Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 8
2 HERBERGI til leigu, lítið herbergi til eldunar getur fylgt. A. v. á. íaiiast /. 0. 0. F. — 12910248Vs — 9—0. O Rún — 59471027 .... Atkv. : —1 Sunnudagaskóli ^fcureyrarkirkju kl. 11 f. h. * *| MessaS verður í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 2. Að lokinni guðsþjónustu verður safnaðarfundur. 'Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju. Á. fundi fermingarbarna frá síðastliðnu vori, sem haldinn var í kapellu kirkjunnar sl. sunnu- dag, var stofnað Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju. Voru stefnendur 108. Fram- haldsstofnfundur var ákveðinn, og verður hann auglýstur síðar. Nýlátin er hér á Akureyri frú Guðný Guðfinnsdóltir, kona Egils Jóhannssonar, skipstj. Lézt hún 16. þ. m., eftir langa van- heilsu. Þessarar merkiskonu verður nán- ar minnst síðar hér í blaðinu. Sextug varð sl. sunnudag frú Ásdís Rafnar, kona séra Friðriks J. Rafnar, vígslubiskups. Frú Ásdís hefir tekið mik- inn þátt í félagsmálum kvenna hér í bæn- um og er einkum kunn fyrir störf sín í Kvenfélagi Akureyrarkirkju. Hún nýtur mikils trausts og vinsælda, enda er hún i hvívetna hin mesta sæmdarkona og hefir reynst manni sínum mikil stoð í hans þýðingarmikla starfi. Fimmtugur verður þann 25. þ. m. Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglufirði. Fertugur varð s. 1. laugardag Jóstein Sölvberg, verksmiðjuverkstjóri á Hjalteyri. Hjúskapur. Þann 16. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Guðrún Jóna Jónsdóttir og Árni Björgvin Jósefsson, vélstjóri. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Síðumúlakirkju í Borgarfirði, ungfrú Ellen L. Rasmussen, Sólbakká í Stafholtstungum, og Sverrir Pálsson, cand mag., Akureyri. Ungu hjón- in setjast að hér á Akureyri og kennir Sverrir við Gagnfræðaskólann og Iðnskól- ann í vetur. ~~k; Hjálprœðisherinn, Akureyri. Sunnud. 26. okt. kl. 11 helgunarsamkoma. Kl. 2 sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 fagnaðarsamkoma fyr- ir kaptein Henny Driveklepp og aspirant Guðfinna Jóhannesdóttir. Mánudag 27. okt. kl. 4 heimilissambandið. Kl. 8.30 æskulýðsfélagið. Allir hjartanlega vel- komnir. Leiðrétting. I hjónaefnafrétt í síðasta blaði misritaðist heimilisfang Maríu Ás- grímsdóttur. Hún er frá Hálsi en ekki Hóli. Barnastúkurnar Bernskan og Sakleysið halda sameiginlegan fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 10 f. h. Rætt verður um vetrarstarfið. Kosnir embættis- menn. Á eftir verður sýnd stutt kvikmynd. Mætið öll! Verið stundvís! Gœzlumenn. Frá starfinu í Zíon. Annað kvöld — fimmtud. — fundur fyrir ungar stúlkur. Sunnud. kl. 10.30 f. h. sunnudagaskóli, kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Frk. Lefdal kristniboði talar. Allir velkomnir. Áheit á Akureyrarkiikju: kr. 50.00 frá Á. E., kr. 100.00 frá E. Ó. — Þakkir. Á. R. Kvennadeild Slysavarnarjélagsins heldur sinn fyrsta málfund í Rotarysal KEA föstudaginn 24. þ. m. kl. 9 e. h. Félags- konur mætið allar. — Stjórnin. Kvenfélagið „Framtíðin" heldur fund n. k. föstudagskvöld, 24. þ. m., kl. 8.30 í Samkomuhúsinu (bæjarstjórnarsalnum) Mætið allar og stundvíslega. — Stjórnin. Frá Barnaskólanum. Vegna ýmiss konar erfiðleika, sem af því stafa, er skólabörn- in týna skófatnaði og fleiru, eða taka i misgripum, eru foreldrar beðnir að sjá um, að ailur skófatnaður barnanna sé greini- lega merktur, svo og húfur, • vettlingar og annað það, sem börnunum hættir helzt til að týna. Jafnframt eru foreldrar beðnir að láta börn sín ætíð spyrja eftir týndum munum í skólanum. Blaðið hefir verið beðið að geta þess, að viðtalstími skóiastjóra Barnaskólans er kl. 1—3 alla virka daga. Stúkan fsafold—Fjallkonan nr. 1 held- ur fund næstk. mánudag 27. þ. m. kl. 8.30 síðd. í Skjaidborg. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. — Kosning embæltismanna. — Sagðar fréttir af umdæmisstúkuþingi o. fl. Til skemmtunar: Gunnlaugur Sveins- son segir sögur af Vestfjörðum o. fl., sem verður nánar auglýst á götunum. Nýir fé- lagar alltaf velkomnir. Félögum barna- stúknanna, sem orðnir eru 14 ára og hætt- ir eru að starfa í barnastúkunum, er sér- staklega boðið að koma og ganga í stúk- una. Félagar fjölmennið! Barnastúkan Samúð heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti næstk. sunmidag kl. 1.30 í Skjaldborg. Fundarefni: lnnlaka nýrra íélaga. — Rætt um vetrarstarfið. ¦— Kosnir embættismenn. ¦— Kosnir flokks- stjórar. ¦— Skemmtiatriði. — Mjög áríð- andi er, að sem flestir félagar mæti. Nýir félagar velkomnir. Ferðafélag Akureyrar heldur skemmti- fund n. k. fimmtudag kl. 8.30 að Hótel Norðurlandi. Kvikmynd frá Heklu o. fl. — I fundarbyrjun verða lagðir fram reikn- ingar félagsins fyrir árið 1946. Vinnustojusjóði Kristneshælis hafa bor- izt þessar gjafir: Til minningar um Berg- þóru Randversdóttur, Munkaþverárstræti 26, Akureyri, frá systkinum hennar, kr. 1000.00, K. S. kr. 50.00, N. N kr. 30.00, Anna Laxdal til minningar um Elinór Jó- hansson, Akureyri, kr. 1000.00, Friðjón Jensson, Akureyri, kr. 10000.00. — Beztu þakkir. — Jónas Rafnar. ,Ný bók jrá Norðra: Rússneska hl.jóm- kviðan, verðlaunasaga í bókmenntasam- keppni Sameinuðu þjóðanna, hlaut að vonum mikla frægð þegar hún kom út í Englandi. Var það bæði, að verðlaun þessi frá hálfu þeirrar stofnunar er stríðs- þjáður heimur hcfir bundið mestar vonir við hin síðari ár, átti þar hlut að máli um viðurkenningu og eigi síður hitt, að þessi saga ber á sér snilldarbragð. Efnið sjálft er sótt í æviferil hins rússneska tónskálds Alexis Selkin og í baksýn sögunnar grein- ir marga af hinum frægustu listamönnunr Rússa á 19. qldinni, svo sem Rimsky Kor- sakoff og Mussorgsky. Meðferð efnisins og form er nýstárlegt, sniðið eftir tón- Miðvikudaginn 22. október 1947 Jarðarför sonar okkar og bróður Sverrir Jónassonar f rá Bandagerði fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. okt. n. k. kl. 1 e. h. Foreldrar og systkini. mmiiiuiHinniiir hefir sníðanámskeið í vinnustofu sinni ef nægileg þátl» taka fæst, á tímabilinu frá og með 29. þ. m. til 6. des.— Alls 30 tímar. Námstíminn er 2—3 klst, miðvikudags- ög Iaugardagskvöld. Kennari Valborg Sigurðardóttir. Upplýsingar í síma 488, kvölds og morgna, hjá for- manni félagsins, Halldóru Bjarnadóttur. Skömiutunarskrifstofa ríkisins og verðlagseftirlitið hafa opnað skrifstofu í verzhmarhúsi Tómasar Björnssonar við Kaupvangsstræti, 2. hæð, herbergi nr. 6. Skömmtunarskrifstofan er opin kl. 10—12 og 1—5 nema laugardaga 10—12 og 1—4. Verðíagseftirlitið opið kl. 11—12 og 1—2. Ekki. opið á laugardögum fyrst um sinn. Helgi Péls'on '¦> trúnaðarmaður skömmtunarsljóra. Gunnlaugur Stefánsson tíúmðarmaðtir verðlagsstjóra. Sími 83 » Bæntlnr Getum útvegað nokkrar mjaltavélar með benzínmótor, ef samið er strax. Verzlunin Eyjaf jörður h. f. <>«>^^-©S3í«>^>^^s^5«>í«í$<^^ Vetrarstúlka óskast hálfan eða allan daginn. Gott kaup í boði. Vilji einhver sinna þessu, væri æskilegt að það væri sem fyrst. H. Einarsson, myndasmiður. ODYRT HEKBEEGI til leigu. A. v. á. verki Serkins, symfoniu í c-moll, hinu eina verki hans, er umheimurinn þekkir af ráði. — I lífi Serkins er franska leikkon- an Janina Loraene örlagavaldur. Um sam- búð þeirra hefir höfundur skapað stór- brotna ástarsögu, fíngerða og djarflega í senn. Þessi glæsilega verðlaunasaga er nýkom- in út hjá Norðra í þýðingu Hersteins Páls- sonar ritstjóra. Vetrarfrakkar — Kykfrakkar Karlmannaf öt — Kvenkápur og kjólar — margt sem nýtt. — Allt án skömmtunarmiða. SÖLUSKÁLINN við Geislagötu peningjapyngja með pening- um og merktum skömmtimar- seðli. Finnandi vinsaml. skili á afgr. Islendings gegn fund- arlaunum. Karlmaunaskyrtar hvítar, mjög vandaðar. Verzl. Eyjaf jörður h.f. )^^S^SeSí§^<>^«^««^S*Sí^S*§í NÝKOMIÐ: Kápur kvenna Karlrn.frakkar Plostic-kápur Undirföt Kvenbuxur Kvensokkar alsilki og gervisilki Gardínuefni. Verzl. Eyjaf jörður h.f. Olíufatnaður mjög ódýr, nýkominn. ^erzl. Eyjaf jörðurhf. Feröatðskur. fást nú hjá Verzl Eyjafjörður h.f. Olíuoínar tveggja brennara fást hjá Verzl. Eyjafjörður hf. Nokkrir menn geta fengið fæði. Hentugt fyrir fólk, sem vinnur á Verksmiðjunum á Gler- áreyrum og þar í grend. — A. v. á. i£s5í^f<^^«^gí^§i«^mí^gegí^gi^§ MÓTA MYNDIR eftir lifandi model, ljósmynd og einnig hugmynd. Hentugt til minningargjafa. — Sann- gjarnt verð. —- Til viðtals á Staðarhóli milli kl. 3—4.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.