Íslendingur


Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. oklóber 1947 ÍSLENDINGUR 7 UR ANNALUM Framh. af 4. síðu. um, og var þar ekki anuað drukkið en þýzkl öl og þaðan af dýrra öl. 1397: Helsleginn Þórður Arnason í Vest- mannaeyjum, saklaus, af útlenzkum kaupmönnum, er þar konru út, og urðu þar margir aðrir slórir áverkar. 1393: Höggvinn Páll gaddur Guðmunds- son fyrir það, er hann særði Jón hónda Hákonarson lemstrarsári í þingreið. Komst hann í 'kirkju að Eiðum í Fljótsdalshéraði, og var síðan tekinn þaðan með þeim hætti, að hann var borinn út af kirkjunni sofandi. Gerðu það þrír menn i dul- arklæðum og urðu ei kenndir af al- þýðu. Var hann flutlur norður um land og höggvinn á Húnavatnsþingi. Bauð hann mörg boð áður sér til lífs, og vildu Norðlendingar þau eigi hafa, því engir treystust að eiga hann yfir höfði sér. 1399: Vegi nn Jón afbragð í Borgar- firði af Gunnlaugi Magnússyni og hans sveinum. \ 1400: Höggvinn Gunnlaugur bóndi Magnússon í Reykholti í Borgarfirði fyrir það, er hann veitti áverka Jóni afhragð, þann hann fékk bana af, og mörgum öðrum málaferlum var hann borinn, uin heimsóknir og öðru harðlegu framferði við bændur, þá hann hafði sýslu kongs' yfir. Item (einnig) voru þar höggnir með hon- um tveir sveinar lians, hét annar Þorsteinn en annar Björn. í þeim sama niánuði var höggvinn hinn ~ ÞANKABROT ~ Framhald af 4. síðu. iii' litlar bækur og ódýrar, Um 60 alls, og verð þeirra samtals um 865 kr., danskar, norskar og sænskar — eða urn 1000 ísl. kr. — Þetta var því að’eins lítið úrval og fá- tæklegt, en þó harla fjölbreytt. Voru náms- greinar þessar, en bókafjöldi hverrar til- færður eflir á í s'vigunt: Almenn náttúrufræði (2), byggingar- fræði o. fl. 13), dýrafræði (3), eðlisfræði (3), efnafræði (3), erfðafræði (1), grasa- fræði (3), haffræði (1), jarðfræði (1), landmælingar og hallamælingar (1), „Lohben-bækurnar" (5, fjölbr. og prýðil.), loðdýrarækt o. fl. (3), Norsk Kufturhisto- rie (5), olíuhreyflar o. fl. (3), orðabækur (6 alls, vantar aliar í safnið), rafntagns- fræði (3), stjarnfræði (7 alls), stærðfræði (3), veðurfræði (2), vélfræði (3), vatns- virkjun o. fl. (1). — Stærri ritverk, rneira I | og minna hreinvísindaleg, iiandbækur og I dýrar fræðibækur, ætlaðist ég til, að safn- I stjórnin veldi sjálf, t. d. í samráði við j kennara Menntaskólans og aðra, sem I þeirra kynnu að sækja.“ Ekkert aðhafzt. „SÍÐAN LAGÐJ ég sundurliðaða- pönt- i unarskrá fram fyrir hina nýkjörnu eða endursltjpulögðu Bókasafnsnefnd á fyrsta fundi hennar 12. apríl sl. og taldi mikla nauðsyn á þessari litlu og smávægilegu úrbót á langri vanrækslu. —- Skildist mér á siimiim nefndarmanna, að þeim þætti þetta fremur fátæklegt úrval og ekki nægi- lega vísindalegt. Enda hafði ég gert ráð fyrir því í greinargerð þeirri, sem ég lét fylgja pöntuninni. Annars veit ég ekki, iivað fyrir þeim mætu mönnum hefir vak- j þriðji, er Sigíús hét, og var lokkað- ur út aí kirkjunni í Bæ í Borgár- firði, sem guS hafi þeirra sál allra saman. að. Eru þeir sennilega að „velta þessu fyrir sér“ enn. Hafa þeir að minnsla kosti ekkerl gert í þessum efnum síðan, svo að mér sé kunnugt, og hefir því enn á ný sannasl hið gamla og gullna máltækið danska: „Þegar fjandinn vildi, að engin heit skyldu efnd, þá ungaði hann út sinni fyrstu nefnd.“ Og þess vegna hefi ég síðan orðið að þrástagast á sama þrautslitna svarinu við nemendur og aðra, sem leitað liafa til Amtsbókasaf nsins: „Nei, l>ví miður er engin bók í l>eini jrœðum lil í sajninu“. LatiasajniÖ. ÞÁ ER nú Lagasafnið loksins .komið út, og hefir sú fæðing gengið með fádæmum illa. Samkvæmt lögum um laganefnd skal gefa Jagasafnið út á 10 ára fresti, en sex ár eru nú komin fram yfir þann tíma, því að síðast var það gefið út haustið 1941. Ástæðan til þessa mikla dráttar á útgáfu ' lagasafnsins liefir verið talin sú, að það ltafi livergi fengizt prentað. Er þó sannast sagt erfitt að trúa því, að ríkið liafi ekki getað fengið prentaða eina liandbók í öll þessi ár, meðan tugir manna liafa stundað útgáfustarfsemi og fJætt liafa yfir landið bækur, sem áreiðanlega var síður nauð- syn að gefa út en Lagasafnið, sem ekki aðeins er ómissandi liandbók fyrir lög- íræðinga heldur fjöJmarga aðfa. En það er auðvitað ástæðulaust að eyða mörgum orðum að þessu, úr því að bókin er loks- ins komin út. Niðurröðun öll og skipulag á efni Laga- safnsins ber þess merki, að prófessor Ol- afur Lárusson Jiefir séð um þá hlið út- gáfunnar með sinni venjulegu og alkunnu vandvirkni. Hitt er öllu Jakara, að þessi dýra bók er prentuð á fremur lélegan pappír, og bandið og prentunin alls ekki sem skyldi. Er liarla bágborið, að ríkis- valdið skuJi ekki Jiafa reynt að útvega sómasamlegan pappír í bókina. Hvað lesa börninf í SÍÐASTA liefli límaritsins „Heimili og skóli“ er- eflirlektarverð grein eftir nú- verandi skólastjóra barnaskólans á Akur- eyri, Hannes .1. Magnússon., Skýrir ltann þar frá því, að sl. vetur hafi hann látið fram fara skoð’anakönnun meðal allra 10— 13 ára harna í Barnaskóla Akureyrar um það, hvaða þrjár bækur þau leldu beztar af þeini, er þau hefðu lesið. 363 börn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og hlutu 300 bækur atkvæði. 24 bækur fengu 10 atkv. og fleiri. Þær fimm bæku'r, er hlutu flest atkvæði, voru: Pollyana 82 atkv., Béverly Gray 43 atkv., Skátarnir á Robinsóneyju 38 atkv., Ilic Sand 32 atkv. og Hilda á Hóli 31 aikv. llannes vekur sérstaka athygli á því, live íslenzkar hækur eiga lítilli hylli að fagna meðal barnanna. Aðeins tvær voru I íslenzkar af þeim 24, er flest atkvæði fengu. Allar þær bækur, sem fengu yfir 10 atkv. eru óskaðlegar bækur fyrir ung- linga og sumar góðar. Sum börn töldu þó tneðal beztu bókanna sögur eins og Leynd- ardómur svarta turns'ns — Varúlfurinn ■— Magt myrkranna — eineygði óvætturinn o. fl. slíkar. íslendingasögurnar virtust ekki eiga upp ó pallhorðið hjá börnunmn. Njálssaga fékk 1 atkv., en Grettissaga 5. Nokkrar aðrar fengu eilt og tvö atkv. Passíusálmarnir fengu eitt atkv. og sömuleiðis lleims- kringla. Kapítóla fékk tvö atkv., en bihlían eitt. Ilannes segir í grein sinni: „Eg liefi áður vakið athygli á því, að nálega allar bækur, sem nú á tímum væru gefnar út fyrir hörn, væru þýddar úr erlendum mál- um, og ég hefi varað við þessari þróun. Þegar þjóðlegu bókmenntirnar hverfa, þá er nú í fyrsta lagi éitthvað bogið við and- legt líf þjóðarinnar, og í öðru lagi er hin þjóðlega menning þá í hættu.“ Skoðanakönntin sent þessi sýnir auð- vitað fyrst og fremst, hvaða bækur ertt keýptar handa börnuuum. STEFNUVÍTI FYRIR FLUG- VÉLAR Á NORÐURLANDI Um þessar mundir er uiuiið að uppsetningu stejnuvita á Norðurlandi til öryggis fyrir jlugvélar, sem jljúga milli Norður- og Suðurlands. Ákveðið hefir verið að setja upp svokallaðan „Radio-Range“-vita í Kálfshaniarsvík, austan Húnaflöa. Viti þessi var áður í Vík i Mýrdal, en kom ekki að beinum notum þar, vegna þess að samskonar viti er í Keflavík og á Álftanesi. Stefnuvitinn, sem byggður verður í Kálfshamarsvík, sendir reglulega út fjóra geisla. Einnig sendir hann út sitt eigið kallmerki. Viti þessi mun auka öryggi við flug innanlands að miklum mun. Auk þess munu skip geta gert staðarákvarðanir eftir hon- um. Ekki er enn kunnugt, hve langan líma uppsetning vitans lekur. Nauð- synlegt verður að reisa tvö hús í santbkndi við hann. Annað fyrir vél- ar, sem~ framleiða orku fyrir hann, og hitt fyrir hann sjálfan. ÞAKKIR FRÁ BREZKA SENDIHERRANUM Sir Gerald Shepherd sendiherra Breta og frú hans fóru af landi burt föstudaginn 26. september. í síðasta eritidinu, er sendiherrann sendi ut- anríkisráherra, liað hann fyrir beztu kveðjur sínar iil allra Islendinga, kunnugra og ókunnugra, sem á und- anförnum árum hafa sýnt þeim hjón- um lipurð og hjálpfýsi." Bað hann einkum að heilsa bændum og ferða- fólki, er þau hjón hafa hitt á ferða- löguin sínum og oft aðstoðað þau í vandræðum útaf veðri eða bilunum. (Frá utanríkisráðuneytinu). 151 arar litlu hefðarkonu, sem einnig ég er farinn að til- biðja eins og húsbóndi minn.“ „Það er enn einn staður, sem ég ætla að sýna ykk- ur,“ sagði Maqueda, ,,og ég hugsa, að ykkur fýsi að sjá þann stað, því að þar eru geymdir fjársjóðir þeir, sem ykkur eru ætlaðir.“ Við gengum áfram eftir ýmsum göngum, og endaði sá síðasti þeirra í breiðum og bröttum k 'ettagangi, og er við höfðum gengið eftir honum um fimmtíu skref, tók við snarbrattur veggur. Hér bað Maqueda hirðmeyjarnar og þjónana að nema staðar, og voru þau skjót að hlýða þeirri skipun — við vissum ekki af hvaða ástæðu. Síðan gekk Maqueda að veggnum og benti okkur á nokkra lausa steina í honum, sem hún bað mig að taka burtu. Þegar ég,- eftir allmikið erfiði, hafði gert op í vegginn, sem var nægilega stórt til þess að maður gæti skriðið þar í gegn, snéri hún sér að fylgdarliði sínu og sagði: Eg veit, að þið hald- ið, að sé reimt hér inni. En ég og jiessir ókunnu menn óttumst ekki að fara hér inn. Látið okkur því fá olíuflösku og nokkra kyndla og bíðið, þar til við komum til baka. En setjið lampa hér í opið, svo að við höfum birtu frá honum, ef slokkna sky.di á okk- ar lampa. Nei, engar mótbárur, en hlýðið.“ Svo tók hún í hönd Olivers og skreið með hjálp hans í gegnum gatið. Við komum á eftir og vorum nú komin í nýjan helli, þar sem var allmikið hlýrra fyrir utan. „Hverskonar staður er þetta,“ spurði Orme lágt. Staðurinn virtist hafa skapað hjá honum slíka lotn- ingu, að hann þorði ekki að tala hátt. 152 „Þetta er grafhvelfing hinna fornu konunga í Mur,“ svaraði hún. „Nú skaltu brátt fá að sjá,“ sagöi hún og tók aftur í hönd hans, því að leiðin var óslétt og hál. Og áfram héldum við — alltaf niður í móti —: ég hugsa um það bil fjögur hundruð metra. Fótatak okkar bergmálaði í hinni miklu kyrrð og lamnarnir, sem leðurblökur flugu sífellt í kringum, lýstu eins og fjórar stjörnur í hinu hræðilega myrkri. Að lokum breikkaði gangurinn og myndaði stórt kring óít svæði með háu kirkjulaga klettaþaki. Maquede sneri sér við og nam staðar fyrir framan einhverja hluti, sem voru hvítir að lit. Flún lyfti lampanúm í áttina til þeirra og sagði „Horfið á þessa!“ Og það sem við sáum var feikistór steinstóll, þar sem lágu hrúgur af mannabeinum, bæði ofan á sæt- inu og undir því. Meðal þeirra var hauskúpa, sér- kennilega skrýdd með gullkórónu, en aðrir skart- gripir, veldissprotar, hringar, há’sfestar, vopn og herklæði lá hér og þar innan um beinin. En þar með er ekki allt upp talið, því að í stórum hring um- hverfis stólinn lágu aðrar benagrindur, fimmtíu, eða ef til vill fleiri, og meðal þeirra einnig skraut, sem eigendurnir höfðu borið. Og fyrir framan hverja beinagrind stóð smáborð, sem við síðar uppgötvuðum að voru úr silfri eða kopar, og á þau var hlaðið a ls- konar skrautgripum, gullkerum, hreinlætisáhöldum og margvíslegu skarti með dýrmætum steinum. Auk • þess voru haugar af hringmynt og hundruð annarra hluta, sem mennirnir hafa frá upphafi siðmenningar talið dýrmæta. 153 „Þið munið skilja," sagði Maqueda, er við störðum sem steini lostnir á þessar furðulegu dásemdir, ,,að þessi í stólnum var konungur. Þeir, sem liggja í kring um hann, voru foringjar hans, lífvörður og konur. Þegar hann var grafinn, var al.'t heimilisfólk hans einnig flutt hingað. Það bar með sér alla fjársjóði hans, og var fólkinu raðað umhverfis konunginn og síðan drepið. Ef þið þurrkið burtu rykið, getið þið enn séð blóðbletti á klettagólfinu, og eins má sjá merki eftir sverðshöggin á heilabúi þeirra og hnakka- beini.“ „Eg er sannarlega glaður yfir því að vera ekki í þjónustu þessara gömlu Mur-konunga,“ sagði Kvik. Við héldum nú áfram göngu okkar, og í um það bil tuttugu skrefa fjarlægð fundum við annan kon- ung í stó sínum og í kringum hann bein af öllum þeim, er dæmdir höfðu verið til þess að fylgja honum í þessa síðustu ferð hans. Og allir höfðu þeir fyrir framan sig smáborð með jarðneskum auðæfum sínum úr gulli eða ódýrari málmum. Fyrir framan stói þessa konungs lá einnig beinagrind af hundi með gimsteinum sett hálsband. Enn komum við að greftrunarstað, og hér bent'. Maqueda á beinagrind, sem hafði smáborð fyrir fram an sig, er á var hrúgað fjölda af lyfjaflöskum og á- höldum, sem augljóslega höfðu verið notuð af ækn- um þeirra tíma, „Segðu mér, Adams læknir,“ sagði hún brosandi. „Ilefðir þú viljað vera einkalæknir hinna fornu kon- unga í Mur?“ „Það hugsa ég ekki,“ svaraði ég, „en ég vildi mjög

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.