Íslendingur


Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 1
,%J|r J^^WMW- XXXIII. árg. Miðvikudaginn 12. nóv. 1947 44. tbl. MIKILSÍLDVEIÐI í HVALFIRÐI Veður hamlar veiðum I fyíradag höfðu yfir 30 þús. mál síldar veiðst í Hvalíirði, en hörgull hefir verið á skipum til flutninga norður. Hefir Fjall- foss nú verið leigður. Fagriklett- ur frá Hafnaríirði hefir bezta veiði, riim 5 þús. mál. Skip héðan að norðan eru nú komin suður. Andey lá í gær syðra með 1000 mál, en hún hafði áður veitt f yrir-vestan rúm 800 mál. Þá eru komin snður til veiða og flulninga: Gylíi, Akra- boi'g, Garðar og Auður. Súian er á leið suður og Bjarki á að ílytja síld. Njörður og Narfi stunda enn veiðar fyrir vestan, en veður hefir verið óhagstætt að undan- förnu. Hafa þeir samtals férigið um 4800 mál. Eyfirðingur ligg- ur fyrir vestan með fullfermi. Njörður liggur þar einnig með um 600 mál. 1 gærkvö'di skýrði útvarpið frá því, að 40 þús. mál hefðu nú veiðst í Hvalfirði. Þar að auki hafa verið saltaðar 10 þúsund tunnur af Faxaflóasíld. verzlanir úti á landi verði afskiptar „Karlinn í kassanum" sýndur um næstu helgi Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, byrjar Leik- félag Akureyrar velrarstarfsemi sína á þessu ári með því að sýna gamanleikinn „Karlinn í kassanum". Verður frumsýning á leik þessum sennilega n. k. laugardagskvöld. Hefir formað- ur Leikfélagsins beðið blaðið að gela þess, að fastir frumsýning- argestir séu beðnir að vitja að- göngnmiða sinna í Bókaverzlun- ina „Eddu" á föstudaginn. Mtinu þeir seldir öðrum, ef þeirra^verð Uf ekki vitjað fyrir föstudags- kvöld. Sýningar hefjast kl. 8 eifls og venjulega. Fólk er sér- staklega beðið að athuga, að sýningar verða aðeins auglýstar á tveimur stöðum: Hjá Edvard Sigurgeirssyni og í Guðmanns- verzlun. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um frekari starfsemi félagsins í vetur. Vitamáfastjóri viíl láta grafa hötn inn í tangann Fullkomin viðgerð á Torfunefsbryggju verður að sitja fyrir Bæjarstjóri hefir fyrir skömmu átt tal við vitamálastjóra um fyrirhulguð hafnarmannvirki á Oddeyrarlanga. Kom vitamála- stjóri með tillögu um nýja tilhög- un á gerð hafnarinnar og lagði fram yfirlitsmynd, er sýnir hana. Aðalbreytingin er í því fólgin, að kví og dráttarbrautir yrðú gerðar í þurrkví. Myndi þá höfn- in vera grafin inn í eyrina. Hef- ir verið ákveðið, eftir tillögu vitamálastjóra, að láta grafa 7 metra djúpa gryfju þár ytra til athugunar á vatnsaðrennsli. Það er ekki of mælt, að hafn- armál Akureyringa séu í hinni mestu niðurlægingu og nauðsyn- legt að fá þar viðunandi úrbpt sdrr/ fydt. Það mujn þó álit flestra, að ófært sé að léggja í 15 milj. hafnarmannvirki utan við Oddeyri, meðan aðalbryggj- ur og skipalagi bæjarins er að molna niður. Virðist einsýnt, að fyrst beri að minnsta kosti að snúa sér að því að gera þær ör- uggar, entía eru niiljónafram- kvæmdirnar á Oddeyrinni væg- ast sagt fremur hæpnar. Halldór Helgason kos- inn formaíur K. A. Féíagið 25 ára í verur Aðalfundúr Knatlspyrnufélags Akurey'raf var haldinn sl. sunnu- dag. Form. íélagsins, Árnd Sig- urðssori, gaf skýrslu um störf félagsins á starfsárinu og minnt- ist tveggja látinna félaga: Gunn- ars Hallgrímssonar, tannlæknis, og Stefáns Sigurðssonar, deildar- stjóra. Félagið hefir á árinu tek- þátt í mörgum kappleikjum, og þrír skíðamenn úr félaginu kepptu á skíðamótum erlendis. Fráfarandi formaður baðst undan endurkpsningu, og var Halldór Helgason, verzlunar- stjóri, kosinn formaður félags- ins. Skýrt verður nánar frá stjórnarkosningu og ályktunum fundarins í næsta blaði. K. A. verður 25 ára í jan. n. k.,. og hefir félagið ákveðið að halda þá afmælishátíð. Félagar í K. A. eru nú 473, og hefir þeim fjölgað um 70 á árinu. Stríðsóttinn aft~ ur vaknaður Trú manna á friðarríkið, sem átti að rísa úr rústum síðustu heimsstyrjaldar virð- ist þegar vera farin að dofna verulega. Hin kunna Gallup- stofnun lét fyrir nokkru fram fara skoðanakönnun í tíu löndum um það hvort fólk áliti, að nýtt stríð myndi brjótast út næstu tíu árin. Skoðanakönnun þessi leiddi í ljós, að stríðsóttinn er þegar tekinn að jBesta rætur, þótt það sé mjög mismunandi i hinum ýimsu löndum. ftalía var ififst á listanum, en þar töldu 59 af hundraði, að stríð myndi hrjótast út innan tveggja ára. Næst koma Bandaríkin og þriðja í röð- inni er Danmörk með 45 af liundraði. Það einkennilega er, að England er neðst á list- anum, en þar 'eru ekki nema 17 af hundraði þieirrar skoð- unar, að ný heimsstyrjöld skelli á innan tíu ára. STEINGRIMUR JONSSON kosinn formaður Stúdentafélags Akureyrar Aðalfundur Stúdentafélags Akureyrar var haldinn fyrir skömniu. I stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Sleingrímur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti, rit- ari dr. Sveinn Þórðarson og gjaldkeri Ásgeir, Markússon, bæjarverkfræðingur. Fráfarandi formaður Svavar Guðmundsson, bankastjóri, baðst undan endur- kosningu. : Athugun á útgjöldum bæjarins Á íundi bæjarstjórnar í gær bar Svavar Guðmundsson fram svohljóðandi: tillögu: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að láta athuga, á hvern hátt sé auðið að draga úr rekstursút- gjöldum bæjarins og stofnana hans. Niðurstöður athugunarinnar leggist fyrir bæjarstjónv ásamt skrá yfir starfsfólk bæjarins og bæjarstofnana, er sýni heildar- greiðslur til viðkomandi á yfir- standandi ári." Það munu vafalaust flestir bæjarbúar sammála um það, að um verur Verzlanir í Reykjavík glejpa meginhluta liins takmarkaBa innflutnings Skömmtunin og sú mikla takmörkun, sem gerð hefir verið á öll- um innflutningi til landsins hefir emi aukio stórtega þau vand- ræði, sem af því stafa, að meginþorri alls innflutnings til lands- ins fer í gegnum Keykjavík. Bendir margt til þess, að verzlanir úti á landi verði mjög afskiptar um úthlutun þeirra vörubirgða, sem til landsins eru fluttar, vegna hinna góðu aðstöðu verzlana í Keykjavík til þess að ná til innflytjendanna. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var vandamál þetta tekið til meðferðar eftir ósk Svavars Guðmundssonar, sem lagði þar fram svohljóðandi til- lögu: „Bæjarstjórn Akureyrar tel- ur núverandi tilhögun á-veit- ingu innflutningsleyfa og gjald- eyrisúthlutun með öllu óviðun- andi og skorar á Alþingi að koma þeirri skipan á þessi mál, að jafnrétti ríki milli Reykvík- inga og annarra landsbúa í þess um efnum." Var bæjarstjórnin samþykk þessu sjónarmiði. Dreifa verður réttlátlega. Hætt er við, að erfitt verði að haga veitingu innflutningsleyf- anna svo, áð viðunandi lausn fá- ist á þann veg, en hér er um að ræða mikið réttlætismál, sem stjórnarvöldin komast ekki hjá að taka til rækilegrar athugun- ar. Reyndin hefir orðið sú að undanförnu, að innflytjendur í Reykjavík hafa hlotið bróður- partinn af öllum innflutningi til landsins, en það kom ekki eins að sök meðan innflutningshöml urar veru tiltölulega litlar. Hin ar miklu innflutningshömlur nú valda því aftur á móti, að mikið kapphlaup hlýtur að verða um hinn takmarkaða innflutning. ástæða sé til að taka til vand- legrar yfirvegunar, hvort ekki sé auðið að spara eitthvað í út- gjöldum Pg rekstri bæjarfélags- ins, því að útsvarsálögur eru nú orðnar slíkar, að þar verður ekki ]engra gengið. Er þó brýn nauð- syn á mörgum framkvæmdum, sem hingað tii hefir ekki verið hægt að veita fé tiL. Er því mjög þakkarvert að hafa forgöngu um athugun sem þessa. Þar sem mjög er vafasamt, að alltaf verði fyrir hendi vörur hjá innflytjendum út á skömmt unarseðla smásöluverzlana, er hætt við, að niðurstaðan verði sú, að þær verzlanirnar, sem næstar eru innflytjandanum. nái jafnan í vörur út á sína miða, en verzlanir úti á landi verði að bíða og verði jafnvel r.lveg útundan. Það er sanngirniskrafa fólks úti á landsbyggðinni, að það fái í þessu efni að njóta sömu aðstöðu og Reykvíkingar. Það óskar ekki eftir að hafa neinn rétt af Reykvíkingum. Það krefst aðeins jafnréttis, en á það hefir nokkuð skort, einkum eftir að opinberum stofnunum i Reykjavík er ætlað að vera í'orsjá allra landsmanna. IVÖ NÝ KAFMAGNSKERFÍ tengd við Laxárvirkjunina. Rafveitustj óri ríkisins hefir fyrir nokkru sent rafveitunefnd Akureyrar erindi þess efnis, að hann óskar eft- ir leyfi hennar til þess að tengja raf- veitukerfi Húsavíkur og rafveitukerfi Grenjaðarstaðar- og Múlahverfis við Laxárvirkjunina. Rafveitunefnd hef- ir lagt til, aS orðið verði viS þessari beiðni meS því skilyrSi, aS mesta á- lag til Múlahverfis verSi ekki yfir 30 kw. fyrst um sinn, og raforkan til Húsavíkur fari ekki fram úr 200 kw. í vetur. Ekki verSi heldur leyft að nota þar raforku til ugphÍUWU', nema með leyfi rafveitu^tjóntar AJfc- ureyrar í hverju einstöku tilfeUi, Núverandi virkjun við Laícáer ná. þegar að verða of lítil fyrir Akur> eyrarbæ. Er því næsta vafasamt, hvort bærinn er aflögufær íim raf- orku, en þess verður að vænta, að rafveitunefnd hafi athugað þá hlið málsins til hlýtar, áður en þessi á- kvörðun var tekin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.