Íslendingur


Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagimi 15. október 1947 ‘iiiinmiiiiiiiiiimiMtMiiiimtiniMinimmMiimmiiiiiMiiimiimiMiiiiiMiiimmiimniiiiiininnnniimmiiiiiiniiiimiiiiiMMi • sl SK z = KV E i | frá Skömmtunarstjóra Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um vöruskömmtun, takmörk- I I un á sölu, dreifingu og afhendingu vara, frá 23. sept. 1947, | = ltefur Viðskiptanefndin ákveðið þær takmarkanir á sölu á | | frostlegi á bifreiðar, að seljendum þessarar vöru skuli vera | | óheimilt að afgreiða hana, nema liið keypta magn sé um leið I | og kaupin fara fram skráð í benzínbok viðkomandi bifreiðar. | | Mesta magn, sem einstök bifreið má fá, er sem hér segir: Fólksflutningabifreiðar fjögra farþega eða minni, sendi- | 1 ferðabifreiðar hálft tonn og aðrar rninni bifreiðar, hvort | i heldur eru fólks- eða vöruflutningabifreiðar, 1 gallon. Fólksflutningabifreiðar fimrn farþega eða stærri, svo og | \ vörubifreiðar stæri en hálft tonn 2 gallon. i | Takmarkanir þessar á sölu á frostlegi gilda frá og með deg- | í inum í dag og þar til annað verður ákveðið. Jafnframt er lagt fyrir lögreglustjóra, að þeir, þegar þeir | i afhenda nýja benzínbók í skiptum fyrir eldri benzínbók, riti = Í,. í nýju benzínbókina samhljóða athugasémd um sölu á frost- | í legi og var í eldri benzínbókinni. i Reykjavík, 9. sept. 1947. | i Skömmtunarstjórinn. f z IMMIIIIMIMMIIHMMIMHHIMMMMMMMHHMHHMMHMMMHMMHIIMHHMHMI.111111111111111.. I Auglýsing nr. 111947 Skjaldborgarbíó Aðalmynd vikunnar: SJÓHERINN (Meet the Nawy) Skrautleg söngvaniynd af skemmti sýningum Kanada-flotans. Sungin og leikin af kanadiskum listamönnum og konum úr flot- ánum. Leikstjórn: Louis H. Jackson. Alfred Travers. ]. P. Connolly. NÝJA-BÍÓ Næsta mynd: HERMAÐUR BOÐINN í HEIMSÓKN (Sunday Dinner jor a Soldier) Hrífandi kvikmynd frá 20th Cen- tury Fox Leikstjóri: Lloyd Bacon. Aðalhlutverkin leika: A NN'E BAXTER - JOUN HODIAK 2 samkvæmiskjðlar til sölu. Tækifærisverð. Uppl. í Oddagötu 11, sími 201 frá Skömmtuoarstjóra Samkvæn't heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskómmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhend- ingu vara, hefur Viðskiptanefndin ákveðið eftirfarandi: 1. Heimilt er að úthluta vegna stofnunar nýs heimilis (ekki stækkunar eða breytingar) aukaskammti af vefnað- arvöru og búsáhöldum samtals 1500 kr. Úthlutunar- stjórarnir hafa á hendi þessa úthlutun og ber þeim að fullvissa sig unt það í hverju einstöku tilfelli, að raun- verulega sé um stofnun nýs heimilis að ræða. 2. Heimilt er að úthluta aukaskammti af vefnaðarvörum handa barnshafandi konum fyrir allt að 300 kr. handa hverri, gegn vottorði læknis eða ljósmóður. Útlrlutun- arstjórarnir hafa einnig á hendi úthlutun þessara auka- skammta. Reykjavík, 6. okt. 1947. SKÖMMTUNARSTJÓRI. KHKKHKHKHKHKHKhKHKhKKHKKHKHKHKHKKHKHKhKKKhKKKKKKKKKhK - Auglýsið í „íslendingi“ - (iSiKHKHKHKHKHKKKHKBKHKKHKHÍCBKHKHKHKHKHKHKHKKHKtJKHKKKKKi HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA lokum var okkur tilkynnt, að skilyrði okkar hefðu verið samþykkt. Síðan unnum við eiðinn og kysstum á hina helgu bók, eða réttara sagt sefpappírsrúllu, Eftir allar þessar þreytandi siðaathafnir og funda- höld var okkur að lokum fylgt aftur til herbergja okk- ar til þess að borða árdegisverð — eða öllu heldur miðdegisverð — sem hér var borðaður um miðjan daginn og síðan lögðu menn sig nokkra stund á eftir, samkvæmt austurlenzkri venju. Um klukkan fjögur síðdegis vaknaði ég við geltið í Faraó. Eg leit upp og kom auga á mann, sem lædd- ist í áttina til dyranna, sýnilega hræddur við hund- inn. Það kom í ljós, að Maqueda hafði sent hann til þess að spyrja okkur, hvort við vildum koma með henni til staðar, sem við enn ekki hefðum séð. Auð- vitað játuðum við þvi, og fylgdi sendiboðinn okkur inn í ónotað rykugt anddyri aftast í höllinni. Var Maqueda þar fyrir og þrjár af hirðmeyjum hennar. 1 fylgd með þeim voru einnig allmargir þjónar, sem héldu á logandi lömpum, flöskum með olíu og heii- um knippum af kyndlum. Maqueda, sem var nú slæðulaus og virtist alveg hafa náð sér eftir geðshræringuna um morguninn, sagði við okkur: „Án efa hafið þið, vinir mínir, séð marga einkennilega staði bæði hér í Afríku og ann- ars staðar. En nú ætla ég að sýna ykkur dálítið, sem ég hygg, að ykkur muni þykja furðulegra en allt annað, sem þið hafið séð.“ Við fylgdum henni út gegnum dyr innar í anddyrinu. Þjónarnir lokuðu hurðinni á eftir okkur, og við 149 komurn nú inn í langan og þröngan gang, sem var höggvinn í fjallið. Eftir að hafa enn farið í gegnum dyr, komum við inn í þann stærsta helli, sem við nokkru sinni höfðum séð eða heyrt getið um. Hann var svo stór, að bjarminn frá lömpunum náði ekki til lofts. Við sáum aðeins tii hægri og vinstri móta fyrir einhverju, sem reyndust vera molnaðar steinbygging- ar. „Sjáið, hér er hellisborgin í Mur,“ sagði Maqueda og hélt lampa sínum hátt á lofti. Hér höfðu forn- menn þeir, sem við álitum hafa verið forfeður Fung- anna, hið leynilega virki sitt. Þessir múrar eru rúst- irnar af korngeymslum þeirra, musterum og öðrum opinberum byggingum. En eins og ég hefi sagt ykk- ur, kom fyrir mörgum öldum síðan jarðskjálfti, sem á sök á eyðileggingunni hér.“ Við fylgdum henni lengra inn yfir þenna undar- itega stað, en lugtir okkar og kyndlar lýstu aðeins eins og litlar stjörnur í sótsvörtu myrkrinu. Við sá- um rústir af korngeymslum, þar sem enn lágu hrúg- ur af einhverju, sem ég ímyndaði mér, að einu sinni hefði verið korn. Að lokum komum við að mikilli þaklausri byggingu, þar sem stóðu margar veðurétn- ar súlur og á milli þeirra lágu líkön, sem voru þakin svo þykku ryklagi, að við gátum greint það eiít, ao þau voru í lögun sem meyljón. „Bara að Higgs hefði nú verið hér,“ sagði Oliver og andvarpaði. Maqueda bað okkur að koma út úr musterinu, því að óholt væri að vera þar lengi, og fylgdi hún okkur nú að uppsprettu, sem verið hafði vatnsból þessa 150 staðar. Vatnið úr henni rann niður í steinker og það- an út í rör, sem við ekki vissum hvert lá. „Sjáið, þessi uppspretta er gömul,“ sagði Maqueda og benti okkur á brúnina á kerinu, sem bar glögg merki allra þeirra kynslóða, sem höfðu hvílt hendur sínar á hinum harða steini. „Hvernig gátu þeir lýst upp þenna stórkostlega helli?“ spurði Orme. „Það vitum við ekki,“ svaraði hún, „en það hefir naumast verið með lömpum. Það er ieyndardómur þeirra tíma, sem enginn í Abati hefir hirt um að komast eftir.“ „En nota Abatierarnir nokkuð þenna stóra helli nú?“ „Nokkuð af korni er enn geymt hér í hellinum, ef til árásar skyldi koma,“ sagði hún, en bætti við hrygg í bragði: „En það er ekki nóg til þess að gera nokkurt verulegt gagn, því að meginhluti þess er að- eins af ökrum mínum. Eg hefi árangurslaust beðið fólkið að láta eitthvað af hendi rakna, þótt ekki vær' nema hundraðasti hlutinn af uppskeru þess, en það fæst ekki til þess. Viðkvæðið er hjá öl.um, að þeir skuli gefa ef aðrir geri það, og afleiðingin verður sú, að enginn gefur. Og þó gæti sá dagur komið, að að- eins kornbirgðir gætu bjargað þeim frá hungursneyð —■ ef Fungarnir t. d. legðu undir sig dalinn.“ „Það er þokkalegt fólk, þessir Abatierar,“ sagði Kvik við mig. „Eg hefði ekkert haft á móti því að sjá það þola dálitla hungursneyð, nema vegna kvenna þeirra og barna, en þó fyrst og-fremst vegna þess-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.