Íslendingur


Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. september 1947 íSLENDINGUR ##***% amband ungra Sjálístæöismanna Þjóðin verður að sameinast í baráttunni gegn kommúnismanum. Það er nú að verða gleggra með degi hverjum, hvers vænta má af kommúnistum. Er ríkisstjórnin var mynduð með þátttöku lýðræðisflokkanna þriggja var vitað, að kommúnistar myndu gera henni allan þann óleik, er þeir gætu. Síðar hefir komið í Ijós, að kommúnistar ganga lengra í fjand- skap sínum og skemmdarstarfsemi en nokkurn gat raunverulega grunað. Gegn betri vitund hamra komm- únistar stöðugt á því, að ástæðulaust sé að færa niður framleiðslukostnað- inn og lækka dýrtíðina í landinu. I blöðum sínum reyna þeir að telja lesendum trú um, að leikur einn sé að selja sjávarafurðir okkar fyrir mjög hátt verð í löndum Rússaveldis og Austur-Evrópu, enda þótt flokks- bræður þeirra, sem sendir voru þangað í þeim erindagerðum, hafi komið þaðan með þau svör, að verð- ið væri allt of hátt. Þegar ríkisstjórn- in kallar saman fulltrúa frá framleið- endum og launþegum til þess að reyna leysa dýrtíðarvandamálið, gefa kommúnistar það í skyn, að þeir muni verða á móti öllum ráð- stöfunum, og senda málpípur flokks- ins út um land allt til þess að sverta ráðstefnuna í augum almennings. LÍKT HAFAST ÞEIR AÐ. Framferði íslenzku kommúnist- anna er í beinu samræmi við það, sem flokksbræður þeirra gera erlend- is. I öllum lýðfrjálsum löndum reyna þeir að grafa undan þjóðskipulag- inu og þá fyrst og fremst atvinnuveg- unum, sem afkoma almennings bygg- ist á. Þegar allt er komið í öngþveiti og neyð telja kommúnistar líklegt, að þeim megi takast að hrifsa til sín völdin. „Þjóðviljinn" telur hjálp Bandaríkjanna til hinna sveltandi þjóða Evrópu „kúgunartilraun" og sama segja trúbræðurnir út um all- an heim. Þessi afstaða kommúnista markast af því einu, að þeir vilja ekki velmegun á grundvelli ríkjandi þjóðskipulags. FJANDSAMLEGIR LÝÐRÆÐINU. Það hefir hvað eftir annað, kom- ið í ljós í viðskiptum við kommún- ista hér á landi, að þeir bera harla litla virðingu fyrir grundvallaratrið- um lýðræðisins. Ef kommúnistar vilja hafa eitthvað fram, en lýðræð- isreglur standa í veginum, hafa kommúnistar ekki skirrst við að ýta þeim til hliðar. Sömu sögu er að segja erlendis frá. Þar sem komm- únistar geta beitt fyrir sig vopna- valdi, tjalda andslæðingarnir ekki lengi í skjóli lýðræðisins. „Þjóðviljinn" hefir aldrei dregið dul á aðdáun. sína á aðfórum er- lendra skoðanabræðra. Hefðu Þjóð- viljamennirnir rússneska herinn að bakhjarli, eins og sálufélagar þeirra víða um Evrópu, yrði skammt að bíða svipaðra kosninga hér á landi og nýlega fóru fram í Ungverja- landi. Þá þyrftu kommúnistar ekki að óttast rödd sannleikans í blöðum andstæðinganna, því að hún yrði brátt þögguð. ÆSKULÝÐURINN HEFIR ÞEGAR TEKIÐ AFSTÖÐU GEGN KOMÚNISTUM. íslenzkur æskulýður hefir þegar komið auga á áform kommúnista. Andstaðan gegn ofbeldisstefnu þeirra íslenzka þjóðin hefir keypt frelsi og efnahagslegt sjálfstæði of dýru verði til þess, að hún láti ábyrgðar- laus'a ofstækismenn traðka á því. Kommúnistar hafa þegar sýnt, að þeir eru bezt geymdir uta'n garðs í stj órnmálalíf inu. Framundan bíða verkefnin — og þau verða leyst án íhlutunar komm- únista. hefir aldrei verið jafn öflug og ein- mitt nú. Fjölsótt skemmtun ungra sjálf- stæðismanna í Ólafsfirði. Um sl. helgi gekkst félag ungra Sjálfstæðismanna í Olafsfirði fyrir fundi og skemmtun í samkomuhúsi bæjarins. Brynjólfur Sveinsson, kaup maður, sýndi ágæta kvikmynd úr 01- afsfirði. Rætur fluttu: Magnús Jóns- son, ritstjóri, og Jónas G. Rafnar, form. Fjórðungssambands ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi. Síðan var dansað af miklu fjöri til kl. 3.30 um nóttina. Skemmtunin var mjög vel sótt og fór hið bezta fram. Meðal ungra Sj álfstæðismanna í Ólafsfirði ríkir nú mikill áhugi. Frá því, er félag þeirra var stofnað, hefir það tekið virkan þátt í starfsemi ungra Sjálfstæðismanna á Norður- landi. Olafsfjörður er vaxandi bær, sem án efa á glæsilega framtíð fyrir höndum. Það hjýtur því að vera Sjálfstæðisflokknum hið mesta fagn- aðarefni, að hann skuli nú þegar njóta fylgis meirihluta æskunnar í bæjarfélaginu. Ungir Sjálfstæðismenn í Olafsfirði hafa nú gefið félagi sínu nafnið „Garðar" til minningar um Garðar Þorsteinsson, alþingismann, sem vírtur var og dáður af Olafsfirðing- Frá samiökum ungra Sjáltstæðismanna ðflug starfsemi ungra Sjálistæðismanna á Suðurlandi. Í sýslunum sunnanlands eru nú víðast hvar starfandi félög ungra Sj álf stæðismanna. „Fjölnir", félag ungra Sjálfstæðis- manna í Rangárvallasýslu, var stofn- að árið 1933 og er því elsta félag ungra Sjálfstæðismanna í sveit. Starf semi „Fjölnis" hefir jafnt og þétt farið vaxandi, en hefir þó einkum aukizt seinustu tvö árin. Um síðustu alþingiskosningar gengu á 3. hundr- að æskumanna og kvenna úr sýsl- unni í félagið, og er enginn vafi á því, að fylgi unga fólksins átti drýgst an þátt í kosningasigri Sjálfgtæðis- flokksins þar í sýslunni. „Fjölnir" hefir við og 'við geng- ist fyrir úrbreiðslu- og skemmtifund- um, sem hafa verið vel sóttir. Núverandi formaður félagsins er Guðmundur Þórðarson, stud. med. frá Ulfsstaðahj áleigu. # I Árnessýslu hefir starfsemi ungra Sjálfstæðismanna aukizt. Félög eru þegar starfandi á Stokkseyri og Eyr- arbakka, en undirbúningur hafinn að stofnun fleiri félaga í sýslunni. # „Þór", félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi, var stofnað fyrir bæj arstj órnarkosningarnar veturinn 1946. Félagiðer þegar orðið mjög fjölmennt. Það hefir átt veglegan og mikinn þátt í því, að Sjálfstæðisfl. hefir eignazt skála við Olver, sem rúmar um 600 manns, en þar hafa þegar verið haldnir útbreiðslu- og skemmtifundir. # Félag ungra Sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi var stofnáð fyrir síð- ustu alþingiskosningar. Félagið nær ' yfir alla sýsluna og munu félagar vera hátt á 3. hundrað. Á Snæfells- nesi ríkir nú mikill áhugi meðal ungra Sjálfstæðismanna. Fyrir skömmu síðan gengust þeir fyrir fjölmennu héraðsmóti í sýslunni. — Formaður félagsins er Þráinn Bjarna son, Böðvarsholti. # Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum var stofnað árið 1930. Það hefir starfað óslitið síð- an. Fyrir síðustu alþingiskosniugar bættist félaginu góður liðsauki. For- maður er Björn Guðmundsson. # „Stefnir", félag ungra Sjálfstæðis- VISITALAN 384 STIG Á fundi í landsmálafélaginu „Vörður" í Reykjavík skýrði Bjarni Benediktsson, utanríkis- ráðherra, frá því, að um næstu mánaðamót myndi \ ísitalan raun- verulega verða orðin 334 stig, en í þessum mánuði mun vísitalan hækka um 11 stig vegna verð- hækkunar á landbúnaðarafurðum. Ráðherrann sagði, að ríkið yrði á þessu ári að greiða 40 milj. kr. til að halda niðri vísitöl'unni, en auk þess myndi ríkissjóður verða að greiða 30—40 milj. kr. verð- bætur á útfluttar sjávarafurðir. HÉRAÐSMOT Á AUSTURLANDI Fjórðungssamband ungra Sjálf- stæðismanna á Austurlandi gekkst fyrir héraðsmóti í Egilsstaðaskógi sunnudaginn 14. þ. m. Mótið var vel sótt og fór hið bezta fram. Jón Gestsson, formaður Sambands ins, setti mótið. Ræður fluttu Gunn- ar Björgvinsson, form. félags ungra Sjálfstæðismanna á Eskifirði og Sveinn Jónsson, bóndi, að Egilsstöð- um. Lárus Sigurjónsson, skáld, flutti kvæði um Flj ótsdalshérað. Séra Marinó Kristinsson söng einsöng. Eihnig skemmti kvennakvartett frá Eskifirði. Um kvöldio var dansað og skotið flugeldum. ANDSTAÐAN MAGNAST GEGN BREZKU STJÓRNINNI Sú staðreynd, að brezka þjóðin þarf sífellt að herða meir sultaról- ina jafnhliða því, að flestar aðrar þjóðir eru heldur að rétta við, hefir orðið þess valdandi, að brezka þjóð- in er nú sífellt meir að missa traust á þjóðnýtingarbrölti brezku verka- mannastjórnarinnar. Virðist þjóð- nýtingin líka hafa haft þveröfug á- hrif við það, sem sósíalistar víða um heim útbásúna. Brezka blaðið „Daily Express" lét nýlega fram fara skoðanakönnun um vinsældir brezku stjórnarinnar og kom þar glöggt í ljós, að þeim hefir stórlega hrakað, ef borið er saman við hliðstæðar athuganir, sern blað- ið hefir framkvæmt síðustu tvö ár- in. 40% þeirra, sem spurðir voru, töldu sig vera fylgjandi Verkamanna- flokknum, en 38% íhaldsflokknum, en hinir í öðrum flokkum eða utan flokka. 59% voru óánægðir með störf stjórnarinnar, 33% ánægðir, en 8% létu enga skoðuri í ljós. manna í Hafnarfirði hefir til langs tíma tekið virkan þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins þar í bænum. Formaður er Páll Daníelsson. FRAMSOKNARBLÖÐIN reyna enn að telja lesendum sínum trú um að núverandi örðugleikar í atvinnu- líji þjóðarinnar og gjaldeyrisvand- rœði eigi rót sína að rekja til ný- sköpunarinnar, sem hafin var undir joruslu Sjálfstœðisjlokksins hauslið 1944. Eins og allir muna tóku Fram- sóknarm'enn, sem þá urðu utangarðs við stjórnarmyndunina, upp sömu afslöðu og kommúnistar nú — að vera á móti óllum ráðsiöfunum sljórnarinnar. Framsóknarmenn voru þá á móti því að framleiðslutœki vœru keypt til landsins svo nokkru næmi. Togarakaupin, er ákveðið var að kaupa 35 nýtízku togara til lands- ins, fóru sérstaklega í „laugarnar" ú Framsóknarmönnum, sem t'óldu þau hina mestu fávizku. Reynzlan af togarakaupunum, sem voru einn helzti þáttur nýsköpunar- innar, er nú þessi: ELLEFU NY- SKÖPUNARTOGARAR HAFA NÚ Á SKÖMMUM TÍMA FARIÐ 37 SÖLUFERÐIR OG SELT FYRIR UM 9 MILJÓNIR KRÓNA. „Kald- bakur", togari Akureyrar, hefir farið 5 söluferðir og selt fyrir tæpar 1.400.000 krónur. Ef farið hefði verið að ráðum Framsóbnarmanna, œttum við ís- lendingar nú engan nýjan togara. Sjómennirnir okkar yrðu enn að sigla á ryðkláfunum, til þess að fœra björg í búið, er veitir þjóðinni nauð- synlegan gjaldeyri. „ÞJÓÐVILJINN" hefir að undan- f'órnu varið mbrgum dálkum af hinu dýrmœta lesmáli sínu í að verja of- beldisverk kommúnista í leppríkjum Rússa. „Mjölnir", lilli bróðir á Siglufirði, vill ekki láta sitt eftir liggja og birli nýlega greinarstúf um kosningarnar í Ungverjalandi, þar sem hann hælir þeim á hvert reipi. Blaðið kemst að þeirri skoplegu niðurstbðu, að nauð- synlegt hafi verið að handtaka for- ingja Smábændaflokksins og ann- arra andslöðuflokka kommúnisla vegna þess, að það liafi verið œtlun þeirra að „steypa stjórn landsins með blóðugri uppreisn og koma aft- urhaldsmönnum og fasistum til valda". Þessi skýring blaðsins virð- ist harla brosleg, þar sem vitað er, að Rússar hafa enn geysifjölmennan her í landinu, sem án efa hefði ekki verið lengi að bœla niður uppreisn, enda þótt öll þjóðin hefði staðið að baki hennar. STÉTTARÁBSTEFNUNNI hefir ver ið frestað um stundarsakir, og hafa þrjár nefndir verið kjörnar til þess að athuga ýms gögn, er ríkissjórnin lagði fyrir ráðstefn- una. HÁMARKSVERÐ á ísfiski hefir ver- ið hækkað töluvert í Englandi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.