Íslendingur


Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 7
ÍSLENDINGUR 7 Miðvikudagur 5. nóvember 1947 - ÞANKABROT - Framhald af 4. síðu. vilni um. Dreifirtg (decentralisation) valds ins og fjármagnsins er hjóð'arnanðsyn. Með' því er ekki átt vi'ð að' ganga eigi á rétt höfuðborgarinnar heldur liitt, að eðli- legt tillit sé tekið lil allra byggða lands- ins með hliðsjón af þeirri nauðsyn að hvarvetna á landinu verði haldið uppi sem fjölþættustu atvinnulífi. 7'illögur Austfirðinga. FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga og Auslfirðinga hafa einkum rætt nauðsyn þess að tryggja réllindi hinna ýmsu hyggða með sljórnarskrárákvæðum. Hafa þessir aðiiar bent á, að nauðsynlegt væri að auka valdsvið héraðsstjórna og jafn- vel setja á stofn sérstakar fjórðungs- sljórnir. Fjórðungsþing Austfirðinga lief- ir einkum rætt þetla mál rækilega og meira að segja gert frumdrætti að væntan- legum ákvæðum sljórnarskrárinnar um stjórnskipun landsins og meðferð hins op- inbera valds. Koma þar fram ýmsar nýjar og frumlegar hugmyndir, en vafa- iaust sýnist sitt liverjum um það, hversu lieppilegar þær séu. Margar þeirra eru þó Ivímælalaust þess virði að þeim sé nokk- ur gaunmr gefinn. Austfirðingar vilja láta skipta landinu í fimm fylki, fimmtunga, og er gert. ráð Íyrir, að hver fimmtungur verði stjórnar- farsleg heild rneð' allvíðtækri sjálfsljórn sérmála sinna. Arlegt fimmtungsþing skal lialdið og kýs það fimmtungsstjórn. — Alþingi skipa 45 þingmenn. I efri deild silja 15 þingmenn, þrír úr hverjum fimmt- ungi, kosnir á fimmtungsþingum, og verð'a þeir að vera búsettir í finnntungnum. Aðrir þingmenn skuli kosnir í kjördæm- um, og er gert rúð’ fyrir, að' öll kjördæmi verð'i einmenningskjördæmi, og verði kjör- dæmaskipunin endurskoðuð á 10 ára fresti með það fyrir augum, að sem jöfn- usl kjósendatala sé í kjördæmunum. Fjórðungsþingið vill stórum auka vald forseta. Er í tillögum þess gert ráð fyrir, að hann megi eiga frumkvæð'i að laga- setningu, og ekkert frumvarp megi af- greiða frá þingi sem lög, fyrr en forseta he.fir gefizt kostur á að lýsa skoðun sinni ú því. Þá er gert ráð fyrir, að forseti eigi beint frumkvæði að setningu bráðabirgða- laga milli þinga. Yrði því staða forseta stórpólitísk á svipað'an hátt og stað'a Bandaríkjaforseta. — Að lokum gerir fjórðungsþingið' rúð fyrir nokkurri breyl- ingu á dómaskipuninni. llér skal enginn dómur felldur um þess- ar hugmyndir Austfirðinga, en það' er virðingarvert að koma með' tillögur, og er þess að vænta, að stjórnarskrárnefndin laki þær til athugunar. Útvarp frá Akureyri. UR ÞVI farið er að' minnast á hina erfiðu aðstöðu héraða landsins utan Reykja víkur, er ekki úr vegi að minnast á út- varpið. Það mun eiga að vera eign allr- ar þjóðarinnar. Það Refi;r mikilvægii menningarhlutverki að gegna, þótt því miður fari margt aflaga í því starfi, en það verður ekki nánar rætt hér. Auðvitað verður útvarpsstöðin og aðalstarfsemi þess að vera á einum stað og eðiilegt, að höfuð- borgin verði fyrir valinu, Hitt er óviðun- andi, að ekki skuli vera aðstaða til þess að úlvarpa frá neinum öðrum stað en Reykjavík. Síðastliðinn sunnudag átti að útvarpa frá Akureyri söng Kantölukórs Akureyrar. Ur því gat þó ekki orðið, því að ógprlegt var talið að endurvarpa gegn- um símann um húdaginn. Um kvöldið hefði þó sennilega verið hægt að endur- varpa gegnum símann, en af einhverjum áslæðum var það ekki gert. Væntanlega hefir þó útvarpið ekki talið dagskrá sína svo merkilega, að ekki mætti fella úr kvölddagskránni einhvern lið í staðinn fyrir sönginn, enda var Iiann fyllilega þess virði að ná til eyrna þjúð'arinnar. Astæðan hefir því sennilega verið önnur, en hvað sem um það má segja, þá er það vitan- lega óviðunandi, að ekki skuli vera hægt að endurvarpa dagskrárliðum frá ýmsum stöðum á landinu — að minnsta kosti öðrum stærsta bæ landsins. Hér þarf að útbúa sendistöð, sem hægt væri að endur- varpa frá. Fyrir eina tíð var hér til sendi- stöð, en auðvitað var bannað að nota hana, því að það vantar sízt í landi voru, að mönnum sé bannað hitt og þetta, þótt lítið komi í staðinn. Dagskrárliðir utan af landi öðru hverju ættu að gela skapað nokkra fjölbreyttni í efnisflutningi út- varpsins og jafnframt glætt ýmiskonar menningarstarfsemi utan Reykjavíkur. Sumarfrí húsmœðra. FYRIR skömmu las ég .það í dönsku blaði, að Norðmenn væru að athuga möguleika á því að koma upp dvalarheim- ilum, þar sem liúsmæður gætu dvalið sér til hvíldar í nokkurn tíma árlega. Þessi hugmynd er næsla merkileg,. þólt hún sé sennilega erfið í framkvæmd. Húsmæður, sem enga eða litla húshjálp hafa, eru j sennilega eina stéttin, sem aldrei fær frí frá störfum, livorki helga daga né virka. Er nú líka að verða svo komið, að flestar húsmæður munu liafa þessa aðstöðu, því að aðstoðarstúlkur til heimilisstarfa eru nú vart fáanlegar. Þótt litlar líkur séu sennilega til þess, að húsmæður gætu fengið ákveðið sumarfrí, er það skylda þjóðfélagsins að bæta eftir megni aðstöðu þeirra kvenna, sem vinna hin mikilvægu húsmóðurstörf. Það sem fyrst liggur fyrir í því efni er að greiða fyrir því, að hús- mæður geti fengið sem bezt hjálpartæki við störf sín. Þar sem rafmagn er, geta ýmiskonar rafmagnstæki stórum létt heim- ilisstörfin. Hér hafa þó Iiúsmæður í sveit- um verri aðstöðu, því að enn vantar víða raforku. Ur því jiarf að bæta svo fljólt, sem kostur er á. Hvað ségja íslenzkir þing- menn um þetta? FYRIR skönnnu var frá því skýrt í brezka útvarpinu, að einum enskum þing- manni hefði verið vikið af þingi fyrir það, að liann liefði skýrt lilteknu blaði frá því, sem gerðist á lokuðum þingfundi. Slíkutn tökum tekur enska þingið óþing- lega framkomu og brot á einbættisskyldu þingmanna. Manni verður óneilanlega liugsað til þingsins okkar hérna á Islandi, sem vegna aldurs síns skipar virðulegan sess meðal þjóðþinga hinna frjálsu þjóða. Því miður getum við ekki stært okkur af þeim jiingaga og siðfágun, sem þar ríkir. Idvenær gæti það komið fyrir á alþingi Islendinga, að þingmanni — sem er í meiri liluta flokki á þingi •— yrði vikið þaðan fyrir að skýra frá umræð'um á lok- uðum þingfundum? Það er víst áreiðan- lega undantekning, ef ekki síast fljótlega út það', sem rætt er á lokuðum þingfund- iim þar. Þjóð'in verður sorglega lítið vör við' það, að' á alþingi ríki meiri ábyrgðar- tilfinning og sómakennd en meðal annarra borgara í landinu. Alþingi verður að vísu oft fyrir ómakleguni árásum, en því mið- ur eru líka alltof margar aðfinnslurnar réttmætar. Þefta ættu hinir virðiilegu þing- menn að' íhuga, þegar þeim finnst þeir vera bornir röngum sökum. Fyrsta skilyrði til þess, að liægt sé að' bera virðingu fyrir stofnun, er, að hún beri virðingu fyrir sér sjálf. ÚR ANNÁLUM Framh. af 4. síðu. hljóði. Einnig uni það skip, er nú liggi í Kolbeinsárósi, hafi hann hálft keypl sér og heilagri kirkju, en hálft hafi þeir lagt kirkjunni og gefið til eignar, svo að það hafskip sé nú allt heilagrar kirkju og hans eign, þar með allt það góss, sem þar fylgi, fyrirbjóðandi hverjum manni þessa menn að ónáða, eða nokkurl mein gera skipi eða góssi .... Um þessa engelsku menn er likast til, að þeir hafi komizt úr því slagi og bardaga, er varð á Höfðaströnd í Skagafirði, fyrir utan Mannslagshól (nú afbak- að í Mannskaðahóll). þar sem merki sjást, að dysjar eru af mönnum, og Magnús bóndi jónsson (þ. e. Magn- ús prúði) hefur sagt, að nærri 80 engelskra manna hafi þá verið til dauðs slegnir af Skagfirðingum fyr- ir þeirra óráðvendnis glettingar, til- lök á peningutn. djarftæki til kvenna og aðra áleitni, en að þessir men:i ltafi náð Hólakirkju sér Lil friðar- bónar og frelsis. Fæðingum fjöigar. Tæpur fjórði hluti barna óskilgetinn 1945 Árið 1945 var tala lifandi fæddra barna 3434 eða 26.6 á hvert þús. landsmanna. Er það mun hærra hlut- fall en næsta ár jí undan og hefir ekki verið svo hátt síðan 1930. Tala fæddra hefir aldrei verið eins há. Hlutfallstala fæddra hefir hækkað ört síðan 1940. Andvana fædd börn voru 65 árið 1945, en 94 árið á undan. Af öllum börnum fæddum 1945 voru 847 óskilgetin eða 24.2%. Er það örlítið lægra hlutfall en næslu ár á undan, en annars hefir hlut- fallstala óskilgetinna harna hækkað mikið á síðari árum og hefir verið næstum 25 af hverju hundraði fæddra barna síðan 1941. LÉREFTSTUSKUR Kaupum við hæsta verði. Frentsmiðja Hjörns Jónssonar h. f. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA inni er þó tign hennar mjög staðbundin. I Evrópu munum við verða jafnt sett. Hún er Austurlanda- kona, en hvað gerir það til? I þínum augum getur sú ástæða ekki verið mikilvæg? Og svo að lokum: Hefir þú nokkurn tíma séð hennar jafningja?" ,,Nei, aldrei, aldrei,“ svaraði ég hrifinn. „Stúlka, sem maður hefir rétt verið að trúlofast, er ætíð alveg einstök. Og ég get bætt því við, að þessi er ef til vill hin sérstæðasta og mest töfrandi kona, sem ég hefi séð í Mið-Afríku. En hvernig sem því kann að vera háttað með þig, þá veit ég ekki, hvort þessi stað- reynd getur veitt okkur Kvik huggun, þegar á að fara að hálshöggva okkur. Og hlustaðu nú á, Orme. Sagði ég þér ekki fyrir löngu síðan, a§ það eina, sem þú ekki mættir gera, væri að sýna afkomanda kon- unganna ástleitni? „Gerðir þú það? Því hefi ég sannarlega gleymt, enda sagðir þú mér svo margt þá, læknir,“ svaraði hann, en hann blóðroðnaði um leið. En um leið heyrðum við þurran hósta. Það var Kvik, sem hafði komið inn, án þess að við veittum honum athygli. „Þér megið ekki ásaka höfuðsmanninn, þótt hann ekki muni þetta, læknir. Slíkt taugaáfall eftir spreng- ingu eyðileggur minnið ver en nokkuð annað. Það sá ég oft í Búa-stríðinu, eftir að stórar sþrengjur höfðu sprungið rétt hjá okkur. Hinir hraustustu hermenn gátu þá blátt áfram gleymt því, að það var skylda þeirra að vera kyrrir. Þeir þutu af stað eins og hérar. Já, í sannleika sagt, þá kom þetta líka fyrir mig.“ 168 Eg fór að hlæja, Oliver sagði eitthvað, sem ég ekki heyrði, en Kvik hélt áfram, án þess að láta sér fipr- ast: „Rétt skal vera rétt. Og ef höfuðsmaðurinn hefir gleymt þessu, þá er því meiri ástæða til þess að minna hann á það. Það var um kvöldið heima í London, hjá prófessornum, að þér aðvöruðuð hann, læknir, og hann svaraði því, að þér skylduð ekki vera með áhyggjur út af yndisþokka negrastúlku —“ „Negrastúlku“, hrópaði Oliver. „Það orð hefði ég aldrei hvorki notað né hugsað. Og þér eruð ósvífinn þorpari að bera slíkt á mig! Negrastúlka! Guð minn góður, hvílík vanhelgun!“ „Já, það er rétt, höfuðsmaður. Mér þykir leitt, að ég fór skakkt með. Þér sögðuð „svört kona“. Já, og ég bað yður meira að segja að vera ekki of drjúgan, því að það gæti þá farið svo, að við fengjum að lifa þá stund að sjá yður skríða á knjánum fyrir henni og mig sjálfan koma skríðandi á eftir. Rétt er það, að nú erum við einmitt komnir á þetta stig. Þetta er það, og nú erum við einmitt komnir á þetta stig. Þetta hafa sannarlega reynt spádómsorð, þvi að er ég ekki einmitt kominn í sömu aðstöðu, ef t:I vill? En auðvitað held ég mig í hæfilegri fjarlægð og kem kurteislega á éftir, eins og ég sagði.“ „Þér eigið þó ekki við, að þér hafið fengið ást á afkomanda konunganna?“, hrópaði Oliver og starði á liðþjálfann. „Fyrirgefið þér, höfuðsmaður, en þannig er það nú einmitt. Ef köttur hefir leyfi til þess að glápa á drottningu, þá hlýtur karlmaður að hafa leyfi til að 169 elska hana? En það er ekki sanngjarnt að til árekstra komi milli minnar og yðar ástar á henni. Við mig mun aðeins vera sagt: „Varðmaður, víkið frá! Og ef til vill fengi ég hníf í magann í þakkarbót. En þér — við sáum, hvað þér fenguð í dag. Hver afleiðingin af öllu þessu verður, sáum við auðvitað ekki. En samt segi ég, höfuðsmaður, dragið upp segl og siglið á- fram, — jafnvel þótt skútan sökkvi á eftir. Því að þessi stúlka er — þótt hún sé Gyðingur, og þá he.fi ég aldrei getað þolað — já, hún er sú yndislegasta, mest töfrandi og hugdjarfasta lítil stúlka, sem nokkru sinni hefir gengið á guðs grænni jörð.“ Er hér var komið, greip Oliver í hendi hans og þrýsti hana af öllu afli. Mér kæmi heldur ekki á ó- vart, þótt Maqueda hefði verið flutt nokkuð af þess- ari lýsingu af henni. Upp frá þessum degi sýndi hún Kvik að minnstá kosti hina mestu eftirtekt. En ég, sem ekki hafði orðið ástfanginn af henni, hlaut enga viðurkenningu, og hélt þvi leiðar minnar og lét hina um að ræða um kosti Maquedu og fegurð. Eg gekk til hvílu fullur af svartsýni um framtíðina. Það var ekki hægt að neita því, að Maqueda var sérstaklega töfrandi. Auk óvenjulegrar fegurðar átti hún einkennilegt töframagn og einnig mikinn sálar- styrk. Staða hennar hlaut einnig að vekja samúo manns, þar sem hún var svo einmana meðal þessarar vesælu þjóðar sinnar, sem hún árangurslaust reynd' að bjarga. Og hvernig átti hún að komast hjá að þola tortímingu með fólki sínu, þegar hún var dæmd til að þola þau ömurlegu örlög að verða hlekkjuð viö þenna feita hugleysingja, sem einnig var frændi henn

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.