Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. október 1947 Í5LENDINGUR Siegtried Garbuny: Ruhr - dalur örlaganna Framtíðarvelmegun Evrópu byggist á Ruhr-héraðinu Sigurinn í styrjöldinni kostaði ærna fyrirhöfn, og friðarsamn- ingagerðin virðist litlu auðveld- ari. Þjóðirnar og leiðtogar þeirra rekast á ótal vandamái, sem ráða verður fram úr fljótt og vel til þess að forðast nýjan hiidarleik í framtíðinni. Eitt tor veldasta viðfangsefnið er, hvað gera á við Ruhrhéraðið. Ruhr, mikilvægasta iðnaðar- miðstöð Þýzkalands, er aðeins um einn fertugasti hluti af stærð íslands og þar bjuggu fyr- ir stríð um 4 millj. íbúa, Þar sem dalurinn var nátengdur öðr um hlutum þýzka ríkisins með fyrirtaks járnbrautum og eftir vatnaleiðum, var hann ódeilan- legur þáttur í efnahagskerfi Þýzkalands. Efnahagslegt mikilvægi hér- aðsins byggist, og byggist enn, á hinum auðugu kolanámum. 70% af fyrirstríðs-steinkola- framleiðslu Þýzkalands kom frá Ruhrhéraðinu einu. Þegar þess er gætt, að Þýzkaland skorti flest önnur meginhráefni, sést bezt þýðing þessarar fram- leiðslu fyrir þýzkan iðnað. Orka til iðnaðar var mestmegnis feng in úr kolum. Á kolum byggist líka stáliðnaðurinn, hergagna- framleiðslan, efnagerðin og vél- smíðarnar, sem komið var upp í nánd við kolanámurnar í Ruhr dalnum. Annar höfuðatvinnu- vegur Ruhrdalsins var stáliðn- aðurinn. Hér um bil % hlutar þýzks stáls voru framleiddir þar. Náttúruauðæfi, rarnmgert: fiutningakerfi og vel skipulagð- ur iðnaður gerðu Rúhr að því risavaxna iðjuveri, sem það var fyrir stríð. Það jók enn á geig- vænleika þessarar framleiðslu, að vinnsla hráefnanna og hinn margvíslegi iðnaður í sambandi við þau hafði dregizt í hendur íárra fyrirtækja. Nægir sem dæmi að nefna hinar alræmdu Krúpps-verksmiðjur. Það liggur í augum uppi, hversu mikill efnahagslegur, pólitískur og S hernaðarlegur máttur er gefinn þeim, sem eiga og geta ráðstaf- að auðæfum Ruhrhéraðsins. Möguleikar Rulirs eru eiin miklir. Það er áríðandi, að menn geri sér ljóst, að þessi efnahagslegi máttur Ruhrhéraðsins er enn eigi úr sögunni, þrátt fyrir mikla eyðileggingu í styrjöld- inni, aðallega vegna loftárása. Ef nægilegur efniviður og mann afli er fyrir hendi, er hægðar- leikur að lagfæra og endurnýja hin eyðilögðu mannvirki. Auk þess eru kolalögin auðvitað ó- skert. Þótt iðnaðarframleiðsla Ruhrhéraðsins sé ekki mikil sem stendur, er það vegna manneklu, efn'sskorts og illrar aðbúðar þeirra, sem að vinna. En jafnskjótt og Bandamenn Icoma sér saman um að endur- reisa og hlúa að iðnaði héraðs- ins, mun hann rísa úr rústum á nýjan leik. Það er vegna þessara fram- tíðarmöguleika Ruhrhéraðsins, að svo treglega gengur að út- kljá um örlög þess. Efnahags- legar orkulindir þess eru þyrnir i augum sumra ríkja, sem láta blindast af notlcun þeirra í tíð þýzlcra stjórnarvalda að undan- förnu. Enn eru óbættir margir þeir áverkar, sem Þýzkaland veitti þeim með fulltingi Ruhr- vopnabúrsins, og þeim væri lcært af öryggisástæðum að vita Ruhr-iðnaðinn upprættan með öllu. Yrði þá að flytja öll fram- leiðslutælci burt úr héraðinu. Þannig mundi Ruhr geta staðið straum af miklum skaðabóta- greiðslum, með því að fram- leiðslutæki þess væri fengin þeim þjóðum, sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á þýzkum hernaði. En þá eru lcolalögin eftir, og að hagnýta þau ekki væri sóun verðmæta á hæsta stigi. Því er það, að margir, sem í grund- vallaratriðum eru fylgjandi of- anrituðu, vilja láta halda áfram að reka námurnar, hvort sem kolin færu einvörðungu í skaoa- bótagreiðslur eða til almennra nota þe'rra, sem á þeim þyrftu að halda. Þetta gæti þó hæglega leitt til iðnaðarlegrar endur- vakningar Ruhrdalsins. Og jafn vel þótt Þýzkaland kæmi þar hvergi nálægt, gæti það haft. í för með sér samkeppni v':ð lönd eins og Frakkland og Belgíu, sem streitzt hafa við að útiloka samkeppni Ruhrs í eitt skipti fyrir öll. Alþjóðlegt eftirirlit ákjósaníegt. Vegna þessa skoðanamuns virðist það vera mjög óráðlegt að fela Ruhr í hendur einu ríki. Ákjósanlegra væri að fela eftir- lit með héraðinu eða jafnvel stjórn þess alþjóðlegri stofnun, er samanstæði af fulltrúum nokkurra þjóða. Auðvitað lcynni svo að fara, að slíkt reyndist að- eins bráðabirgðaráðstöfun til þess að forðast ringulreið. Undir niðri gæti baráttan um auðlegð héraðsins haldið áfram. Á hinn bóginn gætu öll efni staðið til þess að slíkri stofnun mætti tak ast að leysa Ruhr-vandamálið til hagsbóta öllum hlutaðeigandi þjóðum. Þetta er sú elna ráðn- ing Ruhr-vandamálsins, sem nokkuð tillit tekur til Þýzka- lands. Allar aðrar tillögur skeyta ekkert um áframhald- andi þarfir þess fyrir auðlindir dalsins. Samt er það að verða æ augljósara, að eigi að rísa upp lriðelskandi og lýðræðislegt Þýzkaland, er því lífsnauðsyn að hafa aðgang að Ruhr. Ef finna á varanlega lausn þessa vandamáls, sem tryggi frið i framtíðinni, verður því einnig að talca tillit til velmegunar Þýzkalands. í umræðum um þessi mál að undanförnu hafa flest þessi við- horf komið til greina, og á næst unni, þegar endanleg afstaða verður væntanlega tekin tií vandamálsins, munu þessar mis jöfnu skoðanir aftur verða efst á baugi. Það er ofureðlilegt, að Þjóð- verjar hafi talið yfirráð Ruhr- dalsins, sem af alþjóð hefir á- vallt verið skoðuo þýzk grund, hið mesta kappsmál. Árið 1923. þegar franskar og belgískar her sveitir hernámu dalinn til þess að knýja fram greiðslu skaða- bóta frá fyrri heimsstyrjöld, hittu þær fyrir skipulagða þegj- andi andstöðu og ötula skemmd arverkastarfsemi, sem áttl full- an stuðning þýzku lýðveldis- stjórnarinnar. Hin árangurs- lausa skilnaðarhreyfing, sem þá gerði vart við sig í Ruhr og Rín- arbyggðum, var m'klu fremur örverpi þýzks sundrungaranda en tilraun til að sameinasc Frakklandi. Og nú þegar hernla fregnir, að jafnvel þýzlcir komm únistar hrópi hástöfum: „Ruhr verður að fylgja Þýzkalandi!" Samt er Ruhr elckl einungis mikilvægasta iðnmiðstöð Þýzka lands, heldur einnig stórkostleg- asta iðnaðarvígi allrar Evrópu. Og þess vegna hafa aðrar for- ustuþjóðir álfunnar jafnan haft vakandi áhuga á Ruhr, þótt nrs jafnlega mikið hafi á því borið. Fralckland og Ruhr. Áhugi Frakklands á auðæfum Ruhrdalsins er alkunnur. Að baki ákvörðunar Poincarés, að hernema dalinn t':l þess að tryggja sómasamlegar efndir á slcaðabótagreiðslunum eftir fyrri heimsstyrjöld, lá áreiðan- lega dulin von um að fá héraðið innlimað í Frakkland, áður en yfir lyki. Það var ofureðlilegt, að franski járn- og stálhringur- inn, C'omité des Forges, hefði fyllstu löngun til þess að sam- e'na járnnámur Lothringens kolabirgðum Ruhrhéraðsins. En þar fyrir utan girntist Frakk- land Ruhr.til að tryggja sig fyr- ir árásum frá Þýzkalandi. Öll þessi atriði Stjórna viðhorfi Frakka gagnvart Ruhrhérað- inu. Áhugi Bretlands á Ruhrhér- aðinu beinist meira að efnahags legum verðmætum dalsins en þeim pólitísku og hernaðarlegu hagsmunum, sem af honum mætti hafa. Viðhorf Ráðstjórn- arríkjanna virðist keimlíkt. En Bandaríkin hafa aðallega áhuga á Ruhr sem efnahagslegri orku- iind til nytja öllum þjóðum. Miklar viðræður hafa farið fram m'Ili Bandamanna um þetta mál, þótt meira hafi borið þar á sundurþyklcju en sam- lcomulagi. Kemur þeim þó öllum saman um það, að Ruhr megi aldrei framar verða vopnabúr, heldur beri að hagnýta auðæfi þess til efnalegrar velmegunar allra þjóða. En rík'.n eru eigi á einu máli um, hvernig því mark miði verði bezt náð. Hvert hinna fjögurra stórvelda hefir sína eigin hugmynd í því efni. líiigmynd De Gaulles. Franska lnigmyndiii, eins og hún upphaflega kom frá De Gaulle, gerir blátt áfram ráð fvrir skilnaði Ruhrs frá Þýzka- landi og alþjóðlegum afnotum af auðlindum héraðs'ns, enda í nánu samræmi við gamallcunna stefnu Fraklca í öryggis- og hagsmunamálum. Frakkar hafa einnig tekið það skýrt fram, að í þetta sinn verði engin tilraun gerð til þess að hrekja Þjóð- verja burt úr héraðinu eins og bar á undir hernáminu eftir fyrri he'msstyrjöld. Frakkar hafa einnig komið með sundurliðaðar tillögur um efnahagslega stjórn Ruhrdals- ins. Þeir segjast þar hvorki vilja slá hend'nni við auðæfum dals- ins né vita þau liggja ónotuð. Þeir stinga upp á því, að allar námur og framleiðslutæki dals- ins verði þegar í stað fengin til eignar og ábúðar þeim „þjóðum, sem stóðu sameinaðar í barátt- unni gegn Þýzkalandi.“ Stjórn þessara eigna skal svo falin þe m hinna sameinuðu þjóða, sem einlcum eiga hlut að máli, þannig að stofnaðar verði tvær alþjóðlegar stjórnarnefndir, önn ur fyrir kolanámið og hin fyrir stál'ðnaðinn. Efnagerðinni og vélaiðnaðinum verði komið fyrir á líkan hátt. Ætlast þeir svo til, að hvert land, sem hlut á að máli, eigi fulltrúa í þessum nefndum, sem ákveða e:ga magn framleiðslunnar og bera ábyrgð á sölu og dreifingu henn ar. Hlutverk nefnda þessara er að stuðla að endurreisn Evrópu með framleiðslu Ruhrhéraðsins. Fjárhagslegur gróði einstakra þjóða er fyrir utan svið þessa á- lits. Allar mikilvægar stöður í Hvað viija kommúnistar? .Oft hafa kommúnistar reynt á trúgirni fylgismanna sinna, en senni- lega aldrei meira en nú, og má und- arlegt heita, ef efasemdir eru ekki teknar að vakna hjá einhverjum, sem hingað til hafa látiS blekkjast af glamuryrSum þeirra. SíSan núverandi ríkisstjórn var mynduS, hafa kommúnistar dyggi- lega fylgt þeirri meginstefnu aS vera á móti öllu, sem hún gerir. Þeir hafa jafnan lofsungiS skipulagningu og ríkisafskipti af öllum hlutum, en þeg- ar ríkisstj órnin bar fram frumvarp silt um fjárhagsráS, ætluSu komm- únistar aS ærast yfir höftum, sem þaS legSi á athafnafrelsi borgar- anna. Kommúnistar hafa allra manna mest gert kröfur til ríkis- sjóSs, en þeir ælla af göflunum aS ganga, þegar ríkisstjórnin gerir til- raunir til þess aS fá fé til aS standa straum af hinurn risavöxnu ríkisút- gjöldum. Þeir bera ríkisstjórnina þeim barnalegu sökum, aS hún vilji ekki fá hátt verS fyrir afurSir þjóS- arinnar, en sjálfir áttu þeir fulllrúa í samninganefndinni viS Rússa, og hann gaf meS hinum nefndarmönn- unum þá yfirlýsingu, aS ekki hefSi veriS hægt aS fá hærra verS. Þeir liafa umrótast yfir miklum innflutn- ingi og eySslu, en ráSast nú meS jafnmiklu offorsi á skömmtunina. Þeir segja, aS dýrtíSin sé í þágu hinna ríku, en gera þó allt, sem í þeirra valdi stendur til þess aS auka verSbóIguna. Þeir telja þaS .ganga landráSum næst aS taka erlent gjald- eyrislán, en heimta þó, aS eySslunni sé haldiS takmarkalaust áfram, MeS- an stjórnin reynir aS gera sparnaS- arráSstafanir til þess aS ekki þurfi. aS taka lán, vinna kommúnistar markvisst aS því aS skapa slíkt fjár- málaöngþveiti, aS óumflýjanlegt verSi aS taka lán. Hverra erinda ganga þessir menn? Því er auSsvaraS. Allur þessi hringlandaháttur er í samræmi viS ákveSna línu, sem fengin er erlendis frá, og er sú lína, sem kommúnista- flokkar allra lýSræSislanda fylgja. Þœr œtla að skapa jjárhagslegt öng- þveiti og kreppu í lýðrœðisríkjunum lil þess þan/iig að veikja þau í bar- áttunni gegn kommúnismanum. — Þessi háttsemi þeirra er því í þágu hins alþjóðlega kommúnisma. sambandi við stjórnarnefndir þessar og Ruhr-framleiðsluna skulu skipaðar fulltrúum Banda manna. Enginn Þjóðverji má gegna þar ábyrgðarstöðu. Þetta er hugmynd Fralcka um Ruhr, sem þeir vilja að tek- in verði til greina í friðarsamn- ingunum við Þýzkaland. Með þessu móti fengi Frakkland að- gang að hráefnum Ruhrdalsins. Einnig gætu Frakkar með þátt- töku sinni í stjórnarnefndum kolanámanna og stáliðnaðarins stemmt stigu fyrir samkeppni frá þungaiðnaði Þýzkalands í framtíðinni. Hugmynd þessi full nægir líka öryggistilfinningu peirra.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.