Íslendingur


Íslendingur - 24.09.1947, Side 4

Íslendingur - 24.09.1947, Side 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 24. september 1947 ÍSLENDINGUR Ritetjórí og ibyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgefandi: Útgáfufélag Islendings. Skrifatofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðsla: SVANBERG EINARSSON. Pósthólf 118. PRÍNTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H■ F Sjávarútveyuriun og þjóöarbútö Efnahagslegt sjálfstæði íslenzku þj óðarinnar byggist meir á sjávar- útveginum en nokkurri annarri at- vinnugrein, sem þjóðin stundar, enda eru næstum allar útflutningsvörur þjóðarinnar sjávarafurðir í einhverri mynd. Landbúnaður og iðnaður liafa mikilvægt gildi fyrir þjóðarbúið, en sjávarútvegurinn hefir þó að mjög verulegu leyti staðið undir þjóðar- búskapnum síðustu árin. Þótt aukin tækni kunni að auka töluvert fram- leiðslugetu landbúnaðarins, eru eng- ar líkur til, að sala landbúnaðaraf- urða á erlendum vettvangi geti skap- að þjóðinni nema lítinn hluta af þeim gjaldeyristekjum, sem hún þarf, og sá iðnaður, sem líklegastur er til að framleiða verðmæti til útflutn- ings, er ýmiskonar iðnaður úr sjáv- arafurðum. Þessi staðreynd veldur því, að þjóðin hlýtur að einbeita allri orku að eflingu útvegsins og hagnýtingu sjávarafurða, enda þótt eigi megi vanmeta gildi annarra alvinnugreina. Sjávarútvegurinn hefir skapað meg- inhluta gjaldeyrissjóðs þjóðarinnar, og því var eðlilegt, að verulegum hluta hans yrði varið til endurbóla og nýbyggingar sjávarútvegsins. — Vegna forsjálni þeirra manna, sem jafnan hafa trúað á framtíð sjávar- útvegsins, er nú líka svo komið, að íslenzkur sjávarútvegur er nú að verða fyllilega samkeppnisfær við útveg annarra þjóða, hvað tækni snertir. Samt er margt óunnið til þess að koma útveginum í gott horf. Hlutfallslega hafa íslenzkir sjó- menn aflað meir en sjómenn nokk- urrar annarrar þjóðar, 'þótt við erfið skilyrði hafi verið. Nú hefir þjóðin haft efni á að bæta aðbúnað þeirra og fá þeim betri tæki við framleiðsl- una, enda er árangurinn þegar tek- inn að koma í ljós. En skipin sjálf eru ekki nema einn þátturinn í sköp- un blómlegrar útgerðar. Það þarf að rækta miðin sjálf, því að fiskistofn- inn er ekki óþrjótandi, og það verð- ur að verja íslenzka landhelgi fyrir ágangi erlendra fiskimanna. Bæði þessi atriði hafa verið vanrækt uin of. íslendingar eiga sjálfir tvímæla- lausan rétt til fjarða sinna og flóa, og friðun Faxaflóa er því þeirra einkamál. Stækkun landhelginnar er mál, sem íslendingum ber tvímæla- laust að bera fram við samtök sam- einuðu þjóðanna, því að það er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar nú. Vér höfum ekkert að gera með fjölmennar sendinefndir á þingum ÞANKABROT~ _ * _______ Mjólkurbúð d syðri brekkunni. ÞAÐ ERU að verða töluverð óþægindi fyrir íbúa á syðri brekkunni, að mjólkur- samlagið skuli ekki hafa mjóikurbúð nær en í Grófargilinu. Þarna er að rísa upp mikil byggð, jafnvel alllangt ofan við Þórunnarstræti. Húsmæður eiga oft erfitt með að komast að heiman og væru því mikil þægindi að því að bafa mjólkurbúð — og brauðbúð — á næstu grösum. Mjólk- ursamlagið hefir nú sett upp mjólkur- búðir hér og þar um bæinn, en það myndi áreiðanlega vel þegið af húsmæðrum á syðri brekkunni, ef samlagið teldi sér fært að selja þar upp mjólkurbúð. U 7nferðamálin. LÍTJh) BOLAR enn á umbótum þeim, sem umferðanefndin sáluga lagði til að gerðar yrðu á götum bæjarins. Enn þá slanda staurar víða úti á miðjum götum, engin breyting befir fengizt á afgreiðslu bifreiðanna og sumar götur hörntulegar umferðar, eins og t. d. gatan upp úr Gróf- argilinu, sem naumast er íarandi bifreið- urn vegna stórgrýtis, sem farið er að standa upp úr henni. Nú er ekki ósennilegt að fari að minnka um atvinnu og mætti því gjarnan snúa sér af krafti að gatnagerð- inni og viðgerðum, eftir því sem fé lirekk- ur til. Eigna sér annarra verk. GAMAN er að kommúnislum, þegar þeir eru að stæra sig af afrekum í atvinnu- málum. Síðasti „Verkam." ræðir töluvert um atvinnumálin hér á Akureyri, og verð- ur ekki betur séð, en kommúnistum sé það að þakka, að hér séu yfirleitt nokkur atvinnufyrirtæki. Meðal annars telur blað- ið, að kommúnistar eigi allan heiður af því, að hingað var keyptur togari, og hafi þessir áhugasömu umbótavinir orðið að leggja sig mikið fram til þess að yfirstíga andstöðu annarra flokka gegn aukinni út- gerð á Akureyri. Allir Akureyringar vita, hverjir ötulastir hafa verið að efla útgerð í hænum, og er því óþarfi að elta ólar við fjarstæður „Verkam." um það atriði. Því er ómót- mælt, að Sjálfstæðisfélag Akureyrar átti frumkvæði að myndun samtaka um aukna útgerð í bænum, en öll þau samtök, sem leitað var til um hlutdeild í þeim félags- skap brugðust mjög vel við. Um hitt hefir aftur á móti verið nokkur ágreiningur við sósíalistisku flokkana, hvort bærinn ætti að reka útgerð eða einstaklingar og frjáls samtök þeirra. Flestir munu þó vera sam- dóma um það, að hið frjálsa samstarf fjölmargra einstaklinga í bænuin og bæj- arfélagsins um útgerð nýsköpunartogarans „Kaldbaks“ hafi reynzt bæði hagkvætat og Framh. á 7. síðu. þeirra samtaka til þess eins að hlusta þar á rifrildi stórveldanna. En einnig í landi þarf margháttað- an úthúnað til þess að útgerð sé möguleg. Góð höfn er frumskilyrði útgerðar á hverjum slað. Stundum hafa heyrzt raddir um það, að á- stæðulausl væri að eyða stórfé í hafnarmannvirki á þessum eða hin- um staðnum, en fólki sést yfir það, að án góðrár hafnar er útgerð von- laus og því engin framtíð fyrir hlut- aðeigandi sjávarþorp. Víða hefir verið unnið að mikilvægum umbót- um á hafnarmálum, en margt er ó- gert, og því miður hafa mistökin við hafnargerðir verið of mikil eins og við fleiri opinberar framkvæmdir. Víða er brýn nauðsyn á miklum um- bótum í hafnarmálum, eins og t. d. hér á Akureyri, en fjárskortur hefir hamlað framkvæmdum. Á þessum vandræðum þarf að finnast lausn. Sé um fjárskort að ræða, virðist það naumast álitamál, að fremur beri að draga úr fjárveitingum til nýbygg- ingar vega en láta hafnargerðir stöðv ast á þeim stöðum, þar sem hafnar- skortur.er verulegur hemill á útgerð- inni. Ástæða er til að vona, áð hin mörgu nýju skip gefi þjóðinni skil- yrði til þess að auka mjög frarn- leiðslu sjávarafurða. Hitt er þó mörg- um áhyggjuefni, að erfiðlega geng- ur að manna þessi skip. Það er aug- ljós staðreynd, að fremur beri að beina vinnuafli þjóðarinnar að sjáv- arútveginum en nokkurri annarri at- vinnugrein. Alltof margir vinna alls konar óarðbær störf, og íslenzka þjóðin er ekki svo fjölmenn, að hún megi við því, að stór hluti lands- manna hafi svo að segja engin af- skipti af framleiðslunni önnur en þau að eyða tekjunum af henni. Nauðsynlegt er að skapa sjómönnum svo góð kjör, að mönnum þyki fýsi- legra að stunda sjómennsku en önn- ur störf. Hingað til hafa Islendingar flutt sjávarafurðir sínar að verulegu leyti út sem hráefni, nema síldina. Þetla þarf að breytast verulega. íslending- ar þurfa sjálfir að vinna úr fiski sín- um, enda hafa þeir betri hráefni til ýmiskonar iðnaðar úr sjávarafurð- um en flestar aðrar þjóðir. Þeir menn, sem útgerð stunda, vinna mikið þjóðnytjastarf, og er alls ekki eins vel að þeim búið og þeir verðskulda. Utgerð er áhættu- samasti atvinnureksturinn. Reksturs- kostnaður hennar er nú orðinn svo feikilegur, að aflabrestur eina ver- tíð leiðir oftast til þess, að útgerðar- maður.nn verður annaðhvort að lifa á náð bankanna eða verða gjald- þrota. Og gangi útgerðin vel, þykir sjálfsagt að taka allan hagnaðinn af henni í ríkiskassann. Utgerðin skap- ai svo að segja allan gjaldeyri þjóð- arinnar, en þó fá útvegsmenn engan gjaldeyri til umráða. Það er ekki von, að útvegsmenn uni vel slíku á- standi, enda er óumflýjanlegt að búa svo í haginn fyrir útgerðina, að at- orkusamir einstaklingar leggi frem- ur í útgerð en annan atvinnurekstur. Alþingi og ríkisstjórn verða að taka útvegsmálin til rækilegrar at- hugsunar, því að sjávarútvegurinn verður alltaf styrkasta stoð þjóðar- búsins. FRÁ LltíNUM DÖGUM ÚR ANNÁLUM 1766: Um vorið í páskaviku kom upp eldur í Heklu með jarðskjálfta, dun- um, dynkjum og sanddrifi. Varð þá svo myrkl um miðjan dag oft og tíð- uni allvíða um landið, að menn kunnu ei að deila hvítt frá svörtu, og þessi ósköp viðhéldust mestan part sumarsins. Leiddi hér af mikið sand- fall í Norðurlandi, sérdeilis Skaga- fjörð. Dó af því fjöldi Hólastóls kvikfjár og víðar, og þó gras yxi í betra lagi, þá varð það þó notalítið. En í hauslhríðum fennti bæði hesta, naut og sauði á Suðurlandi, en það af lifði var mjög dregið af hor og vesöld. 1767: 17 skiptapar fyrir sunnan og vest- an og sá átjándi á Skaga norður. Týndust á þeim 60 manns. Varð vart við útileguþjófavistir á Brúaröræfum, er menn meintu að vera Eyvind og Höllu, hvar fyrir sýslumaður Pétur útnefndi af Jökul- dals innbúendum 8 menn þau að uppleita um haustið, hvað þó varð forgefins (árangurslaust), einasta að þeir fundu þeirra eldstó, hvar þau um tíma sig höfðu uppihaldið. Leit- inni varð heldur ei til þrauta fram- haldið sökum uppáfallandi óveðurs. 1768: Árferði til lands svo sem í góðu meðalári. Bar upp 16 hvali á Norð- urlandi, af þeim rak upp 4 í Eyja- firði, som voru reyðarfiskar. Fiski- og selafli þá og rétt góður í þeim fjórðungi. Item mikið kolkrabbarek umhverfis Eyjafjörð, hver haldinn er bezta beita fyrir fisk. 1770: Vetur harður frá nýári um mest- an part landsins. Hafís lá mikill fyr- ir Norður- og Austurlandi fram á sumar. Gáfust upp hey (hey þrutu), og féllu víða hestar og sauðfé, helzt í Suður-Múlasýslu, svo margir við sjósíðuna áttu þar ei eftir í ám meir en eitt kúgildi, er áður voru fjárrík- ir, og fyrir þá grein var þessi vetur eftir á nefndur Kollur. I Skáftafells- sýslu suður parti féllu þá 600 hross og 1200 fjár. Grasvöxtur og heyja- nýting í betra lagi, sömuleiðis fiski- afli fyrir sunnan, vestan og norðan. Það bar til í Eyjafirði á bæ þeim, er heitir Giljá, þann 28. ágúst, að kýr ein átti kálf í meðallagi stóran. Daginn eftir gekk hún úti á jörðu með vcnj ulegum hraustleika, en þá áleið daginn, tók kýrin aftur sótt, og J)á varð fólk þess víst, að afturfætur annars kálfs komu í Ijós. Nú gat kýrin ei komizt frá burðinum. Komu þá til þrír menn að draga kálfinn frá kúnni, en það gilti einu. Féll svo bóndinn uppá að binda reipi utn afturfætur þessa kálfs og setja þar fyrir hest, en 3 menn héldu kúnni á meðan. Dró svo hesturinn þetta dauða fóstur frá kúnni, en þá það kom í ljós, hafði Jjað 4 framfætur, 2 höfuð, nefnilega tarfshöfuð og kvíguhöfuð, tvo hálsa, 2 brjóst, 2 hjörtu, 2 lifrar, 2 lungu, en þó ei nema einn maga, svo sem allur aftur- partur skepnunnar var rétt almenni- legur. Það artugasta (skrýtnasta) var, að höfuðin sneru hvert á móli öðru eins og þessir vanskapningar föðinuðu hver annan í móðurlífi. Framh. á 7. síðu. GÁMÁN OG ÁLVÁRÁ Hann: „Af hverju ertu svona reið við læknirinn?“ Hún: „Hann var svo ósvífinn. Þeg- ar ég lýsti því fyrir honum, hvað ég væri ])reytt, þá bað hann mig um að lofa sér að sjá tunguna i mér.“ Hún: „Hafið Jiér heyrt, að Sig- urður var fluttur í sjúkrahús í nótt?“ Hann: „Það getur ekki átt sér stað. Eg sá hann í gærkveldi á Hótel Borg, og þar var hann að dansa við Ijómandi fallega stúlku.“ Hún: „Já, það er rétt, en konan hans sá hann þar líka.“ Byggingameistari nokkur var ný- lega orðinn riddari af Dannebrog. Skömmu seinna var hringt í síma og spurt eftir byggingameislaranum. „Nei, riddarinn er ekki heima,“ var svarað. „Það er riddarafrúin, sem talar.“ Þúsund sinnum þakkar gjöld, þeim sem náði ég tali, sjötíu ára samfelld kvöld, sendi ég sprund og hali. (Ben. S. Snœdal). llún: „Því miður hefi ég lofað Jressum dansi. En bíddu bara við — ég skal kynna ])ig fallegri slúlku, sem ])ú getur dansað við í staðinn.“ Hann: „Eg kæri mig ekkerl um að dansa við fallega stúlku — ég vil bara dansa við þig.“ Gesturiiin: „Þér reiknið tvo súpu- diska. Eg hefi ekki borðað nema einn.“ Þjónninn (ergilegur): „En súpan, sem ég helti ofan á yður — á ég kannske að borga liana sjálfur?“ „Hvað er að vera fullorðinn, Oli • O ií mmn: „Það er þegar maður er hættur að vaxa í báða enda og vex bara um miðjuna.“ Sagt er, að Jónas jónsson hafi eilt sinn verið spurður að því, af hverju Eysteinn væri alltaf svona svart- sýnn. „Það er sennilega af því að hann er fæddur í þoku,“ á Jónas að hafa svarað.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.