Íslendingur


Íslendingur - 29.10.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.10.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. BÓ—É— MAGNÚS SIGURÐSSON bankastfóri látínn Magnús Sigurðsson, aðalbanka- sljóri Landsbankans, varð bráð- kvaddur í Genúa á ítalíu í fyrradag. Var.hann þar í erindum ríkisstjórn- arinnar. Magnús hefir verið bankastjóri Landsbankans síSan 1917 og um langt skeiS veriS einn áhrifamesti maSur í íslenzkum fjármálum og viSskiptamálum. Hefir hann marg- oft fariS utan á vegum ríkisstjórnar- innar til viSskiptasamninga við aSr- ar þjóSir. Miðvikudaginn 29. október 1947 42. tbl. i O C ',» o « M. Á. 20 ARA STÚDENTAS&ÓLI Menntaskólinn á Akureyri minnist þess í dag, aS 20 ár eru nú liðin síð- an skólinn hlaut réttindi ti lað út- skriía stúdenla. Þess m-rkilega við- burSar í íslenzkum skólamálum \c;ður nánar getið' í næsta blaði. FjárEagafrursivaB'piii} Eagt tfram Frumvarp til íjárlaga fyrir árið 1948 var lagt fram í gær. Tekjur eru áætlaðar samtals 156 milj., en voru áætlaðar 202 milj. á síðustu fjárlögum. Gjöld eru áætluð rúmar 156 milj., en 197 ínilj. í fyrra. — Rekstrarhalli er rúmar 800 þús. kr. Frá „Verði" Almennur félagsfundur verð- ur haldinn í „Verði", félagi ungra Sjálfstæðismanna n. k. mánudag. Verður fundurinn nánar auglýstur með götu- auglýsingum. Þeir, sem oska eftir að ger- ast félagar, ættu sem fyrst að snúa sér til formanns fé- lagsins, Magnúsar Jónssonar, ritstjóra, svo að hægt verði að leggja inntökubeiðnir þeirra fyrir næsta fund. Á þeim fundi verður ræít um vetrarstarfið, og væntir stjórnin þess, að sem allra flestir félagsmenn mæti þar. Næsta kvöldvaka félagsins verður 7. nóvember. Æskumenn og konur! — Saintök ungra Sjálfstæðis- manna 'eru brjóstvöra ís- lenzkrar æsku gegn éiaræðis- boðskap kommúnista. Allur lýðræðissinnaður æskulýður ætti því að fylkja sér uiuJir merki SjálfstæðisæslrannaT. Kantötukór og Karlakót Akureyrar Kantotukór Akureyrar 15 ára Kórinn lieíir unnió merkilegt menningarstarf Kantötukór Akureyrar er 15 ára um þessar rnundir. Var fyrsta kór- œjingin haldin 23. okt. 1932. Bjbrgvin GuSmundsson, tónskáld, er stofn- andi kórsins og hefir frá upphafi vcrið slfórnandi hans. I tilefni afmælis- ins verður útvarpað frá kapellu Akureyrarkirkju n. k. sunnudug kl. 2 síð- degis fluthingi kórsins á „Strengleikum", óratorio eftir Bjösgvin Guð- mundsson. Þessi afmælissöngur kórsins verð- i ar þakkir báðu þeir braðið að færa ur jafnframl tekinn á plötur. Svo : Kárlakór Akureyrar fyrir ágætt sam- vel vill til, að Krisíján Halldórsson, j siarf við flutning „Strengleika", sem úrsmiður, á ágætt upptökutæki, sem 'kórnum ella hefði verið ógerlegt aS hann hefir keypt í því skyni aS hægt j flytj-a í heilu lagi, vegna skorts á væri að taka hér upp á plötur, og er slík framtakssemi mjög þakkarverð. Utvarpið sendir sérstakan mann hingað norður til þess að sjá um endurvarpið á spngnum< Þá minnist kórinn afmælisins með hófi að Hótel Norðurland á sunnu- dagskvöld. Listar hafa veriS sendir út til gamalla kórfélaga og annarra velunnara kórsins, en ef einhver þeirra manna fær ekki slíkan lista, en óskar að taka þátt í afmælishóí- inu, er hann vinsamlega beðinn aS snúa sér til söngstjórans, Björgvins Guðmundssonar. . , Þakkir frá kóranum. Björgvin GuSmmidsson, iónskáld, og formaður kórsins, Jón Þorstcins- son, hafa beðið blaðið að færa öll- um styrktarmönnum kórsins, innan ' nægum söngkröftum. Þá þakkar kór- í inn einnig Karlakórnum „Geysi" fyr- ir ágæta aðstoð fyrsta starfsáriS viS flutning hátíðakantötunnar „ísland þúsund ár". Loks færir kórinn út- varpinu þakkir fyrir þann áhuga, sem það hefir sýnt á að útvarpa af- mælistónleikum þessum. Fjöfþætt starfsemi. Kantötukór Akureyrar hefir unn- ið merkilegt menningarstarf hér í bænum, og mun almenningur naum- ast hafa gert sér fulla grein fyrir þeirri miklu vinnu, sem margir kór- félagar hafa á sig lagt endurgjalds- laust. Kórinn hefir sérstaklega lagt kapp á að túlka . óratorio-stílinn í sönglistinni, og hefir hann fyrstur blandaðra kóra hér á landi flutt óra- torio í heilu lagi. Skortur á nægum villur við Jöiiifíifri? Mikiívægt hagsmunamál bæjar- búa og nærsveita Samkvæmt ósk bæjarráðs Akureyrar komu hingað norður fyrir síðustu helgi fulltrúar úr flugráði ríkis- ins og flugmálastjóri. Áttu þeir fund með bæiarráði og athuguðu einnig hugsanleg flugvallarstæði í nánd við bæinn. Verður væntanlega á næstunni sendur hingað sérfræðingur til að gera nákvæmar mælingar og áætlanir um kostnað við að koma hér upp fullkomn- um flugvelli, þar sem stórar millilandaflugvélar gætu einnig sezt. hans og utan, beztu þakkir fyrir i söngkröftum hefir þó stundum tor- sluSning þeirra viS kórinn. Sérstak- | Framhald á 8. síðu. BæjarráS hafSi óskaS þess, að flugráðið kæmi allt hingað norður, en af því gat ekki orðið. Komu þeir hingað Agnar Koefod-Hansen, Berg- ur Gíslason og Erling Ellingsen. Þótt engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin, hefir þó töluvert áunnizt við komu þeirra. Flugvallaskilyrði. Athugaðir voru þeir staðir, er helzt koma til greina sem flugvöllur. Virð- ist ekki vera nema um tvo staði að ræða: Þveráreyrar eða hólmana inn af Pollinum. Hólmarnir virðast þó að ýmsu leyti álitlegri, enda liggja þeir. nær bænum og því betri að- staða að hafa völlinn þar. Á Þverár- eyrum þarf tvær brautir, en ekki úti- iokað, að hægt' væri að komast af með eina braut í Hólmunum. Þá væru einnig möguleikar á að tengja þar saman að nokkru leyti lendingu fyrir sjóflugvélar og landflugvélar, þannig að nota mætti sömu skýlin fyrir þær. Leiðin fram á Þveráreyr- ar gæti eirmig hæglega lokazt að velrárlagi eins og fram á Melgerðis- me!a. Yrði flugvöllur gerður í Hólm- unum, þyrfti að veita vestustu kvísl Eyjafjarðarár úr farvegi sínum, en veginum þyrfti ekki að breyta. Ekki er enn hægt að fullyrða neitt um það, á hvorum staðnum flug- vallargerð yrði ódýrari, enda ekki enn tekin nein endanleg ákvörðun um flugvallargerðina. Það er þó mikilsvert, að þessi skriður er kom- inn á málið, og verða bæjaryfirvöld- in að fylgja malinu eftir af dugnaði, því að hér er u.m mikið hagsmuna- mál að ræða fyrir bæjarfélagið. Millilandaflug. Ef lagt verður í flugvallagerð þessa, verður völlurinn hafður svo stór, að þar geti lent stórar milli- landaflugvélar. Slíkar flugvélar hafa ekki getað lent á Melgerðismelum, en það hefir hvað eftir annað kom- ið í ljós, hversu óheppilegt er að hafa engan stóran flugvöll nema á Reykjanesi, því að oft getur staðið svo á, að ógerlegt sé að lenda fyrir sunnan, þótt það sé hægt hér. Skýrir framkvæmdastjóri Flugfélags ís- lands hér, Kristinn Jónsson, blaðinu svo frá, að oft hafi komið fyrir- spurnir um það frá flugvélum, hvort þær gætu ekki lent hér, þegar óger- legt hafi verið að lenda fyrir sunn- an. Mikilvægt fyrir bæinn. Bæjarbúar hljóta að fylgjast með afdrifum þessa máls af mikilli at- hygli, því að hér er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir bæinn. Stór flugvöllur með nýtízku tækjum rétt við bæinn, myndi í fyrsta lagi verða mikil samgöngubót og einnig skapa ágæt skilyrði fyrir ýmsa flug- starfsemi hér í bænum og atvinnu í sambandi við flugvöllinn. Flugvall- argerðin sjálf myndi auðvitað færa bæjarbúum mjög mikla atvinnu og gæti einnig á ýmsan hátt komið nær- sveitunum til hagsbóta. Það hefir margoft komið í Ijós, hversu flug- völlurinn á - Melgerðismelum er ó- fullnægjandi og lega hans óhagstæð, svo að brýn nauðsyn er að hraða þessum framkvæmdum sem mest. VÍSIR skýrir svo frá, samkvæmt viðtali við forstjóra Áfengisverzlun- ar ríkisins, að seldar séu daglega í Reykjavík að minnsfa kosti tvö þús- und flöskur af áfengi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.