Íslendingur


Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. nóvember 1947 Samband ungra SjálfstæðiS' manna ___________ Öfarir kommúnista Flokkar kommúnista hafa að undanförnu tapað miklu fylgi 5 kosningum, sem fram hafa farið í mörgum löndum. I Frakklandi, Ítalíu, Noregi, Danmörku og núna seinast í Englandi, er Ijóst, c.5 fylgi og ítök kommúnisa fara mjög þverrandi. Ástæðan fyrir þessum skjótu umskiptum á aðstöðu kommún- ista rnun án efa vera sú, að al- menningur um heim allan er alltaf betur og betur að koma auga á þá staðreynd, að komm- únistar þjóna hvergi innlendum sjónarmiðum, nema í „föður- landinu“, Rússlandi. Alls staðar annars staðar eru þeir auðsveip ir og sporléttir þjónar erlends stórveldis. Framkoma kommúnistaflokk anna, þar sem þeir hafa verið óhlutir með ofbeldisverkin 1 skjóli rússnesku herjanna, hefir og vakið andúð og fyrirlitningu í öllum lýðfrjálsum löndum. Að vísu hafa flokksbræðurnir lagt allt kapp á að fegra lögleysurn- ar, en lítið orðið ágengt. * Þáttur íslenzkra kommúnista. Islenzkir kommúnistar hafa ætíð verið ötulir talsmenn þeirr- ar stefnu, sem Rússum hverju sinni hefir þóknast að fylgja. — Er vináttusamningurinn frægi var gerður við Hitler um árið, töldu kommúnistar hér á landi það hin svívirðilegustu landráð, ef íslenzkir þegnar ynnu í þágu Bandamanna. Eftir þáttöku Rússa í styrjöldinn vildu komm- únistar óðir og uppvægir, að ís- lendingar segðu Þjóðverjum stríð á hendur. Eftir styrjaldarlokin hefir ,,Þjóðviljinn“ dag eftir dag flutt níð um vestrænu lýðræðisþjóð- irnar. Einnig hefir blaðið varið mörgum dálkum til þess að telja lesendum trú um að aðfarir flokksbræðranna í Rúmeníu, Búlgaríu, Ungverjalandi og Pól- landi væru hinar lýðræðisleg- ustu. Þannig hefir allur mál- flutningur blaðsins beinst að því að geðjast Rússum. Málgögn kommúnista hafa heldur ekki legið á liði sínu með að ófrægja þær ráðstafan- ir, sem Bandaríkjamenn hafa í hyggju að gera til þess að rétta við hag Evrópuþjóðanna. Rúss- ar hafa frá öndverðu verið and- vígir endurreisninni — og ís- lenzkir kommúnistar hafa þá auðvitað tekið í sarna streng- inn. Bíða sömu örlög. Kommúnistar munu sæta sömu örlögum í öllum lýðfrjáls- um löndum. Þegar búið er að ljóstra nægilega upp um eðii þeirra og tilgang munu kjósend urnir snúa við þeim bakinu. — Slíkt þurfa þeir ekki að óttast, þar sem gagnrýni er bönnuð og Staðhæfingar þeirra um, að þeir vilji halda við lýðræði og réttaröryggi, kemur þeim að litlu haldi, er staðreyndirnar mæla alls staðar gegn þeim. Islenzkir kjósendur vita, að kommúnistar eru enn sama sinn is og er Einar Olgeirsson helzti predikari þeirra skrifaði í „Verkalýðsblaðið“ 21. júní 1932: „Byltingarhugur verkalýðsins magnast, unz hámarki barátt- unnar er náð með áhlaupi verkalýðsins, undir forustu Kommúnistaflokksins á höfuð- vígi auðvaldsins í Reykjavík og valdanámi hans. Það áhlaup tekzt því aðeins, að meirihluti verkalýðsins, að minnsta kosti í Reykjavík, fylki sér á bak við flokkinn. Að slík tímamóí. munu ekki falla saman við venjuí'agar kosningar, þingsetu eða þess háttar, nema fyrir tií- viljun leina, mun flestuim ljóst, svo að það, sem úrslitum ræður verður meiri hluti handanna — haldaflið.“ Kommúnistar ættu að gera sér það ljóst, að þjóðir, sem bú- ið hafa við lýðræði og réttarör- yggi, kæri sig ekki um þjóðfé- lag, sem stjórnað er með „hand afli“ eða byssustingjum. NÝ HÉRAÐSSAMTÖK UNGRA SJÁLFST^EÐIS- MANNA. Síðastliðinn sunnudag voru stofnuð héraðssambönd ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Á stofnfundinum í Árnes- sýslu voru mættir alþingismenn irnir Eiríkur Einarsson og Jó- liann Hafstein. Stjórn héraðs- sambandsins í Árnessýslu skipa Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu, formaður. Með- stjórnendur. Helgi Jónsson, Sel- fossi, Jóh. Jóhannsson, Eyrar- bakka, Jón Ólafsson, Geldinga- holti, Gunnar Bjarnason, Hvera gerði, Magnús Sigurðsson, Stokkseyri og Guðmundur G. Ólafsson, Selfossi. Stofnfundur héraðssambands ungra Sjálfstæðismanna í Vest- ur-Skaftafellssýslu var haldinn Stjórnmála- námskeið Stjórn Fjórðungssambands ungra Sjálfstæðismanna á Norð urlandi hefir nú ákveðið að gangast fyrir stjórnmálanám- skeiði á Akureyri. Námskeiðið mun hefjast miðvikudaginn 12. þ. m. og standa yfir til 22. þ. m. Samtök ungra Sjálfstælis- manna hafa á undanförnum ár- um gengist fyrir mörgum slík- um námskeiðum og hafa þau yfirleitt verið mjög vel sótt. Á síðastliðnum vetri efndi „Heim- dallur“, félag ungra Sjálfstæðis- manna í Reykjavík til stjórn- málanámskeiðs og voru þátttak- endur hátt á annað hundrað. — „Heimdallur“ er nú í þann veg- inn að hefja annað námskeið. Tilhögun námsköiðsins. Aðaltilgangurinn með nám- skeiðinu er, að þáttakendur nái góðri æfingu í að koma fyrir sig orði og túlka skoðanir sínar á fundum. Það verður því lögð sérstök áherzla á málfundaræf- ingar. Flutt verða erindi um undirstöðuatriði ræðumennsku og leiðbeiningar gefnar um al- menn fundarsköp. Umræðufund irnir munu fara fram að kvöld ■ inu kl. 7,45—10. Jafnframt kennslu og æfing- um í ræðumennsku verða flutt erindi á námskeiðinu um þjóð- félagsmál og verða þau senni- iega flutt á tímanum kl. 6—7 að kvöldinu. öllum ungum Sjálf- stæðismönnum, sem staddir eru í bænum, verður heimill aðgang ur að þessum erindum, meðan húsrúm leyfir. Meðal annars er gert ráð fyrir því, að flutt verð': erindi um: Stjórnarskrána og stjórnarskipunina, íslenzka stjórnmálasögu, sjálfstæðisstefn una, afstöðuna til kommúnism- ans, sjávarútvegsmál, landbún- aðarmál, raforkumál og verzlun ar- og dýrtíðarmál. Ungir Sjálfstæðismenn, sem hug hafa á að sækja námskeið- ið, skulu tilkynna þátttöku sína sem fyrst á Skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, Hafnarstræti 101 eða á skrifstofu „Islend- ings'1. að Vík. Á fundinum var mættur Gunnar Helgason, erindreki. — Fundurinn var fjölsóttur og mættu fulltrúar úr flestum hreppum sýslunnar. Stjórn héráðssambandsins skipa: Siggeir Björnsson, Holti, formaður, Valdemar Tómasson, Vík, gjaldkeri, Vilhjálmur Ey- jólfsson, Hnausum, ritari. Með- stjórnendur: Páll Jónsson, Vík og Árni Jóhannsson, Gröf. Bærinn fær nægilegt vatn á næstunni Blaðið liefir átt tal við bæjarstjóra og bœjarverk- frœðing um■ framkvæmdir þœr, sem mí er unnið að til aukningar á vatnsveitu bæjarins. Hefir undanfarið verið nokkur skortur á vatni í sumum hverfum bæjar- ins, en vonir eru til, að fullar úrbætur fáist á því með þeirri aukningu, sem nú verður á vatnsveitunni. Fyrir um það bil mánuði síðan var býrjað að leggja nýja æð úr vatnsgeynumum fyrir ofan Glerá. — Ætlunin var að hefja þetta verk miklu fyrr. en efnisskortur hamláði framkvæmdum. Síðan verkið hófst hafa unnið þarna um 30 menn og er nú byrjað að leggja rörin. Telur bæjarverkfræðingur, að verkinu 'muni lokið um næstu mánaðamót, ef veður verður hagstætt. Nóg vatn mun safnast í geymana til þessarar aukningar á vatnsveitu- kerfinu, en verði þörf á að auka vatnsrennslið enn að mun, verður að grafa brunna til viðhótar. Gert er ráð fyrir, að þessi aukning, sem nú verður, muni nægja bænum fyrst um sinn, ef ekki hætast við verk- smiðjur eða önnur fyrirtæki, sem verða mjög valnsfrek. Kvsldvaka „Varöar" „Vörður“, félag ungra Sjálí- stæðismanna, lieldur næstu kvöldvöku sína að Hótel Norð- nrlandi n. k. föstudagskvöld. - - Dagskrá verður nánar tilkynat í götuauglýsingum. Kvöldvöht ’ „Varðar“ hafa jafsian verlð mjög fjölsóttar, og er naumast að efa, að svo muni einnig verðu n i. Fyrsti fundur félagsins á þessu starfsári var haldinn s. 1. mánudagskvöld. Var þar rætt um vetrarstarfsemina og al- mennt um stjórnmálaviðhorfið. Félaginu bættust þar 8 nýir fé- lagar og fleiri inntökubeiðnir | hafa borizt síðan. „Vaka“ fékk meirihluta í stúdentaráði Síastliðinn laugardag fóru fram kosningar í Stúdentaráði Háskóla Islands. Urðu úrslit þau, að „Vaka“, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, hlaut 185 at- kvæði og fimm menn kjörna, fékk í fyrra 194 atkv. og 5 menn, félag róttækra stúdenta (kommúnistar) hlaut 106 atkv. og 2 menn (í fyrra 100 atkv. og 3 menn), félag lýðræð'.ssinnaðra sósíalista (Alþýðuf lokksmenn) hlaut 60 atkv. og 1 mann) og félag frjálslyndra stúdenta (Framsókn) hlaut 57 atkv. og 1 mann (í fyrra 32 og engan). „Vaka“ missti hlutfallslega mjög marga fylgismenn sína út af kjörskrá í haust og þótti því tvísýnt, hvort hún héldi meiri hluta sínum. Framsókn græðir eitt sæti frá kommúnistum, en efsti maður á Framsóknarlistan um, Jón Hjaltason, ritstjóri æskulýðssíðu Tímans, var strik- aður svo út, að hann féll, en annar maður á listanum náði kosningu. Stúdentaráð skipa nú: Tómas Tómasson, stud. jur„ Víkingur H. Arnórsson, stud. med., Bragi Guðmundsson, stud. polyt., Jón- as Gíslason, stud. theol., og Páll Líndal, stud. jur., frá Vöku. — Jón P. Emils, stud. jur. frá lýð- ræðissinnuðum sósíalistum, — Páll Hannesson, stud. polyt, frá frjálslyndum, og Hjálmar Ólafs- son, stud. phil., og Árni Plall- dórsson, stud. jur. frá róttæk- um. FJÓRAR UMSÓKNIR UM EMBÆTTI SKÓLAMEISTARA Umsó'knarfrestur um embætti skólameistara við Menntaskólann á Akureyri, var útrunninn 1. nóv. sl. Höfðu þá borizt fjórar umsóknir. Þessir sækja: Ármann Halldórsson, skólastjóri við Miðbæjarharnaskól- ann í Reykjavík, Brynleifur Tobias- son, menntaskólakennari á Akureyri, Steindór Steindórsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, og Þórarinn Björnsson, menntaskólakennari á Ak- ureyri. Embættið verður veitt frá 1. des. næstkomandi. HÖRMULEGT SLYS Það sorglega slys varð sl. sunnu- dag, að Steinþór Sigurðsson, magist- er, fórst í Hekluhrauni, er liann var þar við rannsóknir og kvikmynda- töku. Féll ofan á hann steinn úr hraunbrúninni, og var hann þegar örendur. Tveir menn voru með Stein þóri og urðu sjónarvottar að slysi þessu. Með Steinþóri er fallinn í valinn einn ágætasti og áhugasam- asti náttúrufræðingur hér á landi. Steinj lór Sigurðsson var um skeið kennari hér við Menntaskólann og vann sér mjög miklar vinsældir nem- enda sinna, enda var hann ágætur kennari og einnig áhugasamur for- ustumaður í ýmsum félagsmálum nemenda.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.