Íslendingur


Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. septemþer 1947 ÍSLENDINGUR 7 - ÞANKÁBROT - Framhald af 4. síðu. heppilegt. Sjálfstæðisfélagið ltefir enga löngun til þess að stæra sig af frumkvæði sínu um stofnun útgerðarfélagsins, en það er leiðinlegt þegar kommúnistar, með framkomu sína í Krossanesdeilunni lif- andi í minni bæjarbúa, reyna að eigna sér forustu um atvinnuframkvæmdir í bænum. Þau bæjarfélög, sem eru svo ógæfusöm að lúta forsjá kommúnista, bera vitni um af- rek þeirra á sviði atvinnumála og fjár- mála. Framfarabœr. ÓLAFSFJÖRÐUR er glöggt dæmi þess, bversu stórhugur fólksins getur fengið miklu áorkað á skömmum tíma. Sjávar- þorp þetta er nú að verða myndarlegur kaupstaður, og fólkinu þar þykir vænt um bæinn sinn. Þar er við ýmsa erfiðleika að etja eins og víða annars' staðar, en Ólafs- fjörður er einn þeirra bæja, sem befir mikið gildi fyrir þjóðarbúskapinn, því að þar vinnur fólkið fyrst og fremst að frant- leiðslustörfum. Eg átti þess kost að heimsækja Ólafs- fjörð fyrir nokkrum dögum og sjá með eigin augum þær framkvæmdir, sem þar er unnið að. Sjómennirnir fögnuðu mest hafnargerðinni, enda hefir hafnleysið tor- veldað mjög útgerðina. Nú er unnið af kappi við annan liafnargarðinn, en höfnin verður að mestu umgirt tveimur görðum. Fjárskortur til þessara framkvæmda hefir verið tilfinnanlegur, en ríkissjóður hefir t.l bráðabirgða lofað að hlaupa undir bagga, enda óviður.andi, að verkamenn geti ekki fengið laun sín greidd. Hús nið- ursuðuverksmiðjunnar er nú langt komið. Gangi sú verksmiðja að óskum, verður bún rnikil iyftistöng fyrir bátaútveginn og veitir mikla atvinnu. Utgerð er allmikið að aukast og líkur til, að þarna geti orðið blómlegt atvinnulíf, ef tekst að yfirstíga byrjunarörðugleika. Inn af bænum er löluverð sveit, sem með fullri nýtingu ] ræktanlegs lands ætti að geta tryggt bæn- utn næga mjólk, en búnaðarframkvæmdir eru þar merkilega litlar. Það, sem vekur þó kannske mesta eftir- tekt í Ólafsfirði, er hin glæsilega sttndlaug bæjarins. Er sundlaug þessi sérstaklega vel útbúin og hinn mesti heilsubrunnur fyrir æsku bæjarins. Sundlaugarvörðurinn sagði, að aðsókn barna og unglinga að lauginni væri mjög mikil. A vetrum er svó skíðaíþróltin mikið stunduð, enda eiga Ólafsfirðingar marga góða skíðamenn. Olafsfirðinga vantar tilfinnanlega hótel og gott samkomuhús. Einnig eru mikil ó- þægindi að því að liafa ekki neina mjólk- urbúð, er tekið geti við mjólkinni frá bændum og miðlað henni til bæjarbúa. Kaupfélagið mttn hafa haft slíka búð í smíðum á þriðja ár, en ekki er þeim fram- kvæmdum lokið. Ekki verður svo minnst á Ólafsfjörð, að ekki sé getið þess mannvirkisins, sem nú er óskabarn allra bæjarbúa, en það er hitaveitan. Það eru þægindi, sem eru mik- ils virði, enda vildu víst hvorki Reykvík- ingar né Ólafsfirðingar vera án þeirra. ÚR ANNÁLUM Framh. af 4. síðu. Kýrin lifir og mjólkar tíu merkur 1 • mál. 1772: Vetur harður frá nýári með mikl- um frostum og mikill hafís fyrir Norður- og Vesturlandi. Vorið einn- ig kall, hvar af orsakaðist mikill gras brestur. Hér að auk hafði grasmaðk- ur víða spillt túnum í Eyjafirði, hvar nokkrir bændur höfðu tekið það til bragðs að raka maðkinn saman, af hverjum þeir fyllt höfðu heil kvartel. Fiskiafli fyrir sunnan og vestan í betra meðallagi, en stopull fyrir norðan vegna ógæfta. Bandaríkin: Kommúnistar leitast nú mjög við að beita nöfnuni þekktra leikara í áróðri sínurn. Eru sum tiltæki þeirra í því sambandi ærið kyndug. Koihm- únistablað í Brasilíu skýrði frá því fyrir skönnnu, að Gary Cooper hefði haldið ræðu fyrir 90.000 kommún- isturn í Filadelfíu. Cooper mótmælti þegar. Hann hafði ekki komið til borgarinnar um þetta leyti og kvaðst aldrei hafa verið kommúnisti. Annað kommúnistablað — í Trieste — kvað leikarann Buster Crahbe hafa verið myrtan, er hann var að safna gögnum gegn nazistum í Hollywood. Hefði hann verið jarðsunginn í New- York að viðstöddum 150 þús. kornrn- únistum. Crabbe mótmælti eins og Cooper. Kvaðst hann vera við beztu heilsu og aldrei liafa verið kommún- isti. Gjörði í september norðanlands stór vestanveður með stórbrimum, sem langsamlega viðhéldust, eins þó gott og kyrrt veður væri. Brauzt þá sjór upp á Drangey í Skagafirði og yfir Siglunes, hvar hann braut bæði hjalla og fiskibáta, auk þess er týnd- ist af veiðarfærum og fiskigögnum margra sjóbænda. 80 fiskibátar telj • ast brotnað hafa milli Hrauns á Skaga vestur í Ilúnavatnssýslu og norður á Tjörnes á þessu hausti. í nóvember gjörði 6 dægra hríð svo mikla samfleytt, að trautt var milli fjárhúsa og bæja farandi. Týndust þá víða á Norðurlandi hestar og ,sauðfé manna. Noregur: Norðmenn búast við um 200 þús. ferðamönnum til landsins í ár. Það er um 10 þús. fleiri en síðastliðið ár, en 70 þús. færra en metárið 1938. Um það bil. helmingur ferðafólksins er frá Svíþjóð, og Danmörk er önn- ur í röðinni. Rússland: Rússneski rithöfundurinn David Dallin, sem kunnur er orðinn fyrir bækur sínar um Rússland, hefir ný- lega ritað bók, sem hann nefnir ..Þrælkunarvinna í Ráðstjórnarríkj- unum“. Þar kemur í ljós, að í Rúss- landi hefir einmitt það gerzt, sem prófessor Hayek sagði í bók sinni „Leiðin til ánauðar“ að hlyti óhjá- kvæmilega að fylgja fullkomnum á- ætlunarbúskap: Þvingunarvinna og þar af leiðandi kúgun. Dallin íelur, að fj órði hver verkamaður í Ráð- stjórnarríkjunum sé þræll. Telur hann upp 125 fangabúðir, en segir þó, að þær muni vera miklu fleiri. Tvær stærstu búðirnar eru Solovetski — ey í Hvítahafi — og Dalstroy- fangabúðirnar í Kolymadal í Austur- Síberíu. Dallin kemst að þeirri nið- urstöðu, að í fangabúðunum sé ekki færra en 12 miljónir, kvenna og barna, en hann vitnar í aðrar heim- ildir, sem áætla töluna allt að 30 milj. Dallin varð að flýja land á dögum keisarastjórnarinnar fyrir andróður gegn henni. Hann kom 1917, en varð að hröklast aftur í út- legð árið 1922, því að honum féll ekki við starfsaðferðir komnmnista. AUSTF!RÐ!NGAH GEFA ÚT MÁNAÐARRHT F'jórðungsþing Austfirðinga hefir byrjað útgáfu mánaðarrits. sjm einkum er ætlað það hlutverk að lúlka málefni Austurlands óg sporna á móti hinum sívaxandi samruna alls ríkisvalds og fjármagns í Reykjavík. Rit þetta á ekki að vera háð neinnm stiórnmálaflokki. heldur aðe'ns vinna að því að losa landsmenn utan Reykjavíkur undan kvöðum og höft- um hinna opinberu ráða í höfuð- borginni. Tvö fyrstu hefti þessa rits cru komin út, og eru þau myndarleg að efni og frágangi. Ritstjóri og ábyrgð- armaður er Gunnlaugur Jónass n, en ritnefnd skipa þeir Hjálmar Vil- hjálmsson, Jón Sigfússon og Þórar- inn Sveinsson. Prentsmiðja Austur- lands annast prentun ritsins. SAUÐFJÁR Vegna andstöðu sauðfjársjúkdóma nefndar og landbúnaðarráðuneytis- ins hafa bændur á svæðinu milli Héraðsvatna og Blöndu ákveðið að hætta við almennan niðurskurð sauð- fjár á þessu hausti. Hafði það áður verið samþykkt við almenna atkv,- greiðslu með miklum meiri hluta at- kvæða. Hann hefir dvalið í Bandaríkj unum síðan árið 1940. Bandaríkin: Síðast í ágúst lét Gaullup-stofnun- in fara fram skoðanakönnun í Banda- ríkjunum um fylgi Eisenhowers sem forsetaefnis. Já sögðu 35%, nei sögðu 48%, en 17% höfðu ekki myndað sér neina skoðun um það. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA „Sannleikurinn er sá, vinir mínir, að vér metum hér gullið lítils, því að vér búum einangruð og getum ekki haft verzlunarviðskipti við neinn. Það hefir því ekkert gildi fyrir oss nema til skrauts. Væri ekki þannig ástatt, myndum vér án efa meta gullið jafn mikils og uðrir, jafnt Gyðingar sem heiðingjar. Og ef til vill fer það svo, er vér höfum verið losuð við umsátur óvina vorra, sem loka oss hér inni. Því er það rangt hjá frænda mínum að kalla það dyggð, sem vér neyðumst til að gera. Eirikum þegar þjóð vor, eins og þjónn þinn sagði, liefir gjört jörðina að gulli sínu og gjarnan teflir lífinu í hættu til þess að eignast meira af því, þótt menn eigi nóg fyrir.“ „Heiðingjarnir krefjast þá engra launa fyrir þjón- ustu sína?“ spurði Joshua hæðnislega. „Auðvitað gjörum við það, prins,“ svaraði Orme. „Við leitum einmitt að gulli. Hví skyldum við annars koma hingað og berjast fyrir þig gegn höfðingja, sem að vísu hálf siðaður, en virðist þó eiga fleiri góða eiginleika, t. d. sómatilfinningu og hugrekki? Ef við leggjum lífið í hættu og leysum hlutverk okkar af hendi, þykjumst við elcki of stoltir til þess að taka á móti þeim launum, sem við verðskuldum. Sumir okk- ar þarfnast fjár eins og t. d. bróðir okkar, fangi Fung- anna, því að hann á fátæka ættingja í Englandi.“ „Nei, auðvitað,“ sagði Maqueda. „Og hlustið nú á, vinir mínir. í mínu nafni og Abati-þjóðarinnar lofaði ég yður eins mörgum úlfaldaklyfjum af gulli og þér gætuð kornizt með frá Mur. Fyrir dagsetur mun ég sýna yður hvar gull þetta er geymt ef þér þorið að fylgja mér þangað.“ 143 „Fyrst starfið, síðar launin,“ svaraði Orme. „En segðu okkur nú, ó, afkomandi konunga, í hverju þetta starf er fólgið.“ „Hlustaðu á, þú sonur framandi þjóðar. Þér verðið að vinna þess eið, ef það eigi stríðir gegn samvizku yðar, sem kristinna manna, að þér um eins árs skeið, frá deginum í dag að telja, þjónið mér. berjist fyrir mig og hlýðið lögum mínum, meðan þér allan þenna tíma vinnið að því að eyðileggja skurðgoðið Harmac rneð allri þeirri þekkingu og öllum þeim vopnum, er vestrænar þjóðir þekkja. Eftir það skal yður frjálst að fara hvert sem þér óskið með laun yðar.“ „Og ef vér nú sverjum, göfuga kona,“ sagði Orme hugsandi, „hvaða tignarstöðu skipum vér þá í þjón- ustu þinni?“ „Þú, ó, Orme sonur, skalt vera foringi við fram- kvæmd þessa verks, og þeir, sem með þér eru, skulu skipa þann sess í þjónustu þinni sem þér þóknast að veita þeim.“ Við þessi unnnæli heyrðist óánægjukliður frá hin- um brynjuklæddu hershöfðingjum í ráðinu. „Eiguni við þá að hlýða þessum ókunna manni, ó, afkomandi konunga?“ spurði Joshua sem talsmaður þeirra. „Auðvitað, frændi minn, í öllu því, sem varðar þetta verk. Getið þér notað sprengiefni, senr aðeins þeir þekkja leyndardóminn við? Gætu þrír yðar hafa varið hlið Harmac gegn heilum her og síðan látið borgarhliðin þeytast til himna?“ „Hún þagnaði og beið svars þeirra. „Þér svarið ekki, því að þér getið það ekki,“ hélt 144 Maqueda áfram. „Verið því ánægðir með að lúta stjórn þeirra, sem hafa þá þekkingu, er yður skortir.“ Enn ekkert svar. „Göfuga kona,“ sagði Oliver, eftir þessa óheilla- vænlegu þögn. „Þú hefir sýnt mér þá sæmd að gera mig að hershöfðingja yfir hermönnum þínum. En ldýða þeir mér? Og hvar eru hermenn þínir? Ber hver maður vopn í landi þínu?“ „0, nei,“ svaraði hún og hélt sig að seinni spurning- unni, ef til vill af því, að hún gat ekki svarað hinni fyrri. „0, nei. En það var á annan veg, er hinir miklu forfeður mínir ríktu hér. Og þá óttuðumst vér ekki lYingana. En nú vill fólkið ekki lengur gegna herþjón- ustu. Það segir, að hei-þjónustan taki það brott frá störfum sínum og þeim leikum, sem það elskar. Það segist ekki geta helgað herþjónustunni æsku sína og kveður það óvirða hvern mann að hlýða þeim, sem yfir hann eru settir. Stríð sé villimannlegt og ætti að útrýma því. En samtímis standa hinir hraustu Fungar fyrir utan, reiðubúnir til þess að myrða karlmenn vora og gera konurnar að ambáttum sínum. Aðeins þeir fátækustu og aumustu, þeir sem liafa brotið af sér, fást til þess að starfa í her mínum, að liðsforingja- stöðunum undanskildum. Og ó, þess vegna eru Aba- tierarnir dauðadæmdir.“ Hún varpaði blæjunni til hliðar og fór skyndilega að gráta. Eg minnist þess ekki að hafa séð hátíðlegri sjón en þessa fögru, göfuglyndu ungu konu, sem sat þarna og grét sárum tárum yfir þeirri úrkynjuðu þjóð, sem fallið hafði í hennar hlut að stjórna.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.