Íslendingur


Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 12.11.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12. nóv; 1947 íSLENDINGUR 5 A ALÞJOÐA VETTVANGI Skemmdarstaríserni kommún- ista í Frakklandi Iðkið djúpan andardrátt Frakklaml liefir verið höfuðvígi kommúnista í Vestur-Evrópu, enda hafa þeir miskunnarlaust beitl valda- aðstö'ðu sinni í verkalýðsfelögúm landsins til þess að skapa sem mest öngþveiti. Augu frönsku þjóðarinn- ar eru nú sífellt betur að opnast fyrir hinni þjóðhættulegu starfsemi kommúnisla, og er hinn stórkostlegi kosningasigur þjóðfylkingar de Gaulle gléggsta merki þess. .Nokkrum dögurn fyrir frönsku bæjarstjórnarkosningarnar ritaði fréttaritari ameríska hlaðsins Tiine í Frakklandi blaði sínu og lýsli nokkuð starfsaðferðum kommúnista. Fara hér á eftir helztu atriði grein- ai' hans. Fréttaritarinn dvaldi um hríð í héraðinu Ain. I þorpinu Belmont búa 349 manns. Þar hafði verið hengi úþp mikið áróðursspjald fyr- ii kommúnista. A því var mynd af Ijóshærðum hávöxnum manni í blá- um samfestingi. Hélt hann í hönd sveitastúlku, en hún liélt aflur í ! höndina á bústnu barni. Öll stóðu I þau á kornakri og brostu sætt. Neðst á myndina var letrað: Svéitafólk! Veljið meiri velmegun! Kjósið kommúnista! Spjabl þetta var órð- ið ritjulegt, og rifið hafði verið af því eitl hornið. Þverl yfir spjaldið hafði verið skiifað með klunnaleg- um blýántsstöfum: Þeir liafa selt sig eins og hinir. Franski kommúnistaflokkurinn er nú i aflurför. Það er að scgja hvað íjölda fylgismanna sneriir, ]*\ í að hann verður því hættulegri, þegaí aðéins ofstækisliðið er eftir. Komni- úhistar eru þegar hyrjaðir að tapa fylgi í borgunum, en sljórnmála- breytingar í Frakklandi verða yfir- leill ekki í sveitunum fyrr en mn sex mánuðum á eftir borgunum. Fylgis- tap kommúnista er því rétt að byrja þar. Bæjarstjórinn í Belmont, Louis Berthelot, 56 ára gamall, gaf eina skýríngu á stundarvelgengni komrn- únista: „Það eru 190 kjósendur í þessum bæ. 56 þeirra kusu komm- únista við síðuslu kosningar. Þess- ir 56 voru allt ungt fólk, að þremur undanskildum. I sveitahéruðum er í mmúnistaflokkurinn flokkur let- ingjanna. i '<ra fólkið hér vill ekki vinna. Það vill ekki vinna frá dög- un til sólseturs c'ns og éi', faðir minn og afi gerðu. I r.ð vill ekki beygja sig eins langt niður og við gerðum. Fyrir það er jarðvegurinn of nálægt jörðinni. Það vill hafa jarðargróðurinn á borðinu. Það kýs kommúnista, af því að þeir lofa því hægara lífi.“ Stefna kommúnista gagnvarl bæj- arverkamönnum er tiltölulega heið- arleg, því að hún miðar að aukinni framleiðslu. Hinsvegar beita konrm- únistar mjög siðlausum áróðri í sveit unum. Þar örfa þeir svarta markað- inn, hvetja bændur til þess að heimta eins liátt verð og mögulegí er fyrir afurðir sínar og eitra hugi bænd- anna með endurteknum slaðhæfing- utn um það, að bæjaríólkið lifi betra lífi á þeirra kostnað. Eitt áhrifaríkasta baráttiftæki þeirra er vikuhlaðið „La Terre“, gamall og róLgróið sveitablað, sem rauðliðum tóksl að ná í sínar hend- ur við frelsun landsins. „La Terre“ er ófáanlegt í París, en 300 þús. einlök eru vikulega seld eð'a gefin út um sveitirnai og a afskekkt þorp og búgarða, þar sem stórblöðin sjásl ekki, og engra áhrifa frá París gæt- ir. Það er stingandi ósamræmi í þeim boðskap, sem „La Terre“ flyt- ur sveitafólkinu og bæjaráróðri kommúnistablaðsins „LT Iumanité“, sein gefíð er út i l’arís. .,L Haumani- lé“ sagði l. d. 25. sept.: „1 apríl voru kommúnistar i ríkisstjórninni, og þá koslaði smjörpundið 255 franka. Nú eru kommúnistar ekki lengur í stjórn, og smjörið kostar 370 franka jiundið. Skiljið þið nú, hvers vegna þið eruð svöng?“ I sömu viku sagði „La Terre“: „Það er ánægjulegt, að veruleg ha'kkim héfir orðið á mjólkurverði, því að þuð hefir nú hækkað úr 9.75 í 15 franka líterinn, og smjörverðið hefir hækkað um 60%. Valdhafarn- ir hafa lieygt sig fyrir þeim kröfum, sem \ ið höfum liorið fram i þágu liærida .... Við skulum voná, að þessi nýja verðhækkun nái til allra landbúnaðarafurða.“ Enginn stjórnmálaflokkur — ekki einu sinni kommúnislur •—r gela lil lengdar beitt slíkri tvöfeldni. Tor- Iryggnin er tekin að festa rætur í Belmonl og þúsundum slíkra þorpa uin alll Frakkland. Þetta segir fréttaritari Time, Frakkinn André Laguerre. Frásögn hans er mjög sennileg, enda könn- umst vér lslendingár við svipaðaí' báráltuaðferðir kommúnista hér heima. Þeir eru ósparir að lofa íólki gulli og sællífi og spila á þær lægstu hvatir manna að fá sem allra mest með sem allra minnstri fyrirhöfn. Sem betur fer, hefir íslenzk aiska ekki ver-ið ginkeypt fyrir hoðskap konnnúnista, og því mun skemmdar* starfsemi þeirra hér á Islandi hljótá sömu fordæmingu og hennar býður í Frakklandi. Hér eins og þar ganga kommúnistar erinda erlends einræð- isríkis, sem gjarnan vill sjá sem mesta upplausn i lýðræðisríkjunum. ÞRÍR FULLTRÚAR íslands á þingi sameinuðu þjóðanna eru nú komnir heirn. Væntanlega látum við okkur nægja að Kafa einn fulltrúa hér eftir til þess að hlusta á rifrildið þar milli stórveldanna. Jónas Jónasson jrá Hrajnagili: SAKAMÁLASÖGUR Utgef.: Jónas og llalldór Rafnar. Séra jónas Jónasson frá Hrafna- gili er þjóðkunnur maður fyrir rit- verk sín. Merkasta rit hans er tví- mælalaust „Islenzkir þjóðhættir“, sem náð hefir mjög miklum vinsæld- um og útbreiðslu. Séra Jónas kunni flestum mönnurn hetur að gera frá- sagnir sínar lifandi og glöggar, og hann hefir unnið þjóðlegum fræð- um ómetanlegt gagn. Nú hafa tveir sonarsynir Jónasar í hyggju að gefa úl allar sögur háns í heildarútgáfu, og eru Sakamála- sögur 1. bindið. Er byrjað á þeim, af því að þær munu iorfengnastar af öllum sögum séra Jónasar, sem út hafa verið gefnar. Sakamálasögur þessar eru þrjár: Randíður í Hvassa- felli, Magnúsar þáttur og Guðrúnar og Kálfagerðisbræður. Allar fjalla sögur þfessar um ömurlega atburði og óhæfuverk, sem varðveitzt liafa i ýmsum frásögnum og hafa öll gerzl, en eru hér færð í lelur af þeirri snilld, að atburðirnir verða lifandi fyrir hugskotssjónum lesendans. Er ólíklegt, að nokkur leggi frá sér þessa bók fyrr en hann hefir lesið hana spjalda milli. Er ekki að efa, að allir þeir, sem þjóðlégum fræð- um unna, mimu fagna því að eiga kosl á að eignast í heildarútgáfu all- ar sögur, þessa þjóðkunna rithöf- undar. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar, og er frágangur hennar allur sérstaklega smekklegur. Vilhjálmur Þ. Gíslason: BESSAST AÐIR Bókaútgáfan Norðri. I bók þessari eru samandregnir Jiættir úr sögu hins merkasla höfuð- hóls á Islandi, scm um langt skeið var aðalsetur hins danska konungs- valds, en nú bústaður forseta Is- lands. Saga þjóðarinnar um liðnar aldir hefir meir verið tengd við Bessastaði en nokkurt annað býli á Islandi. Þjóðin á margar ófagrar minningar um þenna stað, en það- an hefir líka margt komið, sem mið- að hefir þjóðinni iil hagsbóta. Það er því sérstök ástæða iil þess að eiga sögu Bessastaða á einum stað. Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri, hefir ritað hók þessa og safnað sam- an margskonar heimildum um sögu staðarins. Er þar mikill fróðleikur samankominn, þótt stiklað sé á stóru. Bókin er 225 síður í iólf köflum og skreytt miklum fjölda mynda. — Lokakaflinn er um forsetann á Bessa- stöðum. Ekkert hefir verið iil sparað að gera bókina vel úr garði, og er öll vinna við frágang bókarinnar mjög vel af hendi leyst. Prentverk Odds Björnssonar hefir annazt prent- un bókarinnar. Allir draga að sér andann, meðan þeir lifa, en ekki fara allir eins að þvi. Menn nota mest þrjár aðferðir, sem nefna mætti: brjóstöndun, þindarönd- un og magaöndun. Af þeim er þindaröndun réttust. Röntgen- myndir hafa skorið úr því. Hver er munur þessara önd- unaraðferða? Hann er í stuttu máli sá, að við brjóstöndun lyft- ist bringan upp og jafnvel axl- irnar líka. Við þindaröndun þenst út brjóstholið neðanvert, þar sem lungun eru stærst. Við magaöndun ýtist maginn fram, en það er óeðlilegt. Hvaða mað- ur, sem er, getur sjállur rann- sakað, hvort hann andar rétt að sér, lagfært öndunaraðferð sína, ef þörf krefur, og tamið sér rétt an og hollan andardrátt. Margir anda ekki nógu djúpt. Þess vegna fær blóðið ekki nægilegt súrefni, og afleiðingin er fjör- leysi og jafnvel slappleiki. Kyrr- setufólki mun hætt v.ið þessu. Sé ekld andað djúpt, fara líka meltingarfærin á mis við þá hoilu hreyfingu, sem djúp önd- un, þindaröndun veldur þeim. Sá, sem vill rannsaka, livort öndunaraðferð hans er rétt, get- ur farið þannig að: Byrjaðu að morgninum, þeg- ar þú vaknar. Liggðu flatur á bakinu, hafðu aðeins lítinn kodda eða svæfil undir höfðinu. Herðar eða axlir mega ekki vera á koddanum^ heldur flatar í rúminu. Leggðu aðra höndina efst á bringuna, hafðu hina yfir bringugrófinni, rétt neðan við bringubeinið; með öðrum orð- um: neðst yfir lungunum. Gættu að því, þegar þú ert í þessum stellingum, hvar önd- unarhreyfingarnar fara fram. Andaðu ekki dýpra eða meira að þér en venjulega og gerðu það án allrar áreynslu.. Sé öndunaraðferð þín rétt, finnur þú enga hreyfingu undir þeirri hendinni, sem er efst á bringunni, en þú finnur dálitla þenslu eða lyftingu undir neðri hendinni. Þenslan byrjar í miðri bringugrófinni og færist svo eða vex til beggja hliða. Þegar þetta á sér stað, er þindin að starfa á réttan og eðlilegan hátt. pegar þú ert kominn að raun urn, hvað er rétt öndunarað- ferð, gelur þú farið að iðka rétt an andardrátt; og þá getur þú farið þannig að: Þú liggur flatur eins og áður KALDBAKUR HEFIR SELT FYRIR RÚMAR 2 MILJÓNIR Nýsköpunartogarinn „Kaldbakur“ hefir í sjö söluferðum selt fyrir rúm- ar 2 milj. kr. í síðasta blaði var ekki meðreiknuð sjöunda söluferðin. er lýst og andar að þér gegnum nefið, en þú andar ofurlítið meira að þér heldur en þú ert vanur að gera við vanalega, ró- lega innöndun. Þú skalt anöa að þér með sama hraða, andaðu ekki hraðara að þér, þó að þú andir meira lofti að þér. Gættu vandlega að, þegar líður að lok- um innöndunar hvort efri hluti bringunnar byrjar að lyftast. Ef þú verður þess var, þá er innöndun lokið, og þú andar frá þér gegnum nefið. Sé inn- öndun algerlega bundin við það, sem hægt er að anda að sér með þindaröndun, mun brjóstholið skjótt víkka, og and ardrátturinn dýpka. Ekki má taka öndunaræfing- ar geyst; hægt og rólega, smátt og smátt skal gera andardrátt- inn dýpri, unz þú hefir tamið þér djúpa innöndun og iðkar hana stöðugt, hvort sem þú ligg ur, situr eða Stendur. Hér er góð og gagnleg æfing til þess: Þú gengur eða stendur upp- réttur. Armar hanga beinir nið- ur með hliðum, og lófar snúa inn að likamanum. Um leið og innöndun hefst, snýrðu hægt höndunum þannig við, að lófar viti fram. Meðan þú andar frá þér, snúa þeir að líkamanum. Þú gætir þess auðvitað að nota þindaröndun. Þegar gengið er upp breltkur, hlaupið gengið hratt eða líkams áefingar iðkaðar, er ágætt aö iðka djúpa öndun. Þá fyllast lungun svo af lofti í þeim kring- umstæðum, að ekki verður kom- izt hjá því, að efri hluti bring- unnar lyftist dálítið, en kostir hinnar djúpu öndunar koma þá í Ijós, og þeir eru: rninni mæði, meira þol. Réttur andardráttur, þindar- öndun, er alveg hljóðlaus. Menn eiga að draga að sér andann, en ekki sjúga hann í gegnum, því að sogið getur valdið því, að nasaholurnar leggist saman.* Þær eiga að glennast eða víkka við innöndun, en ekki að drag- ast saman og þrengjast. Allar öndunaræfingar eiga að fara fram í svo hreinu og ryk- lausu lofti sem kostur er á. — Sparið ekki hreina loftið! Loks tná geta þess, að þindar- öndun er sjálfsagt að nota, þeg- ar menn syngja, halda ræður eða tala rnikið t. d. við kennslu. Hljómfegurð og þol raddar er meira háð réttri öndun en mönnum almennt er ljóst. En til þess að samræma rétta önd- un við söng og tal, þarf annarra æfinga við en þeirra, sem hér eru skráðar. (Heimildarrit: The Technique of Good Speech og The Technique of Singing eftir Kate Emil-Behnke, og tímaritið ,,Reader‘s Digest.) Sæmundur G. Jóhaimiesson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.