Íslendingur


Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 24.09.1947, Blaðsíða 8
VANTAR STARFSSTÚLKUR í Sjúkra- hús Akureyrar 1. okt. Upp- lýsingar í síma 107. kndmott Miðvikudagur 24. september 1947 TIL UELGTJ 2—^3 herbergi með sér- inngangi í nýju húsi, sem til verður upp úr næstu mánaðamótum. A. v. á. I. 0 . O. F. — 1299268% — Frl. — Q Rún:. 59479247 — 1. Messujall verður í Akureyrarkirkj u n. k. sunnudag'vegna íjarveru prestanna úr bæn- um. Vegna ttSalfundar Prestafélags íslands og aldarafmælis Prestaskólans verSa þeir vígslubiskup séra FriSrik J. Rafnar og séra Pétur Sigurgeirsson fjarveranli úr bamurn frá 26. sept. til 4. okt. I fjarveru þeirra þjóna nágrannaprestarnir, eftir því sem til næst. i Zíon. Samkoma n. k. sunnudag kl. 8.30. Hjúskapur. Þann 20. sept. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkj u, af séra Pétri Sigurgeirssyni, ungfrú Jóhanna Bogadóttir og Ásgeir Áskelsson, skipstjóri. Heimili þeirra er Hafnarstræti 64. Hjónaejni. Trúlofun sína opinberuSu sl. laugardag ungfrú Margrét Oddgeirsdóttir, símamær, og Grímur Björnsson, stúdent, bæSi búsett á Akureyri. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Stokkhólmi ungfrú Gerda Versteegh og Sigvaldi Sigvaldason frá Akureyri, fyrrum sendiráSsritari í Stokkhólmi. Sextugur varS sl. föstudag Sigurður Sig- urðsson, sýslumaður Skagfirðinga. Hann hefir verið sýslumaður Skagfirðinga síðan árið 1924 og unnið sér þar miklar vin- sældir. Stúkan 1'safold-F'jallkonan hefur vetrar starf sitt með fundi næstk. mánudag 29. þ. m. kl. 8.30 í Skjaldborg. Það er mjög áríðandi að félagar mæti á þessum fyrsta fundí og komi helzt meff nýja félaga. Ymis störf liggja fyrir fundinum, meðal annars verður sagt frá síðasta Stórstúkuþingi. Sjá nánar í auglýsingakassa Skjaldborgar- bíós. Akureyringar! Munið, aS nýir félag- ar eru alltaf velkomnir í reglu GóStempl- ara. Félagar mætiS. Áheit á Strandarkirkju kr. 100 frá A. J. MóttekiS á afgr. Islendings og sent áleiSis. Hjálprœðisherinn á Akureyr.i. Sunnud. 28. sept. kl. 11 helgunarsamkoma. Kl. 3 sunnudagaskólinn byrjar. Kl. 8.30 hjálp- ræðissamkoma. Allir velkomnir! Mánud. 29. sept. kl. 8.30 æskulýSsfélag. Allir ung- ir velkomnir! Akureyringar! Jenny Renslo írá Noregi mun tala á samkomu í Verzlunarmannahús- inu annaS kvöld, fimmtudagskvöld kl. 8.30 e. h. Samkoman verður einnig á sunnud. 28. sept. kl. 8.30 e. h. Allir vel- komnir. — Fíladelfía. Karlakór Akureyrar. Kórfélagar beSnir aS mæta í VerklýSshúsinu í kvöld, miS- vikudag, kl. 8.30 e. h. Firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar er nú langt komin, og verSur sennilega lokiS n. k. fimmtudag. Þessi firmu eru eftir: Sportvöru- og hljóðfæraverzlunin, Sauma- stofa Gefjunar, BSA og VélaverkstæSiS Atli h.f. Kvennadeild Slysavarnarjélags Jslands, Akureyri, heldur hlutaveltu í Samkomu- húsi bæjaríns sunnudaginn 28. sept. kl. 4 Bjargráð bolsbevika Telja kommúnistaforíngjarnir íslenzka alþýðu algerlega dóm- áreindarlausa? Krossjerð kommúnistaforingjanna um landið lil þess að hvetja almenn- ing til andslöðu gegn vœntanlegum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og al- þingis til þess að koma fjárhag og atvinnulífi þjóðarinnar á öruggan grundvöll, hefir vakið andúð allra þjóðhollra Islendinga. Fundir komm- únista hafa líka verið fásóttir og lítil hrifning, jafnvel hjá sanntrúuðum kommúnistum, enda hafa blekkingar kommúnistaforingjanna verið svo augljósar, að flestum hefir ofboðið. Þessi krossferð kommúnista minnir mjóg á áróðursherferð Framsóknarmanna gegn nýsköpunarstefnunni haustið 1944, og er ekki ólíklegt, að niðurslaðan verði svipuð, ef þjóðin sýnir nú sömu dómgreind og þá. Kommúnistar munu hafa talið mikið við liggja að reyna að vinna upplausnarskoðunum sínum fylgi hér á Akureyri, því að hingað voru send- ar þrjár helztu stjörnur flokksins: Sigfús Sigurhjartarson, Einar OI- geirsson og Þóroddur Guðmundsson. Steingrímur fékk að vera fundar- stj óri. „Verkam." telur fund þeirra fé- laga hafa verið sérstaklega glæsileg- an. Það er gott, að þeir eru ánægðir með lítið, því að naumast verður það talið feikileg fundarsókn, þótt 170 manns komi á fund í Samkomuhús- inu — og ekki virtist hrifningin mik- il hjá öllum. Ekki munu kommún- istaforkólfarnir hafa treyst um of á málflutning sinn, því að ekki hættu þeir á að bjóða öðrum flokkum til andsvara. Hér er ekki rúm til að rekja ræður þeirra félaga, en drepið skal á nokk- ur atriði til þess að sýna, hversu furðulegar fjarstæður þeim datt í hug að bera á borð fyrir áheyrend- ur sína. Snjallræði Sigfúsar. Sigfús Sigurhjartarson ræddi að- allega dýrtíðarmálin og þær ráðstaf- anir, sem stjórnin hyggðist gera. Ekki gat hann neitað því, að dýrtíð- in væri að sliga atvinnuvegina, en úrræði ríkisstjórnarinnar í því máli væru mjög svívirðileg. Að vísu kom það upp úr dúrnum, að hann hafði ekki hugmynd um, hvað ríkisstjórn- in ætlaði að gera, en hann taldi bara engan vafa á því, að það væri eitt- hvað ljótt, því að ríkisstjórnin hat- aði alþýðuna svo mjög, að hún vildi gera henni allt til miska. Sigfús taldi ótækt að leysa dýrtíð- ina með því að lækka kaup og verð- lag innanlands. Sagði hann, að í e. h. Dans kl. 10 um kvöldiS. Hljómsveit Oskars Osbergs. Tónlistarskóli Akureyrar verSur settur í Geysishúsinu miðvikud. 1. okt. kl. 2 e. h. Reykjavík væru 200 menn, sem ættu um 600 milj. í eignum og hefðu um 50 milj. kr. í hreinar tekjur. Flestir þessara manna væru heildsalar. Sig- fús kvað því augljóst, að vandamál atvinnuveganna mætti leysa með því að taka þessar eignir og þjóðnýta verzlunina. Síðan átti að nota gróð- ann af verzluninni til þess að borga uppbætur á útflutningsvörurnar og þannig átti allt að vera í bezta lagi, og alþýðan að losna við allar álögur. Sagt er, að 'ýmsir kommúnistar séu stórhrifnir af þessu snjallræði Sigfúsar. Er það sannarlega ekki að íurða. Við nánari athugun fer þó mesti ljóminn af hugmyndinni. Hér skal ekkert um það fullyrt, hversu réttir útreikningar Sigfúsar á eignum „hinna 200 ríku" séu. Töl- una kvaðst hann sjálfur hafa fengið út með því að fimmfalda fasteigna- matsverð eignanna. Hann mun hafa iekið hlutafélögin sem einstaklinga og er vitanlegt, að ýms hlutafélög eiga jafnvel tugmiljónir í eignum, enda er það hin mesta rangfærsla hjá Sigfúsi, að eignir þessar séu að mestu leyti lúxuseignir heildsala. Það liggur í augum uppi, að félög, sem eiga skip, verksmiðjur og ýms- ar fasteignir, sem með hinu háa verð- lagi nú eru margra' miljóna virði, hafa a)ls ekki neina aðstöðu til þess að koma þessu í peninga og hafa jafnvel oft lítinn arð af þeim. Þótt ríkið tæki slíkar eignir, sér hver maður, ,að ekkí verða þær notaðar til þess að bæta útflutningsvörurnar. Sú staðhæfing Sigfúsar, að 200 menn, aðallega heildsalar, hafi haft síðastliðið ár um 50 milj. kr. hrein- ar tekjur, getur ekki haft við rök að styðjast. Samkvæmt skýrslu verðlags- eftirlitsins, sem prentuð var með skýrslu hagfræðinganefndarinnar, var öll heildsöluálagning 1945 sam- tals um 34 milj. kr. brúttó. Þá var eftir að draga frá allan verzlunar- kostnað og opinber gjöld. Þótt gera megi ráð fyrir allmiklu hærri upp- hæð á árinu 1946 er þetta samt fj.ar- stætt — nema ef Sigfús hefir talið tekjurnar áður en þær höfðu verið skattlagðar, en þá 'fer dæmið að líta öðruvísi út. En gerum nú ráð fyrir, að sú til- laga Sigfúsar yrði samþykkt, að leggja alla innflutningsverzlunina undir ríkið og nota ágóðann af henni til að borga uppbætur á afurðirnar. Moð sömu álagningu á vörur yrðu biúttótekjurnar af ríkisverzluninni naumast yfir 40 milj. kr. Ef dæma skal eftir reynslunni, má gera ráð fyrir, að einhver kostnaður verði við þessa blessaða ríkisverzlun, naumast undir 10 milj'. kr. Nú í ár er búizt við, að ríkið verði að greiða 70—90 milj. kr. í uppbætur á framleiðsluna. Vöruverðið yrði því að hækka veru- lega. Naumast mun Sigfús viljk láta faTsa vísitöluna, og myndi hún því hækka. Afleiðingin yrði enn meiri framleiðslukostnaður. Þá yrði aftur að hækka vöruverðið íil þess að geta greitt nægilegar uppbætur á fram- leiðsluna og þannig koll af kolli. Og kemur það ekki niður á allri alþýðu, ef vóruverðið er hátt? Allir hljóta að sjá, hvílik hringavitleysa þetta er. Ekki er öll vitleysan eins. En það var fleira skrýtið í ræðum þeirra trúbræðranna en þetta. Þór- oddur Guðmundsson kyrjaði gamla sönginn um vondu ríkisstjórnina, sem neitaði að selja afurðir þjóðar- innar fyrir hátt verð. Þjóðir Austur- Evrópu áttu að vilja greiða miklu hærra verð en allir aðrir fyrir vör- ur okkar. Þóroddur minntist jafnvel á útskipunarmanninn Semanov, sem íslenzka sendinefndin sá aldrei í ferð sinni til Rússlands. Ekki minnt- isl Þóroddur á það, að kommúnistar átlu fulltrúa í sendinefndinni til Rúss- lands og ekki taldi hann Rússa hafa viljað borga meira fyrír afurðir okk- ar. Hann minntist heldur ekki á þau ummæli rússnesku fulltrúanna, að Rússar verzluðu fyrst og fremst við þá, sem boðið gætu vörur með bezt- um kjörum. Og hver myndi ekki gera það? Eftir að Sigfús hafði bollalagt um hina 200 ríku, sem hann sagði að væru einkum heildsalar, sagði hann, að kaupdeilur væri raunverulega ' deila um það, hvort f éð ætti að liggj a hjá verkamönnum eða heildsölum. Eftir því að dæma ættu heildsalar að eiga öll framleiðslutæki í landinu, því að ekki fá verkamenn við fram- leiðslustörf á annan hátt fé frá heild- solunum. Einar sagði, að miljónamæring- arnir vildu eymd, og ríkisstjórnin væri í vasa þeirra. Sigfús sagði hins vegar, að ríkisstjórnin segði atvinnu- rekendum fyrir verkum. Allur ann- ar málflulningur var í svipuðum anda.. ýðan hugsar. EINAR sagði réttilega, að íslenzk alþýða væri athugul 'og léti ekki telja sér trú um hvað sem væri. Hann komst samt að þeirri niðurstöðu, að ástæðan til þess, að ekki vildi nema lítill hluli alþýðunnar fylgja komm- únistum, væri sú, að alþýðan nennti ekki að hugsa! Því miður fyrir Einar, er fyrri staðhæfing hans rétt. Fólkið hugsar, og því hlær það að þvættingi komm- únista. Það lætur enginn heilvita maður telja sér trú um það, að það sé gróði fyrir ríkisstjórnina að reyna að skapa eymd meðal fólksins. Enginn óvitlaus mað- ur myndi telja slíkt vænlegt til fylg- is, og Einar sagði, að ráðherrarnir væru alls ekki vitlausir menn! Hver trúir því líka, hversu bölvaða sem hann telur heildsala vera, að þeir vilji eymd hjá almenningi? Hver á þá að kaupa vörur þeirra? Þessi málflutningur kommúnista gæti án efa gengið í Rússlandi og í hinum miklu „lýðræðisríkjum" Ausl- ur-Evrópu, Þar er heldur ekki til þess ætlazt, að fólkið hugsi, enda kemur það sér betur. Islenzka þjóðin kann hins vegar ekki við slíka röksemda- færslu, og hún fyrirlítur upplausnar- tilraunir kommúnista. Islenzk alþýða lætur áreiðanlega ekki telja sér trú um þá fjarstæðu, að þeir menn, sem njóta þingfylgis allrar lýðræðissinn- aðrar alþýðu í landinu, hugsi um það eitt að gera þjóðinni sem mesla bölvun. KVENTOSKUR HaNSKaR nýtt úrval, ódýrt. ' Anna & Freyja o p n u M á morgun (fimmdudag) í hinum nýju húsakynnum Aðalstræti 5. — Þar munum við hafa: Matvöru, allsk., hreinlætisvöru, búsáhöld, tóbaks- og sælgætisvörur og margt fleira. VERZL. BRYNJA, sími 478.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.