að tala með hinni mjúku og þægilegu rödd sinni: „Þið ókunnu menn frá hinu fjarlæga landi í vestri, sem kallað er England. Gjörið svo vel að hlýða á mál mitt. Þér vitið, hvernig sambandið er milli vor og Funganna, að þeir umkringja oss og vilja tortíma oss. Þér vitið, að ég í hinni miklu neyð minni greip til þess ráðs fyrir ári siðan að biðja einn yðar að fara aftur til lands sins til þess að sækja sprengiefni og menn, sem kynnu að nota það, í því skyni að eyði- 140 leggja hið volduga og ævagamla skurðgoð Funganna. Þessi þjóð hefir sem sagt lýst því yfir, að ef þetta skurðgoð þeirra verði eyðilagt, muni þeir hverfa til annars lands, samkvæmt gömlum spádómi.“ „Fyrirgefið þér, ó, afkomandi konunga,“ greip Orme fram í, „en þú hlýtur að muna, hvað soldán Funganna, Barung, sagði um daginn, að ef svo færi, myndu þeir ekki hverfa héðan fyrr en þeir hefðu hefnt guðs síns, Harmac. Hann sagði e:nnig, að þú værir sú eina meðal Abatieranna, sem hann myndi þyrma.“ Við þessi óheillavænlegu orð fór skjálfti um ráð- gjafana og kurr heyrðist. En Maqueda yppti aðeins lítið eitt öxlum svo að glamraði dálítið í silfurskraut- inu. „Eg hefi skýrt yður frá hinum gamla spádómi,“ svaraði hún. „En auðvitað eru orð og athafn'.r sitt hvað. Eg hygg þó, að ef hinn illi andi, Harmac, hverf- ur héðan, muni Fungarnir fylgja honum. Því ættu þeir ella að færa jarðskjálftanum fórnir sem hinum vonda guði, er þeir óttast mest? Og hvers vegna flýðu þeir frá Mur og settust að niðri á sléttunni til þess að vernda guð sinn, að þeir sögðu, þegar jarðskjálfti fyr ir um það bil fimm hunduð árum síðan tortímdi hluía af hinni leynilegu borg inni í f jallinu, er ég mun síðar sýna yður?“ „Eg veit það ekki,“ svaraði Orme, „en ef bróðir vor, fangi Funganna, væri hér, gæti hann ef til vill útskýrt þetta, því að hann er sérfræðingur í öllu, sem varðar skurðgoðadýrkun villtra þjóðflokka.“ ,,Ó, já,“ svaraði hún. „Það er sök þess svikara, sem vér nú höfum dæmt, að bróðir yðar er ekki hér. Ef til vill hefði hann heldur ekki getað gefið neinar upp- lýsingar um þetta. En spádómurinn hljóðar að 141 minnsta kosti þanriig, og þannig hefir hann geng'ð milli margra ættliða. Og þess vegna höfum vér Abatierarnir óskað ertir að geta eyðilagt skurðgoð Funganna, en mörgum af oss hefir verið fórnað því og varpað fyrir hin heilögu ljón þeirra. Nú. spyr óg þig,“ og hún hallaði sér fram og horfði á Oliver, „hvort þú viljir gera þetta fyrir mig?“ „Nefndu bara launin, frænka mín,“ sagði Joshua með hinni loðnu rödd sinni, er hann sá, að við hikuð- um. „Mér hefir verið sagt, að þessir heiðingjar frá Vesturlöndum séu ágjarnir, sem lifi og deyi fyrir það gull, sem við fyrirlítum.“ „Spurðu hann, höfuðsmaður,“ kallaði Kvik, „hvort þeir fyrirlíti einnig jarðeignir. I gær sá ég reyndar einn þeirra reyna að skera annan á háls, aðeins vegna smálandræmu, sem ekki var stærri en svo, að hægt væri að girða hana með hundakeðju.“ „Já“, bætti ég við, því að ég varð að viðurkenna, að mér grömdust ummæli Joshua. „Spurðu hann líka að því, hvort Gyðingarnir hafi ekki rænt gullskrauti frá Egyptum til forna og hvort Salómon, sem hann telur ættföður sinn, hafi ekki verzlað með gull í Ophir og að lokum, hvort hann viti ekki, að flestir ættingj- ar hans í öðrum löndum hafi einmitt gert peningana að hjáguði sinum.“ Orme lagði þessar spurningar meinfýsilega fyrir Joshua, sem hann ekki gat þolað. Ýmsir ráðgjafanna, sem ekki fylltu flokk prinsins, brostu — já, hlógu meira að segja. Og aftur tók að glamra í silfurskrauti Maquedu eins og hún einnig væri að hlæja bak við slörið. En hún taldi samt ekki hyggilegt að gefa Joshua tækifæri til að svara — ef hann þá hefði get- að það — því hún tók sjálf orðið: Framh.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.