Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 6
ISLENDINGUR Miövikudaginn 22. október 1947 utanC Norðurlönd Rússar hafa byrjað nýja á- róðursferð gegn Dönum og Sví- um. — Hófst þessi herferð skömmu eftir að Norðurlöndin ákváðu að gerast aðilar að Marshall-áætluninni um endur- reisn Vestur-Evrópu. Moskýá- útvarpið ber nú þær sakir á „sænska áróðursmenn", að þeir séu að reyna að mynda banda- lag Norðurlandá, er myndi verða Rússum fjandsamlegt. Chile: Videla, forseti Chile, hefir nú gert ráðstafanir til þess að brjóta á bak aftur öll áhrif kommúnista þar í landi, en þeir studdu hann til valda. Hann hefir nú rekið kommúnista úr öllum embættum, og veitti þing- ið honum fyrir skömmu næstum alræðisvald til þess að skapa vinnufrið og öryggi í landinu. Er hann staðráðinn í að koma í veg fyrir, að kommúnistar geti með pólitískum verkföllum teflt fjárhag landsins í hættu. Megin- ástæðan til þess, að Videla for- seti hefir þannig snúist gegn íyrri stuðningsmönnum sínum er sú, að hann er orðinn sann- færður um, að þeir vinni gegn hagsmunum þjóðarinnar, en einng koma hér til greina áhrif frá öðrum andkommúnistiskum flokkum í landinu og tregða bandarískra fjármálamanna til þess að leggja fé til nokkurra framkvæmda í landinu, síðan hann tók kommúnista í stjórn landsins. Bandaríkiii: Útflutningur Bandaríkjanna minnkaði nokkuð í júnímánuði og enn meira í júlí og hafði í byrjun september minnkað um 19 % síðan í maímánuði.. Ástæð- an er sú, að vegna dollaraskorts bafa margar þjóðir neyðst tii þess að takmarka mjög vöru- kaup sín frá Bandaríkjunum. Þýzkaland: 1 júlímánuði reyndu 40 þús. manns að flýja frá hernáms- svæði Ráðstjórnarríkjanna í Þýzkalandi og yfir á hernáms- svæði Bandaríkjanna. Allt þetta fólk var stöðvað við landamær- in, en Clay, hershöfðingi Banda ríkjanna, telur tölu þessara flóttamanna hafa vafalaust ver- ið hærri, því að allar líkur séu til, að einhverjum hafi heppnazt að komast yfir landamærin. Bandaríkin: Henry Wallace, sem frægast- ur er orðinn fyrir baráttu sína fyrir undanlátssemi við Rússa, er nú tekinn að hafa áhyggjuc af því, hversu kommúnistar gera sér dælt við hann og þykj- ast eiga hann með húð og hári. Hafa kommúnistar í Bandaríkj- unum nýlega lýst yfir því, að þeir geti ekki stutt annað for- setaefni þar en Wallace. Þetta hefir orðið til þess, að Wallace er farinn að afneita þeim opin- berlega og mun ætla að hætta ritstjórn tímarits þeirra. zKvi/tmyndir NYJA BIO KATRlN Svensk Filmindustri. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir sænsku stórmyndina KATRIN, eftir Iiinni frægu skáldsögu eftir Sally Salminen. Saga þessi er mörgum kunn hér á landi, því að fyrir nokkr- um árum var hún flutt sem útvarps- saga og vakti þá mikla athygli. Aðalsöguhetjan, Katrín, er dóttir stórbónda í Austurbotnum, en gift- ist bláfátækum sjómanni. Ber hún höfuð og herðer yfir þenna eigin- mann sinn, vegna skörungsskapar síns og dugnaSar, og sér hún aS mestu leyti heimilinu farborSa. Ek- vall, skipstjóri, reynir aS fá hana til íylgilags viS sig, en er hún vísar honum burt meS fyrirlitningu gerir hann henni og fólki hennar allt til miska. Sonur Katrínar fær ást á stúlku, sem Saga heitir, en Ekvall kemst þar á milli og fær hana til aS giftast sér. Þegar Gústaf kemst aS þessu, drekkur hann sig fullan, tælir í ölæSi fávitastúlku, og hverfur síS- an á brott. Þegar eldri bróSir hans, Einar, kemst aS þessu, fyllist hann heift til Ekvalls og Sögu og ákveSur aS kollvarpa útgerS Ekvalls. ÞaS fer þó á annan veg fyrir tilstilli Katrínar, og hún fær aS sjá ævistarf sitt fullkomnaS áSur en hún deyr. Mynd þessi er vel leikin og tækni- lega fullkomin og skarar aS því leyti fram úr flestum þeim sænsku mynd- um, sem hér hafa veriS sýndar. Marta Ekström fer snilldarvel með hlutverk Katrínar. Kjartan J. Gíslason í'rá Mosfelli: Fegurð dagsins Kjartan frá Mosfelli er sérstakt ljóðskáld, sem eykur vin- sældir sínar með hverri nýrri bók, enda eru kvæði hans með Deim töframætti, að ljóðunnendur lesa þau oftar en einu sinni. Dr. Guðmundur Finnbogason sagði um Kjartan á sín- um tíma: ,,.... hér er skáld, sem heldur manni við efnið, mjúkur í máli, góðhítlegur,. og glettni í augunum, þegar minnst varir. Hann bregður upp myndum, livar sem hann fer, ljóðrænum, þýðum. ... En það mundi ég kalla tíðindi, ;f annað ungt skáld kæmi með betri kvæði. ..." FEGURÐ DAGSINS heillar og er skínandi tækifærisgjöf. r#sr*s#sr#s^ ^^^^^^^^^^^^^^^S^^^ Auglýsiny nr. 17 1947 frá skðmmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og af- hendingu vara hefir Viðskiptanefndin samþykkt að heimila skömmtunarskrifstofunni að gefa út sktptireiti fyrir stofn- auka nr. 13, þannig, að afhentir verði tveir skiptireitir með árituninni „y2 stofnauki nr. 13". Skiptireiti þessa er heimilt að afhenda hvort heldur er verzlunum eða einstaklingum, gegn skilum á stofnauka nr. 13 tvo reiti fyrir hvern stofnauka. Reykjavík 17. október 1947 Skömmtunarstjórinn. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA 156 157 gjarnan rannsaka þessi áhöld, ef þú leyfir mér það." Og meðan hún skundaði áfram, fyllti ég alla vasa mína. Eg verð að geta þess hér, að flest þessara á- halda, sem ég veit ekki hvað eru mörg þúsund ára gömul — sérfróða merin grelnir enn á um það — reyndust við nánari athuganir mínar að vera sams- konar og notuð eru í dag. En það er ekki ýkjamikið meira að segja um þessa einkennnegu og skelfilegu grafhvelfingu. Við gengum framhjá hverjum konunginum eftir annan, þar til við vorum orðnir alveg sljófir að horfa á beinagrindur og gull. Jafnvel Kvik var orðinn þreyttur, og hafði hann þó í fyrstu æskuárum sínum aðstoðað föður sinn, grafarann, og gat því af sérþekkingu skoðað þessar leifar. Hann hafði að minnsta kosti orð á því, að sér fyndist óþarflega heitt í þessari fjölskyldu- grafhvelfingu, og ef hennar hátign — en þannig á- varpaði hann Maquedu — vildi leyfa það,myndi hann leggja til, að þau skoðuðu ekki fleiri þessara dauðu herramanna. En einmitt er vð komum að þeim tuttugasta og fimmta, eftir því, sem mér ta.dist til, neyddumst við til að nema aftur staðar og féllum í staf: af undrun. Það var sýnilegt, að þetta hlaut að hafa verið hinn voldugasti þessara konunga, því að umhverfis hann lágu tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri dauðir menn en kringum hina. Og þarna var óhemju mikið af dýr- gripum, sumir í lögun e:.ns og smámyndastyttur af körlum og konum — eða ef til vill guðum. En svo| undarlega vildi til, að konungur þessi var með herða- kistii og óvenjulegt heilabú, svo að hann virtist hafa verið vanskapaður. Hvorki meira né minna en ellefu ungbörnum hafði verið fórnað við jarðarför hans. Og hann virtist sjálfur hafa átt tvö þessara barna, eftir hinum bognu beinum þeirra að dæma. Það væri harla fróðlegt að vita, hvað hefði gerzt í Mur og þeim löndum, er undir það lutu, á þeim dög- um, er Kroppinbakur konungur ríkti þar. En því mið- ur greinir sagan ekkert frá því. 10. KAFLI KVIK KVEIKIR A ELDSPÝTIJ „Hér byrjum við að fara til baka, því að allur hell- irinn myndar stórt hringsvæði," sagði Maqueda. En Oliver, sem hún snéri sér nú að, hafði vikið frá henni og v^r að gera athuganir með einhverju áhaldi bak við legstól Kroppinbaks konungs. Hún fór á eftir honum og spurði forvitnislega, hvers konar áhald þetta væri, og hvað hann væri að gera með það hér. „Við köllum þetta áttavita," sagði hann, ,,og hann sýnir mér, að þetta er austurátt, þar sem sólin kem- ur upp. Hann sýnir einnig, hversu hátt við erum yfir sjávarflöt —¦ hins mikla hafs, sem þú hefir aldrei séð, ó, afkomandi konunga. En segðu mér, hvað myndum við sjá, ef við gætum gengið beint í gegnum þessa kletta?" „Hið Ijóshöfðaða skurðgoð Funganna er mér sagt," svaraði hún. „Það, sem þú sást, áður en þú sprengdir hliðið í Harmac. En ég veit ekki, hversu langt er þangað, því að ég get ekki séð í gegnum klettana. En hjálpaðu mér nú vinur minn, Adams, við að fylla lampana, því að birtan frá þeim er að verða svo dauf, og það væri fremur óskemmtilegt að vera samvist- um við alla þessa dauðu í myrkrinu. Þjóð minni virð- ist það að minnsta kosti, því að ekki einn einasti af henni þorir að stíga hér fæti sínum. Þegar ég fyrst uppgötvaði staðinn fyrir nokkrum árum, og fölkið sá, hvers konar mannsöfnuður var hér, flýði það og lét mig eina um að kanna staðinn. Sjáið, þarna eru spor mín enn í rykinu. Eg fyllti litlu lampana okkar undir eins, en á með- an gerði Orme nokkrar fleiri athuganir, sem hann flýtti sér að rita í vasabók sína. „Hvað hefir þú svo uppgötvað?" spurði hún, er hann með nokkurri tregðu hlýddi bendingu hennar um að koma til okkar. „Ekki eins mikið og ég hefði getað, ef þú hefðir gefið mér dálítið meiri tíma," svaraði hann. „Eg er reyndar lærður verkfræðingur, það er að segja mað- ur, sem framkvæmi ýms störf, sem þurfa margvís- lega útreikninga og mælingar. Þeir, sem hafa grafið og útbúið þessa hella, hljóta að hafa verið verkfræð- ingar, og það engir skussar." „Við höfum einnig nú slíka menn," sagði hún. „Þeir byggja stíflur, vatnsleiðslur og hús, þótt þeir jafnist ekki á við þá gömlu. En ég endurtek spurn- ingu mína: Hvað hefir þú uppgötvað, vitri verkfræð- ingur?"

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.