Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. _________________ ¦mriríTTwminTriTíiTiiffliwiTnr^ MiSvikudaainn 22. október 1947 41. tbl. Skömmtunin hefir sparað þjóðinni 50 milj. króna Samt vaotar 90 miljóDir króna til áramóta Fjárhagsráð hefir fyrir skömrau sent ríkisstjóminni nýja skýrslu um ástand og horfur í gjaldeyrismálum þjóðarinaar og endurtekur ráðið þar aðvaranir sínar um nauðsyn þess að hef jast þegar handa um lækkun á dýrtíðinni. Leggur ráð'ið ríka áherzlu á það, að koma verði því lagi á gjalööyrismálin, að hægt verði áð standa í skilum við erlenda viðsliiptavini, ella hljóti það að rýra mjög álit landsins og verzlunarstéttarinnar 'ijá viðfekiptaþjóðuaœn. væntanlegar gjaldeyristekjur til Fjárhagsráð getur þess í skýrslu sinni, að þessi síðari rannsókn staðfesti algerlega fyrri skoðun ráðsins um hinar alvarlegu gjaldeyrishorfur. Þann 1. sept. voru í umferð leyfi fyrir 216.5 milj. Frá 1. sept. til 10. okt. hafa verið veitt leyfi fyrlr 32 milj. Loks áætlar ráðið, að veita þurfi til áramóta leyfi að upphæð 73,2 milj. kr. Leyfi í umferð 10. okt., sern ekki var þú búið að gera ráð- stafanir til að greiða og áætluð leyfi til ársloka 1947 verða samtals 175.8 milj. kr. VæntanJegar tekjur. Ráðið hefir gert áætlun um áramóta fyrir fisk og aðrar af- urðir. Áætlar ráðið þær tekjur rúmlega 121 milj. og þar af muni rúmar 95 milj. koma inn fyrir áramót. Bankarnir eiga ríú 3,2 milj. kr. í erl. gjaldeyri umfram skuldir, og verða þá til ráðstöfunar 98.2 milj. kr. til áramóta. Vantar þá 77,6 mUj. Ur. til þess að standa straum af siauðsynliagum innflutníngi, sam kvæmt áætlun ráðsins. , Með skömmtunarráðstöfun- um sínum telur Fjárhagsráð sig hafa sparað um 50 milj. kr. til áramóta, miðað við fyrri áætl- un ráðsins. Mikií skrílslæti hér í bænum s. I. sunnudagsnótt Aðsúgur gerður að /ögreg/ustöðinni Síðastliðna sunnudagsnótt var mjög óróasamt hér í bænum. — Skýrir lögreglan blaðinu svo frá, að aldrei hafi önnur eins skríls- læti verið frammi höfð; og tetur mjög ískyggilegt, hversu drykkju- skapur og siðleysi hsfir farið í vöxt meðal unglinga í bænum. — Það eru helztu málavextir, að allstór hópur unglinga og full- orðinna manna var að koma inn an úr Samkomuhúsi af dansleik kl. rúmlega tvö á sunnudags- nótt. Hafði mannsöfnuður þessi, sem að lokum varð milli 30—40 manns, mikla háreysti í frammi og drykkjulæti. Við Ráðhústorg keyrði um þverbak, og tók lög- reglan þá nokkra menn og setti í varðhald. Hélt hópurinn á eftir lögreglunni út að lögreglustöð og heimtaði félaga sína lausa með hrópum og ógnunum. Réð- ist skríllinn að lögreglubílnum og skemmdi hann og einnig aðra bifreið. Lögreglan hefir kært fjoldá þessara óróaseggja, og er mál þetta nú í rannsókn. Verður nánar frá því skýrt síðar. Er hér um að ræða atferli, sem harðlega verður að fordæma, og er þess að vænta, að það verði tekið föstum tökum. Verður einkum að láta þá menn sæta refsingu, er lögreglan telur, að hafi æst unglingana til óspekt- anna. Skrílslæti sem þessi setja smánarblett á bæinn, enda eru þau, sem betur fer, áður óþekkt hér. IÐNSKÓLINN SETTpR Iðnskóli Akureyrar var sett- ur 15. þ. m. Nemendur eru um 135 í skólanum í vetur. Fjórir nýir stundakennarar kenna við skólann í vetur. STÓRSIGUR DE GAULLE I FRAKKLANDI. ANDSTADAN GEGN KOMMÚNISTUM MAGNAST. Hin nýja þjóðfylkimg, txsva de Gaulle, hershöfðingi, hef- ir stof nað í Frakklandi, vann glæsUegan sigur í bæjar- stjómarkosningum þeini, ssíis fram fóru þar í landi um síð- ustu helgi. Kom þessi sigur mönnum algerlega á óvart og hefir v'ðrið mjög ræddur í í heimsbíöðunum. Endanleg úrslit eru enn ekki kunn, en ljóst er, að þjóðfylking de Gaulle er lang stærsti flökkurinn. Htefir haiui hlotið um 40% atkv. og hrifiinan meiri hluta í París, Marseille og fleiri borgum. Marseille og París hafa hmg- að til verið helztu virki kommúnista. Kpmmúnistar eru annar stærsti flokkurinn — voru f jölmennastir — með um 30% atkv. Jafnaðarmenn hafa um 15% og kaþólskir um 10%. Hafa þeir misst mikið fylgi. Sigur de GauUe 'er talinii boða íiarðari andstöð'u gegn kammúnistum, en haha er á- kveðnasti andstæðingur þeirra. ALÞSNGI AÐGERÐARLÍTIÐ ENGIN STÓRMÁL KOMIN FRAM Þær þrjár vikur, sem alþingi hef- ir setið, hefir það lílið aðhafzt, opin- berlega að minnsta kosti, til að- gerða í ýmsum helztu vandamálum þjóSarinnar. Meginhluti þingtímans hefir fariS í umræSur um alls konar þingsályktunartillögur kommúnista, sem engar hafa miðaS í jákvæSa átt. Fjárlög hafa enn ekki veriS lögS fram og engin frumvörp um dýrtíS- arráSstafanir. Er blaSinu tjáS, aS meiri háttar frumvörp um þetta efni séu nú í undirbúningi hjá stjórninni, en eSlilega tekur þaS sinn tíma aS samræma sjónarmiSin til róttækra aSgerSa, þar sem enginn einn flokk- ur hefir meiri hluta. Vonandi fer þó aS heyrast eitthvaS mikilvægt úr þingsölunum. Blekkingar kommúnista um ílugvallarsamninginn hraktar fiÞeir hafa á gruasamlegan hátt náo skjölum tlugmálastjtíra Fyrir skömmu fóru jfram á alþingi umræðtu* um Keflavíkm- flugvöllinn, og jafnframt hefir verið birt skýrsla flugvallanefsid- arinnar. Kemur þar glöggt í ljós, að allt tal og skrif kommúnista um dulbúnar herstöðvar þar, eru alger þvættingur. Þá leikur mjög grunur á því, að kommúnistar hafi stolið skjöluan flugmálastjóra og síðkn gerzt sekir um skjalafals á þann hátt að birta lauslegar tiliögur flugmálastjóra sem skýrslu nefndarinnar. Utanríkisráðherra ákærði kommúnista þunglega fyrir framkomu þeirra í þessu máli. Skýrði hann frá því, að Erling Ellingsen, flugmálastjóra, sem ér kommúnisti, og var skipaður í þetta embætti af Áka Jakobs- syni, hefði ofboðið svo skrif „Þjóðviljans", að hann hefði rit- að utanríkisráðuneytinu og sagt, að sér væri „algerlega ó- kunnugt um hvernig eða hvar" Þjóðviljinn hefði náð í. þá skýrslu hans, sem blaðið birti. I skýrslu flugvallarnefndar, serii einnig er undirrituð af flug málastjóra, fulltrúa kommún- ista, er rógur kommúnista hrak inn lið fyrir lið. Þar er upplýst, að íslendingar hafa með! hönd- um alla löggæzlu á vellinum og þar eru ekki fleiri Bandaríka- amenn en gert var ráð fyrir í flugvallarsamningnum. Gert er ráð fyrir, að íslenzkum starfs-- mönnum f jölgi þar mjög á næst unni. Bandaríkjamenn eru að reisa þar margar ágætar bygg- ingar, sem Islendingar munu síðan eignast, en sem þeim myndi um megn að reisa. Eru ekki tök á að rekja þetta mál nánar hér, en fólk ætti að kynna sér skýrslu nefndarinnar, sem birt hefir verið í dagblöðun um og fá þannig staðfestingu á því, hversu ósæmilegur mál- flutningur kommúnista hefir verið.. Skólameistaraembættið Sausf- ril umsóknar MenntamálaráSuneytiS hefir aug- lýst embætti skólameistara viS Menntaskólann á Akureyri laust dl umsóknar. Er umsóknarfrestur til 1. nóv. n. k., en embættiS verSur veitt frá 1. des. Lætut SigurSur GuSmundsson þá af skólameistara- störfum. LeiMélag Akurejrar að hefja vetrarstarfið Sýnir á næstunni gamanleik í þremur þáttmn. Leikfélag Akureyrar byrjar starfsemi sína á þessum vetri með sýningum á gaman- leiknum „Karlinn í kassanum'" eftir Arnold & Bach. Leikstjóri er Þórir Guðjónsson, og leikur hann einnig aðalhlutverkið. — önnur helztu hlutverkin leika: Ungfrú Edda Scheving, frú Sig- urjóna Jakobsdóttir, Júlíus Oddsson, Björn Sigmundsson og Stefán Halldórsson. Margir ný- ir leikendur koma þarna fram, og eru hlutverkin alls 12. Sýn- ingar hefjast væntanlega um miðjan næsta mánuð. Visitafa m 4 Kauplagsnefnd og hagstof- an hafa nú re'.knað út vísi- tölu framfærslukostnaðar fyrir októbermánuð. Reynd- ist hún vera 325 stig, eða 13 stigum hærri en í september. Hækkunin stafar einkum af verðhækkun á kartöflum og ýmsum landbúnaðarvörum og fatnaði. Þessi síðasta hækkun ætti að geta sannfært þjóðina til hlýtar um það, hvílíkt fen hún muni falla í, ef ekki verð ur þegar snúið við. Hvað ætl- ar alþingi að sitja langan tíma, áður en það hefst eitt-, hvað að í þessu aðkallandi vandamáli? Þjóðin krefst nú raunhæfra aðgerða.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.