Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 8
2 HERBERGI til leigu, lítið herbergi til eldunar getur fylgt. A. v. á. Miðvikudaginn 22. október 1947 I. 0. 0. F. — 12910248Va — 9—0. □ Rún — 59471027 .... Atkv. : —1 Sunnudagaskóli /t/cureyrarkirkju kl. 11 , n MessaS verður í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 2. Að lokinni guðsþjónustu verður safnaðarfundur. Æskulýðsjélag Akureyrarkirkju. Á fundi fermingarbarna frá síðastliðnu vori, sem haldinn var í kapellu kirkjunnar sl. sunnu- dag, var stofnað Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju. Voru stefnendur 108. Fram- haldsstofnfundur var ákveðinn, og verður hann auglýstur síðar. Nýlátin er hér á Akureyri frú GuSný GuSfinnsdóttir, kona Egils Jóhannssonar, skipstj. Lézt hún 16. þ. m., eftir langa van- heilsu. Þessarar merkiskonu verður nán- ar minnst síðar hér í blaðinu. Sextug varð sl. sunnudag frú Ásdís Rafnar, kona séra Friðriks J. Rafnar, vígslubiskups. Frú Asdís hefir tekið mik- inn þátt í félagsmálum kvenna hér í bæn- um og er einkum kunn fyrir störf sín í Kvenfélagi Akureyrarkirkju. Hún nýtur mikils trausts og vinsælda, enda er hún í hvívetna hin mesta sæmdarkona og hefir reynst manni sínum mikil stoð í hans þýðingarmikla starfi. Fimmtugur verður þann 25. þ. m. Pétur Björnsson, kaupmaður á Siglufirði. Fertugur varð s. 1. laugardag Jóstein Sölvberg, verksmiðjuverkstjóri á Hjalteyri. Hjúskapur. Þann 16. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Guðrún Jóna Jónsdóttir og Arni Björgvin Jósefsson, vélstjóri. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Síðumúlakirkju í Borgarfirði, ungfrú Ellen L. Rasmussen, Sólbakka í Stafholtstungum, og Sverrir Pálsson, cand mag., Akureyri. Ungu hjón- in setjast að hér á Akureyri og kennir Sverrir við Gagnfræðaskólann og lðnskól- ann í vetur. L , HjálprœSisherinn, Akureyri. Sunnud. 26. okt. kl. 11 helgunarsamkoma. Kl. 2 sunnu- dagaskóli. KI. 8.30 fagnaðarsamkoma fyr- ir kaptein Henny Driveklepp og aspirant Guðfinna Jóhannesdóttir. Mánudag 27. okt. kl. 4 heimilissambandið. Kl. 8.30 æskulýðsfélagið. Allir hjartanlega vel- komnir. LeiSrétting. I hjónaefnafrétt í síðasta blaði misritaðist heimilisfang Maríu Ás- grímsdóttur. Hún er frá Hálsi en ekki Hóli. Barnastúkurnar Bernskan og Sakleysið halda sameiginlegan fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 10 f. h. Rætt verður um vetrarstarfið. Kosnir embættis- menn. Á eftir verður sýnd stutt kvikmynd. Mætið öll! Verið stundvís! Gœzlumenn. Frá starjinu í Zíon. Annað kvöld -— fimmtud. — fundur fyrir ungar stúlkur. Sunnud. kl. 10.30 f. h. sunnudagaskóli, kl. 8.30 e. h. almenn samkoma. Frk. Lefdal kristniboði talar. Allir velkomnir. Aheit á Akureyrarkirkju: kr. 50.00 frá Á. E., kr. 100.00 frá E. Ó. — Þakkir. Á. R. Kvennadeild Slysavarnarfélagsiris heldur sinn fyrsta málfund í Rotarysal KEA föstudaginn 24. þ. m. ki. 9 e. h. Félags- konur mætið allar. — Stjórnin. KvenjélagiS „Framtíðin“ heldur fund n. k. föstudagskvöld, 24. þ. m., kl. 8.30 í Samkomuhúsinu (bæjarst jórnarsalnum) Mætið allar og stundvíslega. — Stjórnin. Frá Barnaskólanum. Vegna ýmiss konar erfiðleika, sent af því stafa, er skólabörn- in týna skófatnaði og fleiru, eða taka í misgripum, eru foreldrar beðnir að sjá um, að allur skófatnaður barnanna sé greini- lega merktur, svo og húfur, vetllingar og annað það, sem börnunum hættir helzt til að týna. Jafnframt ertt foreldrar beðnir að láta börn sín ætíð spyrja eftir týndum munum í skólanum. BlaSiS hefir verið beðið að geta þess, að viðtalstími skólastjóra Barnaskölans er kl. 1—3 alla virka daga. Stúkan Isafold—Fjallkonan nr. 1 held- ur fund næslk. mánudag 27. þ. nt. kl. 8.30 síðd. í Skjaidborg. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. — Kosning embættistnanna. — Sagðar fréttir af umdæmisstúkuþingi o. fl. Til skemmtunar: Gunnlaugur Sveins- son segir sögur af Vestfjörðum o. f 1., sem verðttr nánar auglýst á götunum. Nýir fé- Iagar alltaf velkomnir. Félögum barna- stúknanna, sem orðnir eru 14 ára og hætt- ir eru að starfa í barnastúkunum, er sér- staklega boðið að koma og ganga i stúk- una. Félagar fjölmennið! Barnastúkan Samúð heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti næstk. sunnudag kl. 1.30 í Skjaldborg. Fundarefni: lnntaka nýrra íélaga. — Rætt um vetrarstarfið. •— Kosnir embættismenn. ■— Kosnir flokks- stjórar. — Skemmtiatriði. — Mjög áríð- andi er, að sem flestir félagar mæti. Nýir félagar velkomnir. FerSajélag Akurcyrar heldttr skemmti- fund n. k. fimmtudag kl. 8.30 að Hótel Norðurlandi. Kvikmynd frá Heklu o. fl. — I fttndarbyrjun verða lagðir fram reikn- ingar félagsins fyrir árið 1946. VinnusíofusjóSi Kristneshælis ltafa bor- izt þessar gjafir: Til minningar um Berg- þóru Randversdóttur, Munkaþverárstræti 26, Akureyri, frá systkinum hennar, kr. 1000.00, K. S. kr. 50.00, N. N kr. 30.00, Anna Laxdal til ntinningar um Elinór Jó- hansson, Akureyri, kr. 1000.00, Friðjón Jensson, Akureyri, kr. 10000.00. •— Beztu þakkir. -— Jónas Rafnar. Ný bók jrá NorSra: Rússneska liljóm- kviSan, verðlaunasaga í bókmenniasam- keppni Sameinuðu þjóðanna, lilaut að vonum mikla frægð þegar hún kom út í Englandi. Var það bæði, að verðlaun þessi frá hálfu þeirrar stofnunar er stríðs- þjáður heimur hefir bundið mestar vonir við hin síðari ár, átti þar hlut að máli um viðurkenningu og eigi síður hitt, að þessi saga ber á sér snilldarbragð. Efnið sjálft er sótt í æviferil hins rússneska tónskálds Alexis Selkin og í baksýn sögunnar grein- ir marga af hinttm frægustu listamönnutn- Rússa á 19. qldinni, svo sem Rimsky Kor- sakoff og Mttssorgsky. Meðferð efnisins og form er nýstárlegt, sniðið eftir tón- Jarðarfö'- sonar okkar og jiróðut Sverrir Jónassonar frá Bandagerði fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudagirm 28. okt. n. k. kl. 1 e. h. Foreldrar og systkini. iioni hefir sníðanámskeið í vinnustofu sinni ef nægileg þát(> taka fæst, á tímabilinu frá og með 29. þ. m. til 6. des.— Alls 30 tímar. Námstíminn er 2—3 klst., miðvikudags- og laugardagskvöld. Kennari Valborg Sigurðardóttir. Upplýsingar í síma 488, kvölds og morgna, hjá for- manni félagsins, Halldóru Bjarnadóttur. SkOmmtunarskrífstofa rílcisins og verðíagseftirlitið liafa opnað slcrifstofu í verzlurlárhúsi Tómasar Björnssonar vtð Kaupvangsstræli, 2. Itæð, herliergi nr. 6. Skömmtunarskrifstofan er opin kl. 10—12 og 1—5 nema laugardaga 10—12 og 1—4. Verðlagseftirlitið opið kl. 11—-12 og 1—2. Ekki opið á laugardögum fyrst um sinn. Helgi Pólsson trúnaðarmaður skömmtunarstjóra. Gunnlaugur Stefánsson trúna ðarma ður verðl agsstj óra. Sími 83 Bændur Getum útvegað nokkrar mjaltavélar með benzínmótor, ef samið er strax. Verzlunin Eyjaf jörður h. f. Vetrarstfllka óskast hálfan eða allan daginn. Gott kaup í boði. Vilji einhver sinna þessu, væri æskilegt að það væri sem fyrst. H. Einarsson, myndasmiður. ODYRT HEBBEKGI til leigu. A. v. á. verki Serkins, syinfoniu í c-moll, liinu eina verki hans, er umheimurinn þckkir af ráði. — í lífi Serkins er franska leikkon- an Janina l.oraene örlagavaldur. Um sam- búð þeirra hefir höfundur skapað stór- hrotna ástarsögti, fíngerða og djarflega í senn. Þessi glæsilega verðlaunasaga er nýkom- in út hjá Norðra í þýðingu Hersteins Páls- sonar ritstjóra. Vetrarfrakkar — Rykfrakkar Karlmannaföt — Kvenkápur og kjólar — margt sem nýtt. — Allt án skömmtunarmiða. SÖLUSKÁLINN við Geislagötu peningjapyngja með pening- um og merktum skömmtunar- seðli. Finnandi vinsaml. skili á afgr. íslendings gegn fund- arlaunum. Karlmannaskjrtur hvítar, mjög vandaðar. Verzl. Eyjaf jörður h.f. NÝKOMIÐ: Kápur kvenrta Karlm.frakkar Plastic-kápar Undirföt' Kvenbuxur Kvensokkar alsilki og gervisilki Gardínuefni. Verzl. Eyjaf jörður h.f. Oliufatnaður mjög ódýr, nýkominn. LerzL Eyjaf jörðurhf. Ferðatöskur. fást nú hjá Verzl Eyjafjörður h.f. Olíuoínar tveggja brennara fást hjá Verzl. Eyjafjörður hf. Nokkrir menn geta fengið fæði. Hentugt fyrir fólk, sem vinnur á Verksmiðjunum á Gler- áreyrum og þar í grend. — A. v. á. féfé'yi,',',',',',',',',j MÓTA MYNDIR eftir lifandi model, ljósmynd og einnig hugmynd. Hentugt til minningargjafa. — Sann- gjarnt verð. —- Til viðtals á Staðarhóli milli kl. 3—-4.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.