Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 8. október 1947 ÍSLENDINGUR f Samband ungra Sjálfstæðis- | manna Athyglisverð aístaða nngra Framsoknarmanna. Síðan ungir Framsóknarmenn íóru að láta ljós sitt skína á æsku- vettvangi „Tímans“ hafa þeir lagl Sjálfstæðisflokkinn í einelti með alls konar svívirðingum og skömmum. Jón Hjaltason, ritstj., reið á vaðið með því að heiðra Sj álfstæðismenn með heitunum „okurkar“ og „braskaralýður“. Hjálparkokkarnir hafa síðan fet- að dyggilega í fótspor húsbónd- ans. Eftir skrifum ungra Framsókn- armanna að dæma verður ekki annað séð, en að þeir telji Sjálf- stæðisflokkinn hættulegasta and- stæðinginn. A hann einan sé því nauðsynlegt að eyða sem mestu púðri. I þessari „krossferð“ hef- ir yngri kynslóð Tímamanna þeg- ar gert lýðum ljóst, að þeir ætla ekki að verða eftirbátar fyrir- rennnaranna, hvað óvándaðan og gífuryrtan málflutning varðar. Jón Hjaltason gaf „línuna“ í byrjun og henni hefir síðan verið dyggilega fylgt. Stefnuleysi ungra Framsóknarmanna. Af skrifum ungra Framsóknar- manna verður ekki ráðið, að þeir telji kommúnismann neitt sérlega hættulegan þjóðarbúskap og stjórn- arfari okkar Íslendinga. Til þess Iiafa þeir að minnsta kosti gerl furðu lít- ið að því, að vara þjóðina við þeirri hættu, sem henni er búin af starf- semi kommúnista. Afstaða ungra Framsóknarmanna til núverandi ríkisstjórnar er óljós, nema það geti gefið einhverja vís- bendingu, að þeir hafa varið lang- mestu rúmi af lesmáli sínu til þess að níða niður þann stjórnarflokk- inn, sem tvímælalaust mestur vand- inn og ábyrgðin hvílir á. Um viðhorf þeirra lil efnahags- og atvinnumála þjóðarinnar er lítið vitað, þar sem þeir hafa að mestu sniðgengið að ræða þau mál í dálkum sínum. Enn sem komið er verður því ekki séð, hvaða stefnu ungir Framsóknar- menn raunverulega aðhyllast. Brosa til vinstri. Núverandi stefnuleysi og hik ungra Framsóknarmanna á án efa rætur sínar að rekja til þeirrar staðreynd- ar, að margir þeirra hafa viljað taka upp varanlega samvinnu við róttækari öflin í landinu. Núverandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og hina gætnari menn í Alþýðuflokkn- um er þeim því þvert um geð. Með níðskrifunum um Sj álfstæðisflokkinn er ætlun þeirra að spilla fyrir stjórn- arsamstarfinu og búa í haginn fyrir sterka „vinstri“ stjórn, þar sem Her- mann Jónasson yrði í farabroddi. — Eins og nú er komið málum, þyrfti ekki að óttast slæmar undirtektir kommúnista, sem myndu allt til vinna til þess að losa sig úr þeirri einangrun, í. sem þeir nú eru komnir Gömul kynni. Ungir Framsóknarme’nn hafa nokkra reynzlu af viðskiptum við kommúnista. Fyrir alllöngu voru Framsóknarmenn meðal háskóla- stúdenta í sama félagi og kommún- istar. Eftir að þeir höfðu skilið við konnnúnista og stofnað sitt eigið fé- lag voru bræðraböndin enn svo sterk, að þeir studdu tvívegis sama lista og konnnúnistar við stúdenta- ráðskosningar. Þessi samvinna for- kólfa Framsóknarmanna í Háskólan- um varð til þess, að stúdentar snéru almennt við þeim bakinu, og við síðustu kosningar fékk listi þeirra engan mann kjörinn af 9, sem sæti eiga í stúdentaráði. Tvískinnungur ungra Framsóknar manna og sýnilegt makk þeirra við kommúnista mun án efa verða iil þess, að meginþorri æskunnar, sem taka vill upp harða og eindregna baráttu gegn skemmdarstarfsemi kommúnista, snýr við þeim bakinu. Abyrgðarlaus skrif þeirra og sleggju dómar um Sjálfstæðisflokkinn munu sízt af öllu auka veg þeirra. Ungir Sjálfstæðismenn gengu lieil- ir til núverandi stjórnarsamstarfs. Til þess að leysa vandamálin óskuðu þeir eftir samstarfi lýðræðisflokk- nna. Til þessa hafa ungir Framsóknar- menn spillt fyrir samstarfinu — en reynzlan ein fær úr því skorið, hvort vinir kommúnista rneðal ungra Fram- sóknarmanna verða þeim flokks- bræðrum sínum yfirsterkari, sem vilja heilbrigt samstarf lýðræðis- aflanna í landinu. Söguspjaldaritari ,Tímaœskunjtar‘ telur það einna mesta Ijóðinn á Sjálfstœðismónnum, að þeir skuli leggja flokknum nokkurt fé til starj- seminnar. Slík jórnfýsi kemur sagn- ritaranum spánskt jyrir sjónir. Hon- utn er þó nokkur vorkunn, þótt hann umlrist, þar sem hann hefir vanizt öðrum búskaparháttum á Fratn- sóknarheimiUnu. Meðal sálufélaga sagnaritarans liefir það til langs tíma verið talið sjálfsagt, að sam- vinnujélögin, jrjáls samtök almenn- ings, stæðu undir þeim útlátum, sem flokkur þeirra þyrfti á að halda. Allur landslýður veit, og engir eins vel og Tímamennirnir, að kaupfé- lögin hafa að langmestu leyti kostað málgögn Framsóknarflokksins. Við kosningar hafa flútningabifreiðar kaupfélaganna víða verið notaðar til að flytja ,,framsóknaratkvœði“ á kjörslað. Það er þessi aðferð, sem sagna- ritarinn mun kunna betur við, enda ólíkt þægilegri en að þurja að borga brúsann úr eigin vasa. Félag ungra Sjáifstæðismanna .stofnað í Keflavík. Um síðastliðna helgi var stof n að félag ungra Sjálfstæð's- manna í Keflavík. Stofnendur voru um 80 að tölu. Blaðið hef- ir enn ekki fengið nánari fregn- ir af fundihum, en mun birta þær síðar. Skemmtun „Baldurs“ á Dalvík „Baldur,“ félag ungra Sjálf- stæðismanna á Dalvík og Svarfaðardal, hélt fund laugard. 27 f. m. — Gísli Jónsson, form. félagsins, setti fundinn og ræddi starfsemi félagsins. Ræður fluttu: Magnús Jónsson og Jón- as G. Rafnar. Síðan var sýnd kvikmynd og dansað fram yfir miðnætti. ,,Baldur“ hefir aukið félaga- tölu sína til muna og er mikill áhugi ríkjandi meðal félags- manna. V0RÐUR“ hefur vetrarsíarf „Vörður“, félag ungra Sjálfstæðismanna gengst fyrir kvöldvöku að Hótel Norðurland n. k. laugar- dagskvöld. Á kvöldvökunni munu verða fluttar stutt- ar ræður. Ennfremur verður reynt að vanda sem mest til skemmtiatriða. Að öllu forfallalausu mun Pétur Jónsson, óperusöngvari, syngja nokkur lög og Baldur Georgs, töframaður, skemmta með búktali og öðru gamni. Sýnd verður kvikmynd frá Sam- bandsþingi ungra Sjálfstæðismanna, sem háð var hér á Akureyri s. 1. sumar. Að lokum verður danzað fram eftir nóttu. Kvöldvökur „Varðar“ voru mjög vel sóttar á s. 1. vetri og munu þær verða haldnar í vetur með svipuðu sniði. Síðar í þessum mánuði verður félagsfundur og vetrarstarfsemin þá sérstaklega rædd. Augíýsing nr. 101947 trá skömmtunarstjóra Viðskiptanefndin hefir samþykkt, samkvæmt heimi d í 2. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða, eftirfarandi reglur um sölu og afhendingu á benzíni til annarrar notkunar en bifreiðaaksturs og notkunar handa flugvélum: 1. Aðili, sem þarf benzín til notkunar samkvæmt samþykkt þessari, getur sótt um það til lögreglustjóra í viðkomandi umdæmi, að sér verði úthlutað benzíni. Skal umsóknin skráð á þar til gerð eyðub.öð, sem skömmtunarskrifstofa ríkisins leggur til, og skal þar tekið fram um hvers konar vél er að ræða, hestorku vélarinnar, benzíneyðslu á vinnu- stund og áætlaðan vinnustundafjölda fyrir hverjar kom- andi tvær vikur. 2. Lögreglustjórum er heimilt, hverjum í sínu umdæmi, að úthluta benzíni til þeirra nota, sem hér um ræðir, fyrir- fram fyrir al.t að tveim vikum í einu. Standi sérstaklega á, þannig að óvenjulegar fjarlægðir notanda (vélarinnar) frá skrifstofu lögreglustjóra eða umboðsmanns hans eða frá benzínbirgðum sé að ræða, skal þó heimilt að úthluta benzíninu fyrir lengri tíma í einu en tvær vikur. 3. Lögreglustjórum er heimilt að ákveða magn þessara benzínsskammta með hliðsjón af benzíneyðslunni og hin- um áætlaða vinnustundafjölda vé.anna, eftir að hafa full- vissað sig um að rétt sé frá skýrt um það hvorttveggja í umsókninni. 4. Óheimilt er benzínsölum að afhenda hreinsað benzín ann- að en sárabenzín, í stærri skömmtum en 100 g„ án sér- stakrar skriflegrar heimildar frá lögreglustjóra eða skömmtunarskrifstofu ríkisins. 5. Úthlutun á benzíni samkvæmt samþykkt þessari skulu faar fram með því að veita sérstök innkaupsleyfi á þar til gerðum eyðublöðum, sem skömmtunarskrifstofa ríkisins leggur til, og má ekki úthluta benzínmiðum (reitum) 1 þessu skyni. Reykjavík, 25. sept. 1947 SKÖMMTUNAKST J ÓKINN. Tilkynning Vegna vaxandi örugleika með heimsendingar á vörum, liöfum vér ákveðiið með leyfi verðlags- stjóra, að reikna lieimsendingargjald kr. 1,50 fyrir hverja sendingu frá og með 10. þ. m. — KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Vér bjóðum yður: Blýanta Lindarpenna Sírokleður Blek Krítarliti Vatnsliti Stílabækur Rissbækur Glósubækur Vasabækur Skriípappír Umslög l í KAUPFELAG EYFIRÐINGA Jdrn- og glervörudeildin. TRESMIÐAVELAR ásamt nokkru af liandverkfærum o. fl. til sölu. Leigupláss getur fylgt, — Upplýsingar gefur Erik Kondrup

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.