Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 3
MiSvikudaginn 22. október 1947 ÍSLENDINGUR fjórðunyspings flskideildanna Krefjast bættrar landhelgisgæzlu og betri hagnýtingar sjávar- afurða 17. fjórðungsþing fiskideildanna í Norðlt&ndingaf jórðungi, sein hád var hér á Akureyri um fyrri helgi, gerði margar athyglis- verðar ályktanir auk þeirra, sem birtar voru í síðasta hlaði. Fara þær hér á eftir. Helgi Pálsson, erindreki, skýrði frá því á þinginu, ,að vélstjóranámskeið yrði væntanlega haldið hér á Akureyr; í janúar, og sjóvinnunámskeið hefðu verið haldin í nokkrum ver- stöðVum og tekist vel. I framhaldi af ályktun þingsins um dýrtíSarjnál, sem birt var í síS- asta blaSi, vítti þingiS hina óhóf- legu skriffinnsku, sem væri orSiiín atvinnuvegunum fjötur um fót og taldi nauSsynlegt aS fækká því fólki, er fengist viS óarSbær störf. ORLOFSLÖGIN. „Vegna þess aS orlofsfé er íaliS með launum, og því bein kaup- greiSsla, og vitaS er aS greiSsla á orlofsfé meS orlof smerkj um hefir í för meS sér mikinn kostnaS fyrir at- vinnurekendur vegna aukins skrif- stofuhalds, þá skorar fjórSungsþing fiskideilda NorSlendingafjórSungs á stjórn Fiskifélags íslands og væntan- legt Fiskiþing, aS beita sér fyrir því, aS lögum um orlof verSi breytt þannig, aS heimilt sé aS greiSa or- lofsfé í peningum eins og önnur laun." Tillagan samþykkt í einu hljóSi. MAT Á FISFISKIPUM. „FjórSungsþing NorSlendinga- fjórSungs, haldiS á Akureyri 11.— 13. okt. 1947, skorar á næsta fiski- þing aS taka til athugunar mat þaS á fiskiskipum, er stofnlánadeild sjáf- arútvegsins viS Landsbanka Islands, hefir látiS fram fara, og á hverju þaS byggist aS í velflestum tilfellum er matiS til lántöku lægra en kostn- aSarverS skipanna. Jafnvel þótt reglugerð ¦ stofnlánadeildarinnar greini frá því að kostnaðarverS skip- anna skuli vera grundvöllur fyrir matsverSinu." Samþ. í einu hljóSi. VITI Á HRÓLFSSKERI. „Fj órSungsþing NorSlendinga- fjórSungs haldiS á Akureyri 11.— 13. okt. 1947, skorar á FiskifélagiS og næstkomandi Fiskiþing að'fá því til vegar komiS aS á næsta ári verSi hafizt handa um vitabyggingu á Hrólfsskeri í EyjafirSi og Lundey á Skjálfanda." Greiiiargerð: Á undanfarandi fjórSungsþingum hafa vitabyggingar þessar verið til umræðu og samþykktar hafa verið einróma áskoranir til Fiskiþings á- samt rökföstum greinargerðum um nylsemi þessara vilabygginga. Enn einu sinni vill Fjórðungsþingið vekja athygli vitamálastjórnarinnar á mál- efni þessu, og í því sambandi benda á eftirfarandi: Óðum h'Sur að því, að hafnargerðirnar í Húsavík og 01- afsfirði og Dalvík verði fullbúnar, og að sjálfsögðu þegar þeim mann- virkjum er lokið, skapast möguleik- ar fyrir haust- og vetrarútræði á áð- urnefndum stöðum, það eitt ætti að vera nægjanleg rök fyrir nytsemi þessara vitabygginga. Tillagan samþykkt í einu hljóði. RADIO-VITI Á DALATANGA. „Fjórðungsþing Norðlendinga- fjórðungs haldið á Akureyri 11.— 13. okt. 1947, skorar á Fiskifélagið og Fiskiþing, að f á því til vegar kom- ið að Radio-viti verði settur á Dala- tanga ásamt stefnuvita á Langanestá. Þar sem togaraútvegur er nú að hefjast á NorSurlandi og leiðir tog- aranna liggja með austurströndinni að og frá landinu, telur þingið knýj- andi þörf á góðum Radio-vita á Dala- tanga." Tillagan samþykkt í einu hljóði. LANDHELGIN. „FjórSungsþing NorSlendinga- fjórSungs haldiS á Akureyri 11.— 13. okt 1947, skorar á Fiskiþing og FiskifélagiS aS beita sér fyrir því, aS íslenzka landhelgin verSi stækk- uS og uppeldisstöSvar nytjafiskja verði friðaðar fyrir ágangi íog- og dragnótaveiða. Enhfremur að land- helgisgæzlan verði aukin að mun." Samþykkt í einu hljóði. FISKIÐNAÐUR. „Fjórðungsþing Fiskideilda Norð- lendingafjórðungs haldið á Akureyri 11.—13. okt. 1947, ítrekar samþykkt síðasta Fjórðungsþings um að ríkiS láti byggja og reka verksmiSju til niSursuðu og niðurlagningar síldar, ásamt hraSfrystihúsi í NorSlendinga- fjórSungi, á þeim staS, sem rann- sókn leiSir í Ijós, aS hentugt sé aS dómi sérfróSra manna. Ennfremur aS ríkiS styrki einstaklinga og félög til aS koma upp iSnfyrirtækjum, sem unniS geti úr þeim fiskúrgangi, sem nú fellst til í hraðfrystihúsum og við aðgerð á fiski annars staðar, en sem nú er fleygt með ærnum kostnaði." Tillagan samþykkt í einu hljóði. AFNEMA FISKIMALANEFND. „Fj órðungsþingið telur enn sem fyrr, að eðlilegast og hagkvæmast verði á hverjum tíma að starfsemi í þágu sjávarútvegsins verði rekin undir áhrifum , útgerSarmanna og sjómanna. Vill fjórSungsþingiS því skora á Fiskiþing og stjórn Fiski- félagsins aS hlutast til um viS Al- þingi og ríkisstjórn, aS starfsemi og störf Fiskimálanefndar verSi fært undir yfirstjórn Fiskifélags Islands." Tillagan samþykkt í einu hljóði. VERBÚÐIR. „Fjórðungsþing fiskideilda Norð- lendingafjórðungs, haldið á Akur- eyri 11.—13. okt. 1947, íelur bráS- nauSsynlegt aS byggSar verSi sem fyrst verbúSir í hinum ýmsu ver- stöðvum á Norðurlandi, sérstaklega þar sem hafnarskilyrði pg aðstæður til' fiskveiSa fyrir landróSrarbáta eru góSar, og skorar á Fiskifélagið aS veita einstaklingum og félögum sem bezta aSstoS viS útvegun styrkja og lána til slíkra bygginga. Ennfremur skorar fjórSungsþing- ið á væntanlegt Fiskiþing og stjórn Fiskifélagsins, að hlutast til um við heilbrigSisyfirvöIdin, aS strangt eft- irlit verSi haft með því, aS verbúðir þær, sem nú eru til, uppfylli að minnsta kosti þær lágmarkskröfur, sem gerðar eru til mannabústaða, — og eru þá sérstaklega hafðar í huga verbúSir viS Faxaflóa." SALA SJÁVARAFURÐA. „FjórSungsþing fiskifélagsdeilda NorSlendingafjórSungs, haldiS á Ak- ureyri 11.—13. okt. 1947, skorar á ríkisstjórn Islands aS gera nú þegar fullnægjandi ráSstafanir til. aS tryggja afsetningu og sölu á fisk- afla vélbátaflotans í NorSlendinga- fjórSungi, t. d. meS því aS sjá um aS fiskflutningaskip kaupi aflann eSa taki viS honum íil flutnings til sölu á erlendum markaSi, þó þannig, aS þeir, sem afla fiskjarins, fái hiS í íkistryggSa lágmarksverS fyrir hann, svo veiSar geti hafizt án frek- ari tafar. ViII FjórSungsþingiS, í sambandi viS flutninga á ísvörSum bátafiski, benda á nauSsyn þess, aS reynt verSi aS vinna á ný markaS fyrir þá framleiSslu á meginlandi Evrópu. Ennfremur skorar FjórSungsþing- ið á ríkisstjórnina aS gera nú þegar ráðstafanir til aS útvega hagstæSan markaS fyrir útflutningsframleiSslu sjávarafurða, þeirra er óseldar eru af þessa árs framleiðshi og átelur hve seint var hafizt handa Um sölu á þessa árs framleiSslu. AS lokum vill FjórSungsþingiS benda á, aS þaS telur sjálfsagt aS fulltrúar framleiSenda fái íhlutun- arrétt um sölu á framleiSsluvörum þeirra." Samþykkt í einu hljóði. VÁTRYGGING VÉLBÁTA. „Nefndin telur að lög um vátrygg- ingu vélbáta, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, séu svo gölluð og óhagstæð fyrir eigendur bátanna, að ekki verði við unað. Nefndin leggur því til að fjórð- ungsþingið samþykki eftirfarandi: Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því að Alþingi það, er nú silur, iali lög um Vátryggingu vélbáta til endur- skoðunar og breyti þeim iil samræm- is við iillögur iryggingarmálanefnd- ar síðasta Fiskiþings, svo og sam- þykktar aðalfundar Vélbátatrygging- ar Eyjafjarðar frá 10. okt. 1947." Tillagan samþykkt í einu hljóði. STJÓRNARKOSNING. I stjórn sambanda fiskideildanna voru kosnir: Aðalstjórn: Sigurvin Edilonsson, formaður Guðm. Guðmundsson, ritari Valtýr Þorsteinsson, gjaldkeri. Varastjórn: Hreinn Pálsson, varaform. Egill Júlíusson, vararitari Magnús Gamalíelsson, varagjaldk. Endurskoðendur voru kosnir þeir GuSmundur Pétursson og GuSmund- ur Jörundsson. ÞingiS gerSi nokkrar ályktanir um félagsmál fiskideildanna og Fiski- félagsins og eru þær ekki birtar hér. Unglingar eða eldri maður óskast við bláðaútburð. — Tal- ið við afgreiðslu Islend- ings. Sím; 354. I Stota til leigu í Norðurgötu 50 Sigfús Grímsson Dráttarvextir falla á öll ógreidd útsvör í Akureyrarkaupstað, ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember næstk. Dráttarvextir eru 1% á mánuði og reiknast frá upphaflegum gjald- dögum útsvarsins. Þá eru allir þeir, er vinnulaun greiða, áminntir um að gæta þéirrar skyldu að halda eftir af vinnulaun- um til lúkningar ógreiddum útsvörum starfsmanna og gera skil á hinum innheimtu upphæðum jafnóðum til skrifstofu bæjargjaldkera. Dráttarvaxtaákvæðin ná eigi til þeirra launþega, er greiða útsvör sín mánaðarlega af kaupi. Akureyri, 20. okt. 1947 BÆJARGJALDKEKI. Námskeið bifreiðastjöra á Akureyri Þeir bifreiðastjórar á Akureyri og nágrenni, er sótt hafa um námskeið það, er hefst 28. þ. m. eru beðnir að mæta í bifreiðaefíirlitinu n. k. fimmtu- dag, 24. þ. m. eða gera vart við sig í síma 570. ¦— SNÆBJÖKN ÞORLEIFSSON. Aðaífundur Ræktunarfélags Norðurlands verður haldinn í Gróðrarstöð:nni á Akureyri laugar- daginn 8. nóv. n. k. og hefst kl. 1 e. h. Stjórnin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.