Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudaginn 8. október 1947 39. tölublað Kommúnistar undlrhúa aðlsherjjarsóksi gegrs lýð- ræðieiu í heiminum Sá fregn barst í fyrradág hingað til lands, að nýtt ai- þjóðasamband koæ^áiústa hefði verið stofeiað, og yröi aðalstöð þess fyrst um sihn í Júgóslavíu, undir iiandár- jaðri Titos einræðisherra. — Aðalstyrkur þessa aýja bandalags er austaa „jam- tja'dsins", en kommúnistá- flokkar Italíu og FrakMapdls eru einnig meðtimir þsss. Lýðræðissinnuð blöð í Vesfj urlöndum telja ausSíóst, áð kommúnistar hafi með stofn- un þessa bandalags ram- verulega skorið upp herör gegn lýðræðisöflunum uei allan heim. Kommúaistar virðast nú algerlega æta að varpa af sér sauðargæru lýð- ræðís og föðurlaiidsástar, sem þeir Siafa borið síðustu árin og skipa sér sem auð- sveipir þjónar við hlið Rússa í baráttu þeirra gegn Bretum og BandaríkjamÖnntim og öðrum málsvörum lýðræðis- ins. Verður þá um leið skilj- anleg barátta kommúnistá fyrir upplausn og fjármála- öngþveiti í öllum lýðræðis- löndum. Rauði facsisminn vofir nú ógnandi yfir fre si og öryggi alls mannkyns. Lýðræðlssinn uð öfl hljóta siú íivarvetma að sameinast til verndar þjóð- skipulagi sínu. Isleazkir kommúnistar hafa jafnan ver ið dyggir þjónar hins aust- ræna valds. Það er því naum- ast hætta á, að þeir dragi lengi að ganga á hönd hinu nýja einræðisbandalagi. — Meginþorri þjóðarinnar mun hinsvegar mynda skjaldborg um lýðræðisþjóðskipislag sitt. HÁLLI Á REKSTRI SJÚKRAHÚSSINS Reksturshalli á sjúkrahúsi bæjar- ins var kr. 59,613.64 sl. ár, og eru þá taldir til tekna styrkir þeir, er sjúkrahúsið hefir notið, en þeir námu rúmum 28 þús. kr. BRÚÐARGJÖF SKÖMMT- UNARSKRIFSTOFUNNAR. Skömmtunarskrifstofa ríkisins hef ir tilkynnt, að nýgift hjón, sem eryu að stofna bú, fái 1500 kr. auka- skammt af búsáhöldum og vefnaðar- vöru, og barnshafandi konur 300 kr. aukaskammt fyrir barnafatnaði. Alþingi verður að finna lausn á íjár- öngþveitinu. KABARETTS FA'/TV G á Akureyri „Appollo"-klúbburinn efndi til kabarettsýningar hér í Nýja Bíó s.l. laugardagskvöld. Kom' þar fram hinn kunni fjólleikari Speedy, og vöktu allir tilburðir hans mikla hrifningu meðal.áhorfenda. Hann leikur á ótal hljóðfæri og sýnir gamanleiki. Speedy hefir leikið í ýmsum stærstu fjölleikahúsum Ameríku og Evrópu. Einnig sýndu þarna listir sínar fjöl- leikaparið Tony og Ronny, en þau sýna bæði kylfuk'ast og hringleikí. Henni Rasmus leikur undir. Kabarettsýning þessi verður end- urtekin að Hótel Norðurlandi ann- að kvöld kl. 9 og verður dansað á eftir til kl. 1 eftir miðnætti. Ökusiy Sl. fimmtudag valt jeppabifreið á þjóðveginum rétt hjá Lónsbrúnni við Akureyri og fór margar veltur. Þrír menntaskólanemar voru í bif-. reiðinni: Ari Brynjólfsson, Krossa- nesi, Björn Ögmundson, Raufarhöfn og Stefán Þorláksson, Svalbarði í Þistilfirði. Ari fékk heilahristing og meiddist talsverl meira. Stefán meidd ist mikið á höfði og mun höfuðkúp- an hafa skaddast. Hefir hann legið á sjúkrahúsi síðan, en líðan hans er orðin sæmileg. Ari var fluttur heim til sín. LÁTSÐ HAGSÝNS RAÐA INNKAUPUM YÐAR Nú verður íslenzka þjóðin um stundarsakir að sœtta sig við nijög takmarkaða skömmlun á öllum nauðsynjavörum. Síðuslu árin hejir jólk ekki þurft að hugsa sig mikið um, áður en það gerði innkaup. Það er því sérstök á- stœða til þess að brýna fyrir fólki að gœta jyilstu hagsýni við nolk- un skömmtunarseðlanna jyrir vefnaðarvöru og búsáhóldum. — Skömmtunarreitir þessir verða að endast í þrjá mánuði, og hver og einn verður því að íhuga vel, hvað Iiann hejir mesta þörf fyrir af þessum vbrum, áður en liann gerir innkaup. Því miður hefir þess orðið nokkuð vart, að fólk átti sig ekki á þessari staðreynd. Sagt er, að margar stúlkur í Reykjavík hafi eytt öllum sínum reitum til kaupa á silkislæðum, sem komu í verzlanir þar fyrir skömmu. Kjólaefni komu í KEA um daginn og voru rifin út. Þurfti þó meira en heilan skömmt unarseðil fyrir sumum kjólejnun- um. Fyrir hvað œlla þessar sömu slúlkur að kaupa sér sokka? — Fleiri dœmi mœtli lelja, sem sýna Ijóslega nauðsyn þess að brýna fyrir fólki að hugsa sig vel um, áður en það gerir innkaup á þess- u/n skömmtiiiiarvörum. Skólarnir að hetfa startsemi sína. 310 nemendur í G.A. Skólarnir eru nú að hefja vetrar- starfið. Gagnfræðaskólinn var settur 1. okt. Mun hann starfa í vetur í 11 eða 12 deildum, og verða nemendur 310. Verknám verður aukið nokkuð, samkv. nýju fræðslulögunum, en hús næðisskortur er þar mikil hindrun. Jón Sigurgeirsson, kennari, dvelur erlendis í vetur, og kennir Sverrir Pálsson, cand. mag. i hans stað. Þá hverfur Friðrik Kristjánsson frá skólanum, en ungfrú Sigríður Krist- jánsdóttir, sfúdent, tekur við hans kermslu. Hallgrímur Björnsson, verk- smiðj ustj óri, verður stundakennari við skólann í vetur. Skólastjóri, Þorsteinn M. Jónsson, flutti að venju kjarnmikla ræðu við skólaselningu. Þá skýrði hann einnig frá því, að Kristján Kristjánsson, forstjóri B. S. A. hefði gefið kr. 1000,00 til skíðaskála Iðnskólans og Gagnfræðaskólans í tilefni þess, að tveir synir hans útskrifuðust frá skólanum sl. yor. Tónlistarskólinn var settur 1. okt. Fullskipað er í píanóleik, en fáir nemendur hafa gefið sig fram til Ináms í fiðluleik. Þar vantar einnig kennara, en skólinn á kost á að fá hingað ágætan fiðlukennara, ef næg- ir nemendur fást. Skólastjóri er sem áður frú Margrét Eiríksdóttir. Kennsla hófst í Menntaskólanum 1. okt., en skólinn hefir enn ekki verið formlega settur. Synjað leyfi fyrir pylsuvagn Skúli Einarsson hefir óskað eftir leyfi bæjarstjórnar til þess að starf- rækja pylsuvagn hér í bænum. Bæj- arstjórn hefir synjað umsókn þess- ari. Vinnustöðvanir og atvinnuleysi yfirvoíanái, eí ekki verða Jegar geríar rdttækar ráístaíanir. . . Sjaldan hefir meiri vandi foeðiið alþiugis en nú, og liggur heiður þess við að bregðast ekki skyldu skini, Dýrtíðin er að sliga atvinnuvegina, og engin von til að selja afurðirnar nægilega háu verði. Minnkandi inn- flutningur gerir óumflýanlegt að draga stórlega úr útgjöldum ríkisins, jafnhliða því sem yfir vofir stöðv- un margra iðbfyrirtækja vegna hráefnaskorts. Loks má svo búast við víðtækum verkfölum og verkbönn- um uni miðjan þenna mánuð, ef þingið hefir ekki fundið nein úrræði í dýrtíðarmálunum fyrir þann tíma. Öllum mun nú vera orðið ljóst, að ekki verður lengur haldið áfram því dýrtíðarkapphlaupi, sem háð hef ir verið undanfarin ár. Fólk veit, að róttækar aðgerðir eru óumflýjanleg- ar, og sú spurning er nú efst í huga flestra: Hvað gerir Alþingi? Hefir sjaldan meiru varðað en nú, að þar ríki hið rétta andrúmsloft einingar og þjóðhollustu. Þingið verður nú að sýna, að það sé verðugt þess að njóta trausts þjóðarinnar. Þingmenn mega ekki láta kjósendaótta og flokkshagsmuni móta afstöðu sína nú, heldur þjóðarhagsmuni og sína eigin réttlætistilfinningu. Ráði þessi sjónarmið gerðum þingmanna og þegnskaparafstöðu alls almennings, er ekki ástæða til kvíða. Skjótar aðgerðir nauðsynlegar. En hér þarf skjót handtök. Ein- hver úrlausn verður að finnast fyrir miðjan október, því að ella má bú- ast við víðtækum vinnustöðvunum, se:n ekki geta orðið til annars en auka vandræðin. Ekki er vitanlegt, að stéttaráðstefnan hafi komizt að neinni niðurstöðu, en ef til vill hefir ríkisstj órnin þó fengið þar vísbend- ingar, er hún geti stuðst við í tillög- um sínum. Augljóst er, að dýrtíðin verður að lækka allverulega, en ó- hugsandi er að gera þær kröfur til meginþorra launþega, að þeir lækki laun sín, nema verðlag nauðsynja þeirra verði lækkað jafnhliða. O- umflýjanlegt verður að krefjast nokk urra fórna af þjóðinni, en þær verða að koma réttlátlega niður. Þá verður Alþingi að f inna ráð til þess að lækka ríkisútgjöldin verulega og draga úr óhóflegum kostnaði við allskonar ríkiseftirlit og ríkisrekstur. Efling framleiðslunnar. Efnahagsafkoma þjóðarinnar er undir því komin, að hún framleiði sem mest af útflutningsverðmætum. Hagnýta verður til hlýtar hin ágætu framleiðslutæki, sem nú eru sífellt að koma til landsins. Leggja verður megináherzlu á að koma útveginum á traustan grundvöll og beina vinnu- aflinu að framleiðslunni. Koma verð ur í veg fyrir atvinnuleysi, hvað sem það kostar. Óeðlilegar innflutnings- hömlur hljóta að hafa lamandi á- hrif á margháttaðar framkvæmdir í "landinu, og verður því með aukinni framleiðslu að stefna að því, að sem fyrst sé hægt að afnema þær. Auðnist þjóðinni og valdhöfum hennar að skilja sitt hlutverk til hlýtar, er ekki ástæða til svartsýni, en öllum verður að vera ljóst, að mikið er í húfi, og þeir menn, sem nú eru að reyna að vekja úlfúð og sundrung með þjóðinni, eru vargar í véum hennar. SVÆÐI FENGIÐ UNDIR IÞRÓTTAVÖLL Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, samþykkti bæjarstjórn fyrir nokkru að gera frú Guðrúnu Olafsson tilboð um kaup á landi hennar austan Brekkugötu undir í- þróttaleikvang. Frú Guðrún Ólafsson hefir nú samþykkt þetta tilboð bæj- arstjórnar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.