Íslendingur


Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. september 1947 ÍSLENDINGUR Akureyrar-: Hámark allrar þeirra mörgu og j góðu ævintýra, sem skátalífið hefir | upp á að bjóða er það áð fara á jam- boree. Til þess hlakka menn árum saman, og sá, sem eilt sinn hefir tek- ið þátt i því ævintýri nýtur gleðinn- ar af því alla ævi. Jamboree er alheimsmót skáta, og fer það fram fjórða hvert ár, þegar áslæður leyfa slíkt alþjóðastarf. Á síðaslliðnu ári var ákveðið að mót- ið, — Friðar-jamboree —, færi fram í Frakklandi dagana 9.—18. ógúst í sumár, og fóru íslenzkir skálar þá strax að ráðgera Frakklandsferð. Undirbúningur. Ilinn reglulegi undirbúningur und- ir jamboree-ferðiná liófst 23. febrú- ar hjá okkur Akureyringum. Var þá myndaður sérstakur skátaflokkur með væntanlegum Frakklandsförum og síðan haldnir fundir og æfingar a. m. k. einu sinni í viku, allt þar til lagt var upp í íerðina. Stundum var unnið að þessum undirbúningi kvöld eftir kvöld. Auk venjulegra skáta- starfa, sem fram fóru á fundum þess- um var reynt að afla fróðleiks um fyrri jamboreemót og sérstaklega um Frakkland. I þessu sambandi var leitað til gamalla jamboreefara og annarra manna, sem gátu látið okkur slíkai’ upplýsingar i lé. Var þessi íræðslustarfscmi okkur iil mikils gagns og ánægju, og kunnum við þeim, er aðstoðuðu okk'ur, beztu þakkir fyrir. Einn liðurinn í undir- búningi okkar undir þessa íerð var að búa til muni, sem síðan átti að selja í verzlun okkar á jamboree. Kenndi þar niargra grasa, er síðar verður á minnst Eiginlega má segja, að það skeimnlilega við jamboreeferðina hófst slrax og byrjað var á undir- búningnum hér heima, og þótt svo illa tækist til, að nokkrir, sem ráð- gerðu að fara, y'rðu að hætta við ferðina á síðustu stundu, þá vitum við, að undirbúningurinn varð þeim eins og okkur til mikils gagns og ánægju. En ekki meir um það, tím- inn leið og við lukkunnar panfíjar töldum dagana til brottfarardagsins, 31. júlí. Kvöldið áður bitlumst við í hreiðrinu okkar, „Gunnarshólma“, og kvöddum skátafélaga okkar. -— Finnntudaginn 31. júlí héldum við svo með hraðferðinni til Reykjavík- ur. Þegar þangað kom, var haldið lil skátaheimilisins .við Hringbraut. Það eru skálar, er voru einn aðal- skemmtislaður setuliðsins á hernóms- árunum. Hefir Reykjavíkurbær feng- ið skótum sínum þetta búsnæði til umráða og slull þá með miklum fjár- framlögum til að gera það sem vist- legast. Má á því sjá að Reykvíkingar skilja og viðurkenna það menningar- starf, sem skótareglan vinnur. Um líkt leyti og við komum til Reykjavíkur, kornu einnig þangað Ur dagbók jamboree-fara skátar á friðar-iamboree Alþjóðamót skáta, seni á skátamáli nejnist jamboree, var haldið í Frakklandi í sitmar. Fetta mót var sérstaklega helgað jriði og brœðralagi í heiminum og kallað friðar-jamboree. Margir íslenzkir skátar sóttu jamboree í jietta sinn, m. a. 8 jfá Akureyri. Fer hér á eftir fyrsti hlutinn aj frásögn jieirra jélaga aj jör sinni. Framhald birtist í nœsta blaði. AKUREYRAR- SKÁTARNIR. Standandi jrá vinstri: Eiríkur Stefánsson, Níels Halidórsson, Valgarðnr Frímann, Gunnar Scliram, Kristján Hallgrímss. Krjúpandi: lngólfur Lillcnthal, Ríkarður Þórólfsson, Ingvi Hjörleifsson. aðrir jamboreefarar víðsvegar að af landinu, svo sem frá Siglufirði. Sauð- árkróki, Patreksfirði, ísafirði, Bol- ungarvík, Laugarvatni, Selfossi, Stokkseyri, Akranesi, Vestmannaeyj- um og Keflavík. Allur þessi hópur ósamt skátuin frá Hafnarfirði ^og Reykjavík, sem voru 88 menn alls, safnaðist nú saman í Skátaheimilinu til að reka smiðshöggið á undirbún- inginn undir Frakklandsferðina, því að okkur var öllum lj óst, að vænleg- asli vegurinn lil góðs árangurs var, í þessu sem öðru, góður undir- búningur. Þá daga, sem við dvöldum í Reykjavík, var faslri dagskrá fylgt frá kl. 8.30 að morgni og til kvölds, og mátti svo heita að ekkert hlé væri frá nauðsynlegum störfum allan dag- inn. Mestur tími fór til þess að æfa söng, vikivaka og glítnur, enda áttu það að verða frambærilegustu skemmtiatriði á varðeldum- þegar til Frakklands kæmi. Nokkur tími fór einnig til gönguæfinga og ýmislegs annars, sem of langt yrði upp að telja. Þann 3. ágúst flaug svo urn helm- ingur liðsins með flugvélinni .,Heklu“ iil Fralcklands. Fylgdum við hinir þeim út á flugvöllinn og sung- um við þar saman „ísland ögrurn skorið“, rétt áður en við kvöddumst. Þessi hópur, sem fyrr fór til Frakk- lands, átli að annast um uppsetningu á tjaldbúðum og sjá um annan undir- | búning á tjaldsvæði okkar á jam- ! boree, en þangað var farangurinn ; kominn fyrir nokkru. Við hinir héld- 1 um áfram undirbúningnum hér heima og biðum óþreyjufullir brott- farar. Þriðjudaginn 5. ógúst kl. 21 var svo loksins lagl upp frá Reykjavík. Okum við ])á í tveim 26 manna bif- reiðum út á Keflavíkurflugvöll, og fór þar fram hin venjulega tollskoð- un og áritun vegabréfa. Þar sem flugvélin ,,Hekla“ var ekki alveg til- búin til flugs, settumst við að dýrð- legri ávaxtaveizlu, því að þarna var yfirflj ólanlegt af þessari eflirsótlu vöru, þótt hún fáisl varla annars staðar á íslandi. Eftir skamma stund var tilkynnt í hátalara, að við skvld- um stiga upp í flugvélina og tóku þar á móti okkur tvær brosandi flug- freyjur. Var nú komið fyrir yfir- höfnum okkar og farangri og hreiðr- uðum við síðan um okkur í þægi- legum stólum og sofnuðu þá sumir strax meðan við biðum brottferðar. Brátl fóru hreyflarnir í gang og vél- in hélt út á völlinn, en Adam var ekki lengi í Paradís. Varla vorum við komnir á aðálbrautina þegar okkur var tilkynnt að sökum bilun- ar á vélinni yrði að hætta við flug- ið að sinni. Var svo vélinni aflur ekið að farþegaskýlinu og stigið þar út. Vitanlega vöktum við svefnþurrk- urnar og létum þá vita, að nú vær- um við loksins kornnir lil Frakk- lands, og urðu þeir harla fegnir sem von var, en þeim brá í brún þegar þeir litu út. — Þessi bilun gerði okk- ur auðvitað gramt í geði, en það var þó bót í máli, að hún kom í ljós áður en á loft var komið, og úr ])ví sem orðið var þótti öllum réttasl að 'iaka óhappinu glaðlega. Ekkert vissum við hvort aðgerðin á vélinni tæki nokkra tíma eða nokkra daga og vissum yfirleitt ekkert hvað við átt- um af okkur að gera, en það var þó ákveðið að þrauka á vellinum þessa nótt, og fengum við að hírast þar í stórum hermannaskála. Amerískir menn, sem þar réðu húsum, lánuðu okkur „bedda“ og það af teppum, sem þeir gótu, en flestir höfðu ])ó að- eins „beddagormana“ til að liggja á og ekkert yfir sér. Þegar þar við bætt- ist, að mikið rigndi um nótlina og skálinn lak, þá getur hver maður séð, að þetla „hótel“ var engin Para- <Jíá. Aftur ó móti fóru -kkrir. sem báru mikla umhyggju fyrir skrokkn- um á sér, á Hótel de Gink og létu vel yfir vistinni á þeim fræga stað. Ein- hvern tíma morguninn eftir kom ein- hyer góður maður og fræddi okkur á því. að innan skamms ættum við að fá kaffi, og var þeim tíðindum vel fagnað, því að ekki var kræsingun- um fyrir að fara um nóttina. En nú vandaðist málið, því að þessi „kaffi- engill“ hvarf, og enginn vissi hvar álti að halda veizluna. Leið svo lang- ur lími, og fóru þá margir að halda, að við værum gleymdir og glataðir á þessum mikla flugvelli. En svo var ekki, sem betur fór. Allt i einu renn- ur óskapleg amerísk bifreið upp að skálanum okkar. Lílctist hún mest gripavagni og kom öllum saman um að ökuþórinn væri liandóður, eftir keyrslunni að dæma. Hann kvaðst eiga að aka okkur í kaffið, og þótt útlitið væri voðalegt, lögðum við skjóllega lil uppgöngu í farartækið, sem fluLli okkur heilu og höldnu til þess staðar, þar sem starfsinenn flug- vallarins hafa matsal sinn. Var þar óspart borðað og síðan ekið með sarna farartæki til Hótel de Gink og beðið þar cftir bifreiðum frá Reykja vík, sem íluttu okkur aftur heim ; leið. Á leiðinni til Reykjavíkur frétt um við, að viðgerð vélarinnar iæk ekki eins langan tíma og átlit vai fyrir um skeið, og yrði henni senni lega lokið að kvöldi þess dags. Til bæjarins komum við um kl. 4 mið- vikudaginn 6. ágúst og svona eftir á getum við ekki annað en skénimt okkur prýðilega við þessa hrakninga- endurminningu. Finnntudaginn 6. ágúst lögðum við aftur af stað til flugvallarins um kl. 6 f. h. Var þá flugvélin albata og allt með felldu. Laust fvrir kl. 9 vor- um við allir, 43 að tölu, seztir i flug- vélina á nýjan leik og skönnnu síðar hófst hún á loft og sveif í suðurátt. Lítið sáum við af okkar fagra fóstur- landi nema flugvöllinn og eitthvað af Reykjanesi, en brátt hvarf það einnig sjónum okkar og víðátta lofts og lagar tóku við. Alltaf var flogið lengra og lengra burt frá gömlu Isa- fold en framundan var hið þráða ævintýri, •— jamboree. Oðru hvoru sáum við skip á siglingu, og stefndu þau flest í norður. Um kl. 12 sáum við Setlandseyjar og nokkru síðar ilugum við inn yfir Skolland. Af og lil hvarf landið í skýjaþykkni, en þess á milli blasti við hið fegursta útsýni. — Blackpool, hinn fræga skemmtistað Bretlandseyja, sáum við t d. mjög vel. Þegar kom inn yfir England, var útsýni ennþá betra, og þótt við værum í 9000 feta hæð, hrifumst við af hinu iðandi lífi, sem blasti við fyrir neðan okkur. Járn- brautir og bifreiðar brunuðu um landið þvert og endilangt, og hvar- vetna var fólk önnum kafið við vinnu, vinnu, sein á að rétta gamla England úr þeim kút, sem það komst í af völdum stríðsins. Alltaf er eitt- hvað athyglisvert að sjá, en vélin fer hratt yfir og gefur ekki tíma íil ná- innar alhugunar. Brátt erum við yfir Suður-Englandi og síðan svífum við út yfir Ermarsund. Okkur verður hugsað iil þess, að þar sem við er- um nú, var háður stórkostlegasli lofthernaður, sem sagan getur um, og okkur kemur i hug hvernig um- horfs hefir verið hér og á sundinu þá dagana, sem liðið var flutt frá Dunkerque. Nú eru hér engir stríðs- fuglar á flugi sem betur fer, heldur aðeins hinir saklausu fuglar lofts- ins og svo flugvélar í friðsamlegum erindum. Á sundinu er urmull skipa. En nú horfum við ekki niður, heldur fram, því að fyrir stafni er Frakk- land, land glæsilegrar íortíðar og mikilla vona, og hugsunin um að koma ])angað innan lítillar stundar fyllir hugina eftirvæntingu. Við vit- um, að í ófriðnum og eins nú er hart sorfið að frönsku þjóðinni, en þrátt fyrir allt býður nú Frakkland þús- undum erlendra skáta fóstur á Frið- ar-j amboree. Um kl. 4 lentum við ó flugvelli í París og var okkur þar vel fagnað af einum landa okkar og tveim frönskum skátum, sem sendir höfðu verið til að taka á móti okkur. Ferðin fró flugveHinum á jamboree. Báðir Frakkarnir töluðu ensku og var annar þeirra frá Algier en hinn af rússneskum ættum og áttum við eftir að hafa mikið saman við þá að sælda þar eð þeir voru iúlkar okkar á mótinu. Landinn sem tók líka á móti okkur var aftur á móti skáti' úr Hafnarfirði og gjaldkeri fararinnar. Gengum við nú í gegnum hinn venju- lega hreinsunareld ferðamannsins þegar hann kemur til ókunnra landa, | sem sé vegabréfa- og tollskoðun. Þar guldum við eða öllu fremur nutum heiðarleik landa okkar, sem farið böfðu fjórum dögum áður þessa sömu leið, því að tollþj ónarnir slepptu öllum í gegn án nokkurrar verulegrar skoðunar. Síðan var okk- ur skipað upp í bifreiðar sem á var málað „Air-France“ og vorum við þá loksins komnir inn í hið lang- þráða draumaland okkar — Frakk- land, og það meira að segja með leyfi i rassvasanum til kaupa á nokkrum hinna löngu, þvengmjóu frönsku brauða, sem vart mundu þykja mannamalur hér heima! Var okkur nú ekið inn i París og höfðum við þá ágætt tækifæri til þess að at- liuga fólkið og umhverfið. „Glöggt er gests augað“ segir gamalt íslenzkt máltæki og sannaðist það bezt á okkur, því að vel tókum við eftir öllu, sem fyrir augu bar og dáðumst við mjög að hinum breiðu fallegu götum nieð trjáröðum til beggja handa. Einnig þótti okkur einkenni- leg tígulsteinahúsin og byggingar- lagið frábrugðið því heima. -—'Að skammri stundu liðinni stigum við af bílunum og vorum þá komnir á eina afstærstu neðanjarðarjárnbraut- arstöðvunum í París. Framh.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.