Íslendingur


Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 1
V SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, SKÓLAMEISTARI, HÆTTIR STÖRFUM Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari, lieíir fengið lausn frá störf- um frá 1. des. n. k. að telja. Sigurð- ur verður sjölugur á næsta ári. en er hann var 65 ára og hafði náð aldurs- hámarki opinberra starfsmanna, skoraði mikill hluli þingmanna á hann að halda enn áfram slörfum um skeið. Sigurður Guðmundsson hefir um aldarfjórðungsskeið stjórjiað Mennta skólanum á Akureyri, en tultugu ár eru jiú liðin á þessu liausti síðan skólinn hlaul réttindi íil að útskrifá stúdenta. Skólanum hefir Sigurður stjórnað af fágætum skörungsskap, enda hefir hann iafnan helgað skól- anum alla krafta sína. Það gagn, sem Sigurður skólameistari hefir unnið íslenzkum uppeldismálum, er ómet- anlegt, og verður vandvalið í það sæti, er hann hefir skipað með svo miklum sóma. SAFNAÐARFUNDUR VILL TVO PRESTA Á AKUREYRI A safnaðarfundi sl. sunnudag var m. a. rætt um frajntíðaiþjónustu prestakallsins. Hafði séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup framsögu og lagði fram eftirfarandi tillögu, er hann hafði nokkuð reifað jnálið: „Aðalsafnaðarfundur Akureyrar- sóknar haldinn 21. sept. 1947 felur sóknarpresti og sóknarnefnd að vinna að því við kirkjustjórnina og alþingi það, er saman kemur 1. okl. í Iiaust, að frá komandi fardögum verði bætt við presti til þjónuslu í Akureyrar- prestakalli og verði þar framvegis 2 þjónandi prestar, þar eð prestakallið er nú þegar orðið ofviða einum presti til þjónustu, vegna mannfjölda og víðáttu.“ Tillaga þessi var samþykkl í einu hljóði. Þrjár menningarráðstefnur á Norðurlandi Héraðsfundur Skagafjarðarprófasls dæmis var haldinn um fyrri helgi, héraðsf undur Eyj af j arðarprófasts- dæmis og ái'sfundur norðlenzkra presta og kennara um síðuslu helgi. Ymsar athyglisverðar ályktanir voru samþykktar á fundiun þessum, en vegna rúmleysis í blaðinu er ekki hægt að skýra nánar frá fundunum og ályktunum þeirra fyrr en í næsta blaði. Merkileáur fornleifaíundur í afirði. Fornmannagratir trá W. öld tinnast viö Síiastadi. S túninu á SílastöSum í Kræklingahlíð hafa nýlega fundizf fornmannagrafir, sem enginn vafi virðist á að vera muni frá heiðinni Hð og þá að öllum líkindum frá 10. öld. í gröfum þessum hafa fundizt beinagrind- ur manna og hesta og einnig vopn og perlur. Mun fundur þessi vera með hinum merkari þessarar teg- undar hér á landi. Kristján Eldjárn, fornminiafræð- ingur, vinnur nú að athugun á minjum þessum, sem flestar hafa verið fluttar á brott. Frá jamboree. Eyi Mynd þessi er af hliðinu að' tjaldbúð íslenzku skálanna á jriðar-jani- borre skáta í Frakklandi í surnar. Eins og sjá má á myndinni hejir liliðið verið rtijög jallegt. IR-ingar tepui fyíir U. en unnu Púr. ÞÓRS-stúlkurnar sigruðu. ljósmynd af Akureyri og félögin af- Handknatlleiksflokkar karla og kvenna úr 1. R. kom sl. föstudag. Handknattleiksráð Akureyrar sá um móttökur. Kepptu IR-ingar við K. A. kl. 5.30 á laugardag og Þór kl. 2 á sunnudag. Urslit urðu þessi: Karlaflokkur K. A. vann I. R. með 13:9 mörkum. I. R. vann Þór með 19:4 mörkum. Kvennaflokkur Þórs vann í. R. með 7:0. Dómarar voru Sverrir Magnússon og Sigurður Magnússon. Frammistaða K. A.-ínganna er eftirtektarverð, því að í. R. átti næst bezta liðið á íslandsmótinu í hand- knaltleik karla. Á sunnudagskvöld sálu kcppendur hoð ÍBA að Hótel KEA. Formaður ÍBA, Ármann Dalniannsson. form. handknattleiksráðsins, Sverrir Magn- ússon, og fulltrúar Þórs og K. A. þökkuðu í. R.-ingunum heimsókn- ina og góða og skemmtilega leiki. Afhenti Ármann Dalmannsson í. R. ENSKIR MÁLARAR SÝNA MYNDIR Staddir eru nú hér í bænum tveir ungir brezkir málarar, Mr. Brazier og Mr. Kennedy. Mr. Brazier var hér í setuliðinu og lalar góða islenzku. Þeir félagar hafa málað allmargar vatnslitamyndir af Akureyri og ná- grenni og í Mývatnssveit. Sýna þeir myndir sínar að Hótel KEA frá kl. 3 í dag og til helgar. hentu öllum í. R.-ingum félagsmerki sín að gjöf. Sigurður Magnússon, fararstjóri I. R.-inga þakkaði og af- henti IBA veglegan bikar að gjöf til j verðlauna í meistaraflokki karla í j handknattleik á Akureyri. ! ______________________________ NÝSKÖPUNAR- TOGARARNSR SELJA j FYRIR TÆPAR 9 MILJ. KRÓNA Mefsala hjá Kaldbak Nýsköpunaríogarinn Kaldbakur hefir nú selt í fimmta sinn ajla sinn í Englandi, 'að þessu sinni jyrir 12.118 slerlingspund, og er jrað liœsla sala hans. Samtals hej- ir Kaldbakur selt í fimm ferðum 1.283.581 kg. jiskjar fyrir 1.372,- 381 kr. Kaldbakur hefir að meðal- tali bcztu söluna, en Ingólfur Arn- arson hefir farið 7 söluferðir og selt fyrir 1.831.109 kr. og er hann ajla- og söluhœstur nýsköpunar- togaranna. 10 nýsköpunartogarar eru nú komnir til landsins, og síðan hinn jyrsti þeirra kotn liingað í marz sl. hafa þeir selt jyrir nœrri 9 -milj. kr. Gefur það nokkra hug- mynd um það, lwers gildi ný- sköpunartœkin muni verða fyrir þjóðina. Fyrir skömmu var verið að vinna með jarðýtu að jarðabótum í túninu á Sílastöðum. Þegar ýtan hafði flutt nokkuð af rnold ofan af hól í flaginu, lóku að koma bein upp úr hólnum og kom í ljós, að þetta voru manna- bein. Var þá hætt frekara jarðraski og kom Kristján Eldjárn, fornminja- fræðingur, að Sílastöðum fyrir síð- ustu helgi og tók að kanna hólinn nánar. Fimrn grafir. Þegar liafa fundizt finnn grafir, en hóllinn er ekki fullkannaður. 1 þremur gröfunum eru mannabeina- grindur, en í tveimur beinagrindur af hestum. Það er sérstaklega eftir- tektarvert, að í einni gröfinni er að- eins hauskúpa, og virðist hún vera af konu. Jarðýtan hafði rótað upp heinunum í annarri gröf. en sæmi- leg lögun er á beinagrindinni í þriðju gröfinni. Vopn og perlur. I gröf þeirri, þar sem hauskúpan ein var, fundust einnig nokkrar gler- perlur i röð og virtist hafa verið hálsfesli. 1 annarri hinna grafanna fannst ein perla, sem var nokkru stærri. Flestar voru perlurnar svart- ar að lit. Þá fundust einnig vopn í hinum gröfunum, og var lögun þeirra enn sæmileg, þótt þau væru mikið ryðbrunnin. Voru þetta tvær axir, tvö spjót, sverð og skjöldur. Þá er sýnilegt, að hestarnir hafa verið dysjaðir með j-eiðtýgjum. Hafa fund- izt naglar úr hnökkum og beizlis- hringir. Munirnir teknir. Kristján Eldjárn hefir þegar tckið alla þá muni, sem fundizt hafa, í vörslu sína, og er því lítið að sjá þar l ytra nú. Rannsókn á munum þess- um og beinunum er ekki lokið, og vildi Kristján ekki annað um fund þenna segja að sinni en að hann væri athyglisverður. K. A. VANN ' * A sunnudaginn fór fram Akur- eyrarmót í knattspyrnu í 1. flokki. Urðu úrslit þau, að K. A. vann Þór með 4:1 mörkum. Er þetta í þriðja skiptið í röð, sem K. A. vinnur og hlýtur því 1. fl. bikarinn til eignar. Dómari var Sveinn Kristjánsson. FRÆÐSLURÁÐ A síðasta bæjai-stjórnarfundi var kosið fimm manna fræðsluráð, er taka skal við störfum skólanefnda barnaskólans og gagnfræðaskólans, ef fræðslumálastjórn æskir þess. — Kosningu hlutu: Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari, Brynleifur Tobíasson, mennta- skólakennari, Elísabet Eiríksdóttir, kennari, Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, Þórarinn Björnsson, inenntaskóla- kennari. HÖRMULEGT SLYS Síðastliðinn laugardag, kl. rúm- lega 2, kom upp eldur í gamla bæn- um á Kotá við Akureyri. Var þetta torfbær og bjó þar gamall maður, Þorlákur Einarsson, einn síns liðs. Strax og fólk sá eldinn, var kallað á slökkviliðið, en þegar það kom á vettvang var bærinn alelda. Er eld- urinn hafði verið slökktur, kom í ljós, að Þorlákur hafði brunnið inni. Nokkuð hafði verið borið út af húsmunum, og mun hann hafa kafn- að í reykjarsvælunni, er hann reyndi að bjarga meiru.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.