Íslendingur


Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Miðvikudaaur 5. nóvember 1947 43. tbl. ^JSigurður Guðmundsson, skó/ameistari, og Menntaskólinn á Akureyri_ Blaðið birtir hér mynd af Sigurði Guðmunds syni, skólameistara, við hliðina á mynd af húsi Menntaskólans. Hæfir það vel, því að Sigurður Guðmundsson hefir um aldarfjórðungsskeið mótað það menningarstarf, sem unnið hefir verið innan veggja þessa skóla. I þau 20 ár, sem M. A. hefir starfað sem stúdentaskóli, hefir Sigurður Guðmundsson útskrifað þaðan 568 stúdenta. MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI 20 ÁRA Menntaskólinn á Akureyri minnt- ist þess með afmælishófi í Samkomu húsi bæjarins sl. miðvikudagskvöld, að 20 ár eru nú liðin síðan skóliim hlaut réttindi til að útskrifa stúdenta. Var húsið þétt skipað nemendum skólans og ýmsum boðsgestum. Skóla meistari, Sigurður Guðmundsson, stjórnaði samkomunni, en aðal- ræðuna flutti Brynleifur Tobíasson, menntaskólakennari. Er ræða hans birt á öðrum stað í blaðinu. Ýmsir fleiri tóku þarna til máls; færðu skólanum árnaSaróskir og þökkuðu skólameistara frábært starf í þágu skólans og menningarmála þjóðarinnar yfirleitt. Vígslubiskup, Friðrik J. Rafnar, minntist á þá miklu erfiSleika, sem nemendur að norðan hefðu átt við' að stríða, áður en M. A. hlaut stúdentsskólaréttindi. Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjar- stjórnar, ræddi um gildi skólans fyr- ir bæjarfélagið. Einar Árnason fr'á Eyrarlandi minntist einkum starfs skólameistarafrúarinnar. Grímur Helgason, nemandi í 6. bekk, færði skólanum og skólameistarahjónun- um árnaðaróskir nemenda. Að lok- um talaði skólameistari. Eftir að staðið var upp frá kaffi- drykkju, sýndi Edvard Sigurgeirs- son snilldarfallega og vel tekna mynd af Heklugosinu. Síðan var dansað fram eftir nóttu. ÓFARIR ALÞÝÖUFLOKK8 INS I BRETLANDI Úrslit aukakosninga til bæj- arstgórna í Englandi um síð- ustu helgi hafa vakið mjög mikla athygli. Verkamanna- flokkurinn tapaði feikimiklu fylgi og 641 sæti í samtals 390 bæjarstjórnum. Ihalds- flokkurinn tvöfaldaði full- trúatölu sína og vann sam- tals 614 sæti. Kommúnistar töpuðu 46 sætum, en frjáls- lyndir unnu nokkur sæti. — Óháðir frambjóðendur náðu fleiri kosningu en síðast. ¦— Brezka útvarpið komst svo að orði um kosningar þessar, að þær hefðu verið „skriða til hægri". Virðist brezka þjóðin ekki vera eins hrifin af þióðnýtingaráformum stjórnarinnar eins og Alþýðu flokksmenn hér heima vilja vera láta. urland. Voru þar margar ræður fluttar og kórnum og tónskáld- inu, Björgvin Guðmundssyni, færðar margar árnaðaróskir og þakkir fyrir ómetanlegt menn- ingarstarf. Kórinn og einsöngv- arar hans sungu nokkur lög úr „Strengleikum". Kórnum bár- ust mörg heillaskeyti og voru þau lesin upp á samkomunni. >¦ * ¦ / KALDBAKUR HEFIR SELT FYRIR 1,7 MILJ. SíðastHðinn miðvikudag seldi „Kaldbakur" sjöunda farm sinn í Bretlandi, 4406 kits fyrir f2.009 sterlingspund. Hefir þá togarinn selt fyrir samtals 1.7 milj. kr. ÍI minníst 15 m starfs. Kantötukór Akureyrar minnt ist 15 ára afmælis síns sl. sunnu dag með flutningi „Strengleika" óratorio Björgvins Guðmunds ¦ sonar. Var verkið flutt í Nýja Bíó. Húsið var fullskipað og kórnum og söngstjóranum mjög í'agnað. Var enda allur flutning ur verksins stórbrotinn og hríf- andi. Á sunnudagskvöld hélt kór- inn afmælishóf að Hótel Norð- SAMKOMA SÁLFSTÆÐIS- FÉLAGANNA Á SAUDÁR- KROKI. Sjálfstæðisfélögin á Sauðár- króki efndu til kvöldskemmtun- ar í samkomuhúsinu „Bifröst" sl. laugardagskvöld. Hófst sam- koman með sameiginlegri kaffi- drykkju. Eysteinn Bjarnason, íorseti bæjarstjórnar, setti sam- komuna og stjórnaði henni. — Ræður fluttu þeir Jónas G. Rafnar, formaður fjórðungs- sambands ungra Sjálfstæðis- manna, og Magnús Jónsson, rit- stjóri. Flokkur karla og k'vénna skemmti með söng. Undirleik annaðist frú Sigríður Auðuns. Að lokinni káffidrykku var stig inn dans. Samkoman var fjöl- sótt. Mikill áhugi er ríkjandi með- al Sjálfstæðismanna á Sauðár- króki, enda hafa þeir góðum forustumönnum á að skipa. — Unga fólkið hefir þar ötullega stutt Sjálfstæðisflokkinn. Lýsisskeromdirnar í Krossanesi eru að kenna verkfalli kommúnista VERKAMADUSINN flyíur nú síðast mikla vandlætmgargreln um skenanidir á lýsi Krossaíiesverksmiðjunnar. Flytur blað'ð einaig stóryrtar árásir á ríkisstjórnina og ýmsa opinbera aðílr. fyrir fjandskap við verksmiðjuna. Einnig gefur blaðið í skyn, s?ð varksmiðjustjóri hafi ekki staðið í stöðu sinni. ÖU frásögn „Verka- maaosins" er þannig, að þar er naumast rétt farið með nokkurí atriðj. Er sú framkoma í góðu samræmi við fyrri afstöðu komm- feusta til verksimiðjunnar og virðist miða að því einu að spilla fyrir þessu f yrirtæki bæjarins. Fer liér á eftir athugasemd meirí Muta verksmiðjustjórnarinnar við þessa furðufegu frásögn koram- úiiistablaðsins. I tilefni af grein sem birtist í blað- inu Verkamaðurinn hinn 31. október sl. um sölu á síldarlýsi frá Krossa- nesverksmiSjunni, óskar meiri hluti stjórnarnefndar verksmiðjunnar að taka fram eftirfarandi: 1. Samkvæmt efnarannsókn sem gerð var hjá Atvinnudeild Háskól- ans hinn 7. okt. 1947, reyndist sýru- 2. í fyrrgreindri grein er áætlað að tjón verksmiðjunnar muni verða kr. 170000.00 vegna hins ofháa sýru- magns. Þetta er fjarri öllum sann- leika, eins og nú skal sýnt fram á: Framleiðsla verksmiðjunnar á síldarlýsi mun vera 1150 tonn og er verðið til Bretlands £ 95 f. tonnið, þ. e.: 1150 tonn á kr. 2478.55.................... kr. 2850.332.50 Frádráttur vegna of mikils sýrumagns, 5,7% —: 3,5% (sem það má vera mest s'amkv. samn- ingum) — 2,2% af kr. 2850.332.50 ........ — 62.707.32 ÓGNARÖLDIN í Austur-Ev- rópu heldur áfram. Bændaleið- toginn Maniu í Rúmeníu hefir verið handtekinn, aðalleiðtogi pólska bændaflokksins flúið land og einnig aðalleiðtogi ung- versku stjórnarandstöðunnar. magn síldarlýsis sem framleitt var í verksmiðjunni sl. síldarvertíð vera 5,7%. Meginástæðan fyrir því að sýrumagnið er svo mikið er sú, að síldin var orðin of gömul þegar hún var tekin til vinnslu. Vegna verkfalls- ins við undirbúningsvinnu við verk- smiðjuna sl. sumar varð verksmiðj- an ekki tilbúin til síldarvinnslu fyrr en 26. júlí sl. En vegna samninga sem verksmiðjan hafði gert við skip um löndun, varð að byrja að taka á móti síld í verksmiðjuna hinn 15. júlí sl. og bárust verksmiSjunni á tímabilinu frá 15. júlí til 1. ágúst tæp 34 þús. mál síldar, eða meginiS af því síldarmagni sem verksmiðj- unni barst sl. sumar. Ekki tókst aS bræSa í verksmiSjunni fyrrgreint tímabil nema 14 þúsund mál síldar. OrsakaSisl þessi lága framleiSslugeta verksmiðjunnar þetta tímabil af byrj unarerfiðleikum við bræðsluna sem ekki urSu yfirunnir fyrr en komið var fram í ágúst, og varð því mikið af síldinni aS liggja í þrónum 2—3 vikur áSur en hún var tekin til vinnslu, er hér aS finna aSalástæð- una fyrir hinu háa sýrumagni í lýs- inu. Auk þess eru síldarþrærnar of lítið hólfaðar sundur og geyma því síldina verr en ella mundi. AstæSa fyrir skekkju þeirri sem varð við ákvörðun á sýrumagni í lýsinu meðan á framleiðslu þess stóð hefir að fullu verið skýrð fyrir stjór-ninni og breytir engu um ástand lýsisins við útskipun þess. Þá skal það tekið fram að verk- smiðjan mun verða aðnjótandi verð- jöfnunar af því lýsi sem selt kann að verSa utan brezku og rússnesku samninganna fyrir hærra verS en þeir samningar ákveSa, hvort heldur það lýsi verSur selt til Tékkoslóvakíu eSa atmarra landa og kemur sú verð- hækkun öllum verksmiðjum til góSa í hlutfalli viS framleiSslumagn hverr- ar verksmiSju. 3. Ut af ummælum greinarhöfund- ar um „fjandskap stjórnarvalda í garS KrossanesverksmiSjunnar" vill stj órnarnefndin taka fram aS þessi ummæli eru mjög ómakleg og eiga enga stoð í veruleikanum. HiS rétta er aS málefni verksmiSjunnar hafa frá upphafi mætt inikilli velvild og skilningi og hún hefir fengiS hina beztu afgreiSslu á öllum málum, þeg- ar þurft hefir aS leita til opinberra stjórnarvalda hennar vegna, svo sem hlutaðeigandi ráðherra, Nýbygging- arráSs, Landsbanka íslands, og nú síSast Fj árhagsráSs, og er því síSur en svo aS yfir neinu sé aS kvarta útaf viSskiptum verksmiðjunnar við stj órnarvöld landsins. Akureyri 3. nóv. 1947 Guðm. Guðlaugsson. Jón Sólnes. (sign) (sign) Jón M. Arnason. Steinn Steinsen. ________(sign) (sign) Verkamenn — munið atvinnu leysisskráninguna á Vinnumiðl- unarskrifstofunni alla þessa viku, kl. 2—6 e, h.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.