Íslendingur


Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. twEWMiiiwtmmmfflmmfímr? Miðvikudaginn 15. október 1947 &BM«aBÍBaBBHæ:aMBe3BBasMgwagg|iaSBBMi mimmmÉmamm 40. tbl. Fjórðungsþing fiskideild G/æsi/eg kvö1d~ vaka hjá ungum Sjáifstædismönn- um FIíA SKÁTAMÖTIMU í FRAKKLANDI „Vörður", félag ungra Sjál:- stæðismanna á Akureýri, hj5f vetrarstarfsemi sína með kvöl.í- vöku að Hótel Norðurlavicl s. í. laugardagskvöld. Var mjög t'l þessarar kvöldvöku vandaö, enda var aðsókn svo mkil, ao margir urðu frá að hverfa. Magnús Jónsson, formaður félagsins, bauð félaga velkomna til starfa og þakkaði þeim ötult starf á liðnu starfsári. Hann benti á það mikilvæga hlutverk sem ungir Sjálfstæðismenn hefðu með höndum, þar eð þeir væru brjóstvörnin í baráttu frjálshuga og lýðræðissinnaðrar æsku þjóðarinnar fyrir bættri framtíð sinni og vernd mann- réttinda sinna gegn einræði og öfgasjónarmiðum. Taldi hann nauðsynlegt, að allur lýðræðis- sinnaður æskulýður tæki nú höndum saman til verndar lýo- ræðinu í landinu gegn einræðis- hyggju kommúnista, sem nú hefðu skorið upp herör gegn lýðræðinu. Þá var sýnd kvikmynd, sem Edvard Sigurgeirsson tók af þingi Sambands ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri í sum- ar. Hafði hún tekizt prýðilega. Pétur Jónsson, óperusöngv- ari, og Baldur Georgs, töfra- maður, höfðu eftir beiðni stjórri ar „Varðar" komið hingað til Akurej'rar til þess að skemmta á. kvöldvöku þessari. Söng Pét- ur allmörg lög með ágætum undirleik ungfrú Guðrúnar Kristinsdóttur. Var honum á- kaft fagnað, enda er hann einn af okkar vinsælustu söngvurum. Baldur skemmti með búktali með aðstoð Konna, og var brúða þessi ótrúlega lifandi í höndum hans. Vakti búktaíið mikla hrifningu. Að loknum þessum skemmtiatriðum var dansað til kl. 2. Mynd þessi var tekin,þegar friðar-Jamboree skáta í Frakklandi var slitið í sumar, en þar voru saman komnir tugir þúsunda skáta frá fjölmörgum þjóðum. Hið mikla hnattlíkan, sem sést á myndinni, er útblásinn belgur, og var honum velt yfir höfuð þúsundanna, sem tákn þess, að allir væru skátar bræður, hvar sem þeir ættii heima á hnettinum. Nánar má lesa um þessa hátíðlegu athöfn í greln á 5. síðu blaðsins í dag. Útvarpsumræðurnar. Alger uppgjöf Einars Olgeirssonar. Færist undan að ræða sínar eigin til/ögur. KALDBAKUR seldi í síðustu viku í Englandi 4026 kit f'skjar fyrir 10.705 sterlingspund. I gærkvöldi fóru fram á sarn- einuðu alþingi útvarpsumr^ður um þá þingsályktunartillögu Einars Olgeirssonar að krefja ríkisstjórnina urn skýrslu urh þátttöku íslands í Parísarráð- stefnunni og „væntanlegt dcll- aralán". Er greinargerð tillögu þessarar eitt hið sóðalegasta plagg, sem sézt hefir á alb'.ngi. Sennilega hefir þingmaður al- drei fengið jafn herfilega útreið í umræðum og Einar Olgeirsson 1 í gærkvöldi. Sá hann þegar i upphafi umræðna svo mjög eftir frumhlaupi sínu, að hana skos-- aðist utidan að hafa framsögu um sína eigin tillögu. Varð for- seti að skipa honum að hefja umræður og hafði hann þá ekk': annað að segja en fúkyrði um utanríkisráðherra, sem hann kenndi um þessar útvarpsurn- ræður, og notaði hann aðeins 7 mínútur af ræðutíma sínum. Á þessum 7 mínútum varð þá for- seti, Bernharð Stefánsson, að víta hann tvisvar fyrir ásæmi- legt orðbragð um utanrík'sráð- herra. Ráðherrarnir, Bjarni Bene- St. Jóh. Stefánsson, Bjarni Ás- geirsson og Emil Jónsson töluðu af hálfu stjórnarflokkanna. — Hröktu þeir lið fyrir F.ð ásak- anir Einars Olgeirssonar og bentu á hina þjóðhættulegu starfsemi kommúnista. Utan- ríkisráðherra ræddi sérstaklega hið mikilvæga hlutverk Parisar- ráðstefnuhnar og mótmælti full yrðingum Einars um dollaralán- og beiðni ríkisstjórnarinnar um -leyfi alþjóðabankans um geng- islækkun. Það var sérstaklega athyglis vert, að í síðari ræðu sinni vélo Einar Olgeirsson ekki að tillögu * sinni, heldur endurtók hlægi- iegar fullyrðingar sínar um mannvonzku stjórnarinnar. Var allur málflutningur hans hinn bágbornasti. Forsætisráðherra upplýsti, að vísitalan myndi nú verða 324 stig, ef ekkert yrði aðhafzt. Þá gat viðskiptamálaráðherra þess,, að 50 milj. kr. sparnaður myndi fást vð skömmmtunina til næstu áramóta. lækka visitöl- una f 200 stig. Þingið telur brpa nauösyn aö bæta Akureyrarhöín. Fjórðungsþing fiskideilda Norðiendmgafjórðungs var liaidið á Aíqu'eyri daga«a 11.—13. október. 14 fulltrúar sátu þlagið frá 10 öeildum, auk formanns sambandsins, Sigurvins Edilcassonar, og erindreka þess, Helga Pálssonar, Þingið gerðí margar áíyktan- ir um ýms íiagsmunamál útvegsins. Fara 'Jiér á eítir nokkffar þessara ályktaha, en hinar verða birtar í iiæsta blaði. Hftfnarmál Akureyi\:i\ , ,F jórðungsþing f iskideild- anna í Norðlend'ngafjórðungi, haldið á Akureyri dagana 11. til 13. okt. 1947, skorar á ríkis- stjórnina að styrkja Akureyrar höfn til þess áð hægt sé á næsta ári að bæta úr því neyðará- standi, sem þar ríkir með hafn- armannvirkin, ennfremur skor- ar fjórðungsþingið á Lands- banka íslands að lána fé til i ramkvæmdanna. Fjórðungsþingið treystir því, að hafnarnefnd Akureyrar og vitamálaskrifstofan leggi rika áherzlu á þessar framkvæmdlr. Tillögu þessari fylgdi svohljóð andi greinargerð: ,,I Akureyrarhöfn liggja nú um 30 fiskiskip, og eru þó æð'. mörg ókomin, sem hér munu leita dvalar, um lengri e<3a skernmri tíma. Það mun láta nærri, að verðmæti þessara skipa sé um 20 milj. kr. Það ætti því ekki að þurfa neinar frekari skýringar við, hversu sjálfsagt er, að á Akureyri, mið- síöð norðlenzka flotans, og þar sem aðalskipasmíðastöðvar norðanlands eru, og flest'r fá sínar viðgerðir, sé öruggt lægi fyrir norðlenzka fiskiflotann. Það er staðreynd, að hafnar- mannvirkin í Akureyrarhöfn eru- orðin gömul og mjög úr sér gengin og fullnægja engan veg- inn þeim kröfum, er gera verð- ur, enda flotinn í stórhættu í stórveðrum af austri og suð- austri, nema undinn verði bráð- ur bugur að því að bæta og auka hafnarmannvirkin. Upplýst er, að ástæðan til, að höfnin er í þessu ástandi er sú, að Akureyrarhöfn hefir hvergi getað fengið lán til framkvæmd- anna, þrátt fyrir það, þótt höfn- in með öll sín mannvirki sé al- gerlega skuldlaus." V Aðrar hafair. t' „Fjórðungsþing Norðlendinga íjórðungs, haldið á Akureyri 11.-13. okt. 1947, skorar á Fiskiþing og Fiskifélagið að beita sér fyrir því, að hafnirnar á Dalvík, Skagaströnd og Ólafs- firði og Húsavík verði fullgerð- ar hið fyrsta. Ennfrernur aö; fiskiþingið beiti sér fyrir því við| Alþingi það, er nú situr, að: veita ríflegt framlag á næsta árs framlögum til hafnargerðar á Þórshöfn." Ðýrtíðarmál. Þingið gerði svohljóðandi á- lyktun í dýrtíðarmálum: „Það er öllum landsmönnum nú að verða Ijóst, að þjóðarbú- skapur okkar Islendinga er rek- inn með tapi. Flestallar útflutn- ingsvörur okkar eru svo dýrar, að þær seljast engan veginn lyrir kostnaðarverð á erlendum markaði. Svo langt hefr nú verið gengið á verðuppbótaleið - inni, að ríkið neyddist til á síð- asta vetri að lofa uppbót á aðal-: íramleiðsluvöru landsmanna, saltfiskinn og hraðfrysta fisk- inn, og hefir raunin orðið sú, að ríkið hefir þar tekið að sqr greiðslur, sem það ekki getur innt af hendi nema með lántök- um í stórum stíl. Gjaldeyrisinn- stæður vorar erlendis eru gengn ar til þurrðar, og þegar farið að : tala um gjaldeyrislán. Vélbáta- floti landsmanna liggur í höfn- *um og hefst ekki að, og engin von um að hafin verði vertíð eftir áramótin að óbreyttum á- stæðum. Togaraflotinn er sá Framhald á 8. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.