Íslendingur


Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 3
 Miðvikudaginn 12. nóv. 1947 I Samband ungra Sjálfstæðis- __________ manna ______________ % I I i Þeir h'iuðu lýðræðii- Alþjöðasamtðk kofflinflnista. Fyrir nokkrvi síöan bárust íregnir um, að’ Alþjóðasambaud kommún- ista vœri að’ nýju korniS fram i dags- ljósið. Kommúnistaflokkar ýmissa Evrópuríkja, þar á ’meðal Frakk- lands og Italíu, tilkynntu að þeir hefð.U gengið í sambandiS. Meðan á styrjöldinni stóð töldu Rússar hagkvæmara að leysa upp Alþjóðasamband kommúnista „Kom- intern“ til þess að draga úr tor- tryggni ban'damanna sinna, en margt bendir til, að þáð bafi ]vá einungis verið gert á pappírnum. Strax eflir að styrjöldinni lauk gerðust komm- únistaflokkarnir um heim allan þægt áróðurstæki í höndum Rússa og smns staðar eins og til dæmis í Kanada gerðust forráðameftn þeirra sekir um að koma hernaðarlega þýð- ingarmikhnn upplýsingum til Rússa. Enn sem komið er hafa kommún- istar hér á landi ekki gerst opin- berir aðilar að hinum ,.nýju“ al- þjóðásamtökum konnnúnista. Án efa stafar hikið af ótta við afslöðu kjósenda. Leiðtogarnir tefja senni- lega æskilegra að vinna fyrst í stað með samtökununi á bak við tjiildin. HORFT TIL BAKA. Áður en koinmúnistaflokkurinn tók upp langa nafnið' var liann ekki feiminn við að telja sig meðlim í alþjóðasamtökum skoðanabræðr- anna. í 23. tbl. „Verkalýðs])laðsins“ ár- ið' 1932 er tekið fram, að enginn geli orðið meðlimur flokksiris, nema hann viðurkenni stefnuskrá. Alþjóða- sambands kommúnistd. Þar segir orðrétt: „Meðlimir flokksins geta allir orðið, sem viðurkenna slefnu- skrá flokksins og Alþjóðasámbunds hommúnista og skuldbinda sig til þess að hfýða öllum ákvörðunum þeirra. og fyrirskipunum.“ Því er slegið föstu. að meðlimir konnnún- istaflokksins verði að hlýða öllum ákvörðunum og fyrirskipunum Al- þ í óðasambandsins. Um Alþjóðasambandið getur nán- ar í 24. tbl. ,,Verkalýðsblaðsihs“ 1932, þar segir: „Alþjóðasamband kommúnisla hefir æðsta vald í mál- efnum einstakra kommúnislaflokka. Samþykk'tir flokksins hafa því aðeins gildi, að þær séu viðurkenndar af Alþj óðasambandinu.“ „Hvar sem kommúnistar starfa, hvort heldur er í félögum, í bæjar- stjórnum eða á Alþingi, verða þeir að hafa með sér skipulagt lið. Verða þeir jafnan að koma allir fram sem einn maður og ræða sameiginlega öll mál. Enginn einstakur má koma opinberlega fram, nema samkvæmt fyrirmælum flokksins.“ „Ef út af ber .— grípur heims- flokkurinn í taumana.“ Af þessum tilvitnunum er það ljóst, að íslenzkir kommúnistar töldu sig árið 1932 skylduga til hlýðni við „Komintern“. Skaðanafrelsi livers -einstaklings í samtökunum er vel lýst' i 23. tbl. Verkalýðsblaðs'ins sama ár. Þar segir: „En þegar búið er að taka ákvarðanir, verða allir að fylgja' þeirn eftir sem einn maður. Og þess er ekki aðeins krafist, að ákvörðununum sé fylgt í orði kveðnu, heldur verða menn að starfa jafn ötullega að, þótt þeir séu á öðru rnáli. J ilji ng sTcilmngur flokksheild- .arinnar verður álltaf að sitja í fyrir- rúmi fyrir vilja og skilningi hvers eins.“ SAMI FLOKKUR OG SÖMU SJÓNARMIÐ. Þólt konnnúnislafl. hafi skipt um nafn og heili nú „Sameiningarflokk- iir Alþýðu,“ o. s. frv. hefir hann ekki skipl um loiðtoga og málefnin eru þau sömu. Það má því fullyrða, að afstaða „Sameiningárflokks Alþýðu“ til Alþjóðasamtaka kommúnista cr nákvæmlega sú sama og afslaða Kommúnislafliikks Islands árið 1932. Sá ci aðoÍMs munurinn, að flokksforuslan þorir ekki að viður- kenna það fyrir alþjóð. Hvað telja konuniínlstar ineirihluta? Ýmsar staðhæfingar kornm- únista koma annarlega fyrir &.jónir. Á síðustu „Æskulýðs- síðu“ Verkamannslns er því t. d. haldið fram, að núverandi rík isstjórn sitji í „óþökk meiri- hluta þjóðarinnar." Skoðun kommúnista á því, hvað sé meirihluti virðist byggj ast á allt öðrum forsendum en lagðar eru til grundvallar í lýð- ræðisþjóðskipulagi. Því eins við urkenna kommúnistar ríkis- stjórn Sjálfstæðis-, Framsókn- ar- og Alþýðuflokksmanna ekki sem meirihluta stjórn, enda þótt þingfulltmar þessara þriggja flokka hafi umboð frá meginþorra landsmanna. Skoðun kommúnista byggist á því, að þeir telja alla aðra en sig og sína flokksmenn rétt- lausa á pólitíska sviðinu. Þeir einir eigi að ráða, enda þótt 1 fyrravetur bar Jóhann Haf- stein fram frumvarp á Alþingi um hlutfallskosningar í verka- lýðsfélögunum. Frumvarpið var fellt með atkvæðum Alþýðu- flokksmanna, Framsóknar- manna og kommúnista. Með því að fella frumvarpið komu Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn ekki einungis í veg fyrir lýðræðislega og sjálf- sagða umbót, heldur urðu þeir einnig til þess að afhenda kommúnistum ráðin í samtök- um launastéttanna. Framsóknarmenn felldu frumvarpið af ótta við, að lög- festar yrðu þá hlutfallskosning- ar í samtökum samvinnumanna og Alþýðuflokksmenn af því, að þeir vonuðust eftir því að ná með tíð og tíma sömu aðstöðu og kommúnistar nú hafa ,í sam- tökum launastéttanna. Afstaða þessara tveggja flokka markað- ist af eiginhagsmunasjónarmið- um og skammsýni. Ef fyrir- komulagið við kosningar til Al- þýðusambandsþings væri lýð- ræðislegt hefðu kommúnistar nú ekki meirihluta i stjórn A1 þýðusambandsins. Ungir Sjálfstæðismenn munu halda áfram baráttunni fyrir þessu réttlætismáli, þar til sigur or unninn. KVÖLDVAKA „VARÐAR" „VörSur“, félag ungra SjálfstæSis- maima á Akmoyri, liéll aðra kvöld- \i)ku sína á þcssu starfsári sl. föstu- dag. Hófst kvöldvakan með kvik- íiiyndasýiiiiigu. og sýndi Edvard Sigurgeirsson liina gullfallegu Heglu- mynd sína. ('innig myndir af komu norska krónprinsins til Akureyrar, koinu „Kaldbaks". srijóýtur við vinnu og komu Straumeyjar. Jónas Rafnar. hdl., formaíriir fjórSungs- sambands ungra Sj álfstæSismanna á NorSurlandi, flutti ávarp. AS lokum var stiginn dans. Fór samkomaii á- gætlega fram og var fjölsótt. yfirgnæfandi meirihluti þegn- anna kjósi aðra tii forustu. Þar, sem kommúnistar ráða eru þeir ætíð í „meirihluta“ enda eru andstæðingar þeirra sviptir þar öllum rétti og haldið n’.ðri með vopnavaldi. Slíka að- stöðu vilja kommúnistar fá hér á landi og fyrsta skrefið yrði að banna alla aðra flokka. Því eins skrifar Jóhannes úr Kötlum, einn af stærri spámönnum kommúnista, í Þjóðviljann: „Nú munu hinir frjálslyndu Frh. á 7. síðu STJÓRNMÁLAÞÆTTIR | L iia£Í^iái^íi&iB8SSS^13t'iB,i?7ihlW1SriM1BW———IM—I—■» Rembingur hrekur ekki staðreyndir. AUMINGJA kommúnistar eiga liágt um jiessar mundir. Hvarvetna meðal lýð- frjálsra þjóða hrakar fylgi þeirra vegna hinnar augljósu jijonkunar jicirra við aust- rænu einræðisstefnuna. Þær þjóðir lieims, sem ekki liafa enn verið kúgaðar undir járrihæl liins austræna ofheldis eru nú hver af annarri í frjálsum kosningum að syna kommúnistum það, að þær kjýsa engu fremur rautt en brúnt einræði. Þær vilja engu fremur kommúnisma en nazisma. Litli „Þjóðviljinn11 liérna á Akureyri á erfitt með að sætta sig við þessar stað- reyndir. Ræðst einhver al spekingum blaðsins í síðasta „Verkam.“ á ummæli „íslendings“ um fylgistap kommúnista og þykist ætla að afsanna þessar frásagnir. Þótt umrædd grein í „Verkam.“ beri það með sér, að höfundurinn sé harla hreyk- inn af „röksemdum" sínum, er hætt við, að liann verði sorglega mikill einstæðing- ur við þá aðdáun. Blaðið birtir nokkrar tilvitnanir i „ísl.“, en allar tilraunir blaðs- ins til að hrekja þær snúast svo gersam- lega við í höndum þess, að það staðfestir þær sjálft. Þannig verða staðreyndirnar oft erfiðar viðfangs, jafnvel í höndunt manna, sem eru eins vanir að neita stað- reyndum og ritarar kommúnistablaðanna. „Verkam." telur það t. d. sem dæmi um rangfærslur „ísl.“ að blaðið liafi sagt, að flokkur de Gasperi liaíi tvöfaldað atkv.- niagii sill í bæjarsljórnarkosningum í Kómaborg, en uokkrum iinum neðar stað- feslir’blaðið þessa frásögn „ísl.“ með því að birta atkvæðatölurnar frá þessum knsningum. llór í blaðinu hefir því uldrei verið haldið frain, a'ð kommúnistar liafi tapað alkvæðum við kosningarnar í Frakklandi. Það er saint staðreynd, að þar liallar und- an fæti fyrir kommúnistuiri. Þeir löptiðu báðunt helzlu virkjum sínunt, Farís og Marseille, og í stað þess að vera slærsli flokkur lajtdsins er nú annat: flokkur, þjóðfylking de Caulle, sem er harðasti andslöðuflokkur þeirra, orðinn langstærsl- ur. Er ekki liægt annað að segja en það sé verulegt tap fyrir kommúnista. Hrakfarir kommúnista í öllum löndunt Vestur-Ev- rópu verða lieldur ekki að sigrum, þótl blöð kommúnista hér á íslandi geri sig að viðundri að halda því fram. í Dan- mörku töpuðu þeir helmingi þingsæta sinna. 1 Noregi töpuðu þeir 150 sætum í bæja- og sveitarstjórnum og eru nú næst- minnsti flokkur landsins. í sveitastjórnar- kosningum í Englandi töpuðu þeir flest- um af þeim fáu fulltrúum, sem þeir áttu þar. Þannig mun fylgið lialda áfram að hrynja af þeim, hvarvetna þar sem fólk fær að dæma þá í frjálsum kosningum. , Holl ráðlegging. KOMMÚNISTAR reyna mörg ráð til þess að hressa upp á fylgi sitt, og eru sum þeirra æði brosleg. Þeir finna það vel, að Sjálfstæðismenn eru hættulegustu andstæðingarnir gegn einræðisbrölti þeirra, og nú hefir blaði Áka Jakobsson- ar, „Mjölni“, dottið það snjallræði í hug að hvetja alla „frjálshuga menn, hvar í flokki, sem þeir kunna að standa“, að var- ast hin fasistisku!! öfl innan Sjálfstæðis- flokksins. Og svo kemur rúsínan: „Annars kann svo að fara. að frelsi hins borgaia- lega þjóðskipulags og sjálfstæði þjóðar- innar verði fyrr en. varir slefnt í voða'eða jafnvel glatað algerlega“. Það er kaldhæðnislegt að heyra komm- únista skora á „frjálshuga" menn að fylgja sér, en manni verð'ur á að reka upp stór augu, er þeir tala um „frelsi" hins borg- aralega þjóðskipulágs". Kommúnistar hafa ekki hingað til talið það svo mikils virði, að það ætti að vernda það eins og hvern annan gimstein. Er vissulega ástæða til að fagna því, ef „Mjölnir“ ætlar að fara að hefja baráttu gegn þeim öflum, sem ógna hinu „borg- aralega frelsi", en hætt er við, að hann verði þá að snúa geiri sínum gegn æði mörgum, sem áður hafa verið honum kær- ir, því að facistaprédikanir kommúnista- blaðanna tekur nú enginn maður alvar- lega. Iðnir við nöldrið sitt. DAGUR hefir um nokkurt skeið haldið sér að skynsamlegum umræðum um nauð- syn einingar um úrlausn þeirra vanda- mála, er nú steðja að þjóðinni. Hefir þar gætt mun hollari viðhorfa en hjá „Tíman- um“. í síðasta blaði kveður þó nokkuð við annan tón, og er þar á ný ráðizt á Sjálfstæðisflokkinn og hann sakaður um að hafa eytt í ráðleysi gjaldeyri þjóðar- innar. Viðskiptamáiaráðherra, Emil Jóns- son, henti á það í útvarpsumræðum um daginn, að ef til vill hefði mátt enda gjaldeyrinn ári lengur eða svo, en stað- reynd. væri, að meginhluta lians hefði verið varið til þess að búa í haginn fyrir þjóðina. „Dagur" mætti vel minnast þess, nð aðalfiindiir SÍS á Blönduósi lieimtaði jrjátsan innflutning. Varla liefði það spar-' að gjaldeyrinn. Það er alveg rétt, að mörguni miljónum liefir verið gálauslega ráðatafað, en Framsóknarmenn hafa þar ekki verið hógværari í kröfum en aðrir. Þá væri liollt fyrir „Dag“ að rifja upp af- stöðu Frantsóknarmanna til togarakaup- anna, sem nú eru teknir að íæra þjóðinni miljónatekjur. Vill ekki blaðið næst birta frásögn af afstöðu flokks síns til þess ntáls? Hverjir dýrka erlend ríki? KOMMÚNISTARMR íslenzku hafa að undanförnu reynt að gera sig að miklum föðurlandshetjum og talað af mikilli fyrir- litningu um það, að hér væru hópar manna, sem dýrkuðu Bandaríkin. Hafa þessar blessaðar sjálfstæðishetjur naum- ast átt nógu stór orð — og eru þeir þó sízt snauðir að stóryrðum — til þess að lýsa vanþóknun sinni á dýrkun á erlend- um ríkjum. Það væri hollt fyrir þá menn, sem í barnaskap sínum kynnu að hafa lagt trúnað á það, að ísland væri í huga j íslenzku kommúnistanna, að lesa greinar kommúnistablaðanna um 30 ára afntæli rússnesku byltingarinnar. Þar birtist slík aðdáun á hinu austræná lýðræði, að manni gæti helzt til hugar komið, að höfundarn- ir hefðu kropið í lotningu fyrir félaga Stalín, þegar þcir skrifuðu þessar lof- gerðarrollur. Hvað skyldu kommúnistar segja, ef andkommúnistar hér færu að lialda bandaríska minningardaga hátíð- lega með svipuðu pomp og pragt og kommúnistar minntust rússnesku bylting- arinnar? Ætli yrði þá ekki einhvers staðar minnst á „amerískar höfuðsóttarkindur11.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.