Íslendingur


Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 08.10.1947, Blaðsíða 5
Miövikudaginn 8. október 1947 íSLENDINGUR Ur dagbók jamboree-fara Akurevrar-skátar á friðar-jamboree áuglýsing nr. 7 1947 frá Skömmtunarstjóra, Ptidja grein Næstir Alsír-skátum hægra megin eru Englendingar, þá Luxemborg, Is- land, Portugal, skátar frá Eistlandi og Lettlandi. þá Indo-Kína, Belgía og Frakkland. Alls eru þarna nær 3000 skátar. ísland var á mjög góðum stað, fyrir miðju svæðinu og blöstu Hekla og Geysir við manni þegar komið var inn um aðalhliðið. Hver þjóð hafði 18 metra háa fánastöng á tjald- búðasvæði sínu fyrir þjóðfánann og voru fánarnir dregnir að hún sam- tímis kl. 10 að morgni og niður kl. 7, þeim athöfnum var stjórnað gegn- um hátalara frá aðalstöðvum Alsír- búða. Tjaldbúðasvæði okkar íslending- anna er um 80 m. langt og svo breitt sem þarf því að baki er risavaxinn skógur en ekki mjög þéltur. Fyrir miðju svæðinu er hliðið okkar, — það er gjósandi Hekla og Geysir, og á súlum, sem bera uppi útsagaða mynd af Islandi og nafn landsins á íslenzku og frönsku, eru festir sex skildir af fornri gerð sem á eru myndir af nokkrum stórviðburðum sögunnar. Þar eru fundur Islands, stofnun Alþingis, fundur Ameríku, kristnitakan, söguöldin og endur- reisn lýðveldisins. — Þessir skildir á hliðinu gáfu alltaf iilefni til mikilla upplýsinga um Island. Allra þjóða geslir, sem að garði koma, spyrja um hvað þetta sé og þessir skildir eru uppistaðan í erindi um Island, sögu þess og líf þjóðarinnar og framtíðar- fyrirætlanir. Oft er erfitt að gera sig skiljanlegan við frönskumælandi þjóðirnar, en þar njótuin við ágætr- ar aðstoðar Alsír-lúlkanna okkar, þeir tala góða ensku og eru orðnir mjög kunnugir íslenzkri sögu, svo að þeir þurfa oft á tíðum ekki ú okkur skátum að halda til að svala fróð- leiksfýsn gesta okkar. Ollum íslenzku skátunum er skipt í þrjár skátasveitir með sama fyrir- komulagi og venja er í öllurn skáta- félögum, en nokkrir embættismenn svo sem Iæknir, varðeldastjóri, sýn- ingarstjóri, glímustjóri, söngstjóri, verzlunarstjóri og Ijósmyndari mynd- uðu 4. flokk í 3. sveit. Fyrir miðju hliðinu okkar og á miðju tjaldbúða- svæði íslands stendur fónastöngin, sem fyrr var getið, en nokkuð fyrir aftan hana er skrifstofa fararstjóra, læknatjald og „Fjárhagsráð.“ í „Fjórhagsráði“ situr gjaldkeri okkar eina klukkustund á dag og tekur á móti gjaldeyrisumsóknum og deilir út frönkum. Fer höfðingsskapur hans mikið eftir því hve vel hefir selzl í verzlun okkar daginn áður, og svo auðvitað eftir því hve heitt er, því að hitinn hefir alls konar áhrif á menn eins og kunnugt er. Til vinstri, skammt innan við hlið okkar, er stórt og rúmgott verzlunartjald, og lengst til vinstri' á svæðinu slanda tjöld 1. og 2. sveitar skipulega í röð- urn. Til hægri við hliðið er allstórt sýningartjald og lengra í sömu átt eru tjöld 3. sveitar skipulega upp sett. Á bak við aðal tjaldborgina eru svo eldstæðin og út í skóginum þar rétt hjá hafa skátarnir komið upp matborðum af frumstæðustu tegund. Á svæðinu standa einnig birgða- tjöld og rétt utan við svæðið er vatns- leiðsla með drykkjar- og þvottavatni, og þar eru einnig steypiböð, sem eru mikið notuð í hitarium. Þar eru einnig salerni, sorpgryfjur o. s. frv. Úti i skóginum, að baki tjaldbúð- anna, er svo hið skennntilegasta varðeldasvæði. Daglegt líf í tjaldbúðunum var nokkuð með svipuðum hætti hvern dag, en þó var alltaf eitthvað nýtt á seyði. Við vöknuðum kl. 7—8 og úr kl 8 voru allir búnir að þvo sér og fara í bað. Kl. 8,30—9 var svo morg- unverður, er næturverðirnir og kokk- arnir sáu um að væri tilbúinh á rétt- um tíma. Við fengum efni íil matar- gerðar á hverjum morgni, og var það bæði mikið og gott, en hér var eldað á opnum hlóðum og reyndi því mikið á lisl matsveinanna við alla matar- gerð. Tókst hún að jafnaði vel, þótt allir væru óvanir þessum aðstæðum. Fáninn var dreginn að hún kl. 10, og urðu þá allir að vera mætlir við stöngina fullklæddir. og voru þá slörf dagsins tilkynnt. Einn flokkur, ca. 7 menn, fór i hliðið, einhverjir fóru til gæzlu í eldhúsið, einn flokkur fór á vörð við sýningartjaldið og aðrir skiptust á um störf í verzluninni. Að jafnárfi lágu þá fyrir mörg heimboð frá er- lendum skátum af ýmsum þjóðern- um og varð nú að velja menn í heim- boð þessi. Oftast fóru 2- í hvern slað, en jafnmargir komu til okkar frá því landi, er heimboðið gerði. Voru þessi mannaskipti til að auka kynni þjóða á milli að miklum mun. Þótt öll þessi störf væru tímafrek og út- lieimtu mikið starfslið var alllaf reynt að hafa svo mikið frjálsræði í tjaldbúðunum sem unnt var, og í fríum var öllum leyfilegt að fara allra sinna ferða innan jamboree- svæðisins, en út af þv; mátti ekki fara nema með leyfi stjórnarvald- anna. Fríin voru mikið notuð til þess að fara i hið svokallaða „tjaldbúða- flakk“, og verður nánar sagt frá því síðar. Nú höfum við í fljótu bragði at- hugað tjaldbúðasvæði íslands og kynnt okkur störfin þar í aðal atriðum og okkur eru þegar kunn verkefni þeirra skáta, er standa við hliðið. Nú skulum við sem snöggv- ast líta irin í sýningartjald íslands og athuga hvað þar fer fram. Þar er fyrirkontið myndurn úr atvinnulífi og þjóðlífi íslendinga, líkani af há- skólanum, myndum af hitaveitunni, líkani af fiskibát, sýnishorni af fram- leiðsluvörur o. s. frv. Við hvern mun má lesa skýringu á ensku og frönsku. Þarna inni er urmull af fólki ó ýmsum aldri og af mörgum þjóðernum. Margir láta spurningum rigna yfir íslenzku skátana, sem þar eru á verði, og þeir reyna að skilja og svara eftir beztu getu. Þarna ligg- ur gestabók frammi og skrifa flestir nöfn sín í hana. Þegar gestirnir fara er flestum fenginn landkynningar- bæklingur, sem prentaður er á ensku, frönsku og dönsku. Þegar við komum út úr tjaldi þessu höldum við rakleitt í verzlun- ina, vinslra megin við liliðið. Þar er á boðstólum hraun og aska, smá minjagripir úr tré og skinni, fánar, bækur, myndasamstæður frá íslandi, þjóðbúningar o. m. f 1., en sólgnastir eru viðskiptavinirnir í íslenzku gær- urnar. Liggur við að háð sé kapp- hlaup um að kaupa þær. í búðinni eru íslenzkir skátar við afgreiðslu, og hér þurfa þeir, ekki síður en við hliðið og á sýningunni, að svara hin- um einkennilegustu spurningum um land og þjóð. Tjaldbúðaflakk. Það var einhvern daginn á jam- boree. Sólin skín beint á höfuð okk- ar, heit og miskunnarlaus, þar sem við hvílum okkur heima á „Litla ís- landi“. Allt i einu gellur við í flautu foringjans, og við hópumst að fána- stönginni til að vita hvað nú er um að vera. Þar er tilkynnt, að allir, sem ekkert sérstakt hafa fyrir stafni, fái leyfi í tvo tíma, og eftir svo sem 5 mínútur eru tjaldbúðirnar mannlaus- ar að undanteknum varðmönnum, búðarþjónum og matsveinum. Eg er ákveðinn í að nota þennan tíma til að fara í hið svokallaða ,.tjaldbúðaflakk“ og hraða mér því út að járnbrautarsporinu og stekk ó lest um leið og hún fer fram hjá. Eftir skamma stund nemur lestin staðar og erum við þá komnir á aðal markaðssvæði mótsins. Hér er banki, pósthús, sími, veitingahús, straustofa og margs konar verzlanir, og ýmsra þjóða menn eru á ferðinni fram og aftur. Eg rangla þarna nokkra stund til að athuga það sem fyrir augað ber, en svo leggf ég af stað heim- leiðis, og nú fer ég gangandi því að ég ætla að líta inn í tjaldbúðir nokkurra þjóða á heimleiðinni. Fyrst nem ég staðar við málað bambushlið, sem er inngangurinn í tjaldbúðir Eilippseyinga. Eg sýni vegabréf mitt, sem heimilar aðgang að öllum tjald- búðunum og verðirnir taka það gotl og gilt. Ibúarnir eru ekki heima nema verðirnir og matsveinar, sem Frh. . .Samkvœmt heimild í 3. grein reglugerðar frá 23. septem- ber 1947 um sölu og afhendingu bensins og takmörkun á akstri bifreiða Jiefur Viðskiptanefndin ákveðið eftirfarandi: Á timabilinu frá 1. október til 31. desember 194/ skal mán- aðar bensínskammtur bifreiða vera sem hér segir, í þeim flokk- um er að neðan greinir: A-1 Strætisvagnar A-2 Aðrar sérleyfisbifreiðar svo og mjólkurflutningabifreiðar A-3 Leigubifreiðar til mannflutninga, 5-7 manna A-4 Einkabifreiðar, 5-7 manna A-5 Einkabifreiðar, 2-4 manna A-6 Bifhjól 1800 lítrar 900 lítrar 400 lítrar 60 lítrar 45 lftrar 15 lítrar B-1 Vörubifreiðar yfir 5 tonn B-2 Vörubifreiðar 4-5 tonna B-3 Vörubifreiðar 3-4 tonna B-4 Vörubifreiðar 2-3 tonna B-5 Vörubifreiðar 1-2 tonna B-6 Vörubifreiðar i/2-\ tonn B-7 Vörubifreiðar (sendiferðabilreiðar) minni en /2 tonn 600 lítrar 500 lítrar 400 lítrar 350 lítrar 200 lítrar 100 lítrar 45 lítrar Úthluta skal til bifreiða, senr taldar eru í A-folkki, bensín- skannnti fyrir 3 mánuði í einu, þ. e. til 31. desember 1947, en til bifreiða, sem taldar eru í B-flokki (vörubifreiðanna) til aðeins 1 mánaðar í einu. Reykjavík, 30. september 1947. Skömm tunars t j órinn. Áuglýsing nr. 3 1947 frá Skömmtunarstjóra. ji Samkvæmt heimid í 15. gr. reglugerðar frá 23. sept 1947 'I um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, drefingu og afhend- !; ingu vara, er hér með lagt fyrir alla þá, er liafa undir liendi !; skömmtunarvörur þær, sem tilgreindar eru í auglýsingu nr. 2/1927 frá skömmtunarstjóra, dags. í dag, að framkvæma jj hinn 30. þ. m. birgðakönnun á skömmtunarvörum, áður en j! viðskipti hefjast hinn 1. október n. k. !; Utan Reykjavíkur hefur ölum bæjarstjórum og oddvitum !| verið sent eyðublöð undir birgðaskýrslu, þar sem tilfært er, !; auk heitis varanna, tilvísanir í tollskrána (kafli og nr.), til !; leiðbeiningar fyrir hlutaðeigendur, og geta þeir fengið eyðu- !; blað þetta afhent hjá nefndum aðilum. jj 1 Reykjavík ber öllum aðilum, sem ekki hafa þegar fengið jj eyðublaðið sent í pósti, að snúa sér til skönnntnnarskrifstofu j! ríkisins og fá afhent eyðublað. !; Úbfylla ber eyðublaðið rétt og nákvæmlega, eins og form !; þess segir til um, þannig að magnið sé tilfært í þeim eining- !; um, er eyðublaðið tilgreinir, en heildarverðmæti hverrar vöru !; sé tilfært með smásöluverði, eins og það er hinn 1. október i 1947. jj Eltir að eyðublaðið hefur verið útfyllt að öllu leyti eftir ; því, sem við á, ber éiganda vörubirgðanna. að undirrita það, ;j og afhenda viðkomandi bæjarstjóra eða oddvita eigi síðar en jj fyrir kl. 12 á hádegi hinn 2. október n. k. j; í Reykjavík ber að afhenda birgðatalninguna til skömmt- Í! unarskrifstofu ríkisins. !; Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 18. gr. nefndrar !; reglugerðar er heimilt að leggja við 20—200 króna dagsektir !; vegna vanrækslu á að ge-fa umrædda skýrsln á tilsettum tírna. jj Reykjavík, 25. sept. 1*947. j! Skömmtunarstjórinn. jj

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.